Dagur - 06.04.1933, Síða 3
14. tbl.
DAGUR
i
»Islands þúsund ár«.
Kantata Björgvins Ouðmundsson-
ar tónskálds, við bátlðarljóð Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi, hefir
verið sungin hér á Akureyri þrisvar
sinnum fyrir fullu húsi. Síðasta
kvöldið var Nýja Bló svo yfirfullt
að margir urðu frá að hverfa.
Kantatan er stórfellt tónverk. Má
óhætt fullyrða, að flutningur hennar
er hinn mesti músfk viðburður, sem
gerst hefir á Akureyri. Hin fögru
og þróttmiklu hátíðarljóð skáldsins
hafa, sem dýr fjársjóður, verið
grafin upp úr gleymsku með söngn-
um og tónverk Björgvins túlkar
þau á þann veg, að þau skýrast
og dýpka við flutninginn, um leið
og söngurinn veitir öldu þjóðernis-
legra tilfinninga út til áheyrenda.
t Kantötunni skiftist á: blandaður
kór og dúettar, einsöngvar og karla-
kór, allt með undirspili. Fjölbreytn-
in í byggingu verksins eftir efni
ljóðanna á sinn þátt I að gera
hlustendum sönginn hugnæmar,
og sumt ógleymanlegt, — bæði
texta og tóna.
f kórnum eru um 60 manns, og
er höf. stjórnandinn. Á hljóðfærin
leika: Frú Porbjörg Halldórs frá
Hðfnum, Vigfús Sigurgeirsson og
Sveinn Bjarman, en einsðngvana
syngja þeir Gunnar Pálsson frá
Staðarhóli, Hermann Stefánsson og
Hreinn Pálsson. Eru þvf hér að
verki beztu kraftar f bænum á
þessu sviði. Sumir einsöngvarnir
eru gullfalleg Iög svo sem tenór-
sólo við textann: >Sjá dagar koma,
ár og aldir líða*, er Ounnar Páls-
son syngur mjög vel, og önnur
sólo við textann: >Pó að margt
hafi breyzt siðan byggð var reist<,
sem sungin er af Hreini Pálssyn*.
Pað mun vera um 5 mánuðir
slðan höfundur hóf æfingar á tón-
verki sínu. Pað er ekki langur æf-
ingatfmi á svo erfiðu hlutverki,
einkum þegar þess er gætt að sumt
af sðngfólkinu mun vera óvant að
syngja f kór. Er þvi eðlilegt, að
finna megi smávegis galla á flutn-
ingnum og ÖIl meðferð sé ekki
jafngóð Og hún gæti orðið með
lengri æfingu og meiri þjálfun. En
oft dugir ekki að hika við að skjóta
til marks, og járnið verður að hamra
meðan heitt er. — Og því hljóp
Kantatan af stokkunum, til mikillar
ánægju og uppbyggingar fyrir Ak-
ureyringa.
Pökk sé höfundi og öllum, sem
að þvf hafa stutt að >I$!ands þús-
und ár< með hátfðarljóðin f fang-
inu, fengu að ýta við okkur á ár-
inu 1933.
Eins og áður er getið, var aðsókn
að söngnum mest siðasta kvöldið.
En fyrir sérstakar ástæður, meðal
annars vegna þess að, einn sóló-
söngvarinn varð að hverfa úr bæn-
um, verður Kantatan ekki sungin
aftur að svo stöddu. Samt eru Ifk-
indi til, að fólki gefist enn tækifæri
að hlusta á hana, þó sfðar verði.
Z.
Pétur Sigurðsson, hinn góðkunni fyrir-
lesari, kom hingað til bæjarins með Ooða-
fossi siðast; dvelur hann hér nyrðra um
tíma og flytur erindi.
Akvegirnir.
(Frh.).
IV.
Knýjandi þörf ýtir hvai’vetna
eftir mönnum, að flýta vegagerð-
um sem hægt er, svo samgöngu-
tæki nútímans nái til sem flestra.
Þessvegna er víða tekið það ráðið
til að byrja með, að ryðja, svo
nokkurnveginn sé fært þangað til
vegurinn kemur. Sú aðferð er oft-
ast réttmæt þótt vitanlegt sé, að
dálítið kunni hún að tefja vega-
gerðir. En hlutverk nánustu
framtíðar verður að byggja vegi,
upphlaðna úr því efni, sem hend-
inni er næst. Engan veginn er
hægt að staðhæfa, að mold og
mjúkur jarðvegur sé varanleg
undirstaða þeirrar byggingar,
sem bera á þung farartæki. Kvía-
hnaus, snydda og klambra, þóttu
fyrr á tímum góð og gild vara,
sem efni til húsabygginga. Nú
telja menn þau efni fánýt og
skammæ, og kjósa í þeirra stað
trausta múra af steinsteypu
gerða. Gróðurmold og laus leir er
vandræðaefni, og sárt að þurfa að
gjöra vegi af því í landi, sem var-
anlegar bergtegundir eru svo að
segja allstaðar við hendina. En
þegar ekki er hægt að sæta því
bezta, verður að taka það sem
næstbezt er. Annarsvegar knýr
vegaþörfin á, hinsvegar er á
kostnaðarhliðina að líta. Vegur af
því efni gerður, sem nú tíðkast,
kostar aðeins fáar krónur hver
meterslengd fullgerð. Væri hann
gerður af grjóti og möl eingöngu,
mundi kostnaðurinn frá 10 til 100
sinnum meiri, eftir staðháttum.
Eðlilega verða það fyrst og
fremst aðalvegirnir og hinir fjöl-
förnustu, sem fyrst verða af var-
anlegu efni gerðir, líkt og almenn-
ir akvegir annara landa nú á dög-
um. En sá tími er fyrir okkur all-
langt í framsýn, þegar bæjunum
sleppir.
V.
Þegar því nú hefir verið slegið
föstu, að um ófyrirsjáanlega ára-
röð hljótum við að byggja akveg-
ina úr því efni, sem nú er venja,
er ekki úr leið að spyrja hvort
ekki sé hægt að gera þá betri og
varanlegri, þó það efni sé notað.
Það er atriði, sem menn almennt
gera sér alltof litla grein fyrir, og
jafnvel verkstjórarnir, sem vega-
gerðum stýra ár eftir ár, láta
sjaldan eða aldrei til sína heyra
um þau efni opinberlega. Það ein-
asta, sem heyrist í þá átt, er að
einstaka ökumaður og ferðalang-
ur úthúðar vegunum fyrir hve ó-
greiðir þeir séu yfirferðar og við-
sjárverðir, en við það batna þeir
auðvitað lítið, því áminningar
þær komast sjaldnast til þeirra,
sem umsjón og eftirlit eiga að
annast.
Ákvæðin um gerð veganna eru
gömul í hettunni, og voru í þann
tíma, sem samþykkt voru, sniðin
við hæfi hesta og hestvagna. Veg-
arbreiddin, 3,15 m., er gersamlega
ófullnægjandi allstaðar þar sem
bifreiðar eiga leið um. Með vax-
andi bifreiðaumferð hefir mönn-
um og augljós orðið þau vand-
kvæði, og hefir sumstaðar verið
reynt úr þeim að bæta, með því að
hafa útskot á vegunum með
skemmra eða lengra millibili, þar
sem bifreiðar geta mætzt og snúið
við.
Frekari ráðstafanir eru ekki
gerðar í bili, og það sem verra er,
er þó að möguleikarnir til að
breikka núverandi vegi hljóta að
hafa í för með sér meira fé og
fyrirhöfn en vera þyrfti, eins og
nú er í haginn búið. Það lítur út
fyrir að fyrirhyggja hinna ráð-
andi manna sé af skornum
skammti 1 því efni; svo verður
maður að minnsta kosti að álíta,
meðan ekki bólar á breytingu iil
betra skipulags þeirra atriða.
Enn þá eru hliðar veganna víða
upphlaðnar með fláa 1:1. Þung-
hlaðnar vörubifreiðar, sem um þá
aka, þjappa yfirborðinu saman,
þrýstingurinn dreifist út til hlið-
anna, og á þann hátt spyrnast
þær út að ofan og verða lóðréttar
áður langt er liðið.
Þegar svo er komið, verður
þeim því miður hætt við að
springa út, þegar svo ber undir
að vagnhjólin koma tæpt á brún-
ir, en það skeður oft, eða í hvert
sinn sem tveir vagnar mætast á
hinum mjóa vegi. Á þann hátt
liggja vegirnir undir skemmdum,
beinlínis vegna fyrirhyggjuleysis,
og farartækjunum er hætta búin
allstaðar, þar sem brúnir springa,
en það má því miður sjá alltof
víða.
Hliðarnar ber að hlaða með 40°
—45° halla, þá fyrst er von til að
þær standi.
Hið algengasta mun vera, að
efni til hleðslu og uppfyllingar sé
tekið á báða vegu við brautina, og
er það eðlilegt. og sjálfsagt, svo
lengi sem staðhœttir ekki eru
þannig, að veginum stafi hætta
af eða léttara sé með öðrum hætti
að afla þess. Hefi ég sumstaðar
séð, að þar sem vegur er lagður í
miklum hliðarhalla, hefir efni
verið tekið og landi rótað i brekk-
unni neðan vegarins. Það getur
stundum gengið, en ekki ætíð. Sé
jarðvegurinn laus, grær hann
seint, og er því hætt við að frost
og vatn grafi flagið og nái að
grafa inn undir veginn, einkum
ef undan brekku hallar. Nær allt-
af er sjálfsagt að taka sem mest,
stundum alít efni í veginn, í
brekkunni fyrir ofan, það er allt-
af léttara og oftast fljótlegra.
Annað atriði við upptöku efnis-
ins verður að telja stórgallað, og
verður skjótt til bóta að ráða, en
það er að skurðir eru grafnir of
nærri akbrautunum.
Þegar skurðir eru grafnir á
báða vegu, verður breiddin milli
þeii-ra svo takmörkuð, að til vand-
ræða getur horft síðar, þó í svip-
inn sé það mönnum eigi ljóst. Al-
gengast mun vera, að þar sem
vegurinn er 3,15 m. á breidd, séu
bakkarnir frá vegarbrún að
skurði 2. m. hvoru megin. Breidd-
in milli skurða er þá ca. 7,15 m.
Sé nú vegurinn mikið upp-
hleyptur, kemur undirstöðuhleðsla
hliðanna alveg út á skurðbrún, og
Innilega þökkumviðöllumþeimerá
einn eða annan hátt veittu okkur að-
stoð og sýndu okkur margvislega
hluttekningu í veikindum og við frá-
fall okkar elskulega eiginmanns og
föður, Jóns Sigurjónssonar, Ing-
ólföhvoli, Húsavík.
Eiginkona og börn.
leyfir engu, sé flái þeirra hafður
eins og vera ber. Afleiðingin verð-
ur sú, að þegar nokkur ár eru lið-
in, og tímarnir krefjast breiðari
vega, verður breikkunin erfiðari,
því byrja þarf hleðslu niðri í þeim
skurði, sem nú er grafinn. Væri
sú regla upp tekin, að hafa breidd
annars skurðbakkans 3 m., væri
nokkuð til bóta ráðið og víð-.
ast fullnægjandi, því að þá
er nóg breidd fyrir veg, sem er
5 m. á breidd, og 50—60 cm. á
hæð, en það er sú hæð, sem er
nærri hámarki, þegar frá eru
skildir þeir staðir, sem sérstök
þörf krefur meiri uppfyllingar.
Vera má að þeir, sem mest kvarta
um landspjöll þau, sem af vegun-
um hljótast, láti til .sín heyra, ef
enn skal skerða lönd þeirra. En
við því er ekkert að segja annað
en það, að betri samgöngutæki
heimta betri vegi, og kröfur al-
mennings verða að ráða, enda þótt
eigingjarnar, þröngsýnar mann-
peysur kvarti. Vegur, sem ekki er
nema 3,15 m. breiður, leyfir með
naumindum að hestvagn og bif-
reið geti mætzt, og þó stakasta
varasemi sé viðhöfð, eiga hvoru-
tveggju á hættu að renna út af
veginum, þegar blautt er eða hált,
og hafna í skurðinum, sem liggur
fast við.
VI.
Þar sem vegir eru lagðir um
votlendi og fúamýrar, verður
jafnan að hlaða þá allmjög upp.
Efnið er þar fljóttekið, og bygg-
ing örskreið, en varanleiki tví-
sýnn, nema vel sé fyrir séð í
fyrstu. Þó akvegur, sem á mýr-
lendi liggur, sé mikið upphleypt-
ur, á hann fyrir sér að síga meir
en gerist, þar sem undirstaða er
þéttari og tryggari. Fyrst og
fremst sígur hleðslan strax er
hún þornar og næst þjappar möl
og annar þungi hinnar fyrstu um-
ferðar svo að, að á fyrsta ári
verður lækkunin strax mikil. Þar
næst er þess að geta, að víða hefi
ég veitt því eftirtekt, að skurður
sá, sem nær er brekkunni, er svo
grunnur, að undirstaða vegarins
er svo að segja jafnvot eftir sem
áður. Af því leiðir að smátt og
smátt hverfur vegurinn ofan í
mýrina. Hafa sjálfsagt flestir séð,
er þeir hafa með þunga vagna ek-
ið um vegi, er slíka undirstöðu
hafa, að landið skelfur, svo öldur
myndast á pollum og mógröfum,
sem nálægt liggja, hesturinn
leggst þyngra í dráttinn, og bif-
reiðin krefur viðbótar-skammts
af benzíni. Hafa nú á síðustu ár-
um þó ýmsir breytt um strik frá
því sem áður gerðist, og skilning-
ur aukizt á því, að undirstaðan
þurfi að vera svo þétt og góð sem