Dagur - 09.03.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 09.03.1933, Blaðsíða 3
10. tbl. DÁGUR 39 ónum. En þar af gekk mikill hluti til hinnar nýju símstöðvar í Reykja- vik, til nýs Ifnukerfis hér um borg- ina og fyrir vélar í sjálfvirku stöð- ina, sem fullgerð hefir verið á þessu ári og opnuð til afnota nú í dag. Ef iitið er lengra en á nýjustu afrek vélmenningarinnar hér í borg- inni, þá er mér Ijúfast að líta þangað sem bóndinn hefir staðið með jarðyrkjuverkfærin í höndum. Árið 1918 áttu margir bændur ekki aðgöngu að öðrum verkfærum til jarðabóta, en spaða og reku og handkvísl. Síðan hefir allmjög um skipast, þó að margt bresti á. Vér sjáum það allglöggt, hverju véltæknin fær áorkað við sjávarsíð- una, er vér berum saman skriðmik- ið gufuskip og venjulegan árabát. En nokkuð í áttina til hins sama má einnig sjá altvíða til landsins. Árið 1919, fyrsta árið eftir að vér fengum fullveldið voru unnin að jarðabótum hér á Iandi 78 þús. dsgsverk. En á árinu I fyrra, sem er síðasta árið, sem skýrslur eru til uro, voru mæld I landinu 774 þúsund jarðabótadagsverk. Óvíst er, hvort miklu færri mannshendur hafa unnið að því að bæta jarðirn- ar 1919 en síðastliðið ár. En afrek- ið hefir tífaldazt eigi að síður. Og er það vafalaust að miklu að þakka nýjum vélum og verkfærum og bættum vinnuaðferðum. Síðan 1918 hafa alls verið unnin að jarðabótum 4V« miljón dags verka. Ef hvert dagsverk væri nú metið á 5 kr. sem mörgum mun þykja alllágt, og þótt frá séu dregn- ar þær 33/<» milj.. sem varið hefir verið á þessum árum til jarðabóta- styrks og til búnaðarfélaga úr rlkis- sjóði, þá hefir bændastétt íslands varið 17V2 miljón til þess að bæta ábýii sln siðan vér fengum fullveld- ið. Og illa mega þeir, sem á eftir koma, halda á arfinum, ef þessi verk verða ekki einhverjum óborn- um góð gjöf. Jafnhliða þessu hafa samvinnu- félög bænda á þessum árum reist ný slátur- og frystihús fyrir IV2 miljón og mjólkurbú, með tilstyrk rikissjóðs, fyrir 1.350.000 kr. samtals. Um húsagerð landsmanna að öðru leyti á þessum árum eru eigi tii neinar eiginlegar fullnaðarskýrsl- ur. Samkv. fasteignamati hefir verð húsa hækkað um fullar 82 miljónir. En samkv. verzlunarskýrslunum hafa á þessum 14 árum verið futtar inn I landið vörur til húsa- gerðar fyrir sem næst 75 miljónir króna, ef miðað er við innkaups- verð erlendis, að viðbættu flutnings- gjaldi. Par við bætist svo verziun- arálagning og annar innlendur verzlunarkostnaður og flutningar, innlent efni og vinnulaun, þar til húsin eru fullgerð. Pótt þessir sið- artöldu liðir séu mjög mismunandi eftir þvl hvar er á landinu, þá mun mega gera ráð fyrir að erl. efni til húsagerðar nemi með innkaupsverði vart meira en 3/s af verði húsanna fullgerðra, að meðaltali. Eftir þvi hafa landsmenn þá reist sér ný hús og endurbætt gömul, fyrir a. m. k. 125 miljónir kr. síðan 1918. Langmestur bluti þessara nýju húsa er úr steinsteypu og því til frambúðar, - þó að sum þeirra kunni að hafa verið fullmjög við vöxt. Af þessum dæmum, sem nú hafa verið talin úr framkvæmdalífi lands- manna, má a. m. k. marka að ekki hafa landsmenn verið latir, ogekki hefir þá brostið áræðið né fram- kvæmdaviljann þessi 14 ár siðan vér urðum fullveðja. Pað mætti sjálfsagt segja um oss ýmislegt annað*. ----0---- Á viöavangi. Reykjahlíðarkaupin. Að þvi leyti sem fhaldsblöðin minnast á hneyksliskaup þessi, snú- ast þau einkum að þvi, að Jónas Jónsson hafi gefið eiganda jarðar- innar, Vígfúsi Einarssyni, lofsamleg ummæli viðvikjandi umbótum þeim er hann hefir gera látið á jörðinni. Síðasti ísl. segir, að J. J. hafi >skrum- að< af kostum jarðarinnar. J. J. gerði ekki annað en skýra rétt frá þeim húsa- og jarðabótum, er V. E. hafði framkvæmt i Reykjahlíð, og þetta gerði hann eftir beiðni eig- anda jarðarinnar. Hér var þvi um rétta lýsingu að ræða, en hana kailar ísl. »skrum;< Hitt sjá allir, hvilik flónska það er af ihaldsblöð- unurn að halda þvi fram, að þessi lofsamlega en rétta frásögn J. J. af umbótum á jörðinni, réttlæti það á nokkurn hátt að taka fé úr sjóði ómyndugra, sem þeim Magn. O. og V. E. var trúað fyrir, og ætla að greiða með þvi jðrðina pteíöldll verði við það, sem hún var virt að fasteignamati. Slíkt athæfi heyrir undir það, sem kallast að vera ótrúr verkamaður í vfngarði fððuriands- ins. — En það er svo sem auðséð hversvegna íhaldsblöðin gerast margmál um frásðgnj. J. af Reykja- hlið; þau gera það til þess að reyna að draga athygli manna frá þvi að- alatriði málsins, að þeir M. O. og V. E. ætluðu að ráðstafa 90 þús. kr. af fé minningarstjóðsins í al- gerðu heimildarleysi á hneykslan- legan hátt, þó þeir hafi nú runnið af hólmi f þvi mannlýtamáli og reyni að breiða yfir brestina með yfirklóri. Vantraust á M. G. Á mánudaginn var kom fram f sameinuðu þingi, þingsályktunartil- laga frá þingmönnum Alþýðuflokks- ins þess efnis að fela forsætisráðherra að sjá um að kaupum Minningarsjóðs Jóhanns Jóhannessonar á jarðeign inni Reykjahlíð yrði rift þegar í stað. Við umræðurnar kom það í Ijós, að efni tillögunnar var þegar full- nægt, þar sem jarðakaup þessi voru þegar afturkölluð. En þrátt fyrir það töldu flutningsmenn tillögunn- ar framkomu Magnúsar Ouðmunds- sonar i þessu máli alveg óverjandi og báru því fram vantraustsyfirlýs- ingu á ráðherrann. Málið var í það sinn tekið út af dagskrá og atkv.- greiðslu um vantraustið því frestað. Ri'Kisféhirðisstarfið. Pess var getið í siðasta blaði að Jónas Jónsson flytti tillögu til þings- ályktunar um að skora á rikisstjórn- ina að veita ekki rikisféhirðisstarfið sem nú er iaust, en semja við L-andsb. um að annast gjaldkera- störfin. Telur flutningsmaður, að ráðstöfun þessi miði bæði i sparn- aðar- og þægindaátt. — Tillagan kom til umræðu í sameinuðu þingi á mánudaginn var og lauk svo, að málinu var visað til ríkisstjórnar- innar með 24 atkv. gegn 14 atkv. Fjórir þmgmenn voru fjarverandi. Mjög hafa þær raddir verið uppi aö afnema óþörf eða Iítt þðrf em- bætti. En afgreiðsla þessa máls sýnist benda til þess, að nokkurt hik sé á meiri hluta þingmanna i þessu efni, þegar tii alvöruunar kemur. Stjórnmáiaumræöur. Síðasl. fimmtudags ogföstudags- kvöld fóru fram útvarpsumræður um stjórnmál. Voru það félög ungra manna, er efndu til þeirra og tóku þátt f þeim. Aðalræðumenn voru: Pórarinn Pórarinsson, framsóknarm. Thor Thors, sjálfstæðismaður; Árni Agústsson, jafnaðarmaður og Áki Jakobsson, kommúnisti. Ýmsir fleiri tóku til máls síðara kvöldið, af öllum flokkum, þar á meðal af hálfu Framsóknar þeir Eysteinn Jónsson skattstjóri og Oisli Ouð- mundsson ritstjóri og af hálfu i- haldsins Jóhann Möller og Gunnar Thoroddsen. Eins og gefur að skilja var all- mikið kapp og hiti í ungu mönn- ununi, en þó fóru umræðurnar yf- irleitt sæmiiega fram. Pess skal getið, að Pórarinn Pórarinsson er aðeins 18 ára piitur af Snæfellsnesi og mun það sjaldgæft að svo ung- ur maður tali jafn rösklega og ein- arðlega sem hann gerði. Pað, sem sérstaka athygli hefir hlotið að vekja hjá útvarpshlust- endum, var það, að ræðumenn >Sjálfstæðisins< minntust ekkert á yfirstandandi vandræði atvinnuveg- anna, svo sem landbúnaðarins; þeir gleymdu honum aiveg, þar til Oísli Ouðmundsson vakti eftirtekt þeirra á þessari dæmalausu gleymsku þeirra; þá hrökk Thor Thors við og lofaði öllu fögru til handa bænd- um! Aftur á móti bar mikið á þjóð- ernisblæstri og ættjarðarástar daðri f ræðum >sjálfstæðismanna<. Sér- staklega brýndi Thor Thors fyrir mönnum hættuna frá Dönum. Pórarni Pórarinssyni þótti það ein- kennileg tilviljun, að ræðumenn >sjálfstæðisins«, sem útblásnir væru af þjóðernisrembingi og mest hjöl- uðu um dönsku hættuna, hétu allir dönskum nöfnum, Tbors, Möller og Thoroddsen. Að öðru leyti verð- ur hér ekki skýrt frá vopnaviðskipt- um á þessu kappræðuþingi ungu mannanna. Sparnaður íhaldsins. Pegar íhaldið fékk vðld í lands- stjórninni á s. 1. vori yfir fjöldanum af starfsmönnum ríkisins, þóttist það ætla að fækka þéim mikið, einkum að leggja niður ýmislegt af þvf, sem fyrv. ríkisstjórn hefði sett á stofn. Pað helzta, sem M. O. hef- ir gert i þessu, er að hann iagði niður brauðgerð rikisstofnananna. Pessi brauðgerð hafði verið sett á stofn á nýári 1931 i gðmlum húsum Cnj) QÍn a með sérinngangi, fyrir UUU UlUIU einhleypan, er til leigu á 'einum bezta stað i bænum frá 14. maf í vor. Semja ber við undir- ritaðan. Dorleiiur Dorleilsson. Oilsbakkaveg 5; sem rikissjóður átti og stóóu auð. Spítalarnir þrír og skipaútgerð rík- isins Iðgðu þarna fram sfnar 500 kr. hvert, eða alls kr. 2000,00 sem stofn- og rekstrarfé. Brauðgerðin rétt bar sig fyrstu mánuðina, enda voru brauðin ailtaf seld lægraverði en almennt gerðist í Rvík. En þau Ifkuðu sérstaklega vel og einkan- lega v§r þægilegt að geta hagað bakstri ýmsra brauðtegunda eftir því, sem sjúkrahúsin óskuðu. Og bráðlega fór brauðgerðin &ð bera sig ágætlega og 1. sept. s. I. þegar rikið hætti að reka hana, skilaði hún (auk þess sem lagt hafði verið f hana) sem hreinum ágóða af starf- seminni kr. 1887,11 eða yfir 90% vöxtum af starfsfénu. Reyndar má reikna ágóðann hærri, þvi fyrir hús- in, sem áður stóðu auð, fékk rikis- sjóður alit að tveim þús. kr. í leigu fyrir þessa 9 mánuði. Auk þessa höfðu sjúkrahúsin þarna afgreiðslu og varð þetta nokkurskonar miðstöð fyrir þau fyrir bíla, bréf, blöð og margskonar sendingar. Sparaði það þeim þannig iíka fé og jók þeim þægindi. — Að brauðgerð heldur áfram á þessum sama stað, án þess að hafa lent í höndum þeirra, sem M. ;0. hefði helzt kosið, er að þakka Kaupfélagi Reykjavíkur og ráðherrum Framsóknarflokksins, sem björguðu málinu á siðustu stundu. En >sparnaður< íhaldsins fyrir rík- issjóð er óneitanlega dálitið skritinn. V. Tímtnn. í>ýsku kosningarnar. Á sunnudaginn var fóru fram kosningar til ríkisþingsins þýzka. Mikið gekk á við undirbúning kosninganna eins ognærri má geta. Kosningatiihðgunin þar í landi er á þann veg að kosið er alstaðar hlut- bundnum kosningum óg tala þing- manna ekki ákveðin fyrirfram og getur því hækkað og lækkað við hverjar kosningar. Fór svo í þetta skifti, að tala þingmanna hækkaði úr 584 upp í 656 eða um 72 og nemur sú hækkun rúmlega 12 af hundraði. Úrslit kosninganna urðu á þá leið, að flokkur Hitlers (Nazistar) og aðrir þeir flokkar, er styðja Hitlers- stjórnina, fengu hreinan meirihlufa og er talið að stjórnin hafi 340 tii 350 stuðningsmenn í þinginu. Pmgmannatalan skiftist þannig milli flokkanna: Nazistar 288 þingm. áður 196 Jafnaðarmenn 119 —»- — 121 Kommúnistar 81 —— 100 Miðflokkurinn 73 —»— — 70 Pýzki þjóðernfl. 52 — »— — 52 Bayerski fl. 19 —— 20 Aðrir fl. samt. 24 —<— — 25 Af þessu má sjá, að Nazistar eru eini flokkurinn, sem mikið hefir unnið á; hinir flokkarnir standa nokkurnveginn í stað, nema komm- únistar, sem hafa gengið allmjög saman, enda mun aðstaða þeirra við kosningamar hafa verið hin versta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.