Dagur - 10.08.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 10.08.1933, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Ámi Jóhanne- son í Kaupfél. Eyfiröinga. • • ••• - Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsími 112. Akureyri 10. ágúst 1933. 32. tbl, XVI. ár. J • • • # • • • • • • Tólf mánuðir - sex menn. Frá þvl 191ö að Framsóknar- flokkurinn byrjaði starf sitt hefir hann unnið á við allar kosningar, þar til nú 16. júlí 1933, að hann varð fyrir bráðabirgðshtiekki og missti séx þingmenn, þar á meðal einn af þeim, sem haldið hafði ðr- uggu þingsæti síðan fyrir 1916. Er þar átt við Guðm. Ólafsson í Asi, sem átt hefir öruggari og lengri samstæða þingsetu en dæmi munu til um nokkurn annan mann i þvi kjördæmi. Á tfmabilinu 1917—19 höfðu Framsóknarmenn lU hluta þing- sætanna. Árið 1919 bættu þeir við nokkrum þingsætum og unnu á þvi kjörtímabili tvær aukakosningar I Vestur-Skaftafells- og Pingeyjar- sýslu. Kosningarnar 1923 urðu enn til að styrkja flokkinn, og sama mætti segja um kosningarnar 1927 og 1931. Eftir þær kosningar h fði flokkurinn rúmlega meiri hluta þings, en vegna deiidaskipunar þingsins ekki nema jafntefli í efri deild. Varð það til þess að flokkurinn gat ekki tekið töstum tökum á skattamálum eða fjármálum lands- ins svo sem kunnugt er. Framsóknarmenn hafa leitað að orsökum þess, að svo skyndilega hefir breytzt aðstaðan í þingkosn- ingunum. Menn spyrja hvaða nýj- ung hafi orðið í lifi flokksins nú, sem honum hafi orðið svo óhag- stæð. Og ekki þarf lengi að leita svarsins. Framsóknarmetin hafa i tólf mánuði verið f pólitísku sam- býii við höfuðandstæðinga flokks sfns. Og þetta nábýli við íhaldið hefir kostað flokkinn sex þingsæti. FJokkurinn hefir tapað einum þing- manni á hverjum 2 mánuðum. Með sama áframhaldi myndi fhald- ið hafa getað gereyðilagt flokkinn á hálfu kjörtfmabili. Pað er engin nýlunda f heimin- um, að umbótaflokkur bíði tjón á heiðri sínum og valdi við að sam- neyta fhaldsflokki. Á miðjum strfðs- árunum gekk hinn mikli foringi enskra framsóknarmanna, Lloyd George, f bræðingsstjórn með f- haldinu enska. En eftir fáein ár var flokkur Lloyd Georges f rústum og sýnist ekki eiga sér uppreistar- von. Aiveg nýlega reyndu tveir heimsfrægir leiðtogar enskra verka- manna, Macdonald og Snowden, sama heljarstökkið, Nokkrum vikum eftir að jþeir hðfðu gengið i flat- sæng með erfðaféndum sínum voru almennar kosningar í Englandi. Missti flokkur Mscdonalds þá ná- lega 5/ð ef þingmannatölu sinni, en hélt meginhluta flokksmanna. Lét- flokkurinn sér það að kenningu verða, tók upp nndstððu við íhald- ið og vinnur nú hverja aukakosn- inguna af annari. Er auðséð að sá flókkur muni fljótlega rétta sig við og væntan- lega læra af reynslunni. Eitt dæmi er áður til hér á landi um hættuna við að trúa íhaidinu og eiga við það vinsamleg skifti í stjórnmálumi Flokkur íslenzkra verkamanna var f einskonar bræð- ingi við íhaldið f kosningunum 1931 og fékk mjög daufa kjörsókn. Verkamennirnir voru vanir að lita á spekúlantana og fjárglæframenn- ina í Mbl.-flokknum, eins og sina andstæðinga. Og það dró úr þeim fjör og félagslega starfsgleði, er þeir áttu, þó ekki væri nema um stundarsakir, að vera í skotgröfum við hliðina á sonum Thors Jensen, PJli á Pverá, Árna á Hðfðahólum, Birni Gíslasyni, Eggert Oaessen, Guðm. Finnbogasyni o. s. frv. Alþýðuflokkurinn virðist hafa bjargast tiitölulega fljótt úr mann- skemmandi sambýli við íhafdið. En forlögin báru Framsóknarfiokkinn þá að binu hættulega skeri: Yfir- borðssamstarfi við braskaraflokkinn, sem frá ihaldsins hálfu var fullt af undirferli og prettvísi. Nokkrir menn f þingflokki Fram- sóknarmanna gerðu ráð fyrir að hægt væri að starfa með Ihalds- mönnum að lausn kreppumálanna. eins og þeir væru þjóðræknir borg- arar. í þeim anda unnu samstarfs- menn mínir úr landsstjórhinni, sem mynduð var á sumarþinginu 1931, að myndun samsteypustjórnar. Og frá þeirra hálfu voru vopnin stöðv- uð, gömlum árekstrum gleymt um stund, og tekið á erfiðum máium : Bjárgráðum í kreppunni og kjör- dæmamálinu. En Mbl.-liðið vann öðruvfsi. Aldrei hafði rógur þess og bakferli gegn kaupfélögunum og Samband- inu verið I méiri blóma. Útlend skrflræðishreyfing var endurvakin hér móti samvinnuhreyfingunni. í- haldið og forráðamenn eltu á rönd- um svo að segja hvern einasta Framsóknarmann í opinberri stöðu með upplognum sakargiftum. Pvi betur sem slíkur starfsmaður stóð I stöðu sinni, þvi ákafari voru of- sóknirnar. Og svo sem til að auka ánægju Framsóknarmanna lofuðu málgögn fhaldsins, að við fyrsta tækifæri skyidi reka úr starfi bjá þjóðfélaginu hvern Framsóknar- mann, sem þeim þætti standa í vegi sfnum. Kjósendur Framsóknarflokksins hikuðu í fyrsta sinn. Peir kunnu ekki við sig í þessu umhvetfi. Eins árs sambúð við höfuðandstæðinga flokksins hefir svift hann nálega 'U hluta af þingfylgi sínu, og lækkað kjósendaföluna að sama skapi. Ódrengskapur íhaldsins sést bezt á því að leiðtogar þess sendu frambjóðendum sínum bréflega á- rásarefni á Ásgeir Ásgeirsson, til að nota á fundum, En árásarefnin voru of léleg og ódrengileg til þess að aðrir andstæðingar en komm- únistar settu þau í b!öð sín. Framsóknarflokkurinn, bæði þing- menn og kjósendur, hafa brugðist vel við bráðabirgðastöðvun á leið þeirra. Nú vita rnenn tilefnið.' Og Framsóknarflokkurinn lærir áreið- anlega af reynslunni. Nú byrjar flokkurinn fulla andstöðu við íhald- ið. Aldrei framar mun Framsóknar- flokkurinn trúa fhaldsmðnnum til drengilegrar samvinnu um almenn mál. Mðnnum finnst þessi lærdómur að vonum dýrt keyptur. En hann var nauðsynlegur. Og fhaldið getur verið visst um, að kjósendurnir, sem gengu með Framsóknarflokkn- um að kjörborði 1931, en komu ekki 1933, eru enn f fullum and- stöðuhug við Mbl.-stefnuna og munu hafa góðan hug á þvi að minna Mbl. liðið á sig við næstu kosningar. — Jafnvel þó það verði f hríðarveðri f haust. J- J- —-——o—— DEsemijerlösiiiiipr. Frá þvi var skýrt f síðasta blaði, að miðsljórn íhaidsflokksins hefði ritað forsætisráðherra bréf, undir- ritað af Ólafi Thors, þar sem þess er krafizt, að aukaþing verði kvatt saman í þessum mánuði og nýjar kosningar látnar fram fara »ekki síðar en fyrsta vetrardagc. Ólafur Thors heldur því fram, að aukaþingið þurfi ekki að standa yfir nema svo sem 10 daga. Á þeim fáu dögum ætlast hann til að kosningalögunum sé flaustrað ah Hann ætlast til, að því viðkvæma og þýðingarmikla máli verði skammt- aður svo naumur tími, að engar opinberar umræður geti farið fram um það, hvorki f blððum eða á mannfundum. Kjósendur megaeftir þvf á éngan hátt fá færi á að láta skoðanir sinar í Ijós um það mál. Petta verður að teljast alófært. Kosningalögin nýju þarf mjög að vanda og ekkert vit í að hespa þau af hugsunarlítið. Mönnum þarf þvert á móti að gefast gott ráðrúm til að kryfja það mál rækilega til mergjar. Pað er því hin mesta lokleysa, að því máli geti orðið ráðið heppi- lega til lykta á örskömmum tíma. Kæmi til aukaþings nú, má ganga að þvf vlsu að það stæði ekki skemur yfir en einn mánuð og llk- lega lengur. Setjum nú svo að aukaþing kæmi saman seint f þess- um mánuði. þá yrði því aldrei lok- ið fyr en f septemberlok og líklega ekki fyr en komið væri fram í október. Pá er eftir framboðsfrestur, og er óhugsandi að hann geti ver- ið styttri en hálfur mánuður og auk þess á mjög óheppilegum tíma fyrir héruðin, f há-sláturtiðinni. En frá þvi að framboðsfrestur er liðinn, þarf að líða einn mánuður tii kjör- dags, og er þá sýnt, að kosningar gætu samkvæmt þsssu alls ekki farið fram fyrsta vetrardag og ekki fyr en i fyrsta lagi um miðjan nóv- ember. Hér við bætist og, að á þessu tímabili þyrfti að semja nýj- ar kjörskrár vegna ungu kjósend- anna, sem við bætast, og að þvf loknu þarf að veita nægilegan kærufrest, þvf hætt er við að kjðr- skrárnar yrðu nokkuð gaiiaðar, þar sem nýtt manntal væri ekki fyrir hendi. Pannig kemur það f Ijós á ðllum sviðum, að íhaldsraenn hafa hvergi skoðað mál þetta niður i kjölinn. Ólafur Thors hefir samkvæmt sfnu venjulega yfirborðsbusli sett fram kröfuna um aukaþing og nýjar kosningar, án þess að hugsa málið með rólegri yfirvegun. Fyrir hon- um vakir eingöngu áköf Og óvið- ráðanleg löngun til þess að fá skammdegis- og illviðrakosningar, af þvi hann telur það hagkvæmast fyrir framtíðarvald Kveldúlfs á Al- þingi. Fullyrt er og, að sumir af þngmönnum ihaldsins séu mót- fallnir þessu ráðabruggi Kveldúlfs, en skorti hinsvegar karlmennsku til að rfsa upp gegn þeim Thors- bræðrum. En hér kemur og nýtt atriði til greina, sem kollvarpar með öilu kröfu Ólafs Thors um kosningar »ekki síðar en fyrsta vetrardagc, Pessi krafa fer i bága við gildandi lög. Forsætisráðherra, Ásgeir Ásgeirs- son, hefir svarað kröfu miðstjórnar íhaldsflokksins hinn 4. þ. m. í svari sýnu upplýsir hann, að f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.