Dagur - 05.10.1933, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á' bverjum fimto-
degi. Koatar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júll.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
aon I Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðsfan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Norðurgötu 3. Talsími 112.
XVI, ár
Akureyri 5. október 1933.
40. tbl.
n /I f i|| r
Blöð íhaldsflokksins fárast yfir
þvi, hvað skuldir ríkisins, annara
stofnana og einstakra manna séu
orðnar miklar. Pau haida því fram,
að eina ráðið til viðreisnar fjárhagn-
um sé að feia >máttarstólpum« i-
haldsins forsjá fjármálanna með þvi
að koma þeim i meiri hluta á At-
þingi við næstu kosningar, svo að
þeim gefist fullt færi á að koma við
björgunarstarfi sfnu.
Almenningur hefir nú fengið all-
mikla reynslu af fjármálaforsjá íhalds-
manna fyr á árum. Sá ferill er ekki
á þá leið, að hann örvi til fylgis við
fjármálaaðfarir >máttarstólpanna< f
íhaldsflokknum. Þeir, sem fylgst
hafa með atburðunum á þvf sviði,
hljóta að vita, að það eru engir aðr-
ir en ihaldsmenn sjáifír, sem lagt
hafa grundvöllinn undir rikisskuld-
irnar og fjármálaóreiðuna. Almenn-
ingur er ekki búinn að gleyma þvf,
ad árið 1921 voru >máttarstó)par<
fhaldsins komnir þann veg með
fjárhaginn, að íhaldsmeirihlutinn á
Alþíngi heimilaði stjórninni að taka
stórlán erlendis. Þá var það að
Magnús Ouðmundsson lét taka 11
— 12 milj. kr. lán f Englandi með
meir en 9°/o raunverulegum vöxt-
um, og vegna þessara hraklegu
vaxtakjara og allrar aðferðar við lán-
Iðkuna gaf Jakob Möller þvi nafnið
>óskapalánið< sem iöngu er iand-
fleygt orðið.
Almenningur er heldur ekki bú-
inn að gleyma því, hvernig þessu
láni var varið. Allt að þremur milj-
ónum af þvf var varið tii þess að
greiða eyðsluskllldir rikissjóðsins, en
mestan hluta lánsins, eða 6—7
miljónir kr., lánaði Magnús Ouð-
mundsson fslandsbanka f fullu
beimildarleysi frá þingsins hálfu.
íslandsbanki var þá að þrotum
kominn vegna vanskila >máttar-
8tólpa< íhaldsflokksins. íhaldsmenn
létu sér þessa meðferð fjárins f
léttu rúmi liggja og gerðust á þann
hátt meðsekir Magnúsi Quðmunds-
syni fiokksbróður sínum.
íhaldsmenn nutu góðs af þvf, að
M. O. hugkvæmdist að látamestan
hluta >óskapalánsins< renna heim-
ildarlaust inn f íslandsbanka. Á
þann hátt gat hankinn gert þeim
þann greiða að borga eitthvað af
skuldum þeirra erlendis. En til þess
að almenningi yrði ekki of Ijóst,
hvað væri að gerast, voru þessar
6—7 miljónir ekki taldar með
skuldum ríkisins á Landsreikningn-
um. —
i En seinna koma sumlr dagar og
koma þó. Árið 1930 var íslands-
banki búinn að gefa máttarstólpum
ihaldsins eftir 21 milj. kr. af skuld-
um þeirra, en þá var lika bankan-
um — þessu hreiðri íhaldsins —
blætt út og hann varð að loka. En
af upphæð þeirri, er M. O. bafði á
sfnum tfma rétt bankanum í heim-
ildarleysi til styrktar þeim >stóru<
f fhaldsflokknum, varð rfkið að taka
á sfnar herðar 3 miljónir króna, og
þar að auki varð rlkissjóður að
leggja fram IV2 milj. kr. f reiðu fé
handa Útvegsbankanum, sem reist-
ur var upp af rústum íslandsbanka.
Þær rústir voru handaverk ihaldsins.
Niðurstaðan af allri þessari fjár-
málaráðsmennsku íhaldsins er þá
sú, að rikið verður að standa und-
ir vöxtum og afborgunum af fjór-
um og hálfri milj. kr. af raunveru-
legum skuldum nokkurra burgeisa
íhaldsflokksins. Skuldura þeirra hef-
ir á þenna hátt verið veit yfir á al-
menning fyrir atbeina forráðamanna
íhaldsflokksins.
Miljónunum, sem Magnús Ouð-
mundsson stakk að islandsbanka
til framdráttar íhaldsmönnum 1921,
og taldi ekki með rikisskuldunum,
skaut upp aftur 1930.
Siðan hefir þjóðin orðið að kenna
óþægindanna af þvf, að skuldir i-
halds-máttarstólpanna séu yfirfærðar
á ríkið.
Þó eru hitt enn þyngri búsifjar,
að almenningur hefir á siðari árum
orðið að stynja undir okurvöxtum
þeirra lánsstofnana, sem gáfu stór-
mennum ihaldsins eftir 30—40 mil-
jónir króna af veltufé þjóðarinnar.
Tii þeirrar fjármáiaóreiðu íhalds-
manna eiga skuldir einstaklinganna
og erfiður fjárhagur þeirra að veru-
legu leyti rót sina að rekja.
íhaldsblöðin skýra frá því um
þessar mundir með miklum fjálgleik,
að auk ríkis — og bæjarfélagaskulda
hafi skuldir við útlönd f árslok 1931
numið yfir 40 milj. kr. Máttarstoðir
fhaldsins eiga þar ríflegan bróður-
part. Af undanfarandi reynslu má
gera ráð fyrir, að þessir skuldugu
íhaldsmenn hafi tilhneigingu til að
koma einhverju af þessum skulda-
bagga sínum yfir á ríkissjóðinn.
Þess vegna lætur hátt í málpfpum
þeirra um það, að máttarstólpar í-
haidsflokksins eigi að vera sjálfkjör-
nir til þess verks að reisa við fjár-
haginn!
fíafstöðvar er verið að reisa á Biðndu-
ósi, Sauðárkrók og Laugum í Reykjadal;
Ennfremur hefir verið byggð rafstöð i
Hrísey Þá atöð hefir Kaupfélag Éyfirðinga
reisa Iátið, starfrækir fyrir eigin reikning og
lelur eyjarskeggjum rafmagn til afnota,
filíndir íá sfn.
Frá þeim tima að Framsóknar-
flokkurinn var stofnaður og allt til
þessa dags, hafa ráðamenn flokks-
ins beitt sér fyrir og haftforgðngu
f ræktunarmálum sveitanna, að svo
miklu Ieyti sem hægt er að styðja
þau framfaramál með löggjöf. Byrj-
að var á að efia Búnaðarfélag ís-
lands, svo að það gæti tekið að
sér forystuna f ræktunarmálunum
og veitt nauðsynlegar leiðbeiningar.
Að þvf búnu sneri flokkurinn sér
af fullum krafti að stuðningi við
sjálfa jarðræktina, og eru jarðrækt-
arlögin einn þátturinn f því starfi
flokksins. En jarðræktinni varð ekki
fram komið að fullu gagni, nema
að til kæmi aukinn áburður og jarð-
yrkjuvélar og að lokum heyvinnu-
vélari Takmark Framsóknarmanna
var: Allur heyskapur á fullræktaðri
Og véltækri jörð.
Þessu takmarki er ekki alstaðar
að öllu náð enn, þvi fer fjarri, en
þó hefir miðað svo vel áfram, að
fjöldi jarða f nálega öllum sveitum
landsins hefir tekið slíkum stakka-
skiftum tii bóta, að þær eru vart
þekkjanlegar frá því sem þær voru,
áður en umbæturnar hófust.
Á fjölda jarða vfðsvegar um
sveitir landsins hefir heyfengurinn
margfaldast að vöxtum og gæðum
fyrir aukna jarðrækt og vélanotkun,
þó að starfandi mannshendur séu
nú miklu færri f sveitunum en áður
var. í þessum framfðrum er falin
sterkasta vonin um bjarta framtíð
landbúnaðarins, þó að syrt hafi að
þeim atvinnuvegi nú um hríð vegna
óhagstæðrar verzlunar og að utan
komandi áhrifa.
En ekki hefir það gengið hljóða-
laust af að koma jarðræktarmálun-
um fram. Foringjar jafnaðarmanna
á Alþingi hafa að vfsu veitt þeim
málum drengilegan stuðning, en
þvf meiri tregðu eða þ i beina óvild
hafa fbaldsmenn löngum sýnt þeim,
þó að undantekningar hafi þar verið
til á stundum. í svú að segja hvert
skifti, sem farið var fram á stuðn-
ing við jarðræktina eða önnur fram-
faramál sveitanna, bar mest á slag-
orðum íhaldsmanna, svo sem >ölm-
usulýður<, >gjafapólitik<, >metnað-
armorð< o. s. frv. Með því að
styðja atvinnuveg bændanna fjár-
hagslega af rikisins hálfu, var að
dómi íhaldsmanna verið að gera
bændurna að >auðvirðilegum ðlm-
usuræflum<, eins og það var orðað,
verið >að drepa úr þeim alla dáð
og sjálfsbjargarviðleitni<. Þegarjón-
as jónsson hélt þvi fram á Alþingi
1923 að skifta bæri veltufénu milli
atvinnuveganna þannig, að land-
búnaðurinn fengi sinn skerf af því,
þá fékk hann það svar frá íhaldinu,
að með þvi að halda þessu fram,
gæfi hann aðeins til kynna, >að
hann þekkti ekki einu sinni upphaf
stafrófs viðskiftalífsins<. Það við-
skiftastafróf mælti svo fyrir eftir
skilningi íhaldsins, að landbúnaður-
inn og ræktunarmálin ættu að verða
útundan við skiftingu veltufjárins.
Meðan Jónas Jónsson var að
berjast við íhaldið um framgang
laganna um Byggingar- og tand-
námssjóð, fórust blaði miðstjórnar
íhaldsflokksins svo orð um það mál:
>Aldrei hefir nokkur maður aug-
lýst vantrú sina á islenzkum land-
búnaði jafn átakanlega og J. J. f
umræðum um þetta mál. Aldrei
hefir verið sýnt meira metnaðarleysí
fyrir bændanna hönd. Aldrei gerð
jafn hamröm tilraun til þess að
gera islenzka bændur að ómögum
og ölmusulýð.
Sannleikurinn er sá, að þettafrv.
er eitthvert versta og vanhugsað-
asta mál, sem nokkurntfma hefir
fram verið borið á íslandi. Með
betli og öimusugjöfum soginn metn-
aður og þróttur úr bændunum.
Hugsjónin virðist vera metnaðar-
og ábyrgðarlaus ölmusulýður í sveit-
um, trúlaus á atvinnuveg sinn og
afkomu, berjandi lóminn og nauð-
andi um styrk frá öðrum<.
En þegar ihaldsmenn voru komnir
f minni hluta og gátu ekki iengur
ráðið niðurlögum málsins, segir
sami málgagn miðstjórnar íhalds-
flokksins, að lögin um Byggingar-
og landnámssjóð séu >meðalmerk-
ari laga<, og jafnframt segirblaðið,
að íhaldsflokkurinn hafi haft áhuga
fyrir málinu!
Nú vfkur sögunni tii aðalmál-
gagns íhaldsins á þessum tfmum.
Sunnudaginn 17. sept. s.l. segir
Morgunblaðið:
>Ákaflega verður heyskapur bænda
vfða um land mikið ódýrari og fram-
leiðsla þeirra þar sem hægt er að
koma vélum við við heyskapinn.
Væri mjðg fróðiegt að safna um
það skýrslum frá bændum sjálfum,
þar sem þeir tilgreindu hver fyrir
sig hve mikinn beyafla þeir hafa
fengið éftir heyskaparfólk sitt, vélar
og hesta. Hér áður var það talin
meðal eftirtekja er 200 hestar feng-
ust að meðaltali eftir karl ogkonu,
er við heyskap voru. Nú tvðfalda
og þrefalda ýmsir bændur þetta
gamla meðaltal, og meira til, þar
sem bezt er«.
Málgagn fhaldsins viðurkennir
þarna, að 400—600 heyhestar og
jafnvel rneira sé nú eftirtekja sams