Dagur - 10.08.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 10.08.1933, Blaðsíða 2
128 D AGUR 32. tbl. • •••••••#••*• • • •*•• • • • • ■RHHHHHfHfHHma m* Nýkomið: á Fjölbreytt úrval af TILBÚNUM KARLMANNA- FATNAÐI. — Verðið ótrúlega lágt. — RYK- FRAKKARNIR, marg-viðurkendu, eru nú komnir aftur. — Hvergi meira né betra úrval. — jgg Kaupfélag Eyfirðinga. £Éj)t Vefnaðarvörudeild. SiUiUiUiiiUUUéUUB Myndastofan Oránufélagsgðtu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. stjórnarskrárfrumvarpi því, er sam- þykkt var á síðasta þingi og ætlast er til að aukaþingið leggi fullnað- arsamþykkt á, sé ekkert fram tekið um það, hvenær það öðlist gildi. Ennfremur upplýsir forsætisráð- herra, að lög nr. 11 frá 1877 mæli svo fyrir, að sé ekkert tekið fram um það í lðgum, hvenær þau öðlist gildi, þá gangi þau ekki í gildi fyr en 12 vikum eftir að þau eru birt i B deild Stjórnartiðindanna. Sam- kvæmt þessu sýnir forsætisráðherra fram á, svo að ekki verður á móti mælt, að éf sinnt væri kröfunni um aukaþing og kosningar, þá gætu þær ekki farið fram fyr en í desember í velur, eða í svattasta Skammdeginu. At þessum sökum neit- ar torsætisráðherra að verða við kröfunni, eins og sjálfsagt var. Við þetta hefir málið enn skýrzt til muna. Pað liggur nú Ijóst fyrir, að í kröfu miðstjórnar íhaldsflokks- ins felst hvorki meira né minna en það, að íhaldsmenn heimta, að kosningar verði látnar fram fara rétt fyrir jólin, í svartasta skamm- deginu. f*á er að vísu þægilegt fyrir íbúa kaupstaðanna að neyta kosningaréttar síns, en jafnfrarnt tryggt svo sem frekast er unnt að þáittaka sveitanna í kosningunum verði sem allra minnst. Krafa i- haldsins um desemberkosningar er þvi hin magnaðasta árás á rétt sveitanna tii þess að hafa áhrif á skipun Alþingis og tilraun til þess að þurrka út vald sveitanna. íhalds- menn lýstu yfir þvi 1931, að þeir ætluðu »að brjóta bændavaldið á bak aftur*. Fað mistókst þá og það á að mistakast enn. Þessvegna munu öll héruð landsins taka und- ir með forsætisráðherra, Ásgeiri As- geirssyni, og mótmæla því kröftug- lega. að sveitirnar séu rændar rétti sínum með desemberkosningum. Og alveg sérstaklega verða Fram- sóknarmenn um land allt að mót- mæla einum rómi réttindaráninu. <>■ Á viðavangi. Brigðmœli ihaldsmanna. Um það leyti er stjórnarskrár- breytingin var samþykkt á siðasta þingi, spurðist Héðinn Valdemars- son fyrir um undirbúning nýrra kosningalaga, sem óhjákvæmilega urðu að sigla i kjölfar stjórnarskrár- breytingarinnar. Fyrirspurninni var beint til dómsmálaráðherra, þvi undir hann heyrir þetta mál. Magn- ús Guðmundsson varð þvf fyrir svörum, og kvað bann, að frv. til kosningalaga yrði undirbúið f tima, þannig að flokkarnir hefðu nógan tíma til að kynna sér það, áður en þing kæmi saman. I þvi sam- bandi minntist henn ekki á auka- þinghald f sumar, og hefir það þvi sýnilega ekki verið i huga hans þá og likiega einskis annars af flokks- bræðrum hans á þingi. Svo líður og bfður þar til eftir kosningar að Ólafi Thors dettur i hug, að aukaþing i sumar og kosningar f haust eða vetur gæti verið hagkvæmar fyrir íhaldsflokk- inn og fær miðstjórn fiokksins til þess að bera fram kröfu um þetta. Krafan var um það, að aukaþingið yrði kallað saman 15. þ. m. til þess að ieggja fullnaðarsamþykkt á stjórnarskrárbreytinguna og setja kosningalögin, en jafnframt kemur það í Ijós, að Magn. Quðm. hefir ekkert gert að undirbúningi þeirrar löggjafar, þrátt fyrir loforð sfn um það, að frv. til kosningalaga skyldi verða tiibúið svo snemma, að flokkunum gæfist nægur ti ni til að athuga það. Pað er fyrst i byrjun þessa mánaðar, nú fyrir örfáum dögum, að Magn. Guðm. fer á stúfana með að koma á fót nefnd, til þess að vinna að undirbúningi kosningalaga, en aukaþingið kröfð- ust íhaldsmenn að kæmi saman 15. þ. m. Sjá þá allir að flokkun- um hefði enginn fími gefizt til at- hugunar málsins áður þing kæmi saman, eins og M. G. var þó bú- inn að lofa. Hér er þvi um hrein brigðmæli að ræða frá hendi dóms- málaráðherra. í annan stað skal þess getið, að frambjóðendur íhaldsins f Rangár- vallasýslu, bankastjórarnir Jón Ó- lafsson og Pétur Magnússon, lýstu þvi báðir yfir á framboðsfundum i kjördæminu, að þeir væru með öllu andvígir aukaþingi að kosningum afstúðnum. J. Ó. tók það skýrt fram að hann mundi standa á móti þvf, að farið yrði að >sóiunda landsfé* á þann hátt, og P. M. lýsti þvi yfir, að hann væri alveg sammála Jóni í þessu efni; það væri ekki »réttlætanlegt« að kosta til auka- þings til þess eins að 21 árs menn- irnir gætu kosið strax f haust. Að nokkrum dögum liðnum heimta sðmu menn aukaþing og vetrarkosningar og ganga þannig á bak orða sinna við kjósendur. Hvað veldur þessum brigðmælum? Hefir Kveldúlfur kúgað bankastjór- ana til þess að gera það, sem þeir úti í sveit, meðal kjósenda sinna, töldu >sólundun á landsfé* og ekki »réttlætan!egt« ? Nazistar þegja, Nazistar þeir, er heimsóttu Akur- eyri fyrir síðustu kosningar, töldu það einn hinn mesta svívirðingar- blelt á A'þingi, að bankastjórar ættu þar sæti. íhaldsmenn buðu fram tvo bankastjóra i einu og sama sveitakjördæmi rétt á eftir. Við því þagði Nazistadeild íhalds- flokksihs og reyndi á engan hátt að koma i veg fyrir að þeir næðu þar kosningu. Bœndavaldið d þingi. Fiokkaskipunin á Alþingi er nú sem stendur á þá leið, að þar eiga sæti 20 ihaldsmenn, 17 Fiamsókn- arflokksmenn og 5 jafnaðarmenn. Samanburður á tveimur stærri flokk- unum, hvað búsetu og stöðu við- kemur, er á þessa ieið: Af 20 ihaldsþingmönnum eru 10 búsettir í Reykjavík og tilheyra út- gerðar- og embættismannastéttun- um. I flokknum eru 4 þingmenn úr bændastétt, eða aðeins */s hluti. Hinir 6 eru úr embættismannastétt- inni að einum útgerðarmanni und- anteknum. í þingflokki Framsóknar eru 11 menn úr bændasfétt og 5 sem bú- settir eru í Reykjavík, allir mjög riðnir við viðreisn iandbúnaðarins og framfaramál sveitanna og einn þeirra fyrv. bóndi. Pað er þvi ótvírætt, hverskonar þingvald hvor þessara flokka Iegg- ur áheizlu á. Íhaldsflokkurinn berst fyrir Reykjavíkurvaldinu, valdi stór- úfgerðarmanna, stórkaupmanna og stórembæftismanna, en vinnur á móti bændavaldinu. Hann vill ekki að »pteklaus bændalýöur«, eins og blöð flokksins orða það, sifji við stjórnartaumana. Pessvegna lýstu ræðumenn íhaldsflokksins yfir því vorið 1931, að stefa þess flokks væri sú að »brjóta bændavaldið á bak altur*, og setja Reykjavíkurvaldið i staðinn. Og Morgunblaðið sagði, að þegar það væri um garð geng- ið, ætti að »beita pvi oturlítiö meira en verið hefir*. Heimildin fyrir stefnu íhalds- flokksins f þessu efni verður ekki véfengd, því bana er að finna f yfirlýsingum íhaldsmanna sjálfra. Pað er i fullu samræmi við þessa yfirlýstu stefnu íhafdsflokksins, að ihaldsmenn heimta nú vetrarkosn- ingar til Alþingis. Framsóknarflokkurinn er þessari stefnu andvfgun Hann vill efta bændavaldið á þingi, þvl forystu- mennflokksins trúa þvi valdi betur fyrir viðreisnarmálum héraðanna heldur en Reykjavfkurvaldinu með forstjóra Kveldúlfs í broddi fylking- ar. Pessvégna leggur Framsóknar- flokkurinn áherzlu á að hafa sem flesta góða bændur f kjöri við hverjar Atþingiskosningar. Sparnaðarráðstöfun 01, Thors. Ólafur Thors heldur því fram, að auk annara kosta, sem auka- þinghald i sumar hefði í för með sér, þá fyigi því »beinlínis sparn- aður«. Aukaþingið á því meðal annars að vera sparnaðarráðstöfun frá hendi íhaldsflokksins. Rökstuðn- ingur Ól. Th. fyrir þessum »sparn- aði< er á þessa leið: Aukaþingið á að afgreiða stjórnarskrána óg kosningalögin. Sú afgreiðsla þarf ekki að taka nema fáeina daga, og þvi verður litill kostnaður henni samfara. En verði hvorttveggja lát- ið biða til reglulegs vetrarþings, þá tekur afgreiðsla þessara mála svo gífurlega langan tíma, að kostnaðurinn við það verður marg- falt meiri en hann yrði áaukaþingi í sumar. Flestir munu leiða hest sinn frá þvi að botna i þessan rökfærslu. Botnlausarí vitleysu en þá, að ó- dýrara sé að afgreiða sama rnála- fjölda á tveimur þingum en einu, er naumast hægt að hugsa sér. Samkvæmt þeirri kenningu ætti að taka upp þá reglu, að hafa tvö þing á hverju ári, til þess að spara ríkisfé F r éííir. Deila varð á Siglufirði í vikunni sem leið út af því, að uiaður nokkur, Ármann Sveinsson að nafni, var í vinnu hjá Ing- vari Ouðjónssyni, en Ármann þessi hafði um tíma verið í varalögreglunni í Reykja- vík sl. vetur. Þegar þetta vitnaðist, gerði stjórn Verkamannafeiagsins Ingvari tvo kosti, annaðh/ort að láta manninn fara úr vinnunni, eða síldarstöð hans yrði sett í bann. Neitaði Ingvar að reka manninn og var þá stöðin lýst í bann. Vísaði Ing- var þá málinu til atvinnurekendafélagsins á Siglufirði, en það svaraði bannfæringu Verkamannafélagsins með þvi að lýsa yfir verkbanni á þeim síldarsöltunarstöðv- um, er félagsmenn réðu yfir, Á föstudags- morgun hóf Ingvar vinnu á stöð sinni þrátt fyrir bann Verkamannafélagsins, var þá reynt að stöðva vinnuna, en mistókst fyrstu, en um hádegi sama dag kom stjórn Verkamannafél. með tnannsöfnuð þangað og stöðvaði vinnuna. En þá leyst- ist deilan þannig, að Ármann fór sjálfvilj- ugur úr vinnunni, með þvf að honum mun hafa boðizt vinna annarsstaðar. Karakúlfé. Þann 8. f. m. komu 20 kara- kúlkindur með Dettifossi til Reykjavíkur. Kindur þessar keypti Búnaðarfélag ísl. fyrir hónd ríkisstjórnarinnar af dýrarækt- unarstofnun háskólans f Halle á Þýzka- landi, en innkaupin gerði Ásgeir L, Jóns- son verkfræðingur. Af þessum 20 kindum eru 5 ær og 6 hrútar af hreinu karakúlkyni, en 9 hrútar eru kynblendingar af karakúlfé og þýzku fé, Verðið var frá 550—2200 kr. hver kind að viðbættum flutnfngskostnaðl. Ríkið sjálft ætlar að gera tilraun með að rækta hér hrelnt karakúlkyn og keyptl til þess 5 ær

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.