Dagur - 02.11.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 02.11.1933, Blaðsíða 2
178 DAGUR 44. tbl. | f • • * • -# #-# • • • • • # # • EVffflffVlliflffliffffflS n____i______!_i.:zi_ •« __ í mjög fjölbreyttu og fallegu úrvali, •• 22 eru nýkomin. Jg gj KÁPDTAU gj eru væntanleg í þessum mánuði. #p B* Kaupfélag Eyfirðinga. ®f§ JjJ VEFNAÐARVÖRUDEILD. Jjg muiftiiiiiiiiiiiiiiiiiia Vetrarfrakkar fást hvergi betri, hlýrri né ódýrari en í Kaupfólagi Eyfirðinga, Veínaðarvörudei.'din. JÖRÐ. V. Frh. Áður en eg kem að ritgjörðinni Þróun, eftir séra Björn á Borg, vil eg leyfa mér dálítið forspjail. Við sem erum það eldri en liitt fólkið, að við lifðum okkar bernskuár fyrir 40—50 árum síð- an (NB. í sveit) við getum stært okkur af því, að við þá upplifð- um allt svipað og ólumst upp við svipaða lifnaðarliætti eins og tíðkast höfðu hér á landi svo að segja óslitið í margar aldir og nú upplifum við þar á ofan hinn skrítna (og furðu skemmtilega) nýja tíma. En um unga fólkið verður varla sagt, að það þekki vora eldgömlu ísafold nema dálít- ið af afspurn (ef það þá nennir að spyrja). Eitt af því allra minnisstæð- asta frá eldri tímanum er þaö, að prestarnir voru að heita mátti einu lærðu mennirnirogaðalkenn- arar allra, yngri og eldri. Allir uppólust og uppfræddust í hinni einu, sönnu, kirkjulegu trú eins og þá var litið á lúterskan krist- indóm. Þá var kverið lært utan að spjaldanna á milli (og það var Helga kver, langt og staglsamt, eða annað eldra ekki minna) og þar að auki voru biblíusögur vandlega lærðar — hvorttvegja svo að segja barið inn í alla krakka, og svo sálmar lærðir og vers og bænir (sumar nokkuð erf- iðar, að mér fannst, eins og t. d. Bæn fyrir skriftir og Bæn eftir skriftir). Þá var fólkið í heild á- reiðanlega meira en að nafninu til kristið, eða réttara, eins krist- ið og hægt er að ætlast til um fólk flest, því það sótti vel kirkj- ur, hlustaði á hugvekjur á kvöld- in og huslestra á sunnudögum og las sínar bænir við flest viðeig- andi tækifæri. Þá var biblíunni bókstaflega trúað af allri alþýðu og efasemdir nærri óþekktar. Þeir, sem eins og undirritaður ól- ust upp á prestssetri, þar sem allt kristnihaldið var í þátímans réttu skorðum (því faðir minn var mjög reglusamur prestur, vandur gð því að fella eHki úr tnessur, og eftirgangssamur um að láta lesa á kveldin, og sálmar voru sungnir og allir sungu, sumir hjá- róma og afi söng með gamla lag- inu og þótti mér það hálf spaugi- legt), — þeir sem þetta hafa upplifað, kannast við hve kristin- dómurinn var daglega og duglega öllum innrættur. »Allt líf kristins manns á að vera sífelld guðsþjón- usta«, stendur einhverstaðar, og vissulega var reynt að fylgja því boði í þá daga. Eg fer ekki með neinar öfgar, þó ég telji mig hafa verið nokkurárin fyrirogumferm- ingu eins vel kristinn, kirkjuræk- innogbænrækinnungling og sann- gjarnt væri að heimta. Ekki var égþó í þessu fremri öðrum góðuvn unglingum. Svona var allur þorri manna. Og eg fylgdi þessu hátt- erni með heilum hug og af ljúfu geði, eh ekki mun svo hafa ver- ið um alla. Þvi eg minnist þess oft, að eg heyrði eitt sinn góðan prest segja frá því í góðri ræðu, að allt það mikla guðsorð, sem hann varð nauðugur að hlusta á sem ungur, hafi smám saman vakið hjá sér álíka óbeit og soð- inn lax í alla mata (en það var fyrrum títt, sagði hann, að vinnu- fólk vistaðist ógjarnan á heimili, þar sem mikil laxveiði var, nema með þeim skilmálum, að lax yrði eigi hafður til matar, nema svo sem einu sinni i viku, og fylgdi sögunni, að á slíkum heimilum hefðu hundamir orðið svo hund- leiðir á laxinum, að þeir hefðu óðara lagt niður rófuna og skund- að út, þegar þeir heyrðu talað um lax og jafnvel laxhausa). En sem sagt, ég var þá verulega hugfang- inn af kenningum kristindómsins og hafði þann metnað, að geta kallazt guðhræddur drengur (en aðvísuvar ég nokkuð myrkhrædd- ur líka og hræddur við djöful og púka). Og ég las mínar bænir af hjartans áhuga, var reglusamur eins og pabbi, og hafði það til (þegar enginn sá) að skæla út af raínum syndum (sem voru þó ekki stórvægilegar og þá helzt hugrenningasyndir, sem var erfitt að hafa hemil á). En út yfir tók viðfermingarathöfnina. Þá skæld- um við öll börnin og það svo, að snögtið heyrðist um alla kirkjuna. Þetta var algengt þá við allar fermingar og olli sjálfsagtnokkuð andleg smitun. Nú þekkist þetta ekki lengur og fermingar eru ekki framar nein heilög athöfn, heldur í líkingu við borgaralega hjóna- bandið, blátt áfram og köld, því krakkarnir læra engan kristin- dóm á við okkur eldra fólkið. Þau kunna ekkert sem heitið getur utanað úr kverinu, enda læra þau það annað hvort ekki eða þá að- eins einn hlægilega lítinn (gisið prentaðan) pésa, sem varla get- ur kver kallast. Nú sitja þau, of- boð lítið hátíðlega stemmd, undir íæðu prestsins, hlusta ekki eftir heldur góna í allar áttir með »þurrum tárum« og brosa hvert, til annars þar til þau standa upp frá grátunum og skunda til sæta sinna nærri því eins áhyggjulaus og hænsni, sem vappa út á tún. Þó eg nú og mínir líkar, piltar og stúlkur þessara fyrri tlma, fengjum hið gamla, formfasta, kristilega uppeldi og þó fólkið í landinu væri þá yfirleitt svona vel upp alið og yfirleitt miklu al- varlegar stemmt, en nú gjörist, þá verður mér oft að spyrja: er nýja kynslóðin nokkuð lakari í borgaralegu framferði sínu, en okkar kynslóð þá? Mér finnst það ekki (þó að vísu mætti und- anskilja nokkuð af kaupstaða- unglingum, sem fyrir bannsins tilstilli hafa komist upp á að drekka spánarvín og Landa). Eg held að illa kristnaða fólkið nú á dögum sé jafnvelísumu siðferðis- lega fremra, hjálpsamara og um- burðarlyndara, en það, sem alið var upp í ströngum kirkjuagan- um fyrrum. Kreddukristindómurinn var, að eg held, fjarri því að verka meira siðbætandi á fólkið, en hinn frjálsari kristindómur eða blátt áfram fríhyggja nútímans, með andatrú, guðspeki, og t. d. kenn- ingum dr. Helga og Odds Björns- sonar nú. Eg get sagt mína eigin sögu. Það, sem kollvarpaði minni barna-kreddutrú (án þess að gera mig að verra manni) voru ekki (eins og sumir kynnu að halda), áhrif frá föður mínum elskulegum, því fram á mín skóla- ár fylgdist eg ekki með, hvað hann hugsaði innra með sér, eða talaði við vini sína um, og hann var, eins og eg áður sagði, mesti regluprestur alla tíð, meðan hann sat í embætti. Nei, — það voru bækur, sem eg las í skóla, sem sneru huga mínum til frí- hyggju, sérstaklega náttúrufræði- legar bækur, eins og Uppruni tegundanna eftir Darwin og sköp- unarsaga Haeckels, en seinna rit Ingersolls, Huxley, Renans, Bran- desar og Björnsons (Á guðs veg- um) o.fl.,og vafalaust mun mikill þorri nútímamanna þeirra er lesa og hugsa nokkuð, geta sagt að það hafi verið bein og óbein á- hrif kenninga Darwins og annara þeirra höfunda er ég nefndi, sem hafa riðlað rétttrúnaðinum gamla í þeirra hugskoti einnig og al- þýða meira og minna fengið sömu áhrifin aftur frá þeim. Nú er svo brugðið við, að gáf- aðri prestarnir eru farnir að lesa með ánægju og uppbyggingu allt sem viðkemur breytiþróuharkenn- ingunni, en til skamms tíma var talið ósæmilegt öllum kristilega þenkjandi mönnum, að lesa slík rit, þau voru forboðinn ávöxtur og talin stafa beint frá fjandan- um sjálfum. Eg veit engan ís- lenzkan prest til þessa hafa fyrr en síra Björn á Borg árætt að skrifa skýrt og skilmerkilega um Darwin og framþróunina og því síður leitazt við að leiða þar út af fagran kristilegan lærdóm og auðskilinn. Síra Björn á Borg er auðsjá- anlega eins og ritstjóri »Jarðar«, frændi hans, hneigður fyrir nátt- úruvísindi og kann að velja sér texta úr þeim engu síður en úr ritningunni. Ritgerð hans, Þróun, er vel samin, stutt en efnisrík. Þar er gefið skemmtilegt og glöggt yfir- lit yfir sögu og meginsetningar f r amþróunarkenningar innar, f rá því grískir fornaldarspekingar fyrst ympruðu á henni og þar til Kant, Göthe og Lamarck gjörðu henni betri skil, en þó allramest náttúruspekingurinn ágæti CJuirles Robert Da'rwin (f 1882), sem með dugnaði færði rök að því, með ó- tal dæmum, að öll lifandi náttúr- an, jurtir og dýr, hefði fengið nú- verandi mynd sína og eðli gegn- um ótal ára framhaldandi, hæg- fara þróun, frá lægri stigum til hinna æðstu — og að allt rnundi hvað öðru skylt og af sömu rót- um runnið — annaðhvort frá einni agnarsmárri frumveru eða fleirum. Þessi kenning hneykslaði alla biblíufasta klerka og kreddu- karla, þar sem hún fór algerlega í bága við frásögnina í 1. bók Mósesar. En allra mest hneyksli vakti þó sú getgáta Darwins, að mennirnir væru komnir af öpum. En að visu hélt hvorki Darwin því fram né lærisveinar hans bók- staflega, heldur því, að menn og apar ættu að langfeðgatali sömu eða svipaða forfeður, en að þeir forfeður, sem verið hefðu hálf- gerðir menn eða hálfgerðir apar væru löngu útdauðir. Ýmsir nátt- úrufræðingar hafa dregið í vafa margt af kenningum Darwin3, en einkum það, hvernig þróuninni hafi verið háttað. Allur þorri náttúrufróðra manna nú á tímum eru þó orðnir sammála um, að þróun hafi átt sér stað og haldi stöðugt áfram. Síðan Dárwin leið hafa hinsvegar verið leidd góð og gild rök fyrir því, að stundum komi fram miklar og snöggar breytingar tegundanna sérstaklega í jurtaríkinu. Það eru hinar svonefndu stökkbreytingar (mutation), sem Hollendingurinn Hugo de Vries fyrstur sýndi fram á, með mörgum og merkilegum æxlunartilraunum, milli skyldra blómjurta. Með þessum forsend- um sýnir síra Björn fram á, að f öllu ríki náttúrunnar megi eiga von á stöðugri framför og þá ekki sízt í mannheimi, »þó skrykkjótt gangi oft til enn, eins og fyrr með köflum«, og kemur þetta vel heim við það sem frændi hans Hofverj- inn Oddur, hefir spaklega sett fram í sinni ritgerð og áður er sagt fra, (Ni, næst) $tgr, Matth,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.