Dagur - 09.02.1933, Side 3

Dagur - 09.02.1933, Side 3
6. tbi. DÁGUR 23 riti. Hann vill samríma hið bezta úr reynslu og háttmn íslendinga þeim útlendu nýungum, sem kom- ið geta hér að haldi og líklegar eru til þess að frjóvga land og lundu. Það vakir auðsjáanlega fyrir Baldvin, að framtíðarinnar ísland verði tryggast með því að hvíla á þeim kletti, er samrunnimr er úr framtakssömum, víðsýnum og áhugasömum skynsemdarbænd- um. í Ármanni á alþingi speglast nytsemdar- og fræðslustefna 18. aldarinnar, búauðgikenningar Fy- siokratanna og þjóðernis- og stjórnfrelsishreyfing sú, er vaxin var úr skauti rómantísku stefn- unnar á öndverðri 19. öld. Skýrð- ist margt vafalaust fyrir Baldvin, í þessum efnum, kringum 1830, er svo mikið kvað að frelsishreyfing- um í Evrópu og borinn var fyrir fylkingum fáni þjóðernis- og stjórnfrelsisstefna, bæði í Júlí- byltingunni frakknesku og í gríska frelsisstríðinu, í Belgíu og á Póllandi. Baldvin kallar Ármann sinn hrópandans rödd í eyðimörku«, í bréfi til síra Jóns Konráðssonar. Hann lætur Ármann tala frá stöðvum hins forna alþingis til þjóðarinnar, og hann hefir ekki talað árangurslaust. | (Frh.). Brynleifur Tobiasson. ——0........ Merkur maður látinn. Siðastliðina sunnudag andaðist að heimili sinu hér i bænum Hail- grimur Haligrimsson dbrm. og hiepp- stjóri frá Ritkelsstöðum, 81 árs að aldri. Hallgrimur hreppstjóri var fæddur 5. júlf 1851 að Oarðsá f Öngulsstaðahreppi. Foreldrar hans voru Hallgrímur Oottskálksson og kona hans, Ouðrún Árnadóttir, bú- andi að Oarðsá. Hallgrimur ólst upp i foreldrahúsum til 17 ára ald- urs. Hann byrjaði búskap á Stokka- hlöðum, en bjó lengst af á Rifkels- stöðum i Öngulsstaóahreppi, eða f 37 ár, en hefir um nokkur hin sið- ustu ár verið á vegum dóttur sinn- ar, frú Póru, konu Páls Skúlasonar kaupmanns hér á Akureyri. Hall- grimur var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Aðalbjörg Ólafsdóttir, ætt- uð úr Eyjafirði. Sióari kona hans var Porgerður Porbergsdóttir, ættuð af Fljótsdalshéraði. Hallgrimur var hreppstjóri Ongulsstaðahrepps hart nær 5 tugi ára og lét af þvf starfi fyrir tiltölulega skömmum tfma. Lengst af sfnum búskap var hann i hreppsnefnd og gegndi auk þess fleiri trúnaðarstörfum heima i sveit sinni. Hann ferðaðist um mestan hluta landsins með Myklestad fjár- kláðatækni og starfaði að útrýmingu kláðans. Árið 1905 var hann sæmd- ur heiðursmerki dannebrogsmanna og Fálkaorðunni 1924. Hallgrimur Hallgrfmsson var einn af helztu hvatamönnum stofnunar Kaupfélags Eyfirðinga og fyrsti framkvæmda- stjóri félagsins, frá 1886 til 1894. Hallgrimur var einkar friður mað- ur og tfgulegur f sjónr Á yngri ár- m hafði hann mikla söngrödd, var vel að sér á þvi sviði og hafði mikil áhrif til vsxandi sðngmenn- ingar í sveit sinni. Leikari þótti hann ágætur og fékkst talsvert viö það starf. Hann tók t. d. að sér hlut- verk Skuooa-Sveins, þegar sá leikur var sýndur hér á Akureyri í fyrsta sinn, og þótti takast það svú vel, að það var að rainnum haft. Hallgrímur var óskólagenginn maður, en aflaði sér óvenjuiega mikíllar menntunar á eigin hönd, og dugði sú sjálfsmenntun honum vel í hinum margbreyttu störfum, er hann fékkst við á sinni löngu æfi. o Leiðrétting. Eg hefi orðið þess var, að sumir hafa misskiiið ummæli >Dags< um tilefni þess, að engin ræða er prent- uð eftir mig i seinustu skýrslu um Menntaskólann á Akureyri. Pólt sá misskilningur sé eins meinlaus og nokkur misskilningur fær . framast verió, þykir mér viðkunnanlegra að leiðrétta hann. Enginn ráðherra helir bannað mér að birta ræðu I skýrslunni. Pá er skýrsian var prentuð, vildi eg enga ræðu láta frá mér fara. En eg orðaði það við kennslumálaráðherra, að skýrsl- unni mætti fylgja r i t g e r ð eftir sjálfan mig, sem hvergi hefir verið flutt. En hann mæltist til, að eg gæfi hana út annarstaðar. Hermdi eg frá þessu i skýrslunni til að gera grein fyrir, hví með henni kæmi nú engin hugvekja, eins og samið var eitt sinn um við gamla gagnfræðinga, er styrkja Nemenda- sjóð eftir brottför sína úr skólanum. En skólinn hefir aldrei heitið að láta skýrslunni fylgja ritgerðir eftir kennara sina né forstöðumann. Pað er þvi að öllu leyti mér að kenna, að engin ræða kemur í skýrslunni nú. Menntaskólanum á Akureyri, 8. febr. 1933. Siguiður Guðmundsson. Bæjarstjórn Akureyrar kaus á fundi sinum i fyrradag i nefndir og til annara starfa fyrir ár- ið 1933 eins og hér segir: Forseti: Ingimar Eydal. Varaforseti: Sigurður Hiiðar. Fjárhagsnefnd; Brynleifur Tobiasson, Hallgrimur Daviðsson, Tómas Björnsson. Bygginganefnd: Erlingur Friðjónsson, Oisli Magnússon, Eggert Melstað, Óiafur Agústsson. Fátækranelnd: Elisabet Eiriksdóttir, OisliMagnússon, Hallgrímur Daviðs- son, Jón Ouðlaugsson, Sigurður Hlíðar. Veganefnd: Ingimar Eydal, Ólafur Jónsson, Sigurður Hlíöar. Vatnsveitunelnd: Jón Ouðiaugsson, Sigurður Hiiðar, Tómas Björnsson. Jaiðeígnanelnd: Ingimar Eydal, Jón Ouðlaugsson, Karl Magnússon, Ólafur Jónsson, Sigurður Hlíðar. Búljáiræktainefnd: Jón Ouðlaugsson, Ólafur Jónsson, Sigurður Hliðan Ellistyrktarsjáðsnefnd: Jón Ouðtaugs- lon, Hallgrímur Davfðison, Ólafur jónison. k#-t-t-g • »■ t-f-f-t- f- » t t » Húseignanelnd: Brynleifur Tobiasson, Sigurður Hlfðar, Tómas Björnsson. Hafnarnefnd: Erlingur Friðjónsson, Hallgrimur Daviðsson, Jakob Karls- son, Vilbjálmur Pór. Rafveitunelnd: Erlingur Friéjónsson, Karl Magnússon, Ólafur Jónsson, Sigurður Hliðar, Tómas Björnsson. Sundnefnd: Brynieifur Tobiasson, Ólafur Jónsson, Tómas Björnsson. Brunamálanefnd: Oísli Magnússon, fngimar Eydal, Karl Magnússon Óiaiur Jónsson. Atvinnubótanefnd: Jón Ouðlaugsson, Kari Magnússon, Tómas Björnsson. Kjörskrárnefnd: Oisii Magnússon, Ingimar Eydal. Ólafur Jónsson. Heilbrigðisnefnd: óiafur jónsson. Súttvarnarnefnd: Sigurður Hiíðar. Verðlagsskrárnefnd: Haiigrimur Dav- fðsson. Skólanefnd Oagnfræðaskóla Akur- eyrar: Brynjólfur éveinsson, Axel Kristjánsson, Tómas Björnsson og Steinþór Ouðmundsson, með hlut- kesti miili hans og Snorra Sigiús- sonar, Porsteinn M. Jónsson er stjórnkjörinn formaður nefndarinnar. Caroline Rest-nefnd: Axei Kristjáns- son, Brynieifur Tobiasson, Tómas Björnsson. Endurskoðendur bæjarreikninganna: Kari Nikuiásson, Lárus Rist. Til vara: Einar Ounnarsson, Sig- tryggur Porsteinsson. —o—— A viðavangi. „Mdl mdlanna »Hvað lfður máli málanna?« spyr ísl. 3. þ. m. Pað er kjördæmamáiið, sem blaóið nefnir svo. ísl. þykir orðin of löng >þögn< ura það, en telur þó >alveg óhugsandi< að mál- inu >verði stungið undir stól fyrst um sinn<. Pað er satt, að þðgn hefir verið um kjðrdæmamálið aó undanförnu. En hægt er að fræða ísl. á þvi, að sú þögn hefir verið rofin nú ný- skeð. Pað var gert á þingmálafundi, er þingmenn Eyfirðinga héldu fyrir fáum dögum að Ási á Pelamörk. Og sá, sem rauf þögnina, var fram- bjóðandi >Sjálfstæðisfiokksins< við siðustu þingkosningar, hr. Einar lónasson. Hann lýsti yfir þeirri skoðun á fundinum, að ekki ætti að hreyfa við kjðrdæmamálinu á meðan kreppan stæði yfir, því nægi- legt verkefni rayndi fyrir þinginu liggja og meira aðkallandi bjðrgun- arstarf en það, að eyða orku i nýtt þref um breytingar á stjórnarskránnii Hvort E. J. hefir talað þetta f um- boði fiokksins, sem bauð bann fram, verður ekki vitað. En hvað sem um það er, mun fjöldi mannatelja, að E. J. hafi mælzt viturlega, er hann hélt þvi fram, að bjðrgun og stuóningur atvinnuvega landsmanna ætti að liggja >sjálfstæðismönnum< þyngra á hjarta en bylting i kjör- dæmaskipun og kosningafyrirkomu- lagi f landinu. En hafi Einar Jónas- son talað þetta eingöngu frá eigin brjósti og umhoðsiaust frá flokki sinum, sem er langlíklegast, að hann hafi gert, þá sýnir það hversu skynsamlega greindir bændur f >Sjálfstæðisfiokknum< geta hugsað og talad ura málin, þegar þeir raega vera sjálfráðir og óháðir vilja og aga Jóns Poriákssonar cg annara slikra >sjálfstæðis<-garpa. Pað mun mega telja vafalaust, að bændur undantekningsrlaust lfta á þetta mál alveg sðmu augum og Einar Jónasson, frambjóðandi >Sjálf- 8tæðisflokksins<. í þeirra augum á mál raálanna á næsta þingi að vera fólgið í róttækum en þó framkvæmanlegum ráðstðfunum til bjargar atvinnuvegi þeirra og af- komu, en ekki f umturnun á stjórn- arskránni og kjðrdæmaskipuninni, eins og ísh viil vera láta. Trúleysi Islendings* ísl. teiur það ósennilegt og seg- ist eiga bágt með að trúa þvf, að ráðherrarnir Ásgeir Ásgeirsson og Porsteinn Briem hafi verið mótfalln- ir þeirri ráðstöfun Ólafs Thors að setja Helga Tómasson aftur að Kleppsspitala. Petta trúleysi ísl. seg- ir blaðið að byggist á þvf, að báð- ir ráðherrarnir séu prestlærðir menn. Mun þetta eiga að skiljast svo, að prestar séu með eitthvað hreinna og betra hugarfari en sauðsvartur aimúginn, t. d. Ólafur Thors og hans likar. Látum þetta nú gott heita. Út frá þessari skoðun ætti að vera hægt að iappa upp á trú- leysi ísi., því sú skýring liggur þá nærri, að af þvf að ráðherrarnir eru prestlærðir og betur hugsandi en t. d. Ólafur Thors og ritstjóri fsl., þá hafi þeir verið þvf mótfallnir að H. T., sem vitað er um að gerðist verkfæri i höndum að lfkindum sér verri manna, til þess að Ijúga geð- veiki upp á heilbrigðan mann, sem ibaldið þóttist þurfa að losast við — yrði trúað fyrir geðveikrastofnun. Pó að prestar eigi að vera umburð- ariyndir við syndaseli þá er til of mikils mælzt, að þeir fyrirgefi ann- að eins fádæma ódæði einsogþað, sem íhaldsmenn ætluðu að koma fram með aðstoð Helga Tómas- sonar. Ef tsi vill athuga máiið fráþéssu sjónarmiði, fer ekki hjá því að trú- leysi hans á mótstöðu hinna tveggja prestlærðu ráðherra gegn innsetn- ingu H. T. á Kiepp hlýtur að gufa upp eins og mjöil fyrir sólu. Um leið og Ól. Th. hleypti H. T. inn á Klepp, sem hann mun hafa gert með vitund og viija fremstu flokksbræðra sinna i Reykjavik, þá tók íhaldiö að fullu á sitt bak á- byrgðina á ódæðisverkinu og játaði meðsekt sína f þvf. Jafnframt breytti Oi. Th. þvert á móti tillögum land- læknis. fsl. segir, að Lárus Jónsson sé >maður, sem litla eða enga sérþekk ingu hafi hlotið í geðsjúkdómum<. Pegar Mbl. var mest umhugað um að festa geðveikisróginn við Jónas Jónsson, kallaði blaðið L.J. >þriðja sérfræðinginn< í geðveikissjúkdóm- um og tók hann fram yfir báða hina, þvf Mbl. sagði, að hann vissi upp á hár i hvaða deild geðveikl- inga að J. J. ætti heima. Pá var L. J. eftir frásögn Mbl. svona spreng- lærður f sérfrsðinni. Nú segja i- haldsblöðin, að hann hafi enga sér- þekkingu í geðsjúkdómum, Hvernig geta þessi vesðlu málgögn ætlast til þess, að nokkur trúi framar nokkru Orði þeirra f þessu máli?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.