Dagur - 26.10.1933, Page 2

Dagur - 26.10.1933, Page 2
174 D&GUE 43. tbl. # # #--#■ #■■■#■■ i BHIttlfffflffffflfHffflB Afar ódýrir eru nýkomnir. Svuntur og sloppar *g pÉpUBi i fjölbreyttu úrvali. — Lítið inn d loftið og skoð- fsfta ið kjólana, það kostar ekkert. ggg gj Kaupfélag Eyfirðinga. S8 g|§@ VEFNAÐARVÖRUDEILD. #fg| BiiiililiiiiiliiiiiiiiiiB reynst tnislukkaður frá sjónarmiði t- haldsmanna. Enn segir M. J., að séu aðstandendur >Framsóknar< margir likir ritstjóranum, >þá er þessi tilraun dauðadæmd*. Já, tilraun ihaldsmanna um mála- lið frá Framsókn til framdráttar stefnu þeirra er vitanlega dauða- dæmd og hefir verið það frá upp- hafi. Hún hefir aldrei annað verið en draumórar þeirra manna, sem eru ánægðir með sinn hag og finna þess vegna ekki að þörf sé breyt- inga eða bóta á hag þjóðarinnar og vilja ekki láta >heimta af sér skatta í þvf skyni*. Málverkasýningu (meðal annars myndir úr þjóðsögum) hefir Kristinn Pétursson seinni parttnn í næstu viku. Kristinn hefir í mörg ár verið við nám í útlöndum, svo sem í Noregi, Vínarborg og París. Atkvæðagreiðslan um bannlögin heffr fallið þannig i þeim kaupstöðum, sem eru sérstök kjördæmi: Já Nei Akureyri 564 620 fsafjörður 326 702 Seyðisfjörður 175 138 Vestmannaeyjar 637 246 Hafnarfjörður 552 441 Reykjavík 6972 2762 Þátttaka í sveitum var yfirleytt afar dauf. Hér um sveitir var húðarrigning að morgni þess dags, er atkvæðagreiðslan fór fram, og krapahrið þegar á daginn leið. Mun það hafa dregið mjög úr sókninni. I Rangárvallasýslu voru andbanningar i stórum meiri hluta og í nokkrum meiri hluta í Mýrasýslu. Hjálpræðisherinn. Samkoma annað kvöid kl. 8>/2. Fórnarsamkoma sunnudag kl, 8V2 síðd. JÖRÐ. IV. (Framh.) Bæði vegna rúms og tima, verð eg nú — þar sem fleiru er að sinna — að sleppa hendinni af séra Birni og segja i styttingi: Rauði þráðurinn i ritgjörðum hans er hrópandans rödd. Pessi veröld er á viiligötum. Kirkjan verður að frelsa hana. Klerkarnir (Og hinn verulega kristni söfnuður) þurfa að verða s a 11 j a r ð a r, and- lega tekið. Nútimamenningin hefir, að visu, afarmargt til sins ágætis, en það nýtist illa og ekki til lengdar, þvf ókristnir og ilia kristnir menn og óhlutvandir vaða uppi með eigingirni, auðssöfn- un og þrælkun hinna minnimáttar. Nautnir og ærsli draga til sfn fólk- ið unnvörpum, eins og með segulafli, inn í einlægt hringl - hringiið mikia, sem >skilur eftir heimilin auð, en fyll- ir samkomustaðina, gjörir alla að kunningjum, en gjörir út af við vináttuna, lætur kossum og bliðlát- um rigna, þó að ástin þorni og visni.< Þannig farast presti orð, og er þessi Iýsing svört.—í sama strenginn tekur Oddur, faðir Björns, en þó með enn kröftugri vandlætingu og sterkari orðum. Vissi þó hvorugur um stefnu hins, f þessum efnum, er rituðu, enda hvór öðrum víðs fjarri. Hefur þvi hvor þeirra af sjálfs- dáð komizt að sömu niðurstððu, án þess að þurfa neitt til hins sækja. Oddur nefnir ritgjörð sfna Nátt- úra og siðmenning, Er það bæði skörp og kjarnorð heimsádeila, svo að líkast er, sem sjálfur Vídalfn sé kominn þar, með nýjan reiðilestur. En réttast er, áður en farið er út f bylinn, að lesa með athygli tvær smágreinar Odds, sem heita Hvað er menntun? — Spurningu þessari svarar höfundurinn á marga vegu (30 sinnum), bæði neikvætt og já- kvætt, bæði hnittilega og frumlega. Hér nægir að nefna aðeins þessi svör: Menntun er hvorki gáfur né lærdómur. M e n n t u n kemur ekki að utan, heldur streymir hún sjálikrafa, óafvitandi úr sálardjúpun- um, frá bjartanu. Menntun erekki utanbókarkunnátta margra fræða. Menntun er það, aðeiga ósvikið gull hjartans. M e n n t u n er mann- úð og samúð. M e n n t u n er kjarni mikillar lifsreynslu — o. s. frv. En með mikilli lifsreynslu meinar Oddur ekki reynslu manns eitt jarðlff hans einungis, heldur fjöl- mörg jarðlff sama manns, hvert lát- laust fram af öðru, gegn um milj- ónir ára — með mislöngu dvalar- bili, i öðrum heiraum, miili jarðlff- anna,—sem hvort um sig og bæði til samans smá flytur manninn, sið- ferði- og þroskalega, hærra, frá dýrslegu stigi, til hins fullþrosk- aða manns. En þvf miður er heim- urinn enn á sínu grálynda gelgju- skeiði, þrált fyrir langa sögu undan- gengnai Hin svonefnda siðmenning, sem nú drottnar, er afskræmi réttr- ar menningar, >Menntun er mann- gildic, en nútima siðmenningin (civilisation) er ekki menntun, heldur siðfágun og yfirborðs siðmenning, andlega skitin og horuð; bún er einhiiða borgamenning; en borgir eru >rót!aust heimsveldi, i andstöðu við allif himneskrar náttúru jarðar*. í borgum rikir slngirni, Mammons- dýrkun, allskonar ónáttúra, vfsinda- legur siðmenningarhroki, listamanna- gorgeir og smekkleysi, svall og sið- ieysi. Borgir eru >fjandsam!eg blóð- suga« sveitanáttúru. í sambandi við borgir er risaframleiðsla, stóriðnaður og stórverzlanir; en öllu þvi fylgir þursaháttur og þrælmennska vald- hafa. Þar er öreigalýður annarsvegar, en hinsvegar miskunnarlausir auð- kýfingar, >með ránsklær i hjarta stað«. í borgum er >gróðrarstfa leti sem lasta, heigulsháttar og hunds- eðiis manna< - o. s. frv. Oddur sér greinileg tákn þess timans, að siðmenning vorrar aldar sé komin nálægt falli, öldungis eins og áður hefir skeð f veraldarsögunni. Og hann telur vist, að valdhafar og þessarar skrfpamenningar verjendur muni allir fá sfn makleg málagjöld, bæði þeir sém eru singjarnir, sam- vizkulausir og kærulausir um ann- ara velferð, og eins eða engu sfður margir hinir svonefndu trúuðu, hvort sem eru katólskir, lúterskir, aðven- tistar Oi s. frv., sem eru trúaðir f orðinu og eigin imyndun, en Sýna ekki trúna i verkum sínum. Þvi þar er, segir höfundurinn, mergurinn máisins, - frúin er dauð án verkanna (það er án mannúðar verka). — Dáðahvötin endar með tilvitnun f Matth. 25. k. 31, —46. v., þar sem Mannssonurinn kemur og skilur sauðina frá höfrunum, af þvi aðrir höfðu ætíð sýnt liknsemi lítilmagn- anum, en harðúð bjartna hinna, aldrei gert það. Hér tilvitnar höfundurinn, likt og hann gæti verið kreddutrúar- maður af gamla skólanum, sem tryði á eilífa útskúfun. En það er Iangt frá því, að svo sé. Hann trú- ir ekki að neinum verði visað i yztu myrkur eða eilífan eld, til að kveljast óendanlega. Heldur trúir hann þvf, að reynsluskóli lifsins sé óralangur og leiði manninn til æ hærri fullkomnunar — gegn um endurholdganir um miljónir ára. Sjálfur veit bann um fjórar endur- holdganir jarðlifa sinna, og þó, en eigi jafnítarlega, um mörg fleiri jarð- lif sín, f öðrum löndum og álfu. En feikilangt er sfðan Oddur hefur lifað f annari heimsáifu. Samt gætir enn f geði hans, áhrifa fyrnsku þeirr- ar, bæði með þvi að vilja fylgjast með i uppgötvunum fornrar austurlanda- menningar, við jarðgröft i borga- haugum eða rústum af hrundum hamrahöllum, horfinna stórþjóða, austur þar, Þebe, Babýlon, Nmive, Persepolis, Susa.Luxor, Karnak o. fi.; ennfremur tilhneiging hans að kynna sér, aðallega forn austurlanda tungu- mál. & hann i þeim fræðum fágætt bókasafn. Einnig segist hann bera kensl á menn hér, er hann fyrir mörg- um þúsundum ára hafði mikil mök við og hefur enn, við suma, af þvi or- sakasambandi viðskifta þeirra er eigi enn að fuilu lokið. Pekkir Oddur þau viðskifti vel, frá Austurlöndum. Qætu viðburðir þeir verið efni f sannsögu- legt ritkorn, þar sem hann, meðal annars veit um uppreist eða sam- særi og veit, hvernig í öilu lá og hvernig hann Iffið lét, einn móti mörgum. Væntir hann að viðskift- um þeim verði að fullu lokið nú, með þessu núverandi lifi. Mannkynið verður, sjálfskaparvfta sinna vegna, að gegnumganga harð- an þjáningaskóla, kynslóð fram af kynslóð, öld eftir ðld. Þessum skóla má líkja við eilifan, hreinsandi eld, sem skirir ósvikinn manneðlismálm- inn og skilur hann frá öllum dýrs- eðlis og jarðlifs sora. í þeim skóla þroskast kynslóðirnar, hver fram af annari, og mennirnir verða smára saman vitrari og betri, svo að undrum sætir. Mennirnir læra að lifa f samræmi við náttúruna, en ekki i andstöðu við hana og komast þannig hærra og nær guði. O. B. heldur þvf fram, að mann- lífiðlengist smáttog smátt ótrúlega mikið, og líkaminn verði loks léttur og stæltur sem stálfjöður. Qeti menn þá, án vélaútbúnaðar, svif- ið um háloftin með ógnarhraða og þurfi enga fæðu, aðra en þá, sem loftið sjálft getur gefið. Petta og fleira, sem höfundur til- færir, mun nú mörgum þykja mikil tíðindi, og sumir telja draumóra eina. En eg bygg að Oddur fari hér ekki með fleipur neitt, heldur talar hann af sannfæringareldi og afli, iikt og hinir fornu spámenn og sjáarar, þvf hann er einn slikra. Hann hefur minnst hálfa öld brotið heilann um tilveruna, og allt af, en einkum síðari árin, svo að segja legið í bókum allskonar fræða, og þó fremst trúspeki og heimspeki og kynnt sér vandlega kenningar trúarbragðahöfunda hinna ýmsu þjóða, frá ðrófi alda. — Likt og >sjáarinn méð sorg og kviða< og spámennirnir fúrnu, veit Oddur sig, frá þvi f æsku, i skygnu sambandi við aðra heima. Veit hann vel, að hann er beinn afkomandi, likamlega sem andlega, þeirra, er reistu hofið í Vatnsdal (er bærinn, sem höf. er frá, dregur nafn af) og stofnuðu þar til guðsdýrkunar og sambands við æðri heim, á Qoðhóli, vænt steinsnar ofan við bæinn Hof, f hvamminum viðaogfagra. Þessvegna kallar hann sig Vatnsdæla Hofverji, eins og synir landnáms höfðingj- ans merka og mikla, Ingimundar gamla, voru nefndir (Hofverjar). Það erindi, sem Oddur flytur, túlk- ar skoðanir og heilræði, fengin að arfi og fengin beint frá forfeðrum, þroskuðum í öllum skilningi i æðra heimi. >Mitt er að yrkja, ykkar að skiljac, sagði Qröndal, og á vorri vantrúar öld er hætt við, að mörgum falli erfiðlega að fyigja boðskap Odds eftir, þótt kjarni hans sé einfaldari en margur mun ætla. En þessar skýringar munu hjálpa nokkuð. (Meira). Sfgr. Matth. Dr. Alexandríne kom hingað á raánudag- Með skipinu tóku sér far þingmennir* Ingólfur Bjarnason, ennfremur Jörundur bænum undaníarna daga við endurskoð^ |nn og fór aftur suður á leið f gærmorg- nir Bernharð Stefánison, Einar Árnason og Brynjólfsson alþm.» sem hefir dvalið hér í unarstörf.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.