Dagur - 13.04.1933, Síða 1

Dagur - 13.04.1933, Síða 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanna- son 1 Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá J&ni Þ. Þ6r, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsími 112. XVI. ár. Akureyri 13. apríl 1933. 15. tbl. GiÉiuÉr G. Bárðarson próíessor. Fæddur 3 jan. 1880. Dáinn 13. marz 1933. Það er eigi ofsögum sagt, að Quðmundur Q. Bárðarson hafi verið einn hinn fremsti í hinum fá- menna höp islenzkra vísindamanna. Hann er einn þeirra fáu, sem getið hefir sér góðan orðstír meðal er- iendra þjóða, og hefði þar hver- vetna þótt hlutgengur meðal hinna beztu náttúrufræóinga. Saga hans er með aíbrigðum merkileg. Sakir heilsubrests varð hann að hætta námi á rumlega hálfnaðri leið til stúdentsprófs, og aila æfi sína átti hann vió vanheilsu að stríóa. Engu að síður tekur hann að stunda bú- skap og sinna sveitarmálefnum, en heldur þó jafnt og þétt áfram að stunda náttúrufræði og auka þar við þekkingu sina og gera sjátf- stæðar rannsóknir, Hóf hann brátt að rita um þær i nt erlendra vis- indafélaga, og vöktu ritgerðir hans þá athygli, að honum var veittur styrkur nokkur tii framhaldsrann- sókna. Pegar hann haustið 1921 gerðist kennari hér á Akureyri fyrir atbeina Sigurðar Quðmundssonar skólameistara, var bann kunnur maður fyrir vísindastörf sin, bæði innan lands og utan. Eftir 5 ára dvöl hér fluttist hann tit Reykjavik- ur og tók við kennslu i Mennta- skólanum þar og hélt því starfi til dauöadags. Suma veturna kenndi hann einnig i Kennaraskólanum. Ouðmundur Q. Bárðarson var vfsindamaður af guðs náð. Qáfur hans voru óvenju traustar, áhuginn og athyglin frábær. Pegar í æsku hneigðist hugur hans að náttúru- fræði, og áður en hann kom f skóia hafði hann afiað sér þeirrar meant- unar i þeim fræðum, að einsdæmi er. Hann þekkti þá flestar fsienzkar plöntur og hafði lesið flest það, er ritaö hafði verið að fornu og nýju um náttúrufræði íslands. Einn- ig hafði hann þá byrjað að veita athygli sæskeljum og sjávarminjum, sem síðar varð meginviðfangsefni hans. Mun það næsta íágæit að skólasveinar á þeim aldri hati tund- ið viðfangsefni, er þeim endist æf- ina út. Meó þessum undirbúningi hefði mátt vænta þess, að náms- braut hans yrði óvenju bein og glæsileg. En eins og áður er getiö, hamlaði heilsubrestur honum að halda áfram á námsbrautinni eins langt og hugur hans stóð til. Mundu fiestir hafa lagt árar i bát, er svo stóð á, en svo mátti heita, að Quðmundur harðnaði við hverja raun. Rannsóknarefni það, er hann valdi sér voru einkum sævarminjar fornar, er finnast i landi uppi, og geyma frásögn um þann tima, er landið var lægra miklu en nú er. En hann var enganveginn einskorð- aður við sérgrein sína. Allar grein- ar náttúrufræðinnar voru honurn kærar og stundaði hann þær af kappi við hlið sérgreinar sinnar, og var þar hvergi. að tómum kof- um komió. Jafnframt þvi var liann hinn áhugasamasti um landbúnaðar- mál. Qerði hann merkilegar áveitu- tilraunir að bújörð sinni, Bæ í Hrútafirði, og lét sér umhugað um endurbætur á húsagerð í sveit- um. — Hinar fyrstu vfsindaritgerðir hans voru prentaðar í ritum Náttúrufræða- félagsins danska, og fjölluðu þær um sævarminjar við Húnaflóa. Hafa þær að flytja tvær nýjungar i jarð- sðgu landsins, og gengur það furðu næst, hversu vel honum tókust rannsóknirnar, þar sem hann var einangraður fjarri söfnum ölium og þeim hjálpartækjum, er visindamenn þarfnast. Pegar hann hafði samið rit þessi, fór hann utan og dvaldi hluta úr ári i Danmörku og Sviþjóð og kynnti sér sðfn náttúrugripa. Var honum um þær mundir falið að semja lýsingu á loitslagi íslands síðan á ísöld fyrir safnrit eitt, er fjallaði um það efni i ýmsum lönd- um, og um 50 jarðfræðingar skrif- uðu i, hver um sitt iand. Settist hann, bóndinn islenzki, þar á bekk meðal hinna fremstu vísindamanna i þeirri fræðigrein. En hann hafði áður leitt rök að þvi, að loftslag á landi hér hefði verið miklum sveifl- um háð á umræddu timabili. Rmnsóknum sinum á sævarminj- um hélt hann stöðugt áfram, en mest verk og merkilegast hefír hann á þvi sviði unmð við rannsókn jarðlaga á Tjðrnesi. Höfðu lög þau verið löngu kunn, og margir vfs- indamenu á þau litið, en engum tekist að skýra þau. Eru Iðg þau því merkilegri sem jafnaldra minjar eru mjög sjaldgæfar á jðrðunni. Auk rannsókna þeirra, er nú er getiö, rannsakaði Quðmundur einn- ig mjög líf lindýra við strendur landsins, einkum vesturströndina. Hefir hann skrifað allstórt rit um það efni, og gefið öllum islenzkum sælindýrum heiti. Siðustu árin fékkst hann einkum við rannsókn jarð- eldaminja á Reykjanesskaga. Enda þótt visindastörfin fylltu mestan hluta tíma þess, er hann hafði afgangs kennslustðrfum og ððru, þá lét hann sér ætíð mjög annt um að efla þekkingu almenn- ings á náttúrufræði, og vekja áhuga í þeim efnum. Hefir hann skrifað margar alþýðlegar fræðigreinar um náttúrufræði, og nú tvö slðustu árin var hann annar útgefandi Náttúru- fræðingsins. Hygg eg að hann hafi verið hvatamaður að útgáfu þess rits, þvi að um langt skeið hafði hann fýst mjðg, að slikt rit yrði gefið út. Pví má heldur eigi gleyma i þessu sambandi, að bann var óþreytandi að hvetja þá unga menn, sem hug höfdu á náttúrufræðum, til starfa og studdi þá með ráðum og dáð. Attu þeir allir þar hauk í horni, er Quðmundur var. Pað sem öðru fremur einkennir vísindastörf Quðmundar Q. Bárðar- sonar er, hve rannsóknagrundvöll- urinn, sem þau eru byggð á, er traustur. Par er ekkert tálm, engar tilgátur gripnar úr lausu lofti. Spegl- ast þar iyndiseinkunn hans i verk- unum, festa og óbifandi traust. Kennari var Guðmundur góður, Honum var flestum mönnum Ijós- ara samband fræðigreinar sinnar við lífið, og gerði það kennslu hans frjórri og fjölþættari en ella hefði verið. Mun og sjálfmenntun hans háfa nokkru um valdið, hve fund- vís hann var á allt það, er >prakt- iska< þýðingu hefir. Og i kennslu sinni ems og allri visindastarfsemi gerði hann sérlega glöggan mun höfuð- og aukaatriða, varð kennsla hans þvi hin notadiýgsta. Við fráfall Quðmundar Q. Bárð- arsonar er stórt skarð höggvið f hinn litla iiokk þeirra Isleudmga, er náttúrutræði stunda. Verður það skarð seint fyllt, og vandfundmn sá maður, er tekið geti upp merki hans og leyst þau viðtangsefni, sem hann nú hlaut að hverfa frá óleystum. En minningin lifir, og hún mun verða óvenju björt um Quðmund Q. Bárðarson i hugum allra, er þekktu hann. Steindór Steindórsson. □ Rún 59334188 - Frl.v Togarinn >Skúli fógeti<, eign útgerðar- félagsins »Alliance«, fórst á mánudagsnótt- ina í Grindavík og drukknuðu 13 menn, allir úr Reykjavík, þar á meðal skipstjór- inn Þorsteinn Þorsteinsson, en 24 skip- verjar björguðust. Versta veður var þegar þetta átakanlega slys vildi til. Dánardægur. Hinn 10. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu húsfrú Stefanía Sig- tryggsdóttir, eiginkona Péturs Tómassonar, verkamanns til heimilis í Oddeyrargötu 24 hér í bæ Kvæði það, er hér fer á eftir, er tileinkað Ungmennafélagssambandi Eyjafjarð- ar og ort á héraðsþingi þess, sem haldið var á Daivik á ofanverðum siðasta mánuði. Hefir Dagur fengið leyfi höf. til að birta kvæðið. . Vors- og morgun-menn! Pið, sem rekið ætt til fjalls og fjarðar, fagnið gengi óg heiðri móðurjarðan Landnámsmenn, með gjörvan hug og hðndl Hér er verksvið handa hverjum manni, hér er margt, sem leysa þarf úr banni. — Ykkar bíða óska- og vonalönd. Skyggnu, skýru mennl Svipist um og sjáið hvar þið standið. Sólin ris og geislum merlar landið: Sviphrein biáfjöll, bjartra jöklahvel. Ftnnið þið ei tögnuð lifsins streyma? Finnið ei að hér er ykkar heima? Pið eruð vaxnir upp úr mó og mel. Vðsku vðkumennl Leiði ykkur landsins vættir góðar, leitist við að merki ykkar þjóðar blakti flekklaust yfir sveit og sæ.— Neytið vitsins — ofsinn málum eyðir, auðnuleysi og slysum veginn greiðir inn i sérhvert land og borg og bæ. Sáðmenn sólskinsdagsi Hlutverk ykkar er að græða melinn, eldinn sækja i björtu jökiahvelin, víðsýn nema af fjallsins bláu brún. Hafsins gnýr og heiðablærinn létti hreysti og mildi í skapgerð ykkar flétti, ietri á svipinn iífsins björtu rún. Meyjar, konur, menn! ísland kallar alla þjóð að verki, ykkur ber að fylgja Iffsins merki fram til sigurs yfir gjár og grjót. Öll él birtir upp, og stjörnur skína, isa leysir, dagar lengjast, hlýna, horfi þjóðin hugdjörf framtið mót. F. FL Berg. ------0------ Pakkardvarp til Svarfdœlinga. Innilcgt hjartans þakklæti votta ég mínum gömlu og góðu sveitungum fyrir þær alúðar-viðtökur, sem þeir veittu mér, er ég heimsótti þá 1 marz s. 1. — Óska ég þeim af heilum hug góðs gengis á komandi árum. Miðlandi 3. apríl 1933. Aðalsteinn Hallsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.