Dagur - 16.03.1933, Page 4

Dagur - 16.03.1933, Page 4
44 DÁGUR II. tbl. Móðir mín, Pórunn Stefáns- dóttir, andaðist I Reykjavík í morgun. Akureyri 16. marz 1933. Fyrir hönd aðstandenda. Friðrik J. Rafnar. Fréttir. Inflúenzan fer fðr sína um bæinn hægt og hægt, Á föstudaglnn var auglýsti sótt- varnarnefndin samkomubann hér í bæn- um. Á mánudaginn hætti kennsia i barna- skólanum vegna vanhalda nemenda og kennara af vöidum veikinnar. Dúnardægur. Ouðmundur O. Bárðar- son prófessor andaðist 13. þ. m. á Lands- spitalanum í Reykjavík eftir iangvarandi veikindi. Eins og kunnugt er, var Ouð- mundur einn af merkustu vísindamönnum þjóðar vorrar og er því stórt skarð fyrir skildi, þar sem hann er til moldar hnig- inn. Hann var rúmlega fimmtugur að aidrl.. Yegna samkomubannsins var leiksýning- ingum Leikfélags Akureyrar frestað og einnig Austfirðingamótinu. » TrÚlOlun. Ungfrú Kristín O. ísfeld og Quðjón Manasesson biaðasali hér í bæ. Úr Morður-Dingeyjarsýslu. siðan um ára- mót hafa andast 2 Norðurþingeyingar, sem oss er kunnugt um, þeir Ouðm. Ein- arsson, Leirhöfn á Sléttu og Quðm. Quð- mundsson bóndi í Nýjabæ í Kelduhverfi. Quðm. Ouðmundsson var rúmlega fimmtugur að aldri. Um tvítugsaldur stundaði hann nám við Möðruvallaskól- ann í 2 vetur, Eftir það fór hann að búa í Nýjabæ, en stundaði þó jafnframt kennslustörf að vetrinum, því hann þótti viðbrigða góður kennari. Ýms trúnaðar- störf hafði hann á hendi, svo sem hrepps- nefndarstörf og forðagæztu og sýslunefnd- armaður var hann mörg hin síðari ár. Quðm. var skarpur gáfumaður og eitt bezta skáld sýslunnar. Kona Quðm var Quðbjörg Ingimundardóttir frá Brekku i Núpasveit og eignuðust þau 6 eða 7 dæt- ur, mjög mannvænlegar. Quðm. Einarsson i Leirhöfn var tæplega 100 ára og elzti maður sýslunnar. Var hann hættur búskap fyrir mörgum árum, en lifði samt við beztu heilsu fram á síð- ustu stundu. Af börnum hans er oss kunnugt um Ouðm., sem lengi hefir ver- ið blaðamaður i Rvík, og Asu, móður Friðmundar verklýðsforingja i Raufarhöfn. árval af sérstaklega fall- egum enskum trésmíða- verkfærum. Verðið mik- ið lægra en áður hefir þekkst á enskum verk- færum. Járn- og glervörud. Oarðakot í Hólahreppi I Skaga- firði er laust í næstk. fardðgum til sðlu eða ábúðar. Hús öll I góðu standi, tún girt, að mestu véitækt, gefur af sér um 200 besta. Útengj- ar greiðslægar og grasgefnar, gefa af sér 300 til 350 hesta. Semja ber við Halldúr Gunniaugsson, Kristneshæli eða Kristinn Gunnlaugsson, Sauðárkróki. A UGL ÝSING Samkomubann það vegna inflúenzu, er ýyrirskipað var 10. þ. m., er fellt úr gildi frd kl. 12 i dag að telja. Akureyri 16. mars 1933. Sóttvarnarnefndin. Fyrir vorið. Nýkomið á markaðinn Smjörblandað Flóra-smjörlíki. Ljúffengara en allt annað, sem nefnt er smjörlíki. — Kaupið strax 1 pakka af Flóra SMJÖR- BLÖNDUÐU smjörlíki. Pað er sælgæti. Brunatryggingar (hús, innbú, vörur og fleira). Sjóvátryggingar (skip bátar, vörur, annar flutningur og fleira). f. h. Sjóvátryggingarféiag Islands Umboð á Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga. Kaffibætisverksmiðjan „Freyja" Akureyri framleiðir kaffibæti í stöngum og kaffibætisduft, sem selt er í smápökkum. — Kaffibætir þessi hefir náð ótrúlegum vinsældum og útbreiðslu á þeim skamma tíma, sem liðinn er síðan hann kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. Handverkfœri allskonar og garðyrkjuverkfœri er bezt að kaupa hjá oss. Beztu gerðir og gott verð. Línumerki mitJ.6r: hv,tt* b,átt> rautt, Ögmundur Friðfinnsson Dalvik. Samband ísl. samvinnufélaga. Allt ið ÍSlHÉUIil SlípUUl! SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er & Amtmannsstíg: 4 (niðri). Sími 4121. Reykjavik. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.