Dagur - 30.03.1933, Síða 3

Dagur - 30.03.1933, Síða 3
13. tbt. DAGUR 51 Hátíðar-Kantata eftir Björgvin Guðmundsson við Hátíðarljóð DavíðsStefánssonar frá Fagraskógi, verður sungin af 60 manna blönduðum kór, undir stjórn hðf., f Nýja Bíó föstudaginn h. ki. 9 e, h. og sunnudaginn 2A.k!. 4e.h. Einsöngvarar: Hermann Stefánsson, Hreinn Pálsson, Gunnar Pálsson. Við hljóðfærin: Frú Þorbjörg Halldórs frá Höfrjum, Vigfús Sigurgeirsson, Sveinn Bjarman. Aðgöngumiðar verða seldir á föstud. í Hljóðfæraveizlun Ounnars Sigurgeirssonar og í Nýja Bfó frá kl. 7, og á sunnudaginn f brauðbúð K. E. A. og við innganginn og kosta kr. 2.00. Saumastofa Klæðaverksmiðjynnar GEFJUH, Akureyrl leysir af hendi al!s konar karltnanna- og drengjafatasaum og kvenkápusaum. — 10 — 12 manns stöðugt starfandi. Hefir ávalt fyrirliggjandi nýjustu dúkagerðir Gefjunnar. Fjarsveitamenn! Biðjið um eyðublððsaumastofunnar.takið sjálfir mál af yður og sendið oss, veljið dúkteg. hjá um- boðsmðnnum vorum, og látið oss sauma fatnað yðar. Saumastofa Gefjunnar, Akureyri. er glákómblinda, þar sem hjá hin- um þjóðunum eru margir fleiri sjúkdómar, sem orsaka blindu. Hvernig má þetta ske? Það veit enginn með vissu og hefir þó fjöldi vísindamanna lengi brotið heilann um þetta og gjörir enn. En sennilega veldur ættgengi miklu og svo ýmsir sér- hættir loftslags, landslags og lifn- aðarhátta. Eftirtektarvert er, að glákóm- blindan er miklu tíðari á Norður- og Austurlandi en sunnan og vest- anlands, og miklu meiri er hún í sveitum en í kauptúnum landsins. Höfundurinn heldur, að þetta standi talsvert í sambandi við meiri útivist manna í óblíðu veðri í sveitum en bæjum. Á það bendir einnig það, að karlmönnum er nær þrefalt hættara við glákóm- blindunni en konum. f sami’æmi við þessar stað- reyndir hyggur höfundurinn vera vænlegast varnarráð gegn veik- inni, að verja augu sín eftir föng- um gegn stormi, ryki og snjó- birtu með lilífðargleraugum. Höfundurinn lýsir einkennum sjúkdómsins svo vel, að vorkunn- arlaust má heita hverjum meðal- greindum manni, að þekkja sjúk- dóminn á sjálfum sér og öðrum ef hann er kominn nokkuð á veg. En afar áríðandi er, að menn komi til læknis þegar í byrjun veikinnar meðan einkennin eru ó- ljós og tvíræð, því þá aðeins má vel takast að stöðva sjúkdóminn eða tefja fyrir honum með skurð- lækningu og lyfjum. Mjög segir höf. varasamt, að menn sem eru byrjaðir að tapa sjón, fari sjálfir að velja sér gler- augu, eða lána gleraugu hjá öðr- um. Talar hann þar af reynslu mikilli, — þeirri sorglegu reynslu allra augnlækna, að fjölda margir sjúklingar veröa blindir fyrir ör- lög fram, fyrir þaö, aö þeir trassa að leita sér læknishjálpar í tæka tíð, meðan takast má að hjálpa þeim. Mikill þorri sjúklinga hér á landi kemur allt of seint til læknis og kemur þá fyrst, þegar í óefni er komið, eða mikla tvísýnu um bata eða stöðvun veikinnar. Hinn fróðlegi bæklingur þyrfti að útbreiðast víða, svö að fróð- leikur sá sem hann geymir komi allri alþýðu að notum. Sérstaklega vil ég skora á kennara landsins, að lesa ritið, til að geta frætt börn og unglinga um þá leiðu landplágu, sem blind- an er á íslandi, og mætti þá smám saman vakna forvitni fleiri og fleiri manna, yngri jafnt og eldri, á að komast eftir öllum orsökum sjúkdóms síns og fá leyst þá gátu hver ráð verði til að kveða hann algjörlega niður. Stgr. Matth. ----o--- Akvegirnir. I. Sem kunnugt er, er 'það í valdi sýslunefndar í hverri sýslu að á- kveða hve hár skattur er lagður á fasteignir viðkomandi héraðs, svo nefndur vegaskattur. ! hinum ýmsu sýslum landsins er hann misjafnlega hár, því lögin mæla svo fyrir, að alllangt bil er á milli þess hámarks og lágmarks sem setja má, og því getur hann og verið breytilegur í sömu sýslu frá ári til árs. Hitt er mönnum og kunnugt að framlag ríkissjóðs til vegagerða í héruðunum, fer hlut- fallslega hækkandi með hækkandi vegaskattsákvæðum. Fáir eða engir munu bera á móti því, að samgöngur og vega- bætur vítt um landið.væru æski- legri og langt um betri en raun er á, en hinu munu sennilega margir til að andmiæla, að hægt sé að leggja langtum meir af mörkum til vegagerða og vegabóta, en nú er. Menn bera við kreppunni, og veit ég það satt vera, að skór hennar þrengir mjög að, eins og nú standa sakir; en eigi að síður eru möguleikarnir fyrir hendi al- veg eins og endranær — ef til vill betri og fleiri en nokkru sinni fyrr. Það eru sjálfsagt margir, sem segja, að möguleikarnir til samgöngubóta um sveitir lands- ins séu, eins og aðrir um- bótamöguleikar, i kaldakoli. Þetta álit, að vanmáttur einn sé ríkj- andi og ráðandi, vilja sveitirnar sýna, og sýslunefndir staðfesta, með því að ákveða vegaskattinn svo lágan sem auðið verður. En þar er um hrapallegan mis- skilning og raunalega glapskyggni að ræða, þegar sú leið er farin að stöðva eða tefja vegagerðir. Jafn- vel þó við ekki teljum þær öðrum framkvæmdmn meir aðkallandi, þá er hér um að ræða verkefni, sem kallar að starfi þær hendur og þau öfl, sem finnast í landinu, og þær hendur, sem verkefni vanta, finnast víst fleiri nú en nokkru sinni áður. Það er engin fjarstæða, þó menn eygi ekki í svipinn möguleika til þess að byggja hús og nækta lönd. Þar er sá »þrándur í Götu« að gjaldeyri skortir til þess að greiða með se- ment, timbur og annað, sem til bygginga þarf, og áburð og gras- fræ sem nýyrkjan krefur. Þessi efni þarf að sækja til útlanda, og þau að greiðast með verðmætum, sem við ekki höfum ráð á. Það heimafengna — vinnuaflið — er til eins og fyrr, og það geta menn af mörkum látið. Vitanlegt er og, að fram- kvæmdir hafa stöðvast, og af því hefir hlotizt sú bölvun, sem allar þjóðir nú mæðir — atvinnuleysið. Takist ekki að finna leiðir út úr vandræðunum með því að ein- staklingar, sveitafélög, bæjarfélög og þjóðfélagið í heild, ljái öllum starfsfúsum höndum verkefni við framleiðslustörf til lands og sjáv- ar á komandi sumri, þá er næsta verkefnið að byggja vegi og end- urbæta þá gömlu; að því starfi eiga að ganga þær hendur sem ekki finna önnur viðfangsefni. úti um sveitir er víðast mann- fátt, en þó hygg ég að fáa bændnr muni vegaskatturinn þyngja að mun, því ræktunarstörfin bíða í bráðina hjá flestum, og dagsverk- in, sem áður gengu til nýræktar, eiga að þessu sinni að lengja ak- veg sveitarinnar. Það verður þá bara einn þáttur hinna venjulegu vorstarfa, að vinna af sér vega- skattinn. Það var venja Svarf- dælskra bænda um meir en tvo áratugi að vinna á hverju vori nokkur dagsverk — sumir mörg dagsverk — hver, endurgjalds- laust, að byggingu akvegar í hreppnum. Hygg ég að þessi þegnskapar- vinna hafi að engu leyti dregið úr öðrum framkvæmdum, ef til vill hið gagnstæða. Sú þegnskapar- vinna er að mestu afleyst með vegaskattslögunum, en þó finnast enn allmargir, sem ekki telja eftir sér að gefa dagsverk, þegar þeir hafa unnið af sér skattinn, sem þó hefir í Eyjafjarðarsýslu verið í hámarki, eða 6%0 undanfarin ár, og vonandi verður áfram. II. Það er lán okkar íslendinga að hafa aldrei eytt fé eða fjöri til þess að leggja járnbrautir. Járn- brautarmálið hefir verið á prjón- unum í ræðum og ritum, á mann- fundum og Alþingi í fleiri ár, en það hefir aldrei komizt lengra en á pappírinn, og vonandi er nú sögu þess lokið. Okkar annað happ er það, að hafa fengið önnur örskreið og handhæg samgöngu- tæki, sem,; gera kleyft að komast um langvegu á skömmum tíma. En til þess að hafa þessara nýju samgöngutækja — bifreiðanna — full not, þurfum við að leggja kapp á víðtækar og haldgóðar vegabyggingar. Um öll lönd er framtíð járn- brautanna mönnum áhyggjuefni, því ár frá ári fer reksturshalli þeirra síhækkandi, og bifreiðarn- ar, sem í rauninni eru þeirra svörnu óvinir, eru á síðustu árum teknar til notkunar af sjálfum járnbrautarfélögunum, til þess að létta reksturinn. • Efalaust er okkar hentasta flutningatæki komið, þar sem bif- reiðin með fólk og farangur þeys- ir um landið þvert og endilangt. En vert er þó um leið að gera sér glögga grein fyrir, hvað gera þurfi til þess að þau gögn komi að sem beztum notum, en verði þó jafnframt svo létt í rekstri, að öll- um sé hagur að. í því efni eru núverandi skil- yrði langt frá viðunandi, og sök- um strjálbýlisins vinnst seinna en æskilegt er, þó vegir séu árlega lengdir. En það eitt, að byggja vegi, er ekki nóg, þeir verða að sníðast við hæfi samgöngutækja framtíðarinnar, en ekki fortíðai’- innar eins og nú á sér stað. III. Ég minnist þess, að eitt sinn fór sú fregn um landið, að árið 1940 mundi verða hægt að fara í bif- reið milli Akureyrar ög Reykja- vikur. Hygg ég þá áætlun hafa komið frá þáverandi vegamála-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.