Dagur - 18.05.1933, Síða 1
D AGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. jálf.
Gjaldkeri: Ami Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
XVI. ár
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Akureyri 18. maí 1933.
20. tbl.
Kreppiálinj fllpinyi.
i.
Frumvarps um kreppulánasjóð,
sem frarn hefir verið borið á Al-
þingi, eftir ósk atvinnumálaráðherra,
hefir áður verið getið hér i blaðinu.
Samkv. frv. verður sjóðurinn 12
miijónir króna og er það sama
upphæð og gert var ráð fyrir f til-
lðgum flokksþings Framsóknar-
manna.
Tekjur sjóðsins eru ákveðnar:
Afborganir Búnaðarbankans af
lánum frá ríkissjóði fram tii ársins
1940, átta miljónir I rfkisskuldabréf-
um og tveggja railjón kr. framlag
að auki úr rikissjóði, sem greiðist
á árunum 1934—40, eftir nánari
veitingu í fjárlögunum.
Fé sjóðsins skal varið tii iánveit-
inga handa bændum og öðrum, er
reka iandbúnað sem aðalatvinnu,
með þeim nánari skilyrðum, er i
frv. greinir.
Lánum úr Kreppulánasjóði skal
verja til greiðsiu á skuldum bænda.
Lánstiminn er allt að 42 árum og
afborgun og vextir þá samtals 5°/o.
Frv. fylgir skýrsla um efnahag
bændastéttarinnar, eins og hann
var i árslok 1932 samkv. rann-
sóknum nefndar þeirrar, er skipuð
var til að athuga fjárhag iandbún-
aðarins. Skjfrsla þessi fyllir um 50
biaðsiður þéttprentaðar i greinar-
gerð frv. og felur i sér mikinn og
margháttaðan fróðleik. Eru þar
raktar eignir og skuldir hreppanna
og flokkað eftir sýsium, en eigi
tilgreindur efnahagur einstakra
manna. Efnahagur hverrar sýslu er
gerður upp út af fyrir sig, og er
bændunum eftir efnahag skift f 4
flokka:
1. flokkur:
Skuldir undir 50°/o móti eignura.
2. flokkur:
Skuidir frá 50—75°/o móti eignum.
3. flokkur:
Skuidir frá 75-100% móti eignum.
4. flokkur:
Skuldir meiri en eignir.
Skuldir á móti eignum i einstök-
um héruðum eru sem hér segir:
Borgarfjarðarsýsla 52 %
Mýrasýsla 52 -
Hnappadalssýsla 64.4-
Snæfellsnessýsla 52.7-
Dalasýsla 53.5-
Austur-Barðastrandarsýsla 40.1-
Vestur Barðastrandarsýsla 49.5-
Vestur-1 saf jarðarsýsla 53.9-
Norður ísafjarðarsýsla 43.4-
Strandasýsla 53.1-
Vestur-Húnavatnssýsla 49.3 —
Austur-Húnavatnssýsla 49.5 —
Skagafjarðarsýsla 48.2 —
Eyjaf jarðarsýsla 52.7 —
Suður-Þingeyjarsýsla 62.9 —
Norður-Pingeyjarsýsla 59.9 —
Norður-Múlasýsla 61 —
Suður-Múlasýsla 52.7 —
Austur-Skaftafellssýsla 30 3 —
Vestur-Skaftafellssýsla 58.5 —
Rangárvallasýsla 40.1 —
Árnessýsla 61.6 —
Oullbringusýsla 42.9 —
Kjósarsýsla 50.8—
Siglufjörður, Seyðisfjörður
og Vestmannaeyjar 9.1 —
Eignir bænda alls á landinu:
a. Fasteignir 31.741 083 kr.
b. Lausafé 31.523.871 -
Samtals 63.264.954 -
Skuldlr bænda alls á landinu:
a. Veðskuldir 11.492.815 kr.
b. Lausask. i bönkum 5 563.955 —
c. Verzlunarskuldir 8.363.014 —
d. Einstaklingsskuldir 7.680.653 —
Samtals 33.100.437 —
Eignir fram yfir skuldir samtals
30.164.517 kr.
Tala bænda: 6799.
Skuldlaus eign hvers bónda til
jafnaðar: 4437 kr.
Skuldir á móti eignum til jafnað-
ar á öllu landinu: 52.3%.
II.
Um ráðstafanir til hjálpar land-
búnaðinum i kreppunni er hin
brýnasta þörf. Um það geta naum-
ast verið skiftar skoðanir. En þær
ráðstafanir hljóta að kosta mikið
fé. Hvaðan á það fé að koma?
Fulltrúi Framsóknarflokksins í ríkis-
stjórninni, Ásgeir Ásgeirsson, fjár-
málaráðherra hefir svarað þessu
fyrir flokksins hönd. Peningana,
sem rikið þarf á að halda til
kreppuráðstafana, verður að taka
bjá hátekju- og stóreignamönnum
landsins. Pess vegna hefir fjármála-
ráðherrann lagt fyrir Alþingi frv.
um viðbótar tekju- og eignaskatt
til kreppuráðstafana og ennfremur
bráðabirgðaverðtoll, einkum á lftt
þörfum vörum og vörum, sem
framleiddar eru i landinu sjálfu.
Samkv, frv. á tekjuskattur ársins
1933 að innheimtast með álagi
sem hér segir:
22— 72 kr. skattur með 40% álagi
72—162 - - - 50-
162-292 - - - 60-
292-462 - - - 70—
Fer þannig skattálagið hækkandi,
þar til það er komið upp f 100%
á 922 kr. tekjuskatti eða enn
hærri.
Eignaskatturinn innheimtist með
150% álagi.
íhaldsmenn, bæði utan þings og
innan, snúast ðndverðir við þessari
hlið kreppuráðstafananaa. Peir segj-
ast ekki vera á móti því að land-
búnaðinum sé rétt hjáiparhönd, en
þeir neita þvf eindreigið, að sú
hjálp komi nokkuð verulega við
pyngjur þeirra, er auðveldast geta
veitt bana, bátekju- og stóreigna-
manna. Peir telja það >svik við
Sjálfstæðisfiokkinn«, að Ásgeir Ás-
geirsson ætlist til þess. Og út af
þessum >svikum< eru ihaldsmenn
óðamála og háværir, hreyta skamm-
aryrðum að fjármálaráðherra og
hóa saman mótmælafundum f f-
haldsfélögunum i Reykjavfk. Pessi
eru heilindin f undanfarandi skrafi
þeirra um áhuga sinn fyrir kreppu-
hjálp til handa bændum og land-
búnaðinum.
Verður nú fróðlegt að vita,
hvernig þessum málum lyktar á
þinginu.
-..."O
Mbl. og kreppan.
Mbl, flutti fyrir skömmu grein
eina, er hafði að yfirskrift <Orsakir
kreppunnar<. Par er þvi haldið fram
með óhefluðu orðavali, að orsakír
kreppunnar séu tvær. Er þar fyrst
talið >skuldafenið<, sem Framsókn-
arstjórnin hafi sökst þjóðinni í, er
12 milj. kr. enska lánið var tekið.
Lán þetta var tekið samkv. fyrir-
skipun a 11 r a þingflokkanna og
hvarf að mestu inn i atvinnulif
þjóðarinnar gegnum bankana. Stuðn-
ingur við atvinnulífið i landinu er
þvi að dómi greinarhöfundar önnur
orsök kreppunnar. Hitt er mönnum
ekki úr minni liðið, að meðan á
lántökunni stóð, lögðu ihaldsmenn
sig mjög fram um að rægja láns-
traust landsins erlendis, jafnframt
þvi sem þeir heimtuðu ákaft að
lánið væri tekið. Var öll sú fram-
koma þeirra með endetnum.
Hin önnur orsök kreppunnar er
talin >verz1unarólagið<. Er því skift
í allmarga þætti. Fyrst er talin lands-
verzlunin frá stríðsárunum, sem
bjargaði þjóðinni frá hallæri. Pá er
steinolíueinkasalan, sem á að hafa
hækkað ullar- og gærutoll í Ame-
riku, en sem raunar er eintómur
misskilningur, því íslendingar sluppu
við toilinn, þó að sendimaður ihalds-
ins kæmist ekki nema til Kaup-
mannahafnar I Næst er tóbakseinka-
salan, sem gefur ríkissjóði bundruð
þúsunda kr. gróða á ári i stað þess
að renna f sjóð einstakra manna.
Pá er Pórsútgerðin, sem lækkaði
fiskverð f Reykjavík til stórhagnað-
ar fyrir neytendur í dýrtíðinni þar.
Pá er einkasala á tilbúnum áburði,
af þvi að S. f. S. hafi hana með
höndum, en ekki danskur stórkaup-
maður. Enn eru nefnd innkaup
rikisstofnana, sem hafi viðskifti við
S. í. S. og missi þvi heildsalarnir
þar spón úr aski, og áfengisverzlun
ríkisins, sem fylgi sömu regiu með
að ganga fram hjá heildsölunum,
sem hafi þó svo >góð og fjölbreytt
erlend samböndc með þessa vörul
Pá er og minnst á einkasölu á út-
varpstækjum, >sem einnig þrengdi
verksvið kaupmanna<.
Petta allt eru nú ærið margar
stoðir undir kreppuna i augum
greinarhöf., en þó er veigamesta
stoðin eftir enn: Máttarviðir krepp-
unnar segir i Mbl.-greininni að sé
Samband fslenzkra samvinnufélaga
og starfsemi kaupfélaganna. Kvartað
er yfir >hinni gegndarlausu sam-
keppni við kaupmenn< frá hendi
kaupfélaganna og sagt, að >með
hóflausum lánveitingum og bitling-
um< haii >þessari samvinnuverzlun
tekizt að ná mörgum áhangendum
og miklum viðskiftum<. Petta sárn-
ar og sviður kaupmannaliðinu held-
ur en ekki, ekki sizt þegar þeir sjá
fram á, að þessi viðskiiti við kaup-
félögin aukast hröðum skrefum; en
broslegter að sjá og heyra að iað-
almálgagni samkeppnismanna skuii
vera fyrir kaupmanna hönd kveinað
undan samkeppninni frá kaupfélög-
unum. Kaupmenn segja: Samkeppn-
in er góð og blessuð, meðan hún
er okkur i hag, en hún er hin arg-
asta óvætt, þegar hún snýst okkur
i óhag!
Löngu máli i umræddri Mbl.-grein
er varið til heiftúðugrar árásar 6
kaupfélögin og Sis, og hún endar
á þvf, að »tafarlaust< þurfi >að
finna meinið og skera fyrir rætur
þess, svo að yfir taki sem fyrst, og
ekki sæki i sama horfið aftur<.
Samvinnumenn munu fara nærri
um, hvert þetta >mein< er, sem
þarf að skera burtu. Pað er sam-
vinnustarfsemfn i landinu, sem á
að drepa svo rækilega, að hún risi
aldrei á Iegg framar.
Hvað segja samvinnumenn um
þetta? Finnst þeim ráðlegt að fela
þeim flokki áhuga- og velferðarmál
sin, sem leyfir aðalmálgagni slnu
að flytja svivirðingar um Samband
isl. samvinnufélaga, kaupfélögin og
trúnaðarmenn þeirra?
Hvort trúa þeir betur fyrir málum
sínum forstjóra Sis og framkvæmda-