Dagur - 21.12.1933, Qupperneq 3
51. tbl.
DSGUR
209
í einlægri hollustu og aðdáun og
litið til hans sem Drottins síns
og meistara, af því að hann hefir
verið — vér finnum það ósjálf-
rátt — fyrirmynd þess, sem vér
eigum að verða.
Aðeins með þessari trú, sem
býður öllum heiminum byrginn,
ei' unnt að sigra heiminn. Slík
hefir verið trú allra, sem ein-
hverju hafa áorkoð í vísindum
eða öðrum menningarmálefnum.
Þeir hafa aldrei látið hugfallast,
hvað sem á móti hefir blásiö. Þeir
hafa trúað á sannleikann og rétt-
lætiö og verið öldungis vissir um
að þetta hvorttveggja ynni sigur
að lokum. Vegna þessai’ar trúar
hafa þeir jafnvel verið reiðubúnir
að fórna lífi sínu.
Þetta var sigui’aflið í lífi og
starfi Jesú, h'fi og starfi allra
sannra lærisveina hans fyrr og
seinna, sá máttur, sem heldur á-
fram að starfa í gegnum ár og
aldir og vinnur því meii'i sigra,
sem mannsandinn laðast meira að
því, aö gefa gaum að því fagra
góða og sanna í sjálfum sér.
Og hvað sem um það má segja,
að áhrifa Jesú gæti ekki ennþá
sem skyldi í kristnum þjóðfélög-
um, þá verður því samt ekki neit-
að, að ákaflega margt hefir um
þessar nítján aldir verið að fær-
ast í það horf, sem Jesú benti til.
Fleira fölk en nokkru sinni áður
hefir nú orðið hugfangið af kenn-
ingu hans, og lagar líf sitt að
meira eða minna leyti eftir þeim.
Fleiri rithöfundar og ræðumenn
hafa skrifað um hann og talað en
nokkru sinni áður. Og jafnvel
ýmsir af þeim, sem telja sig ekki
kristna, líta þó til hans og þeirrar
trúar, sem hann boðaði, sem
hinnar æðstu vonar mannkynsins
og telja það ugglaust, að hann
hafi bent á hinar beztu og ham-
ingiuríkustu leiðir til lífernis.
Fjöldi hinna mikilhæfustu manna
sem nú eru uppi, munu af fyllstu
sannfæringu geta tekið undir orð
brezka heimspekingsins George
Bernhard Shaw: »Enda þótt eg
sé ekki kristnari en Pílatus var,
þá sé eg þó ekki neina aðra leið
út úr eymd og volæði heimsins,
en þann veg, sem Jesús Kristur
kenndi«.
En hér hefst einmitt annar og
mesti örðugleiki trúarinnar. Ef
það er skynsamlegt, gott og fagn-
aðarríkt að trúa á hið æðsta og
dásamlegasta, sem vér getum í-
myndað oss: guð sannleikans og
kærleikans, leiðir þá ekki af því,
að vér verðum að gera oss lar
um að breyta í samræmi við þessi
lögmál, að svo miklu leyti sem
vér höfum vit á? Erum vér fær
um að gera það, eða nær ti'ú vor
nógu langt til þess? Erum vér
fær um að sigra illt með góðu?
Að þeta væri einnig æskilegt,
getum vér gert oss ljóst af því,
að mest allt böl mannanna stafar
beinlínis af því, að þessi lögmál
eru brotin. Ef menn gæta þess vel
að gangast aldrei á lög kærleik-
ans, réttlætisins og sannleikans í
sambúð sinni hver við aðra,
mundi þá ekki eymd og volæði
werfa undireins af sjálfu sér og
það guðsríki, sem Jesú Krist
dreymdi um, vera komið mitt á
meðal vor? Svo einfalt er málið
í raun og veru, aðeins ef vér kom-
um auga á það og trúum því, svo
örugglega að vér förum að breyta
eftir því.
En þetta er það, sem mönnum
hefir ávallt reynzt svo örðugt, af
því að trú þeirra hefir ekki verið
nógu örugg. Þegar grimmd og
miskunnarleysi hefir mætt þeim
sjálfum, hefir þeim reynzt það
ofvaxið að treysta kærleikanum.
Þá hefir skoi't hugrekki og lang-
sýni til þeirrar trúar, sem skilur,
að einungis er hægt að sigra illt
með góðu. Þessvegna hafa menn
heitið á Þór og Krist til skiftis.
Þessvegna hefir mönnum gengið
svo mikils til betur að tigna guð
gamla testamentisins, þann guð,
sem hefndi grimmilega allra mót-
gerða, heldur en guð Jesú Krists,
sem er guð allrar miskunnar. Og
mörgum, sem fengið hefir að
kenna á hörku og blindast hefir
af sársauka, hefir fundizt, að sá
guð, sem ekki væri brynjaður
neinu nema sannleikanum og kaar-
leikanum, hlyti að vera lítils meg-
andi guð.
Vér sjáum þessar hugmyndir
manna, ósjálfráða lotningu fyrir
hervaldinu, meðal annars koma í
ljós í trú þeirra á endurkomu
Jesú Krists. Híð fyrra sinn kom
hann í veikleika líkamans, það
var að vísu óyggjandi staðreynd,
en menn vonuðu, að síðar myndi
hann koma með mætti og mikilli
dýrð. Jesús sögunnar kom óvopn-
aður og gat aðeins haft áhrif á
hugi manna og sálir. En menn
trúðu því, að Kristur dýrðarinnar
myndi koma með hersveitum
engla í skýjum himins; og fyrir
honum myndi hvert kné beygja
sig og hver mannlegur máttur
hniga í duftið. Og mörgum virð-
ist ennþá vera það öldungis ó-
mögulegt að sjá dýrð í nokkru,
sem er einungis andlegt. Þeir
geta aðeins séð dýrð skína af
hernaðarvaldi, sem blásið er í
lúðra fyrir.
En þó getum vér lesið um það
á næstum því hverri blaðsíðu
mannkynssögunnar, að hvert það
ríki, sem hafizt hefir með sverði,
hefir einnig fallið fyrir sverði að
lokum. Vopn harðstjóranna hafa
alltaf snúizt í þeirra eigin hendi
og orðið þeim að bana. En hvert
það ríki, sem reist er af bróður-
þeli, friði og kærleika — myndi
það ekki standa þó að hásæti
grimmdarinnar hrynji? Hinn
sorglegi sannleikur er í því fólg-
inn, að slíkt ríki hefir oss
ennþá ekki tekizt að setja á stofn.
Einhver snjall prédikari hefir
nýlega komizt þannig að orði, að
heimurinn væri í miklum vanda
staddur vegna Jesú Krists. Áhrifa
hans gætti nú oröið það mikið,
að engum gæti haldizt uppi með
það, að fremja ranglæti gegndar-
laust; hjá því yrði ekki komizt
nú orðið að taka eitthvert ofur-
lítið tillit til réttlætis og misk-
unnar. Hinsvegar tryði heimur-
inn ekki nðgu mikið á Jesú ennþá,
Viðtæki
fyrir rafstraum --- nokkur stykki — til sölu
með afborgunarkjörum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
til þess að geta farið algerlega að
dæmi hans. .
Þessi skarpa athugasemd
bregöur loganda Ijósi yfir hálf-
velgju siðmenning vorra tíma.
Mannkynið er í vanda statt, af
því að það hefir hvorki hugrekki
til þess að beita miskunnai'lausum
heiönum hnefarétti, sem ekki Iæt-
ur sér neitt böðulsverk fyrir
brjósti brenna, né kjark til þess
að trúa á kærleikann skilyrðis-
laust og breyta af alhug eftir boð-
orðum hans. Vegna þessarar þálf-
velgju í lífsskoðun verða þjóðirn-
ar hikandi og ósamtaka og menn-
ing þeirra öll hrærigrautarleg og
ósamkvæm sjálfri sér.
Mannkynið er í vanda statt, ef
það getur ekki annaðhvort full-
komlega afneitað kenningum Jesú
Krists eða fullkomlega trúað á
þær. Það eru aðeins tvær leiðir út
úr vandanum: Annað hvort að
hverfa aftur til hinnar gömlu
trúar á hnefaréttinn, herbúnaö-
inn, samkeppnina, leynisamning-
ana og alla hina svonefndu
stjórnmálavizku eins og sumar
þjóðir virðast nú vera að gera í
örvænting sinni. En þetta er að
hverfa aftur í tímann, að þeim
aðferðum sem eru þrautreyndar
til ófarnaðar. — Eða þá að taka
sporið áfram, inn á þá vegu, sem
ennþá hafa verið svo lítt reyndir
af stjórnmálavizku veraldarinnai',
vegu kærleikans.
Góðir tilheyrendur! Leiðin út
úr öllum ógöngum er ávallt sú, aö
taka sporið áfram, en ekki aítur
á bak. Því að vegur vor hlýtur að
liggja áfram og inn í framtíðina,
og þar eigum vér að leysa öll vor
vandkvæði með þeim ráðum, sem
vér höfum gjörhugsað og gjör-
kannað og erum sannfærð um að
líklegust rnuni reynast til ham-
ingju.
Vér höfum nú hugsað um hríð
um líf og kenningar Jesú Krists.
Hvernig væri það, fyrir einstak-
linga og þjóðir, að fara fyrir al-
vöru að reyna að lifa samkvæmt
henni. Fyrr verður ekki sagt um
það fyrir víst hvers hún er megn-
ug. Jafnvel á fyrstu öld, komst
Páll postuli þannig að orði vjð
sofnuðinn í Korinthuborg, að
Jesús hafi ekki verið vcikur á
meðal þeirra, heldur hafi hann
verið Kristur máttarins. Hann
var að vísu krossfestur í veik-
leika, bætir hann við, en hann
mun þó lifa fyrir guðs kraft yð-
ur til heilla.
Sagan hefir sannað, að Jesús
varð eigi vanmáttugur, þó að
hann kæmi eigi i öðrum hertýgj-
um en hertýgjum mildinnar og
sannleikans. Á þann hátt hefir
hann orðið Kristur máttarins,
maður sem sigrað hefir fleiri
hugi og hjörtu og náð valdi yfir
Lindarpennar
frá kr. 6.00—31.00 í úrvali,
og samstæður penni og
blýantur frá kr. 3.00—17.50
eru beztu
jólagjafirnar
handa ungum og gömlum.
Þ. THORLACIUS
Bóka- og ritfangaverzlun.
jaffa-appelíur %
á 20 aura stk. mínus
5% gegn peningum.
Geymið ekki lengur að
kaupa jóla-appelsfnurnar.
Kaupíélag Eyliíioa.
Nýlenduvörud.
BBB bækur
og »seríur« erlendra
höfunda eru vinsæl-
ustu tækifærisgjafirnar.
Þ. Tholacius
Bóka- og ritfangaverzlun,
MUNIÐ
eftir spönsku ilmvötnun-
um í smekklegum jóla-
umbúðum.
Nýlenduvörudeild.
Helvedet
hinsides Havet, saga
fangansá Guyana, er
mest umtalaða og
lesna bókin.
Fæst hjá
Þ. Thorlacius
Bóka- og ritfangaverzlun,
vilja fleiri manna, en nokkur
annar, sem lifað hefir á jarðríki.
Áhinni komandi jólahátíð skul-
um vér hugsa um þetta og íhuga
það, hvort vér munum enn ekki
eiga eftir að læra margt af hin-
um furðulegasta sigurvegara
mannkynssögunnai’.