Dagur - 02.11.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 02.11.1933, Blaðsíða 4
180 DAGUR 44. tbl, ÓSKILAFÉ selt í Skútustaðahreppi haustið 1933: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Hvftur lambhrútur. Mark: Miðhlutað biti fr. b. Fjðður aftan v. — — — Blaðstýft fr. h. Tvísfýft fr. v. — — — Síúfrifað biti a. h. Sneiít fr. v. Goltóttur — Svartur — Hvítur — Hvít lambgimbur — Ómarkaður. — Markieysa h. Stýft v. — Sneítt fr. h. Sýlt gagnb. v. — Markleysa á báðum eyrum. 23. okt. 1933. Hreppstjóri Skútustadahrepps. Barnaljóð. Stæling eftir canadisku kvæði, er eg heyrði fyrst i Einingarskólanum (The Unlon School) f borginni Lindsay i fylkinu Ontario, haustið 1875. Bðrnin í 3; Og 4. bekk, 12 til 14 ára gðmul, sungu stundum, undir leiðsðgn kennara sintia, eitt óvenju hljómfagurt kvæði, sem eg hef nú fyrir Iðngu gleymt, nema fyrstu og annari hendingunni, en lagið tðfrandi fagurt eins og æsku- lýðurinn í Ontario Ctnadaveldis var Þá, er nú alþekkt hér sustan- hafs og ógleymanlegt. Pví læt eg eftirfylgjandi »stæ1ingc koma fyrir almenningssjónír þar til að ein- hver fslenzkur bragsniliingur þýðir frumkvæðið vel. Syngdu mér æskunnar örfandi Ijóð þau yngja mitt hjarta og verma mitt blóð. Kenndu mér hermanna hrffandi óð, um hetjur og fijóð, Gefðu mér vini og vonglaða lund. Veittu mér sigur á orustustund. Gðfugan maka og guilið í mund. Ritað á Akureyri á íslandi í okt. 1933. Frímann B. Arngrímsson. Hltn, ársrit Sambands norð- lenzkra kvenna, 17. árg., er nýlega komin út. R tið er prentað f prent- smiðju Odds Björnssonar eins og áður, en útgáfu og ritstjórn annast Halldóra Bjarnadóttir. Verð ritsins er aðeins 1 króna. Hlín er eins og jafnan áður mjög læsileg og fiytur margvfslegan fróðleik til ánægju og uppbyggingar. Mí þar til nefna grein um upp- eldismál eftir fslenzka konu f Ame- ríku, grein um búsmæðraskól- ann á Laugum, eftir Helgu Krist- jánsdóttur, gréinar um þær systur, Elíti Briem ogjóhönnu Eggertsdótt- ur, og sitt kvæðið um hvora, eftir Guðmund Friðjónsson. H. P. ritar um Magnús sál. Pórarinsson á Hall- dórsstöðum ogjón Karlsson á Mýri um Albert Jónsson frá Stóruvöilum. Pá er og athyglisverð ritgerð um ullarvinnu, eftir Halldóru Bjarnadótt- ur, og önnur um notkun fjallagrasa, eftir Öanu Kristjánsdóttur. Sigmund- ur Bjarnason á Ytra-Hóli ritar um kambasmfði. Hann hefir smfðað upp undir 3000 pðr af ullarkömbum og mun nú eini kambasmiðurinn á iandi hér og býst sjáifur við að verða sá síðasti. — Enn er f ritinu fundargerð Samb. norðl. kvenna, skýrslur frá félðgum og margt ann- að, sem hér er ekki nefnt. Hlín er svo ódýrt rit, að allir geta eignast það. Fr éííir. □ Rún 59331178 - Hýja Dagblaðið nefnist blað, er byrjaði að koma út í Reykjavík á laugardaginn var. Eins og nafnið bendir á, kemur blað- ið út á hverjum degi vikunnar, nema á mánudögum, Blaðið fylgir stefnu Fram- sóknarfiokksins og rifstjóri þess er doktor Porkell Jóhannesson frá Syðra-Fjalli, gáf- aður maður, vel menntaður og prýðilega ritfær. Auk landsmálagreina flytur blaðið mikið af fréttum, bæði útlendum og inn- lendum og margvíslegan fróðleik. Enn- fremur birtist saga í biaðinu. Alpýðublaðið var 14 ára á sunnudaginn var, Var þá blaðið stækkað um þriðjung og jafnframt ráðinn að þvf nýr ritstjóri, Finnbogi Rútur Valdimarsson. Hefir hann dvalið erlendis að undanförnu og lesið alþjóðarétt og stjórnfræði. Látinn er veBtan hafs Jón Júiíus Jónsson bróðir K. N. skálds og þeirra systkina. Hann flutti ungur til Ameríku og hefir alið þar allan aldur sinn síðan. Atkiræðagreiðslan um bannlögin. J* Nei Rangárvaliasýsla 527 166 Árnessýsla 534 422 Qullbringu- og Kjósasýsla 886 339 Borgarfjarðarsýsla 311 322 Mýrasýsla 233 189 Snæfellsnessýsla 370 349 Dalasýsla 143 154 Barðasfrandarsýsla 255 381 Vestur-ísafjarðarsýsla 178 512 Norður-Isafjarðarsýsla 279 384 Strandasýsla Ófrétt enn Vestnr-Húnavatnssýsla 106 132 Austur-Húnavatnssýsla 188 258 Skagafjarðarsýsla 347 383 Eyjafjarðarsýsla 694 609 Suður-Pingeyjarsýsla Ófrétt énn Norður-Pingeyjarsýsla 155 153 Norður-Múlasýsla 237 236 Suður-Múlasýsla 510 712 Austur-Skaftafellssýsla 68 94 Vestur-Skaftafellssýsla 215 142 K. E. A. hefir fyrir skömmu verðreiknað eftirtaldar útflutningsvörur þannig: Hvít vorull nr, I., kg. kr. 1.50 Prímakjöt — — 0.75 Qærur — — 0.88 Alpingi var sett f dag. Allir þingmenn eru mættir. Málverkasýning Sveins Þórarinssonar og frúar hans hefir verið opin hér í bænum undanfarna daga og vakið mikla eftirtekt. AIIs eru málverkin, sem til sýnis eru, 65 að tölu, þar af 26 olíuraáiverk, en 39 vatnslitarmyndir. Tólf málverkin eru eftir frúna. Dýrasta málverkið nefnist >Á ferð< og kostar 850 kr. krónur, cn þau ódýrustu kor.ta aöfiins 30 kr, Peir, sem hafa hugssð sér að kaupa viðtæki nú fyrir jólin, ættu eð panta þau sem fyrst, þar sem þeir geta annars átt á hættu að ekki verði hægt sð útvega þau í tíma. — A'lar teg- undir viðtækja hafa lækkað stórkostlega í verði nú í haust. Viðiœkjaverzlun Ríkisins. Útsala á Akureyri: Kaupfélag Eyfírðinga. Járn- og glervörudeild. Jörð til sölu. Jörðin Rútsstaðir í Öngulstaðahreppi er til sölu og laus til á- búðar I næstu fardögum. Fasteignamat jarðarinnar er kr. 6500. Tún er 5,8 ha. og gefur af sér 200 hesta í meðalári og nýrækt 40—50 hesta. Fullur helmingur túnsins er vélslægt. Útheysskap- ur er 300 til 400 hestar. Ræktunarskilyrði eru góð á jörðinni. Hús jarðarinnar eru gömul en stæðileg. Bjarni Einarsson skipasmiður Akureyri tekur á móti kauptil- boðum og gefur allar nánari upplýsingar viðvíkjandi jörðinni. Akureyri 4. október 1933. Bjarni Einarsson. Það er ljett verk að þvo þvott. Þegar Rinso er notaS. Leggið þvottinn í Rinsa-uppíaustn nætur- langt, og næsta morgun sjáið þjer, að öll óhreinindi eru laus úr honum yður að fyrirhafnar- lausu. Þvotturimi þvær sig sjál- fur, á meðan þjer sofið. Rinso gerir hvítann þvott snjóhvítan, og mislitur þvottur verður sem nýr. Rinso verndar þvottinn frá sli,ti og hendur frá skemdum, því alt nudd er óþarft. Reynið Rinso-aðferðina þegar þjer þvoið næst, og þjer notið aldrei gamaldagsaðferðir aftur. M-R 79-33 1C ' R. S. HUDSON LIMXTED, LIVERPOOL, ENGLAND VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTINUM ÓSKEMDUM AðSÚkfi að skólum í haust er meiri en venja hefir verið áður. Skólarnir á Eiðum og Hallormsstað eru nú báðir fullskipaðir og varð að vísa mönnum frá. Sama er að segja um Hvanneyrarskóla. í Laugaskóla eru 70 nemendur og er hann fullskipaður. Skólinn var settur fyrsta vetrardag. Búið er að raflýsa skólahúsið. í húsmæðraskól- anum á Laugum eru 15 nemendur, eða SV0 margir, sera þar komast fyrir. Jónas Jánsson alþm., sem dvalið hefir í útlöndnm alllengi, þar á meðal á Spáni er nýkorninn heim. Kvenfélégið IÐUNN Í Hrafnagilshreppi heldur skemmtisamkomu í þinghúsi hrepps- ins næstk. laugardagskvöld kl. 8. Ritstjóri: Ingimar EydaL í'reutsrniðja Odds BjÖrnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.