Dagur - 16.02.1933, Page 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kost.ar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanna-
son í Kaupfél. Eyfiröinga.
Afgreiðslan
er hjá Jðni Þ. Þór,
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. dee.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
XVI. ár.
Baldvin _£ínarsson.
(Niðurl.).
Stjórnmálabáráttan hefst.
Baldvin Einarsson ber fyrstur
allra lslendinga, mér vitanlega,
fram kröfuna um endurreisn al-
þingis, um það leyti, sem Dana-
konungur ákveður stofnun ráð-
gjafarþinganna fjögurra í Dan-
merkurríki 1831. Hann vill ekki
una því, að íslendingar sæki þing
með Eydönum til Hróarskeldu.
Alþing á íslandi, og að sjálfsögðu
á Þingvöllum, var honum trygg-
ing þess, að þjóðin vaknaði til
framfara og skilnings á köllun
sinni. Þessi tápmikli foringi baxt
mjög vonir sínar við alþingi ís-
lendinga. Baldvin blés í lúðurinn,
undir eins og konungur hafði gef-
ið út tilskipun um stofnun ráð-
gjafarþinganna. Hann reit grein,
sem hann kallaði '»Om de danske
Provindsialstænder, med specielt
Hensyn til Island«. Kom hún út
1832 og á íslenzku í 4. árg. Ár-
manns. — Hér heima á Fróni
voru margir embættismenn and-
vígir sérstöku þingi í landinu
sjálfu. Bjarni skáld Thorarensen,
þá yfirdómari, var sammála Bald-
vin, og hefir hann skrifað honum
merkilegt bréf um málið. Magnús
konferenzráð í Viðey vissi um
skoðanir Bjarna, og ritar hann
Finni prófessor Magnússyni til
Hafnar og segist ætla, að Baldvin
sér »raust Bjarna og handlang-
ari«. Hinn merki vitsmunamaður,
Bjarni amtmaður Thorsteinsson,
snerist einnig í móti, og sveið
Baldvin það sárt, því að hann mat
amtmann mjög mikils og átti hon-
um mikið að þakka. Var það vafa-
laust fyrir meðmæli amtmanns, að
Baldvin fékk styrk úr sjóðnum til
almennra heilla, 100 rd. á ári í
þrjú ár, til útgáfu Ármanns, on
stjórnin mat þá engan embættis-
mann á íslandi meir en Bjarna
Thorsteinsson. Hann var, sem
kunnugt er, faðir Steingríms
skálds og rektors og Árna landfó-
geta. Enn studdi amtmaður að
því, að Baldvin fékk styrk til
náms í fjöllistaskólanum.
Andstaða embættismanna á ís-
landi stafaði meðal annars af ólta
við óeirðir í landinu og æsingar.
Baldvin útskýrir þetta mál aðdá-
anlega i stórmerkilegu bréfi til
Bjarna amtmanns 27. sept. 1832.
Hann segir, »að geðshræringarn-
ar komi öllum mannsins andlegu
Hröftum í hreyfingu, þegar þær
Akureyri 16. febrúar 1933.
n
n
7. tbl.
mætist. Verki þær hver á aðra,
eins og plógurinn á akurinn. óslit-
in eining í þessu lífi er ómöguleg,
því skaparinn hefir ætlast svo til,
að það góða skyldi framkvæmast
við sífelldan Conflict (baráttu)
eins í andlega og borgaralega rík-
inu eins og í náttúruríkinu. í
þessu síðastnefnda sýna sig yfir
allt mótsettir kraftar og allt
framkvæmist í því við þeirra Con-
flict, og það sem merkilegast er,
að hinir mótsettu kraftar við
þennan Conflict verka samein-
ing«. Þið sjáið á þessu, að Baldvin
var ekki smeykur við það, þó að
mönnum bæri á milli. Hann tekur
það fram, að hann eigi auðvitað
hvorki við berserksgang né óvita-
æði með geðshræringum. Hann
sér nauðsyn andstöðunnar, eins og
frjóvgandi kraftar í þjóðlífinu.
Baldvin birtir sína pólitísku
trúarjátningu í þessu bréfi. Seg-
ir hann frá þremur pólitískum að-
alstefnum, sem uppi séu í Evrópu
á þeim tíma, byltinga-, íhalds- og
endurbótastefnunni. Lýsir hann
einkennum þeirra og bætir svo
við: »Ég hefi svarið Reformations-
principinu (endurbótastefnunni)
trúnaö og hlýöni. Þaö skal vera
mín leiðarstjarna, en þegar ég á
að bera það við ísland, þá verð ég
að blanda það með Restaurations-
prjncipinu (íhaldsstefnunni), því
ég álít þann eldri form í mörgum
greinum eiga betur við landið«.
— Af þessu má marka, að Bald-
vin vill hægfara þróun í þjóðlíf-
inu, ekki kollvörpun, heldur laga
hið gamla skipulag smámsaman í
hendi sér og auka við, eins og
hann segir í bréfi 4. maí 1829:
»Þegar leitast er við að hafa áhrif
á lyndiseinkunn þjóðarinnar,
þarf eftir mínu hyggjuviti að
leita lags og sneiða annarsvegar
hjá hinni hugsunarlausu þrá eftir
því, sem fornt er, og hinsvegar
hjá gegndarlausri fljótfærni og
stælingu á því, sem útlent er«.
Baldvin spáir því, að þingstjórn
muni smámsaman »rótfestast
meir og meir í Evrópu og innræt-
ast í þjóðalífið«. Það sýnir, að
hann skilur tímans stefnu. Hann
finnur á sér, hvað koma muni.
Bjarni Thorarensen skrifaðist
á við Baldvin. Það andar ekki
hlýtt frá honum til nágrannans í
Viðey, Magnúsar Stephensen, en
Bjarni bjó þá í Gufunesi. Bjarni
hefir trú á bændunum, eins og
Baldvin. Hann segir svo í einu
bréfa sinna: »Auðnist okkur báð-
um að verka saman á íslandi, þá
munum við sjá, að við komum
engu áleiðis, nema við höfum
skynsama, hleypidómalausa bænd-
ur með okkur... skuluð þér vita,
að embættismönnum hér syðra,
sem eru samanvaldir, kemur
aldrei saman við okkur, og við
megum leita okkur að allieruðum
(bandamönnum) hjá sumum
sýslumönnum og helzt búmönn-
um; því eftir því hefi ég tekið
meðal embættismanna, að þeir,
sem eru fráleitnir landoeconomie
(búskap), hafa heldur aldrei
neina rétta hugmynd um það le-
gislativa (löggjafarefni), sízt
hvað sveita- og pólití-(lögreglu)
stjórn viðkemur«. — Þetta eru
eftirtektarverð orð og lærdómsrík,
einnig fyrir oss, sem nú lifum.
Bréf þetta er skrifað 1831, og
það er í því, sem hann segir við
Baldvin: »... hræsnislaust talað á-
lít ég yður gersemi míns föður-
lands«.
Rasks-deilan.
Eitt var það mál, sem Baldvin
hlaut mikið ámæli af, vegna þess
að í hlut átti ágætur íslandsvinur
og hinn óeigingjarnasti forvígis-
maður um endurreisn íslenzks
þjóðernis og íslenzkrar tungu.
Svo var mál með vexti, að árið
1830 kom út ritdómur í dönsku
tímariti, Maanedsskrift for Li-
teratur, um danska þýðingu Rafns
prófessors á Jómsvíkingasögu og
Knytlingasögu, en íslendingar
áttu Rafni gott upp að unna fyrir
stofnun stiftsbókasafnsins, sem
var vísirinn til vors núverandi
Landsbókasafns. Ritdómarinn
fann þýðingunni margt til foráttu
og átaldi stjórn Fornfræðafélags-
ins fyrir það að láta þýðingu
þessa koma út undir sínu nafni.
Skrifaði þá prófessor Rask, hinn
mikli málfræðingur, móti þessum
ritdómi og þótti hann ósanngjarn.
Ver hann vin sinn Rafn og hælir
honum á hvert reipi fyrir útgáfu-
hans á Fornmannasögunum, en
hann gat þess ekki, hvern þátt ís-
lendingar hefðu átt í henni. Segir
hann, að útgáfur Rafns séu t. d.
miklu betri en útgáfa Paradísar-
missis, er þeir Þorgeir Guðmunds-
son og Þorsteinn Helgason höfðu
annazt. Grunar Rask þá auðsjá-
anlega. — Reiddust margir ís-
lendingar þessum bæklingi Rasks,
en enginn meir en Baldvin Ein-
arsson. Hófst nú ritdeila þeirra
Rasks vorið 1831, og varð hún
svo áköf að lokum og beiskyrt, að
flestir íslendingar í Höfn, er voru
í Fornfræðafélaginu, gengu úr
því. Ritaði Baldvin tvo bæklinga
móti Rask. Stóðu Hafnar-íslend-
Konan rain, Kristín Hailgríms-
dóttir, andaðist að heimili sinu,
Búlandi í Arnarneshreppi, mánud.
13. þ. m. —Jaröarförin er ákveðin
fimmtudaginn 23. þ. m. og hefst
með húskveðju ki. 11 f. h.
Halldór Ólafsson.
ingar undantekningarlítið með
Baldvin. Með Rask stóð Finnur
próíessor Magnússon. Málið var
raunalegt, og kviknaði þarna stórt
bál af litlum neista. Segir Jón
Sigurðsson réttilega: »... en eink-
um er það hryggilegt, að menn af
vorri þjóð skyldi þykjast neyddir
Rasks, sem hafði varið hinu feg-
ursta af æfi sinni, og það svo fag-
urri og merkilegri æfi, í vorar
þaifir að kalla má. Þegar þannig
stendur á, þá er enginn sigur í
sigrinum, þó hann vinnist. Hann
getur aldrei axmað orðið en verati
ósigur fyrir hváratveggju«. —
Björn M. Olsen segir, að á bréfi
frá Árna Helgasyni til Rasks 3.
marz 1832 sjáist, að Baldvin hafi
beðið Árna að koma sér aftur í
sátt við Rask, sem hann segist
eiska og virða.
Bjarni Thorarensen segir í
bréfi til Baldvins, að hann hafi
verið óforsjáll í þessari deilu,
»sem hreinlyndum og geðmiklum
mönnum oft er hætt við«.
Hvatir Baldvins í þessari deilu
voru hreinar. Honum fannst Is-
lendingar vera smánaðir, og það
þoldi hann ekki. Hér heima sner-
ust flest-allir heldri menn á sveif
með Rask og lögðust þéttan móti
Baldvin, og sumir þeirra fóru
jafnvel að eitra fyrir tímarit
Baldvins, eins og t. d. Björn Blön-
dal, sýslumaður Húnvetninga, og
fleiri. Baldvin segir i bréfi til
Bjarna Thorsteinsson: »... ég
stríddi (þ. e. barðist) svo það sæ-
ist, að eigi byggi þrældómsandi
einn í íslendingum, svo að við-
komendur vissu, að eigi tjáði að
fara með þá eins og þræla. Ég skal
annars láta ráð yðar mér að kenn-
ingu verða, að byrja eigi slík
þræturit aftur«.
Skólamál.
Baldvin hugsaði mikið um upp-
eldis- og skólamál fslendinga, eins
og arftaki hans, Jón Sigurðsson,
síðar. Hann las merkilega bók ár-
ið 1828 eftir Engelstoft, sagn-
fræðiprófessor í Khöfn, um þjóð-
aruppeldi. Vakti rit þetta mikla
athygli á sinni tíð, og virðist sva