Dagur - 20.07.1933, Side 2
116
DAGUR
29. tbl.
• • • • »»-»« •••*••••*••••• ••••••• •• • •
BnimffHfffHfHHHf
I Sumarkjóíaefni |
ðdýr, í fjölbreyttu úrvali,
— nýkomin. —
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin aita
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
starfsemi erlendis. Tók þingið vel
þeirri málaleitun.
En svo kom byltingin í Pýska-
landi, Fjöldi af ágætustu vísinda-
mönnum Pjóðverja fiúðu úr landi,
eða höfðu ekki sömu aðstöðu og
fyr við lærdómsstofnanir iandsins:
Stíkar breytingar náðu lfka til Oöt-
tingen, og lögðu hindranir, a. m. k.
til bráðabirgða i veg Leifs Asgeirs-
sonar að halda þar áfram stærð-
fræðirannsóknum.
Og auk þess mun Leifur hafa
verið í vafa um hvorn veginn skyldi
veija. Hann var vísindamannsefni,
með ótvíræðum hæfileikum til að
starfa í stórri borg í stóru landi.
En hann var lfka góður íslending-
ur, sterkur og öruggur sveitapiltur,
með glæsilegri fræðimannsmenn-
ingu. —
Nú er þessi maður ráðinn að
Laugaskóla næsta ár. Peir, sem
þekkja hann, treysta þvf, að hann
verði mjög dugandi maður i skóla-
málum landsins. Laugaskóli er
brautryðjandi i fslenzkum skóla-
málum. Par hefir verið gerð merki-
leg tilraun til að sameina hina
fornu þjóðlegu sveitamenningu og
menningu nútimans. Ur því ein-
hver breyting varð á forstöðu
Laugaskóla, þá verður að telja það
mikið happ fyrir þær sýslur á
Norðurlandi, sem einkum senda
unglinga á þann skóla, að til for-
stöóunnar skuli veljast maður með
svo glæsilegri fortfð, við þjóðlegt
nám og nútimavísindi, eins og
Leifur Asgeirsson.
P.
Dönsk blöö henna irá því, að Friðrik
ríkiserfingi sé væntanlegur til íslands nú
i sumar og leggi af stað með íslandi irá
Khöfn 5. ágúst. Er þess jafnfrnmt getíð
að bann muni fara með skipinu til ísa-
fjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar og að
Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra og frú
hans munl fara með honum þá ferð.
MannsldL Fyrir skömmu andaðist hér í
bænum Lárus Lárusson gjaldkeri hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Var hann stadd-
ur hér f sumarleyfi og varð snöggt um
hann,
t
Haiigrímur Davíðsson
verzlunarstjóri.
Hinn 16. þ. m. barst sú fregn
hingað til bæjarins, að Hallgrimur
Davíðsson verzlunarstjóri hefði
andast þá um daginn. Hafði hann
kennt innvortis meinsemdar fyrir
nokkru, fór hann þvi fyrir skömmu
suður að leita sér lækningar og var
gerður á honum holskurður á
laugardaginn var; næsta dag and-
aðiht hann. eins og áður er sagt,
Hallgrimur var 61 árs gamall.
Foreldrar bans voru Davfð Ketils-
son og Margrét Hallgrimsdóttir, er
um allmörg ár bjuggu á Hrisum
og siðar á Núpufelli í Eyjafirðr, val-
inkunn sæmdarhjóni Davíð var al-
bróðir Kristins Ketilssonar, föður
Hallgríms forstjóra Samb. ísl. sam-
vinnufélaga. Hallgrimur Daviðsson
fór á Möðruvallaskólann tæplega
tvitugur og útskrifaðist þaðan með
mjög góðri einkunn. Var hann tal-
inn einn af efnilegustu piltum, er
þá stunduðu nám í skótanum. —
Að skólanámi loknu sneri hann
sér brátt að verzlunarstörfum og
hefir um langt skeið að undan-
förnu veitt Höepfnersverslun hér í
bæ forstöðu. Hallgrimur var prýði-
lega greindur maður og á ailan
hátt góðum hæftieikum gæddur,
skemmtilegur i viðbúð og allri um-
gengni og vinfastur; um það get-
ur sá borið af eigin reynd, sem
þessar lfnur ritar. Hann tók tölu-
verðan þátt f bæjarlífinu hér og
hefir ált sæti í bæjarstjórn Akur-
eyrar síðustu árin. Var hann þó
frá þvi bitinn að troða sér fram til
opinberra starfa og i eðli sinu var
hann friðsemdarmaður, enda stóð
aldrei um hann mikill styr; þó var
hann þéttur fyrir og vel fylginn sér,
þar sem hann lagðist á. Vegna
hæfileika hans og starfhæfni hefði
mátt vænta þess að eftir hannlægi
víðtækara æfistarf út á við en raun
varð á, en hann var trúr í sínum
verkahring.
Kona Hallgríms, Sigríður (f. Sæ-
mundsen), lifir hann ásamt 5 upp-
komnum börnum þeirra, 3 sonum
og 2 dætrum:
Krossanesverksmiðjan hefir hafið bræðalu-
atarf sitt fyrir nokkrum dögum.
Úr biskupasögum.
ni.
Porlákur helgi hverfur heim til íslands.
Við Englands fögru ströndu einn vordag var svo fritt
að varla bœrðist hafið, hvert lauf d eikum nýtt;
hinn guli sandur glóði, í greinum fuglar sungu,
allt gjörði himni pakkir, hvert með sinni tungu.
Tveir ungir menn við ströndina saman sitja í ró
og saman rœða um örlög og hjartans þrá og fró;
peir lœrðra manna klæði á herðum báðir bera
og báðir sýnast œttaðir af konungum vera.
„Pað veldur mér sorgar“ annar vinurinn kvað,
„að villtu okkur kveðja og þennan góða stað,
sem gáfur þinar lét eins og gimsteina Ijóma
og gaf þér allt sitt bezta og veitti margan sóma.“
„Já — gott er hér og fagurt, hvern geisla þakka skal,
sem gerði lif mitt sælt í skólans lund og sal.
En heimþráin mig dregur að ættjörðinni ungu,
að ástvinum og sveitum, og lands míns kœru tungu.
Eg árum saman dvaldi við Signu sætan nið,
við söng og tíðagjörðir, við námsins Ijós og frið.
En heim ég þráði löngum, — t hverjum næturdraumi
eg hugðist vitja Islands — úr Frakklands prýði og glaumi.
I Englands góðu örmurn ég unað hef um stund,
eignast mœta vini og stœkkað lærdóms pund.
En draumarnir um Island mér ei úr huga hverfa,
mín örlög horfa þangað — og ró úr hjarta sverfa.
Hér þróast kristni guðs eins og lilja við Ijós
og lærdómssetrin brosa og grœða rós við rós.
En heima er kristnin blóm, er við hrjóstrin festi rœtur,
og himinn Drottins þar yfir syndum manna grœtur.
En þar er sá akur, sem erja sál mín skal,
mér ást Guðs þangað bendir, ég hef ei nokkurt val.
Haf þökk minn tryggi vinur — við mætumst eitt sinn allir,
hvort einsetumannskofa við byggjum eða hallir.
Sjd farjugarnir stefna í norður norður — heim!
Og nú er stundin komin, sem ég má fylgja þeim
til Só leyja r, sem paparnir fundu og daprir flýðu,
er feður mínir komu með heiðnilögin stríðu.
Nú kallast land mitt kristið, en kristnin er ung
og kalt er dúfum suðurs, mörg raun Guðs vinum þung.
feg fer — og geng í lið þeirra Ijósgeisla, sem skína
frá landi Drottins norður yfir fjalleyna mína“.
Hulda.
Leikhúsið.
Tvð sfðastl. kvöld hefir leikflokk-
ur sá úr Reykjavík, er getið var um
í síðasta blaði að hingað væri von,
skemmt bæjarbúum með leiksýning-
um. Var fyrst sýnt »Afritið« eftir
Helge Krog, sem er raeðal yngri
en áhrifaríkari leikskálda Norðmanna,
Leikendur voru: Indriði Waage,
Arndis Björnsdóttir, Brynjólfur
jóhannesson og Aifred Andrésson.
Leikurinn er gamanleikur í einura
þætti og meðferð á hlutverkunum
hin ágætasta, enda skemmtu áhorf-
endur sér prýðilega og ekki sízt
við leik Alfreds Andréssonar f
hiutverki Ferdinands.
Næst var sýnd >Síðari heimsókn-
in», einþættur ieikur eftir John
Bourne, sem er þekktur enskur
ieikritahöfundur. Með hlutverkin
fóru þessir leikarar: Valur Oíslason
Alfred Andrésson, Arndis Björns-
dóttir, Elisabet Egilsson-Waage,
Brynjólfur Jóhannesson, Martha
Kalman og Indriði Waage. Leikur-
inn er nokkuð sérkennilegur að
efni til, Iaus við allt gaman en
háalvarlegur blær yfir honum. Leik-
urinn er mestmegnis > dularful I
fyrirbrigðic á háu stigi. Leikendur
leystu hlutverk sín vel og eðlilega
af hendi.
Sfðast var svo sýnt >Bónorðið«,
skopleikur f einum þætti eftir
Aaton Tchehov, eitthvert frægasta
leikskáid Rússa á síðari timum.
Leikurinn er skopleikur í orðsins
fyllstu merkingu og sýnir lyndis-
einkenni og skapgerð rússneskra
óðalsbænda á keisaratimunum. Per-