Dagur - 30.03.1933, Side 1

Dagur - 30.03.1933, Side 1
D AGUR kemur út á hverjum íimtu- degi. Kostar kr. 6.00 &rg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga Afgreiðsian er hjá Jáni Þ. Þór, Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsimi 112. XVI. ár • •• • ár. * Akureyri 30. marz 1933. 13. tbl. Frá Menntaskólanum á Akureyri. Gagnfræðapróf hefst að þessu sinni 22. maí. ’Arspróf 1. og 2. bekkjar byrjar 5. maí. Inntökupróf 1. bekkjar verður þreytt 19. og 20. maí. Menntaskólanum á Akureyri 27. marz 1933. Sigurður Guðmundsson. Nóvu-málið. Friður saminn. Nú er þar til máls að taka, er fyrr var frá horfið, þegar Nóva fór héðan óafgreidd, eftir að kommúnistar gerðu uppþotið og vörnuðu því með ofbeldi, að vinna færi fram við skipið, þar sem greiða átti fullt taxtakaup. Mun sá yfirgangur einsdæmi. Þegar Nova kom til Siglufjarð- ar, gerði skipstjórinn samning við kommúnista þar, þar sem hann lofaði því að skipa Akureyrarvör- unum hvergi í land á íslandi nema eítir leyfi Verkamannafélags Ak- ureyrar og Sigluf jarðar. Gekk mörgum erfitt í fyrstu að trúa þessu athæfi upp á skipstjórann, en þó reyndist þetta satt að vera Fór nú mörgum að lítast illa á blikuna og þar á meðal ýmsum verkamönnum, sem þó höfðu leiðst út í að taka þátt í hinu van- hugsaða uppþoti kommúnistafor- ingjanna. Megn óánægja yfir á- standinu tók að grafa um sig inn- an Verkamannafélags Akureyrar, og leiúdi sú óánægja til þess, að fyrir milligöngu nokkurra manna komu atvinnubótanefnd úr bœjar- stjói-n og fjárhagsn. á fund með stjórn Verkamannafél. og var þar samþykkt uppkast að samkomu- lagi milli bæjarstjórnarinnar ann- ars vegar og Verkamannafélags- ins hins tægar. Síðan var uppkast þetta lagt fyrir bæjarstjórnar- fund og í öðru lagi fyrir Verka- mannafélagsfund og að lokum samþykkt af báðum aðilum. Samkvæmt samningi þessum verður tunnusmíðið unnið í akk- orðsvinnu, þó þannig breytt að í staðinn fyrir 75 au. útborgun á hverja smíðaða tunnu, verður verkamönnum greidd 1 kr. á klst. og síðar uppbót, eftir því sem efni standa til og eftir því hvernig vinnan gengur. Er hér því ekki um annað að ræða en dálitla formbreytingu á akkorðinu. Að lokum er það fram tekið, að deilan sé að fullu til lykta leidd með samningsgerð þessari og af- greiðslubanni létt af Nóvu gegn því ennfremur, að bæjarstjórn láti fyrir sitt leyti niður falla »allar skaðabótakröfur og máls- höfðanir í sambandi við undan- farandi deilu«. Á meðan á samningsumleitun- um þessum stóð, gerði Verka- mannafélagið þá kröfu, að tveir tilgreindir menn, sem ráðnir höfðu verið við tunnusmíðið, yrðu útilokaðir frá vinnunni. Er þó annar þessara manna sárfátækur barnamaður. Bæjarstjórnin harð- neitaði þessari ki'öfu, og; féll hún þá niður. Á þenna hátt er þá friður feng- inn í þessu máli. Deilan um það var reist á alröngum grundvelli frá hendi kommúnistaforingjanna og verður þeim lítt til sóma, svo að ekki sé meira sagt. -----o----- Frv. því til laga um eftirlit með sparisjóðum, er getið var um í síðasta blaði að Jónas Jónsson flytti, lætur flutningsmaður fyigja svohljóðandi GREINARGERÐ. Vegna kreppunnar er sýnilegt, að gjaldþegnum landsins muni veitast erfitt að standa undir lög- boðnum launagreiðslum, sem minna var sakazt um meðan vel lét í ári. Mun það nú nokkuð al- menn krafa frá kjósendum, að spöruð séu þau embætti, sem telja má, að geri lítið eða ekkert gagn, einkum ef þau eru þá í meira lagi fjárfrek. Má búast við, að nú í vetur og á næstu árum verði það eitt af aðalstörfum Alþingis að koma á stórfelldri samfærslu og nýskipun á embættakerfi lands- ins.. En af öllum embættum, sem til eru í landinu, mun það almanna trú, að eftirlitsstarfið með bönlt- um og sparisjóðum sé einna dýr- keyptast, ef bæði er miðað við kaupgreiðslu og not þau, sem þjóðfélagið hefir af þessari starf- rækslu. Sú er saga þess máls, að lögin um þetta embætti voru sett á Al- þingi 1923. íslandsbanki var þá á heljarþröminni, en skuldunautar hans í Rvík vildu forða honum frá falli, koma skuldbindingum hans á gjaldþegna landsins en njóta sjálfir fjármagns bankans. Gerðu Framsóknarmenn í báðum deild- um þingsins þá kröfu um, að þingnefnd yrði falið að rannsaka hag bankans, enda mátti varla minna vera, þar sem bankinn var í stórum vanda, en einmitt þá að fá margar milljónir að láni hjá landinu. En flokkur Mbl. í þing- inu vildi með engu móti leyfa þingmönnum að kynnast skulda- málum bankans, enda myndi þá hafa verið stífluð á að ósi um lán til bráðeignalausra manna, sem bankinn hélt áfram að lána og tapaði á mörgum milljónum. En tii að láta líta svo út, sem meðhaldsmenn bankans vildu þó þola eitthvert eftirlit, kom Sig- urður Eggerz með frv. um að búa til embætti til eftirlits með bönk- um og sparisjóðum. Fyigdu Mbl.- menn honum allir fast að málum, en Framsóknarmenn voru á móti, en í minni hluta. Laun voru ekki spöruð, og skyldi eftirlitsmaður- inn hafa 10 þús. kr. fastar og dýr- tíðaruppbót eins og í bönkunum. Á þann hátt mun eftirlitsmaður- inn hafa fengið um 16 þús. kr. í árskaup og ferðakostnað að auki. Sigurður Eggerz og íhaldsmenn höfðu stofnað embættið, en Kle- menz Jónsson átti að veita það. En hann taldi embættið óþarft, eins og samflokksmenn hans á þingi, og vildi fá það afnumið á Alþingi 1924, ef Framsóknar- menn gætu unnið svo á við kosn- ingarnar haustið 1923, að þeir hefðu meiri hluta aðstöðu í báðum deildum. En svo var ekki. íhaldið var í einskonar meirihluta eftir kosn- ingarnar og formaður þess flokks var búinn að lofa ákveðnum flokksmanni sínum embættinu eftir stjórnarskiptin. En sá mað- ur hafði þá staðið fyrir banka- deild og tapað þar miklu fé fyrir ógætilegar ráðstafanir, sem sýni- lega kom af hæfileikaleysi manns- ins til að dæma um fjármál. Þeg- ar Klemenz Jónsson sá, að starfið yrði ekki lagt niður, heldur veitt, og það manni, sem var bersýni- lega mjög illa til starfrækslunnar fallinn, afréð ráðherrann að veita það heldur sjálfur, áður en hann léti af völdum, manni, sem ekki væri fyrirfram víst um, að ekkert gagn gæti gert í starfinu. Jakob Möller hlaut embættið, en íhaldsmenn brugðust reiðir við og þóttust illa sviknir, er þeir gátu ekki veitt embættið sjálfir. Deildu þeir fast á hinn nýja eftirlits- mann í blöðunum og töldu rétt að leggja embættið niður. Kvaðst Jakob Möller mundu sætta sig við það og ekki krefjast skaðabóta. Eftirlitsmaðurinn tók á móti launum sínum, en mun brátt hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að embættið væri eiginlega óþarft og ekkert þar að gera. Hann virðist hafa frá byrjun leitt hjá sér að athuga bankana og útibú þeirra, en fyrstu árin mun hann hafa skoðað einstaka sparisjóði, en þó engar skýrslur gefið þinginu eða almenningi um störf sín. Eina verulega »starfskýrslan«, sem eft- irlitsmaðurinn mun hafa birt al- menningi, er yfirlýsing hans á þingi 1930, eftir að íslandsbanki hafði stöðvað greiðslur og var margfaldlega gjaldþrota, eins og síðar hefir sannazt. En þá var eftirlitsmaðurinn prýðilega á- nægður með hag stofnunarinnar. Loks kom þar, að Landsbank- inn og útvegsbankinn létu fjár- málastjórnina vita, að þeir vildu ekki borga eftirlitsmanninum laun, og munu hafa rökstutt þá skoðun með því, að embættið hefði enga raunverulega þýðingu fyrir bankana, en all verulegan kostnað í för með sér. Mun það nú al- mennt viðurkennt, að embættið sé gersamlega þýðingarlaust, en hinsvegar meðal hinna dýrustu, sem þjóðin þarf að borga. Er þess vegna lagt til, að embættið sé lagt niður þegar í stað. Bankarnir sjálfir eru nú hvor um sig háðir miklu eftirliti, enda reynslan sýnt, að eftirlitsmaðurinn telur sig ekki eiga þangað erindi. Hins- vegar er nauðsynlegt, að allir sparisjóðir landsins séu endur*

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.