Dagur - 22.06.1933, Síða 3
25. tbl.
D AGUR
99
Jón Ó. Finnbogason,
bankabókari.
Mér er ekki fullkunnugt um ætt
hans og uppruna, en fæddur mun
hann hafa verið í Norður-Múlasýslu,
og uppalinn austur þar. Voru þeir
Jakob Gunnlaugsson stórkaupmaður og
hann bræðrungar. Jón dvaldi á Austur-
landi allan fyrri hluta æfi sinnar. Vann
þar að verzlunar- og skrifstofustörfum.
Paðan fluttist hann til Vesturheims, en
undi sér þar ekki lengi, og hvarf aftur
hingað heim eftir tiltölulega fárra ára
dvöl þar vestra. Settist þá fyrst að í
Reykjavík, en fluttist þaðan um 1914
hingað til Akureyrar, og var búsettur
hér upp frá því Lengst af þeim tíma
var hann bókari við útbú Landsbank-
ans hér. Siðustu árin bjó hann, ásamt
eftirlifandi ekkju sinni, í húsi Vithjálms
fór framkvæmdarstjóra, sem giftur er
Rannveigu dóttur hans, og þar andað-
ist hann að morgni 20. þ. in. eftir
fremur stutta legu, 72 ára að aldri,
Hafói liann alllengi krankur verið, en
var ekki rúmfastur lengur en hann
þurfti. Auk frú Rannveigar lifa hann
þrjú börn þeirra hjóna: Borghildur,
gift Jakob Frímannssyni fulltrúa, Albert,
prentmeistari í Reykjavík og Óskar,
til sölu, en framvísað hefir ver-
ið«.
Tillagan samþ. í einu hljóði.
»E. Fundurinn lítur svo á, að
eðlilegt sé og hagfelldast fyrir
sambandsfélögin, að þau láti tí. i.
S. annast sölu á öllu því kjöti,
sem þau selja út af félagssvæöi
sínu. Ákveður fundurinn, að ef
félögin selja sjálf í kauptíðinui
kjöt í heildsölu utan síns félags-
svæðis, þá skuli þau haga svo
sölunni, að ekki verði öðrum sam-
bandsfélögum eða S. ‘í. S. til tjóns
eða óþæginda, enda hlýti þau
verðákvæðum framkvæmdar-
stjórnar S. í. S. og tilkynni henni
söluna strax«.
Tillagan samþykkt með 24 at-
kvæðum móti 1.
Þessi síðastgreinda tillaga var
sú, er ágreiningur hafði orðið
um í nefndinni. Fer hér á eftir
breytingartillagan, er minni hluti
nefndarinnar bar fram ásamt
greinargerð, en tillagan var felld
með 17 atkv. gegn 13.
Greinargerö: »Viðvíkjandi inn-
anlandssölu sambandsdeilda S. x.
S. á kjöti, getum við ekki verið
sammála meðnefndarmönnum
okkar. Við lítum svo á, að heppi-
legast sé og í beztu samræmi við
stefnu og starfsemi samvinnu-
hreyfingarinnar í landinu, að
Sambandið annist um alla heild-
sölu á kjöti fyrir sambanasdeild-
irnar. Álítum við, að sölufram-
boð frá einni hendi á kjöti sam-
vinnumanna hljóti að halda uppi
kjötverðinu innanlands sem ut-
an, en söluframboð og markaðs-
íeit sambandsdeildanna sjálfi-a á
kjöti sínu muni valda margskon-
ar óþægindum, svo sem ójöfnu
verðlagi og keppni og ríg milli
félaganna og sennilega lækkun á
söluverði kjötsins. Leggjum við
því til, að í staðinn fyrir tillögu
meiri hluta nefndarinnar komi
eftirfarandi tillaga:
kaupmaður í Vesturheimi. Hefir hann,
ásamt konu sinni, dvalið hér nú nokk-
urn tíma í heimsókn.
Jón Finnbogason var maður einkar
fríður sýnum, einkar liðlega vaxinn og
léttur á fæti fram til hins síðasta.
Eg vann um eitt skeið með Jóni
Finnbogasyni, og fékk hinar mestu
mætur á þessum aldraða, prúða og
góðládega manni. Eg hefi ekki unnið
með vandvirkari manni, ekki kynnst
vandaðri manni, og ekki umgengist
hrekklausari mann.
Það er ljúft og gott að minnast
þeirra manna, sem í gegn um langt líf
hafa varðveitt í sál og svip öll ein-
kenni barnshugans, enda þótt þeir láti
engin stórvirki eftir sig í þessutn heimi,
Tel eg jafnmikla eða meiri eftirsjá að
góðum mönnum og hrekklausum, en
þeiin, sem miklir menn eru taldir.
Góðir menn láta ekkert eftir sig ann-
að en gott, og svo er um Jón Finn-
bogason. Fremur fátækur mun hann
alla æfi verið hafa, en þeim mun rík-
ari af góðvild og prúðmennsku gagn-
vart öllum er hann umgekkst. Hann
mun engan óvildarmann átt hafa og
eru þeir menn of fáir sem slíkt er
hægt, með sönnu, eftir að mæla.
S.
Aöalfundur S. I. S. ályktar, að
hér eftir verði deildum S. f. S.
geri að skyldu, að láta Samband-
iö annast um alla heildsölu á kjoti
þeirra utan félagssvæðis, innan-
fands sem utan.
V. Þór. Sig. Þórðarsona.
Ennfremur var svohljóðandi
tilfaga flutt af kjötsölunefndinni:
»Fundurinn skorar á fram-
kvæmdastjórn S. í. S. að hlutast
til um að upp í reglugerð þá, er
samin verður um kjötsolu á inn-
anlandsmarkaði samkv. 6. og 9.
gr. laga um kjötmat, frá 2. maí
1933, verði tekin ákvæði um, að
allt kjöt, sem selt er innanlands í
heildsölu, skuli verkað og metið í
viðurkenndu sláturhúsi«.
Tillagan samþ. í einu hljóði.
X. Vörumat.
Hannes Pálsscn flutti svohljóð-
andi tillögur:
»A. Fundurinn skorar á stjórn
og framkvæmdastjórn S. í. S. að
vinna að því við stjórnarvöldin,
að kjötskoöun geti orðið ódýrari
en nú, t. d. 3 aur. á hvern skrokk
i stað 5 aur. eins og var síðastl.
ár.«
Þessi tillaga var samþ. með 11
atkv. gegn 8.
»B. Ennfremur vill fundurinn
benda á, að kaup við fisk- og ull-
armat, verðl að álítast allt of
hátt nú, og felur stjórn S. i. S.
að leitast fyrir um lækkun«.
Tillagan samþykkt með 13 at-
kvæðum gegn 4.
Svohljóðandi till. flutti fram-
kvæmdastjóri Jón Áj-nasoji:
»Fundurinn beinir þeirri áskor-
un til forstjóra sláturfélaga og
kaupfélaga, að þeir gæti þess
vandlega, að læknar, sem annast
kjötskoðun á sláturhúsum félag-
anna, ræki störf sín í fullu sam-
ræmi við gildandi lagafyrirmæli,
og kæri til hlutaðeigandi stjórn-
arvalda, ef stai’fið er vanrækt«.
Tillagan samþ. í einu hljóði.
Er hér var komið, var fundi
frestað til mánudags.
(Frh.) •
-----o----
F r éttir.
Söngskemmtanir. Tveir aðkomusöngvar-
ar hafa látið til sín heyra hér í bænum
síðustu dagana. Ungfrú Jóhanna Jóhanns-
dóítir l.etir sungið tvlsvar og mun henni
aldrei hafa tekist betur en í þessi skiftin.
þó var söngur hennar heldur fa'sóttur. —
Þá hefir Pétur Jónsson og sungið hér
tvisvar, og rómuðu þeir, er viðstaddir
voru, mjög frammistöðu þessa góðkunna
söngmanns, en aðsókn var minni en vera
skyldi.
Hjónabönd: Ungfrú Halldóra Daviðs-
dóttir og Aðalsteinn Bjarnason trésmiður.
- Ungfrú Quðrún P. M. Friðriksdóttir og
Þorsteinn Bogason bílstjóri.
Skólauppsögn Menutaskólans fór fram
á laugardaginn var. Tólf nemendur luku
stúdentsprófi við skólann í vor; tveir
þeirra lásu utanskóla.
Hátíðarhald féll niður 17. júni að þessu
sinni, vegna þess að veður var vont þann
dag. Næsta dag fóru hér fram íþróttakapp-
leikir.
Úlafur Friöriksson er hættur ritstjórn Al-
þýðublaðsins.
Hljómleikarnir í kvöld, sem fjölskylda
Sígfúsar Einarssouar tónskálds heldur, eru
vafalítið einstakir í sinni röð, þar sem þeir
verða fluttir af systkinunum með aðstoð
móður þeirra. Einnig Ieikur unnusta Ein-
ars Sigfússonar, Lilli Poulsen, einleik
á fiðlu og með Einari konsert fyrir
L húfur
(Kasketter).
Hvítir Kollar
Bílstjóraborðar
ávalt fyrirliggjandi.
Brauns Verzlun
Páll Sigurgeirsson.
tvær fiðlur eftir Vivaldi. Hafa þau hlotið
lofsamleg ummæli hljómlistarmanna í Rvík,
Elsa Sigfúss er nýlega komin heim frá
Khöfn, þar sem hún hefir stundað söng-
nám við Tónlistarskólann. Hefir hún mjög
djúpa rödd (kontra-Alt) sem er mjög ó-
venjuleg, Mun marga fýsa að héyra hana
ekki síst þar sem þetta er í fyr6ta sinn,
sem hún kemur opinberlega fram hér á
landi. Sala aðgöngutniða er þegar byrjuð
i Hljóðfæraverzlun Qunnars Sigurgeirss.
Séra Benjamín Kristjánsson flytur guðs-
þjónustu á Hólum sunnudaginn 2. júlí,
kl. 12 á hádegi og í Saurbæ kl. 3 sama
dag.
Hellirigninyu gerði hér seinnl partinn í
gær og fylgdu henni þrumur. Er það
sjaldgæfur atburður hér um slóðir.
Hér með tilkynnist, að jarðarför
Kleinenzar Friðrikssonar, sem andaðist
14. þ. m., fer fram frá Ákureyrarkirkju
laugard. 24. þ.m. og hefst kl. 1 e. h.
Aðstandendur.
Fljdtur og
Vw'-, ■
auðveldur
þvottur—
með
Rinso
Það er ljett verk að þvo þvott.
Þegar Rinso er notaS. Leggið
þvottinn í Rinso-upplaustn nætur-
langt, og næsta morgun sjáið
þjer, að öll óhreinindi eru laus
úr honum yður að fyrirhafnar-
lausu. Þvotturinn þvær sig sjál-
fur, á meðan þjer sofið. Rinso
gerir hvítann þvott snjóhvítan,
og mislitur þvottur verður sem
nýr. Rinso verndar þvottinn frá
sliti og hendur frá skemdum,
því alt nudd er óþarft.
Reynið Rinso-aðferðina þegar þjer
þvoið næst, og þjer notið aldrei
gamaldagsaðferðir aftur.
Rinso
VERNDAR HENDUR,
HELDUR
ÞVOTTINUM
ÓSKEMDUM
M-R 79-33 IC
R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND