Dagur - 09.03.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 09.03.1933, Blaðsíða 1
;;a agur kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Þór, Uppsögn, bundin við ira- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Norðurgötu 3. Talslmi 112. XVI . ár. t Akureyri 9. marz 1933. 10. tbl. FjárUujafrumvarpi'ö fyrir árið 1934 er sniðið eftir fjárlögum þessa árs. Tekjur og gjöld eru á rekstrarreikningi áætluð 11,3 milj., en á sjóðreikningi 11,8 milj. Gert er ráð fyrir að tekjulög- gjöf haldist óbreytt, eru því frv. um framlenging skatta og tolla, sem gilda frá ári til árs, lögð fyr- ir þingið. Vextir og afborganir fastra lána er áætlað 2,1 milj. kr. og vextir af lausaskuldum 135 þús. krónur. Helztu verklegar framkvæmdir eru ráðgerðar þessar: Til nýrra akvega 162 þús.; til nýrra síma 90 þús. kr.; til brúargerða 100 þús.; til viðhalds og umbóta þjóð- vega 400 þús.; til nýrra vita 60 þús. kr. Fjáraukalög fyrir árið 1931 nema 3,3 milj. kr. Bráöabirgödbreyting nokkurra laga. Frv. þetta er samhljóða sam- nefndum lögum frá síðasta þingi og fer fram á að framlengja þau til ársloka 1934. Fresta þau fram- kvæmd nokkurra laga til sparnað- ar. Gengisviðauhi. í frv. þessu er farið fram á að framlengja geng- isviðaukann til ársloka 1934. Dýrtíðaruppbót embættismanna. Sömuleiðis er hér farið fram á að framlengja dýrtíðaruppbótina til ársloka 1934. Samþykkt á landsreikningum 1931. útgjöldin á þessu ári hafa orðið 18,1 milj. Bifrei&askatturinn. Á síðasta þingi voru samþykkt lög um bif- reiðaskatt og var þar svo ákveðið, að lögin skyldu aðeins gilda til ársloka 1933. Var þetta ákvæði sett til þess að tryggja það, að lögin yrðu endurskoðuð á þinginu 1933. Frv. stjórnarinnar fer fram á að lögfesta skattinn eins og gengið var frá honum í fyrra. Rá&stafanir út af fjárþröng sveitafélaga. Þetta er nýtt mál og er fram komið vegna þess, að hin síðari ár hefir fyrir komið að hreppsfélög hafa lent í greiðslu- erfiðleikum. f 1. gr. segir: »Bæj- arfélag eða hreppsfélag, sem er i svo mikilli fjárþröng, að það telur sér ekki fært að standa í skilum, getur snúið sér til atvinnumála- ráðherra um aðstoð eftir lögum þessum, ef ætla má að ekki greið- ist úr í náinni framtíð«. — Beiðni um aðstoð skulu fylgja nákvæmar skýrslur um eignir og skuldir bæj- ar- eða sveitarfélags, afrit af síð- ustu skattskrá og niðurjöfnunar- skrá o. s. frv. Telji ráðherra, að fengnum nauðsynlegum upplýs- ingum að svo sé ástatt um sveitar- félagið, að það geti ekki komizt af án hjálpar, þá skipar hann mann því til aðstoðar. Þessi aðstoðar- maður kynnir sér allan hag sveit- arfélagsins og reynir að finna ráð til þess að koma því á heilbrigðan rekspöl aftur með lækkun út- gjalda eða auknum tekjum eða hvorttveggja. Verði ekki ráðin bót á erfiðleikunum á þenna hátt, skal aðstoðarmaður reyna að koma á samkomulagi milli sveitarstjórnar og skuldheimtumanna um greiðslu skulda með eða án greiðslufrests og með eða án eftirgjafa. Fáist slíkt samkomulag ekki, skal málið borið undir ráðherra, sem sker úr hvað gera skuli. Er ráðherra svo veitt vald til að úrskurða um mál- ið og er þar heimilt að ákveða um eftirgjafir skulda, skuldafrest, vaxtalækkun eða niðurfelling vaxta. Einnig getur ráðherra á- kveðið, að ríkissjóður og eftir at- vikum sýslusjóður bæti skuld- heimtumönnum nokkuð það, sem þeir tapa. Frv. um leiðsögn skipa er sam- ið af vitamálastjóra. Fram að þessu hafa engin almenn lög verið til um þetta efni, en ráðherra skipað leiðsögumenn á einstöku stöðum umhverfis land. »En nú hafa siglingar aukizt svo« — segir í greinargerðinni — »að ástæða virðist til að gera ráðstafanir til að skip eigi kost á leiðsögn sem víðast, og er stefnt að því með frv. þessu«. Frv. um heimild fyrir ríkis- stjórnina til íhlutunar um sölu og útflutning á fiskframleiöslu árs- ins 1933. Þetta eru bráðabirgða- lögin, sem út voru gefin 5. des. sl., en stjórnarskráin mælir svo fyrir, að bráðabirgðalög skuli lögð fyrir Alþingi. Breyting á lögum um iðju og iönaö. Það er 14. grein iðjulag- anna, sem m. a. er breytt. Þykir ekki rétt að láta það vera á vaidi sveinafélaga að ákveða, hverjir skuli teljast iðnaðarmenn hinna ýmsu iðngreina, heldur eigi sveinapróf að skera úr um þetta. — í hverjum kaupstað skal vera iðnráð. Stjórn vitamála og vitdbygg- inga. Árið 1930 var skipuð milli- þinganefnd, til þess að athuga vitamálin og gera tillögur um skipulagning þeirra í framtíðinni. Nefndin samdi frv. um þessi efni, og flutti sjávarútvegsnefnd neðri deildar það nokkuð breytt á vetr- arþinginu 1931. Frv. dagaði þá uppi, en er nú lagt fram að mestu óbreytt frá því, sem sjávarútvegs- nefndin gekk frá því. Varnir gegn útbreiöslu næmra sjúkdóma. Landlæknir hefir samið frv. þetta. Er hér gerð endurskoð- un á löggjöfinni um þetta efni, fyrirmælin gerð skýrari en áður og að ýmsu leyti fyllri og færð til samræmis við yfirstandandi tíma. Er í frv. lögð meiri og skýrari á- herzla á það en áður, að héraðs- læknar framkvæmi sóttvarnarráð- stafanir í samráði við landlækni og eftir fyrirmælum ráðherra. úr tölu þeirra sótta, sem skylt er að beita opinberum vörnum við, eru felldar tvær, mislingar og skar- latssótt, en aftur bætt í tölu þeirra blóðkreppusótt. — í flokki þein-a sjúkdóma, sem ráðherra getur lát- ið beita opinberum vörnum við, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, eru auk mislinga og skarlatssóttar taldir nokkrir fleiri sjúkdómar en áður, en höfuðbreytingin er í því fólgin, að nú er ekki gert ráð fyr- ir að sú upptalning sé tæmandi eins og verið hefir, heldur megi fyrirskipa opinberar varnir gegn hverjum næmum sjúkdómi, sem er, ef knýjandi ástæður eru fyrir hendi. — Um smitbera næmra sjúkdóma gilda eftir frv. tilsvar- andi ákvæði og um sjúklinga. Auk þess eru sérstök ákvæði til að tryggja rétt þessa óhamingjusama fólks. Er því ætlað að eiga kröfu á fyllstu rannsókn og læknishjálp. í athugasemdunum segir, að nú sem stendur sé kunnugt um eða sér- stakur grunur á um 20 smitbera hér á landi. Varnir gegn því, aö næmir sjúk- dómar berist til Islands. Þetta frv. er einnig samið af landlækni og er endurskoðun á löggjöfinni. Meðal breytinganna er sú, að úr tölu »er- lendra sótta«, sem sérstaklega ströng fyrirmæli gilda um, eru felldar tvær sóttir: mislingar og skarlatssótt. Segir um þetta í at- hugasemdunum: »Skarlatssótt er fyrir löngu orðin innlend sótt og um mislinga virðist mega láta nægja þau almennu fyrirmæli, sem hafa gilt um ýmsar tilsvar- andi sóttir, og má eftir sem áður taka upp fyllstu varnir gegn þeim, þegar sérstök ástæða er til«. — Samkv. frumv. skulu sóttvarn- arnefndir ávalt leita sem nánastra leiðbeininga landlæknis og gera ekki þýðingarmiklar ráðstafanir án heimildar ráðherra, nema ó- hjákvæmilegt sé. En samkv. lög- um frá 1902 eru nefndirnar ein- ráðar um ráðstafanir sínar, — Þá er ætlazt til að úr gildi falli þau íymmæli, að læknir fari út I hvert aðkomuskip, hvort sem nokkurt sérstakt tiiefni sé til þess eða ekki. — Heimilað er að gera ráðstafanir til varnar því að rott- ur og önnur óþrifadýr berist í land úr skipum eða til að eyða slíkum óþrifum úr skipum. Frv. um sjúkrahús. Landlæknir er höfundur þessa frv. í greinar- gerðinni segir m. a.: »Lagaákvæði hefir þótt vanta til þess að unnt væri að hafa fyllra eftirlit með byggingu og rekstri sjúkrahúsa og líkra stofnana, sem eru í eigu annara en ríkisins, svo og til þess að koma betra skipulagi á starf- semi sjúkrahúsa yfirleitt, þar á meðal sjúkrahúsa ríkisins«. Skrifstofufé sýslumanna og bæj- arfógeta. 1 launalögunum frá 1919 er svo fyrir mælt, að dómsmála- ráðherra skuli ákveða skrifstofu- fé sýslumanna og bæjarfógeta fyrir hver 5 ár í senn. Frv. fer fram á, að löggjafarvaldið ákveði þetta. — 1. gr. frv. er á þessa leið: »Árin 1933—1937, að báðum meðtöldum, greiðir ríkissjóður sýslumöimum og bæjarfógetum árlega skrifstofufé, þar með talin borgun fyrir söfnun innflutnings- skýrslna, eins og hér segir: 1. í Gullbr,- og Kjósars. og Kr. Hafnarf. 11500.00 2. Mýra- og Borgarfjarðars. 4100.00 3. Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu 4100.00 4. Dalasýslu 1100.00 6. Barðastrandarsýslu 4800.00 6. Isafj.s. og Isafj.kaupst. 13000.00 7. Strandasýslu 2500.00 8. Húnavatnssýslu 4100.00 9. Skagafjarðarsýslu 4100.00 10. Siglufjarðarkaupstað 7600.00 11. Eyjafj.s. og Akureyrark. 11000.00 12. Þingeyjarsýslu 4500.00 13. N.-Múl. og Seyðisfj.k. 7500.00 14. Neskaupstað 2500.00 15. Suður-Múiasýslu 7000.00 16. Skaftafellssýslu 3000.00 17. Vestmannaeyjakaupst. 9300.00 18. Bangérvallasýslu 2000.00 19. Ámessýslu 6800.00 Kr. 109400.00« Ef gengi gjaldeyris breytist, hækkar eða lækkar skrifstofuféð samkv. þvf,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.