Dagur - 04.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 04.01.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur útáhverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóharms- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan^ er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsími 112. XVIL ár. Akureyri 4. janúar 1934. 1. tbl. Það tilkynnist hérmeð ættingjum og vinum, að Páll Jónasson, bóndi á Uppsölum í Öngulstaðahreppi, andaðist að heimili sínu á gamalársdag 1933. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 9. janúar n.k. að Munka- þverá og hefst með húskveðju frá heimilinu kl. 12 á hádegi. Aðstandendurnir. Liðna árið. Árið 1933 er liðið 1 aidanna skaut og nýtt ár runnið upp. Á slikum timamótum er mönnum gjarnt til að lita um öxi og horfa yfir farinn veg. Öil ár hafa það sameiginiegt að fiytja mönnum i skauti sinu bæði gleði og sorg, þó ( misjöfnum mæli sé, reiknað i hlutfölium. Ekki verður þvi neitað, að liðna árið hefir fært ísíenzku þjóðinni i heild meira af gleðiefn- um en sorgar, þegar miðað er við þá hluti, er flestir sækjast mest eftir: bliðu hinnar ytri náttúru og efnalaga afkomu. Frá byrjun ársins til enda hefir veðráttan verið svo miid og blið að fádæmum sætir. Tiðarfarið hefir svo að segja leikið við landsins bðrn. Allt árið má nær óslitið heita vor og sumar. Pó þvf hati eins og öilum öðrum árum verið skift niður i fjórar árs- tfðir, þá hafa þær raunar ekki verið nema tvær eða í mesta lagi þrjár. Eiginlegur isienzkur vetur gerði ekkert vart við sig. Afbragðsgrasvðxtur yfir allt land og einmuna gott tíðarfar um mik- inn hiua þess tóku höndum sam- an um að gefa bændum óvenju mikinn heyfeng og vel nýttan. Pó náði góða nýtingin ekki til sveita sunnanlands, þvi þar voru hinir megnustu óþurkar mestan hluta heyskapartimans, svo að mikili bagi varð að. Búpeningur gekk vel undan á siðasta vori, en sauðfé var viða með rýrara móti tii frá- lags f haust. Pjáningar kreppunnar linuðust nokkuð á árinu. Verðiag á land- búnaðarafurðum steig svo um munaði og allmikið gíaðnaði yfir atvinnulifinu í landinu. Pessar batn- andi horfur hafa alið af sér þá von i brjóstum manna að krepp- unni sé tekið að létta af fyrir al- vöru, og að i vændum séu betri timar en síðustu árin hafa reynzt, Trúin á batnandi tima styrkir menn- ina og er mikiis virði. Hin hörmulegu tiðu sjóslys, er orðið hafa á liðna árinu, varpa dimmum skugga yfir gleði fjölda vina og aðstandenda og hlýtur að vera sárt áhyggjuefni alls landslýðs. Ætti það að verða sterk hvöt til bætts eftirlits um allan útbúnað á sjó og eflingu Slysavarnarfélagsinsi Út f stjórnmálalffið á liðna árnu verður ekki farið i þessum linum Og hafa þó ýmsir frásagnaverðir atburðir gerzt á þvf sviði og þar á meðal á allra siðustu timum, en baeði er það að þeirra atburða hefir áður að méira og minna leyti verið getið í þessu blaði og mun enn verða gert, og svo áttu framanrit- aðar linur ekki að vera annað en inngangur að ósk til alls landslýðs um farsælt og hamingjurfkt nýtt ár. Megi hið nýbyrjaða ár fela f skauti sér >gróandi þjóðlif, með þverrandi tár, sem þroskast á guðs- rfkisbraut*. Gleðilegt nýjár i —---B'i.—^ Glæsilegur íoriugi a villigim. Sá sorglegi atburður skeði nú laust fyrir áramótin, að Tryggvi Þórhallsson sagði sig úr Fram- sóknarflokknum, þar sem hann hafði lifað og starfað um mörg ár sem glæsilegur foringi, sjálf- um sér til sóma, en öllum fram- sæknum mönnum, samvinnumönn- um og ekki sízt framsóknaræsk- unni í landinu til gleði og ánægju. Jafnframt því að segja sig úr Framsóknarflokknum hefir Tr. Þ. stofnað til nýs flokks, ásamt þeim Halldóri Stefánssyni, sem einnig sagði sig úr Framsóknar- flokknum, Hannesi Jónssyni og Jóni í Stóradal, sem vikið var úr flokknum á löglegan hátt fyrir alvarlegt brot á settum starfs- reglum flokksins, samþykktum á flokksþingi á síðastliðnu vori, þar sem mættir voru 230 fulltrúar með umboði frá Framsóknarfé- lögum í öllum sveitakjördæmum landsins og tveimur kaupstaða- kjördæmum, Akureyri og Reykja- vík. Fimmti stofnandi flokksins nýja er Þorsteinn Briem. Þenna fimm manna flokk nefna þeir Bænda- flokk. Tr. Þ. gerir grein fyrir brott- hlaupi sínu í blaði sínu »Fram- sókn«. Mergurinn í greinargerð hans er sá, að Framsóknarfloltk- urinn sé ekki lengur bændaflokk- ur, og styður hann þá fullyrðingu sína við það, að gerðir voru samningar við Alþýðuflokkinn um stjórnarmyndun. Jafnframt heldur Tr. Þ. því fram, sem er laukrétt, að á þeim árum, sem samstarf var milli Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins á þingi, hafi »komizt í framkvæmd víðtækasta og fjölþættasta lög- gjöf fyrir landbúnaðinn, sem sett hefir verið á þessu landk. Nú er það vitanlegt, að þessi mikils- verðá* löggjöf komst á með lil- styrk fulltrúa Alþýðuflokksins, þar sem Framsóknarmenn höfðu ekki nægan afla til þess að ráða málum til lykta einir sér. Því ó- skiljanlegra er það, að Tr. Þ. skuli nú hræðast þessa sömu menn svo mjög fyrir landbúnað- arins og bændanna hönd, að hann þess vegna leggi á flótta úr flokknum og sjái sig knúðan til að stofna nýjan bændaflokk með Jóni í Stóradal, Hannesi á Hvammstanga o. s. frv. í grein sinni tekur Tr. Þ. fram: »Er það fjarri mínu skapi og vilja að stofna til hörkubardaga«, við sína fyrri samherja. En í sömu andránni ber hann þó vopn á sína fyrri samherja, því hann ber á þá svik við málefni bænd- anna og þar að auki ódrengskap. Því verður nú ekki neitað, að þetta er nokkuð harkalega af stað farið, en sá, sem þessum vopnum beitir, hefir þá afsökun, að hann geri það »fjarri skapi sínu og vilja«. En hvað knýr hann þá til þess? Vígorð Tr. Þ., »alit er betra en íhaldið«, er frægt orðið. Lakast er, að hann virðist horfinn frá því. Menn verða að gera sér það ljóst, að sundrung sú, sem nú hef- ir átt sér stað í Framsóknar- flokknum, stafar frá ólíkri að- stöðu til íhaldsins. Jón Þorláks- son hefir lýst yfir því skýrt og skorinort, að eina vonin um það, að landinu verði stýrt eftir stjórnarstefnu íhaldsins, sé í því falin, að samsteypustjórn íhalds- ins og hins »gætnari« hluta Framsóknar geti haldið áfram, þangað til íhaldið komist í hreina meirihlutaaðstöðu og ekki þurfi lengur að nota liðstyrk eða láns- menn frá Framsókn. Samstarf um stjórn við íhaldið og þátttaka í ábyrgð á Magnúsi Guðmunds- syni var orðin svo sár þjáning fyrir Framsóknarmenn, að ekki var lengur við unandi. Þess vegna var það ráð tekið að stofna til málefnasamatarfs við Alþýðu- flokkinn. Það var eina leiðin, sem hægt var að fara, til þess að losna úr samstarfinu við íhaldið og þvo af Framsóknarflokknum þann blett, er það samstarf hafði á hann sett. Og möguleikinn til þessa var fyrir hendi. Að láta bann möguleika ónotaðan var svik við hið snjalla vígorð Tr. Þ. En tveir þingmenn úr Fram- sóknarflokknum, þeir Hannes Jónsson og Jón Jónsson, komu í veg fyrir að þessi möguleiki gæti notast, brugðust þar með vígorði Tr. Þ. og kúguðu Framsóknar- flokkinn til áframhaldandi á- byrgðar á stjórnarstefnu íhalds- ins í gegnum Magnús Guðmunds- son dómsmálaráðherra. Þegar svo var komið, gat ekki annað legið fyrir, en að flokkurinn losaði sig við þessa tvo menn. Það var og gert. En þetta tók Tryggvi Þórhalls- son sér svo nærri, að hinn glæsi- legi og skemmtilegi foringi lagði út á þær villigötur að segja skil- ið við Framsóknarflokkinn og gera tilraun til stofnunar nýs flokks til höfuðs sínum fyrrl samherjum, en til ósegjanlegrar gleði íhaldsmönnum. ótvírætt vitni um þenna óvina- fagnað, er Tr. Þ. kom til leiðar með þessu tiltæki sínu, er kæti íhaldsmanna yfir brotthlaupi hans. Sú kæti orkar ekki tvímæl- is um, að íhaldsmenn líta svo á, að Tr. Þ. hafi nú loks tekið greinilega afstöðu sér í hag. Og það hefir hann líka gert. En í lengstu lög skal því trúað, að þetta hafi hann ekki gert að vel yfirlögðu ráði, heldur í augna- bliks geðbrigðum, og að hann muni átta sig síðar, þegar hann tekur að þreifa á því, að stofnun Bændaflokksins hans sé ófyrir- synju og ekki annað en lítil vind- bóla á stjórnmálahafinu. Er það skylda allra Framsóknarmanna um land allt að koma fyrrverandi foringja sínum sem allra fyrst í skilning um þetta með því að þoka sér fastar saman en nokkru sinni áður. En hvenær sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.