Dagur - 10.08.1933, Blaðsíða 4
r; 130
D.AGUE
BLflNOfl,j-~ SJÖDA, — SKOLA,
~það er alt
Hvítara Ijereft
á einfaldari hátt—
aðeins suða
Nú getið þjeir hent eða brent þvot-
tabrettinu, það er óþarft, þjer þurfið
ekki Iengur að nudda eða þvæla
ljereftinu. Radion, hið undursam-
lega nýja súrefnis þvottaduft, gerir
ljereftið hvítara á tuttugu mínútum,
en það varð áður, eftir margra tíma
erfiða' vinnu. Þjer blandið Radion
með köldu'Vatni, látið það í þvotta-
pottinn, og fyllið eftir þörf. Leggið
svo ljereftið í og sjóðið í tuttugu
minútur. Þjer þurfið svo aðeins
að skola þvottinn og þjer munuð
undrast árangurinn.
Súrefnis verkan Radions, þvær jafn»
vel silki, ull og litað efni, ef notað
er kalt vatn. Fáið yður Radion í
næsta þvott.
Dánarminning.
Þdnn 23. deseffiber 1032, andað-
ist að heimili fóstursonar sfns L.
H, Hansen, 201 Louisa Streef, Se-
attle, Washington, ekkjan Soffía
Hallgrfmsdóltir, Vestman. Dauða-
mein hennar var hjartabilun; þjáð-
ist hún ekki lengi, var veik aðeins
þrjá daga og meðvitundarlaus sið-
asta daginn. Fékk hún hægt andlát
og leið út af eins og í svefni. Soffa
var fædd 9. dag febrúarmánaðar
1855 á Hámundarstððum á Ár-
skógsströnd í Eyjafjarðarsýslu á
ísland', og ólst þar upp til fullorð-
ins ára, að hún giftist Jóni Jóns-
syni Vestman, frá Vestmannaeyjum,
sem á undan henni var liðinni
Dvöldust þau hjón um tfma þar
nyrðra, þar til þau fluttu sig til
Austfjarða og voru þar nokkur ár,
sfðast á Seyðisfirði, hvaðan þau
tóku sig upp árið 1901 og fluttust
af landi burt til Canada og stað-
næmdust í Winnipeg. Par dvöldi^
þau í 10 ár. Árið 1911 fluttust þau
þaðan vestur að hafi til Varcouver,
B. C., en eftir eins árs veru þar,
tóku þau sig upp enn á ný og
fluttu suður með strönd til Kent,
sem er smáþorp eitt sunnan við
borgina Seattle, og settust að á fá-
einum ekrum af landi við það þorp
er þau keyptu þar. Þar dvöldu þau
þó stuttan tfma, þvi fóstursonurinn
hafði þá lært rakaraiðn, sem var á
þeim árum mjög arðsöm atvinna
fyrir hann, en Jón, maður Soffíu
mjög hneigður fyrir smíðar, sem
var einnig þá eftirsóknarverð at-
vinna I Seattle. Svo þau seldu land
sitt aftur og fluttu inn til borgar-
innar, keyptu sér heimili þar og
bjuggu öli saman þar til árið 1920,
þann 6. maí, að Soffla varð að sjá
á bak manni sfnum, þá 60 ára
gömlum, samanber minning hans
f Lðgbergi á þeim tfma. — Sofffa
átti tvær systur og tvo bræður á
Iffi, að hennar vitund, þegar hún
dó, öll á íslandi. Systurnar eru
Jórunn og Þórdís Hallgrímsdætur,
hin fyrnefnda, ekkjufrú, býr í hárri
elli hjá dóttur sinni og tengdasyni,
hr. Tynes og frú hans, hefir hann
verzlun og umboðssölu á S'glu-
•firði. Hin systirin er búsett í Hrfs-
ey á Eyjafirði. Bræðurnir eru Jón
Baldvin og Porsteinn Hallgrímssyn-
ir, báðir f Eyjafirði. Soffia heitin
var stillt og hæglát kona, og ptúð
f allri framgöngu, hún gaf sig lítið
á almannafæri, kaus heldur kyrrð
og frið. Hún var vðnd að vinum
en hinn tryggasti vinur þeirra, er
hún tók vinfengi við. Hún var vel
kristin kona á þann mælikvarða,
sem kristnir ménn kallast og bar
ávalt djúpa lotningu fyrir öllu guð-
legu til sfðustu stundar.
Peim hjónum, Jóni og Sofffu
varð ekki barna auðið, en tvö
börn óiu þau upp, Harald og Helgu
og gengu þeim algerlega f foreldra
stað. Stúlkan giftist og fór frá
fóstru sinni stuttu eftir andiát fóst-
urföður síns, en Haraldur tók að
sér að sjá um fóstru sfna, sem
hann ávalt kallaði >systur<, því
hún var móðursystir hans, og
fórst bonum sú umönnun af hinni
mestu prýði sem hún og galt hon-
um í sömu mynt, því hún var boð-
in og búin til að gera allt fyrir
hann sem hún gat honum til geðs
32. tbL
■■■IBIIiaiBBUuilBfllBIRIRHBIIBIIIiaBIBlBlailiaBIHBIHHBIIfllIIIIHIlBIIIIIIRIHII
■dbbbbíbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbkbbbbSbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbSb
Nyr Kaffibætir.
KAFFIBÆTIRINN „B R A G I
u
hefir þegar hlotið einróma lof allra sem reynt hafa. Sérstaklega
viljum vér benda háttvirtum húsmæðrum á „B R A G Aíf-duftið,
sem er selt í og ’/< kíló pökkum. Reynið kaffibætisduftið,
sem er ódýrara í notkun, betra og drýgra en kaffibætir í stöng-
um. — Kaffibætirinn »Bragi« fæst í öllum vel birgum matvöru-
verzlunum.
Kaffibrennsla Akureyrar.
n iaiBall iHBBBERHIlRRtisllRHKlRRSBaBESHlKaGSBHIBBBlBII BbBHBBBBBBBBBBBBBBBBBBHBHBBBHBBBB
■BBBaBHBaBHBBnBBBKBBBBnBBBBaBBBBKaBBBBBBBBaBBHBHBBDBBBSaBBSSHSBBBBBSSSHBSSBHÍBB
® bbbbb bbbbbbbbbbbbbbb bbcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb bhbbbbbbbbbSbSSSbbSSSSSbbSSSSShhS
^ BUIN TIL
Orbestu
SÁPUEFNUM
Notið Sjafnar-sápur
og ánægju meðan !íf og heilsa
leyfðu.
Útför Soffíu fór fram frá einni
af útfararstofum bæjarins (Mittel-
stadts og var hún grefruð við hlið
manns hennar undangengins, í
einum fegursta dánarreit Seattle-
borgar (Washella) þar sem fóstur-
sonurinn útbjó þeim pláss og hefir
nú koraið upp minnismerki á leiði
þeirra. Prestur íslenzka lúterska
safnaðarins f Seaftle, séra Kristinn
K. Ólafsson, jarðsöng hina látnu
konu. Fósturbörn hinna lálnu
minnast þeirra með heiðri og
þökk, fyrir kærleiksríka og ástúð-
lega samveru allt í gegn, meðan
hún entist.
Vinur þeirra látnu.
Korinpuborg í Qrikklandí brann iil kaldra
kola í síðustu viku. Borgin var að mestu
nýreist, þvi að hún hrundi til grunna í
jarðskjálftum árið 1929.
Bann.
Silungsveiði í Hörgá og berj-
ataka fyrir og í Staðartungö-
landi er stranglega bönnuð frá
í dag þeim, sem ekki nú þeg-
ar hafa fengið leyfi.
Staðartungu 7. ágúst 1933,
Friðbjörn Björnson.
SKRIFSTOFA
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
er á Laugaveg: 10.
Simanúmer >Timans<.
Reykjavik- Miðstjórnin.
sögur ganga i sambandi við þenna við-
burð.
Fánaslagur. Um síðustu helgi kom eitt-
hvað af Þjóðverjum til Siglufjarðar og
dró þá ræðismaður Þjóðverja þar á staðn-
um flokksfána þýzku Nazistanna við hún.
Þetta þoldu kommúnistar á Siglufirði ekki,
skáru þeir niður fánann, rifu hann í smá-
tætlur og viðhöfðu um leið óheflaðan
munnsöfnuð. Út af þessu hafa spunnizt
langvarandi réttarhöld og tnargar kvik-
Ivö skemmtiferðaskip komu hingað
seinni hluta síðustu viku, annað brezkt
en hitt beigiskt,
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.