Dagur - 09.03.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1933, Blaðsíða 4
40 DÁGUR 10. tbl. Sláttuljáir. Saia hinna svokölluðu Eylandsljáa frá BRUSLETTO ljásmiðjunni i Noregi hefir farið slvaxandi á undanförnum árum. Pegar liðið hefir á sumarið hafa Ijáirnir venjulega verið uppseldir, bændum til mikillar óhægðar. Stafar þetta af hinni stórauknu eftirspurn, og af því, að pessir Ijðir eru eingöngu smíðaðir eftir pöntunum vorum og fyrirmælum. Til þess að tryggja að nægilega mikið verði smíðað af Ijáunum fyrir komandi sumar, eru kaupfélög, kaupmenn og aðrir kaupendur beðnir að senda pantanir sínar sem allra fyrst. ATHUGIÐ, að engir einjárnungar jafnast á við Ijáina frá Brusletto að biti og gerð. AÐGŒTIÐ að nafnið BRUSLETTO standi á þjóinu á hverjum Ijá, sem þið kaupið. BRUSLETTO Ijdir eru smíðaðir úr sérvöldu efni, hand- slegnir og hertir í viðarkolum. Samband islenzkra samvinnufélaga. Fr éttir. Kauptaxta hefir Verklýðsfélag Akureyrar sett nú nýskeð. Helztu atriði taxtans eru þessi: Lígmarkskaup karimanna í al- mennri dagvinnu kr. 1.25 á klst., eftir- vinna við sama kr. 1.90; dagkaup við af- greiðslu skipa og koiavinnu kr. 1.40 á klst., eftirvinna við sama kr. 2.10; öll helgidagavinna kr. 2,50 á klst. Lágmarks- kaup kvenna við fiskvinnu: Dagvinna kr. 0.70, eftirvinna kr. 1.00 og heigidagavinna kr. 1.50 á kist. Blóöugir bardagar fara stöðugt fram milli Japana og Kínverja i svonefndu Jeholhér- aði og veitir Japönum jafnan betur. Hafa þeir náð helztu borgum á þessum slóðum á vaid sitt, og hörfa Kínverjar stððugt undan suður á bóginn. Japanar hafa haft orð á að segja sig úr Þjóðabandalaginu en eru nú sagðir horfnir frá þvi aftur. Inflúenzan er komin hingað til bæjarins, og gizka menn á, að hún hafi flutzt hing- að með Súðinni, er kom að austan i síð- ustu viku. Mun veikinnar fyrst hafa orðið vart í Menntaskólanum og ieggjast nem- endur i heimavistinni unnvörpum. Á nokkrurn fieiri stöðum í bænum hefir og borið á veikinni, og fylgir henni mikill hitl. Ekki hefir heyrzt að sóttvarnaryfir- völd bæjarins hafi gert nokkrar ráðstafanir til tálmunar útbrelðslu veikinnar. Leikfélag Akureyrar sýnir annað kvöld, föstudaginn 10 marz, >Pröken Júifu< og >Hinrik og Pernillu<. Félagið hefir beðið þess getið, að börnum verður ekki leyfður aðgangur að leiksýningunni, Stjórnarskrármáfið var tn fyrstu umræðu i neðri deild í gær. Forsætisráðherra hafði framsögu og kvað frnmvarpið vera mála- miðlun mllli flokkanna. Frumvarpinu var teklð fremur hlýiega sem ekki ólíklegum samningagrundvelli, en engar yfirlýsingar komu þó fram frá neinum flokknum um afstöðu þeirra til málsins, hvorki með eða móti. Frv. var vísað til 2. umræðu og sérstakrar nefndar með 18 samhljóða at- kvæðum og i nefndina voru kosnir: Bergur Jónsson, Tryggvi Pórhallsson, Bjarni Ásgeirsson, Bernharð Stefánsson, Ólafur Thors, Magnús Jónseon, Héðinn Yaldimarsjon. Herbergi til leigu á góðum stöðum í bænum. Upplýsingar gefur Ingimundur Árnason. íírni Ó Botni, sjónleikur eftir Jón Jónsson á Munkaþverá, var um síðastliðna heigi sýndur af U. M. F. Ársói, í samkomuhúsi félagsins að Munkaþverá. — Leikurinn gerist hjá tveim íslenzkum fjölskyldum í Winnipeg, fyrir rúmum 50 árum, eða á fyrstu landnámsárum íslendinga þar i borg, — Qengur leikurinn út á að sýna viðhorf landa vorra gegn hinum nýju lífs- skilyrðum í ókunnu iandi, og hvernig trú- girni, samfara gróða- og metorðafýsn ókunnugs landnema, Árna frá Botni, gera hann að ginningarfífli miður hlutvandra manna. — Meðferð ieikendanna á hlut- verkunum er talin óvenjulega góð. Höf- undur leiksins er áttræður öldungur, og hefir hann sýnt mikinn áhuga og dugnað við undirbúning ieiksýninganna. Leikurinn verður sýndur n. k. iaugar- dag kl. 8 e. hád., og á sunnudaginn 12 þ. m. kl. 8 e. hád, og þá í síðasta sinn. L. Ársskemmtun skólabarna hér i bænum fór fram i Samkomuhúsinu á sunnudaginn og urðu þá margir frá að hverfa sökum þrengsla í húsinu, svo að skemmtunin var endurtekin á mánudagskvöldið, þá einnig fyrir fullu húsi. Skemmtiatriði voru: Hópur barna söng undir stjórn Björgvins Guðmundssonar, nokkur börn iásu upp sögur og kvæði og önnur sýndu smásjón- leiki, þar á meðal tvo þætti úr sögunni af Mjallhvit. Að lokum söng hópur skraut- klæddra barna kvæðið >Stígur myrkur á grund< og var jafnframt sýnt á leiksvið- inu aðaiefni kvæðisins. Áhorfendur virtust vera ánægðir yfir þessari skemmtun barnanna og þótti frammistaða þeirra furðu góð og framar vonum. BátUr frá Grindavik fórst í fiskiróðri i i gær. Á bátnum voru 5 menn, drukkn uðu fjórir en elnum var bjargað, AÐALFUNDUR Vélbátatasamtryggingar Eyjafjarðar verður haldinn i Verzl- unarmannafélagshúsinu d Akureyri 2. apríl n. k. og hefst kl. 10 f. hádegi. D ag s k r á: 1. Athuguð umboð fulltrúa. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar og endurtrygging. 4. Kosningar. 5. Odkveðin mdl. Akureyri, 1. marz 1933. Stjórnin. Eldsvoði ” __ getur gert yður ðreiga á svipstundu ef þér bruna- ^ tryggið eigi eigur yðar. Frestið þvi eigi stundinni =r iengur að brunatryggja þær. .....Komið til okkar og þér munuð sannfærast um, að —.....— hvergi fáið þér ódýrari tryggingar né fljótar greidd- ar tjónbætur, ef eldsvoða ber að hðndura. f. h. Sjóvátryggingarféiag fslands Umboð á Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga. IKaffibætirinn „FREY/A“ nær nú stöðugt meiri og meiri útbreiðslu og allstaðar af landinu berast verksmiðjunni fregnir um vinsældir hans. ■' Eftirfarandi vísu fékk verksmiðjan með síðasta pósti: Þrœta lengur óþarft er um hvað flesta kætir. Sigurviss um frónið fer FREYJU-kaffibætir. Virðingarfyllst Neytandi. Linumark mitt er hvítt* rautt> blátt. Baldvin Sigurðsson, Dalvík. Linumark mitt er hvítt>svart* grænt. Ólafur Sigmundsson. Dalvík. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 4121. Reykjtavik. Mmm og -kerryr nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervðrudeildin. Garðakot i Hólahreppi I Skaga- firði er iaust f næstk. fardðgum til sölu eða ábúðar. Hús öll f góðu standi, tún girt, að mestu véltækt, gefur af sér um 200 hesta. Útengj- ar greiðslægar og grasgefnar, géfa af sér 300 til 350 hesta. Semja ber við Kristinn Gunnlaugsson, Sauðárkróki. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.