Dagur - 16.03.1933, Síða 1

Dagur - 16.03.1933, Síða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Arni Jóhanna- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá J6ni Þ. Þ6r, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumaims fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsími 112. XVI . ár. | Akureyri 16. marz 1933. 11. tbl, Fram að 1931 stóð íhaldsflokk- urinn á Alþingi á móti öllum breyt- ingum á kjórdæmaskipunlnni. Fiokk- urinn var við völd frá 1924 til 1927 og gerði ekkert til þess að breyta henní, en hugsaði mest um það að sóla sig i völdunum. Árið 1927 gekk flokkurinn til kosninga i von um, að hann mundi sigra við það kjördæmaskipulag og kosningatil- högun, sem hann síðan kallaði hróplega rangláta, en flokkurinn beið ósigur. Pá vildi hann þó ekki taka upp aðra skipun i þessu máli. Einn af ritstjórum flokksins hélt þvi þá fram að breyta bæri kjör- dæmaskipuninni.en miðstjórn flokks- ins gaf þá út yfiriýsingu þess efn- is, að hún vildi ekki standa við orð þessa ritstjóra sins. En i þing- lok 1931, eftir að fiokkurinn batði beðið enn stærri ósigur við kosn- ingar, snýst hann loks algerlega i málinu, til þess að geta komið fram þeirri einu ósk, sem hann bar i brjósti, en hún var sú að steypa Framsókn úr völdum. Fékk hann félagsskap jafnaðarmanna til þess. Nú hatði flokkurinn þá uppgötv- að, að kjördæmaskipunin væn svo ranglát, að ekki væri við unandi. Hið >flokkslega ranglæti* óx honum svo mjög i augum, að hann bar fram krötuna um, að hver lands- málaflokkur fengi þingsæti i hlut- falli við atkvæðamagn það, er hann fengi við kosmngar. Pó náði hið >flokkslega réttlæti* ihalds- manna, þegar til annara en sjálfra þeirra kom, ekki lengra en þaö, að þeir vildu útiloka litia flokka frá þvf að geta tengið nokkurt þing- sæti. Var þetta t fullu ósamræmi við hinar ströngu lýðræóiskrötur, er íhaldsmenn þóttust bera svo mjög fyrir brjósti. öllum er kunn saga þess máis á allra síðustu timum. Á þinginu 1932 ætluðu andstæðingar Fram- sóknar að beita oibeldi til þess að fá kröfum sinum framgengt. Peir voru þess albúnir að stofna velferð þjóðarinnar i voða, yrði ekki látið undan þeim f kjördæmamáiinu. Petta leiddi til stjórnarskitta og til þess, að núverandi forsætisráðherra lofaði að leggja frumvarp til stjórn- arskrárbreytingar fyrir yfirstandandi Alþingi. Nú hefir bann efnt þetta loforð sitt eins og áður hefir verið frá skýrt f þessu blaði. ypphafieg krafa íhaldsmanna til að fullnægja >réttlætinu<, var að upppótarsætin væru ótakmörkuð og breytileg við hve/jar kosningar. Pegar þeim var af andstæðingunum bent á þá galla, er þessu íyigdu, brugðust þeir illa við. En þá kom til landsfundar íhaldsmanna, sem alls ekki vildi faliast á að tala þing- manna yrði ótakmörkuó og sam- þykkti, að þingmcnn skyldu aldrei vera fieiri en 50. Tnlögumenn íhaldsflokksins voru þannig af sín- um eigin flokksmönnum reknir til að láta undan síga í þessu efni og setja hámarkstölu þingmanna 50. Voru þetta þung spor fyrir jón Porláksson og nánustu fylgifiska hans. Aðaistefna Framsóknar f málinu hefir ávalt verið sú að vernda rétt hinna einstöku kjördæma tii að velja sér þingfulltrúa og að tala þingfulltrúa yrði hæfilega takmörk- uð. Megintillögur Framsóknarmanna á slðasta þingi voru þessar: Nú- verandi kjördæmi haldist. Lands- kjðrið afnumið. Tala þingmanna má vera al.t að 45. Af þeim kjósa kjördæmin utan Reykjavíkur 32, en Reykjavfk 8. Síóaa má bæta við 5 uppbótarþingsætum til jöfnunarmilli flokkanna. Við þessu vildu andstæð- ingarnir ekki iita, en ætluðu f þess stað að uppleysa þjóðskipulagið með byitingUi Pó létu ihaldsmenn 'sér að lokurn nægja að leggja mál- ið á hilluna, ef þeir iengju að koma Magnúsi Ouðmundssyni i stjórnina. í frv. því, er forsætisráóherra hef- ir nú lagt fyrir þingið, eru ákvæði þau, sem snerta kjördæmaskipun og kosningar, svo sem hér segir: Á Aiþingi eiga sæti allt að 50 þingmenn, kosmr leynilegum kosn- ingum. A. 32ieinmennings-.ogtvímennings- kjördæmum, kosnir óhlutbundn- um kosningum. Skifla má tvi- menningskjördæmum með lög- um. Deyi þmgmaður í þessum kjördæmum eóa fari frá, þá skal kjósa þingmann i hans stað fyrir það sem eítir er af kjör- tfmabilinu. B. 6 þingmenn fyrir Reykjavlk og jafnmargir til vara, kosnir hlut- bundnum kosningum. C. Allt að 12 þingmenn til jöfn- unar milli þingtlokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti sem næst f samræmi við þá atkvæða- tölu, sem greidd er flokknum við almennar kosningar. Kosningu hljóta, eitir reglum kosningalaga, þau þingmannsefni utan Reykja- vikur, sem hlutfallslega flest at- kvæði hafa fengið, án þess að ni kosningu i kjördæmum. Ef slíkur þingmaður deyr eða fer frá á kjörtfmabilinu, tekur vara- maður sæti eftir sömu reglum. Pmgmenn skulu kosnir til fjðgra ára. Aðiar breytingar eru meðal ann- ars, að fjárlög og fjáraukalög skuli rædd í sameinuðu þingi við þrjár umræður, en ekki i deildum þings- ins. — Efri deild skal skipuð þriðj- ungi þingmanna; sé ekki hægt að skifta í jafna þriðjunga, skal það af þingmðnnum, er afgangs verður, eiga sæti f neðri deild. — Lágmarks- aldur kjósenda færist niður f 21 ár. — Menn tapi ekki kosningarétti fyrir þeginn sveitastyrk. Tvímælalaust eru sumar breyting- arnar til bóta, enda enginn ágrein- ur um þær nú orðið milli flokk- anna. Svo er um að aldurstakmark, til þess að öðlast kosningarétt til Alþingis, lækki niður í 21 ár. í- haldsmenn voru að vísu áður and- stæðir þessari breytingu, en virðast nú hafa látið undan kröfum unga fólksins, enda engin ástæða til að útiloka það frá þessum réttindum, úr þvf menn eru látnir hafa þenna rétt jafnan, hvort sem þeir eru menntaðir eða ómenntaðir. Sama er að segja um þá breytingu að það varði ekki réttindamissi að verða að þiggja fátækrastyrk. Pó að íhaldsmenn hafi fram undir þenna tíma verið því mótfallnir, að leiðrétting fengist á þessari ómann- úðlegu löggjöf að mannréttindin væru tekin að veði fyrir allajafna óviðráðanlegum skuldum fátækra manna, þá hafa þeir nú snúið frá villu slns vegar. Pá er það og mikilsverð breyting til bóta að um fjárlög og fjárauka- lög sé aðeins fjallað í sameinuðu þingi. Pað er f meira lagi óviðfeld- ið skipulag, sem leyfir >/6 hlufa þingsins að fella fjárlög, sem 5/6 hluiar fylgja, en þannig er þvi far- ið nú. Annars mætti spyrja hvort ekki væri réttara að stíga sporið fyllra og gera þingið að einni mál- stofu, eins og jafnaðarmenn vilja. Ur því það er heppilegt skipulag og nauðsyniegur sparnaður f því fólginn að fjárlðg ræðist í samein- uðu þingi, en hrekist ekki milli deilda, mundi þá ekki hið sama gilda um öll ðnnur þingmál? Um það er enn ekki vitað hvort íhaldsmenn vilja fallast á, að fjárlög komi aðeins fyrir sameinað þing. Liklegt er þó að þeir menn, sem halda þvf fram, að höfðatalan hjá kjósendum eigi að ráða þegar kjósa á til Alþingis, eigi örðugt með að snúast á móti þvf, að sú regla gildi einnig á sjálfu Aiþingi. Að óreyndu er naumast hægt að gera ráð fyrir þvl, þó að hugur íhaldsmanna hafi að visu verið á hverfanda bveli i þessu máli. Tillögur Framsóknarmanna ásíð- asta þingi ætluðu Reykjavík 8 þing- menn; byggðist þessi fjölgun á því, að sanngjarnt væri að Reykjavík yrði bætt upp afnám landkjörsins, þar sem höfuðstaðurinn missti f raun og veru 3 — 4 þingmenn við það, að landkjörið legöist niður. Frv. það, er nú liggur fyrir, ætlar hinsvegar Reykjavik aðeins 6 þing- menn. En þó að þingmannatalan lækki á þenna hátt, minnka þó ekki áhrif höfuðstaðarins við Alþingis- kosningar, heldur þvert á móti. Pað liggur i þvi að við úthlutun allt að 12 uppbótarsæta eru með talin at- kvæði allstaðar á landinu, einnig f Reykjavík, en það var ekki svo eft- ir tillögum Framsóknarmanna í fyrra. Pað tvennt, að uppbótarsætin eru 12 í stað 5 og að atkvæði Reykvík- inga eru talin með við útreikning þeirra, gerir það að verkum að áhrif Reykjavikur verða óþarflega sterk. Að visu er það svo eftir frv., að Reykjavik hefir fleiri kjósendur að baki hverjum þingfulltrúa heldur en önnur kjördæmi landsins hafa að meðaltali. En það er lika álít allra sanngjarnra manna að þetta sé réttmætt, vegna þeirrar sérstðku góðu aðstöðu, sem Reykjavík hefir gagnvart þinginu fram yfir öll önnur kjördæmi landsins. Pessi blunnindi Reykjavikur fram yfir öll önnur kjördæmi eru í því fólgin, aö A þmgi er haidió í Reykjavík. Pað er öilum vitanlegt hve geysi- mikla hagnaðarlega þýðingu þetta hefir fyrir höfuðstaðinn. Pað væri þvi beinlínis ranglátt, ef Reykjavík hefði fulltrúa á A þingi í samræmi við atkvæóatölu ettir sama hlutfaili og önnur kjördæmi landsins. Á frumvarpi þvi til stjórnarskrár- breytingar, sem nú liggur fyrir Al- þingi, eru tveir gallar. Annar er sá að uppbótarsætm eru of mörg. Pað ber engin nauðsyn til að fjölga þingmönnum að neinum verulegum mun irá því, sem nú er. Hmn gallinn er í þvi falinn, að atkvæði Reykjavíkurkjósenda eiga að teljast með við úthlutun uppbótarsæta. Petta er óþarfi og óréttlátt, af þvi að hlutur Reykjavíkur gagnvart At- þingi er án þess betri en allra ann- ara kjördæma landsins af þeim á- stæðum, að þingstaðurinn er Reykjavíki o

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.