Dagur - 05.10.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 05.10.1933, Blaðsíða 3
40. tbl. DKGUR 161 HER með tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum, að verzlun okkar er aftur tekin til starfa í Brekkugötu 1. Rar munið þið, eins og að undanförnu, fá allskonar álnavöru, útsaums- vörur, kven- og barnafatnað, sokka og fleira. — ALLT NÝJAR V Ö R U R. - Von á miklum birgðum nú um helgina. ANNA & FR E Y f A. JÖRÐ TIL SÖLU. Jörðin Rútsstaðir í Öngulstaðahreppi er til sölu og laus til á- búðar í næstu fardögum. Fasteignamat jarðarinnar er kr. 6500. Tún er 5,8 ha. og gefur af sér 200 hesta í meðalári og nýrækt 40—50 hesta. Fullur helmingur túnsins er vélslægt. Útheysskap- ur er 300—400 hundruð hestar. Ræktunarskilyrði eru góð á jörð- inni. Hús jarðarinnar eru gömul en stæðileg. Bjarni Einarsson. skipasmiður Akureyri, tekur á móti kauptil- boðum og gefur allar nánari upplýsingar viðkomandi jörðinni. Akureyri, 4. okt. 1933. Bjarni Einarsson. ‘OSKAÐLEGT' ULLARFLÍKUM Halda peisur ykkar og sport ullar- föt mýkindum og lit ef þau eru þvegin ? Auðvitað gjöra þau það ef Lux er notað. Luxlöðrið skilar öllum ullarfötum eins ferskum og skærum eins og þau væru ný. Enginn þráður hleypur þegar Lux er notað og flíkin er altaf jafn þægileg og heldur lögunsinni. Eina örugga aðferðin við þvott á ullarfötum—er að nota freyðandi Lux. STÆRRI PAKKAR og FÍNGERÐARI SPÆNIR Hinir nýju Lux spænir, sem eru smærri og fíngerðari, en þeir áður voru, leysast svo fljótlega upp að löðrið sprettur upp á ein« ni sekundu. Skýnandi og þykkt skúm, fljótari þvottur og stærri pakki, en verðið helzt óbreytt. LEVER BROTHERS LIMITED PORT SUNLIGHT, ENGLAND M-LX 397-047A IC til sölu með tækifærisverði. R. v. á. að rannsaka eftir á, hvort brott- reksturinn hefði verið á rökum byggður. Gtrðar mun hafa Isgt sig mjög fram i þsssari sakarefna-Ieit, þvi honum var beinlfnis falið að finna þau, hvort sem þau væru til eða ekki. En þrátt fyrir alla Ieit Garðars, hefir dómarínn komizt að þeirri niðurstöðu, að sakarefni hafi ekki verið fyrir hendi, sem fóðrað gætu brottvikninguna. Leitin hefir því ekki borið þann árangur, sem Ólafur Thors og aðrir fhaldsmenn vonuðust eftir. Pegar Mb', skýrði frá dómsniður- stöðunni f þessu máli, hnýtti blaðið þar aftan í þessari athugasemd: >Pjóðin fær hér nýtt tilefni til að minnast Hriflu-stjórnarfarsins og hinnar margþættu spillingar, sem af þvi leiðirt. Mbh telur það þannig >marg- þætta spillingu<, að Lárus Jónsson skyldi ekki reynast sekur og hafa unnið til brottrekstursl Og blaðið kennir jónasi frá Hriflu um það, að Lárus var saklaus! >tstendingur< segir, að málinu verði áfrýjað til hæstaréttar. íhalds- menn vænta þess, að ^hæstiréttur verði fundvfsari á þau sakarefni, sem þeir æskja eftir, en Björn Pórð- arson lögmaður f Reykjavík. B ..... Eins og skýrt var frá f sfðasta blaði, var útsöluverð á kjðti frá K. E. A, hækkað um 10 au. á kg., eftir að sláturtíd byrjaði. Ástæðan til verð- hækkunarmnar var nýkomin, áreiðan- leg fregn um batnandi söluhorfur á erlendum markaði. Með því að halda verðinu óbreyttu innanlands, þótti sýniiegt að verið væri að skaða framleiðendur vitandi vits; litu þeir, sem verðinu ráða, svo á, að það væri óverjandi. Brátt varð þess vart að mjög skifti f tvö horn um verðhækkunina með- al neytendanna. Sumir þeirra létu f Ijós óblandna gleði yfir batnandi söluhorfum og stfgandi verði kjöts- ins; þeir fitu á málið sem almennt velferöarmál, án tillits til augnabliks- hagnaðar fyrir sjálfa sig. Aðrir urðu þungbrýnir við og þeira hraut blótsyrði af vðrum, af þvf þeir þyrftu að kaupa kjötið hærra verði, en þeir hefðu búist við f fyrstu. Lesendun- nm verður látið eftir að dæma um, hverjir hafi sýnt meiri þroska. Eng- inn dómur skal heldur á það lagð- ur hér, hvort kjðtverðið er í sjálfu sér of hitt eða of lágt, miðað við það kaupgjald er nú gildir. Aðeins skal á það bent, að fyrir 1 klst. vinnu fær verkamaðurinn um l'h kg. kjöts, eða um 15 kg, fyrir eins dags vinnu, eins og verðið á þessari fæðu- tegund er nú. >A!þýðumaðurínn<, er út kom 3. þ. m., minnist á verðhækkun kjöts- ins. Segist blaðið gleðjast yfir þvf, ef bændur fái 10 au. hærra verð fyrir kg. af kjöti á erlendum mark- aði, en þeir fengu i fyrra, en jafn- framt er blaðið með getsakir um það, að verðhækkunin sé á engum rökum byggð, og spáir þvf enn- fremur, að hún >muni gera bænd- um almennt bðlvun<, þvi þegar neytendur komist að þvi að verið sé að selja þeim ofan við gangverð, kippi þeir að sér hendinni og tak- marki kaupin. Alþro. færir fram tvær ástæður fyrir því, að >vfta« beri verðhækkunina >harðlega<; önnur er sú, að þurkar hafi gengið í Noregi f sumar, sem leitt hafi af sér gras- brest, svo að bændur þar verði að lóga fé sfnu með langmesta móti. Hín ástæðan er sú, að »markaður- inn i Englandi hafi ekki þótt glæsi- legur að þessu<, Að þvi er til fyrnefndu ástæð- unnar kemur er það að segja, að norski markaðurinn kemur hérekki til greina, af þvi að héðan er ekki um neinn saltkjötsútflutning að ræða. Hitt er rétt, að kjötmarkaður- inn f Englandi hefir ekki þótt glæsi- legur að þessu, en það kemur bara málinu ekkert við, hvernig þessi markaður hefir verið áður; verð- hækkun kjötsins innanlands byggist á sölu vörunnar á enskum markaði, eins og hún er í nútíð en ekki for- tíð, og það er nú svo, að verð kjötsins á enskum markaði er stigið að verulegum mun frá fyrra ári. Það hefði því verið hyggilegra af Alþm. að biða með ávítur sfnar út af verðhækkun kjötsins, þangað til blaðið fengi vitneskju um, hvaða verð framleiðendur fengju fyrir það. Hitt er háttur framhleypinna fióna að kveða upp sleggjudóma fyrirfram og að órannsökuðu máli. Slik að- ferð dæmir sig sjálf, jafnvel þó hún sé viðhöfð í þeim tilgangi að afla lýðhylli meðal litið þroskaðra manna, ------o — Uppreist í Andorra. armenn komu á alraennum kosn- ingarétti og ráku burt nokkra iila þokkaða embættismenn. Síðan hefir verið ákveðið að setja upp spilahús í líkingu við Monte Carlo. Félag fær leyfi til að reka það, en á að greiða drjúgum fyrir leyfið og jafn- framt bæta vegina um rfkið, svo skemmtiferðafólk fái greiðan aðgang að landinu- Nýju islenzku orammofónpliturnar koma með >Dettifossi<. Pantanir afgreiddar út um land gégn póstkröfu. — Fást hjá Magnúsi Sigmundssyni I H A U S T var mér dregin hvít ær fullorðin, hornbrotin, með mfnu marki: Stýft gagnb. h., sneitt fr., biti aftan vinstra. — Réttur eigandi vitji ærinnar eða andvirðis hennar til Helga Eiríkssonar bónda á Póru- stððum og greiði áfallinn kostnað. Akureýri, 2. okt. 1933. Snjólaug Eyjólfsdóttir. Chevrolet-vörubifreið til sölu með tækifærisverði. Uppiýsingar gefur Árni Bjarnarson bifreiðastjóri. Hótel Gullfoss. Ak. Nú er hinn rétti tími kominn til að Iæra að stjórna bíl. Komið og talið við mig sem fyrst. ÁBNI BJARNARS. Sfmi 164. Hótel GuIIfoss. Akureyri. TAPAST hefir ungur hundur, mógulur með svart trýni, heitir Kolur. Hver sem verður hans var, er beðinn að kyrr- setja hann og gera undirr. aðvart. Quömundui Jónatansson Litla Hamri. í dvérgríkinu Andorra f Pyrenea- fjölium, sem telur aðeins 6000 íbúa, var gerð uppreisn f vor. Uppreisn- pg í Hljóðfœraverzlun G, Sigurgeirssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.