Dagur - 18.01.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 18.01.1934, Blaðsíða 3
4. tbl. DAGUR 15 -#-# • #-•-# #-• # #-•-#-# # < Hátíöabold templara 10. janúar. Eins og kunnugt er, átti Góð- templarareglan á islandi 50 ára afmæli 10. jan. sl. Þessa afmælis minntust templarar hér með há- tíðahöldum þann dag. Þess hafði verið farið á leit við verzlanir, banka og aðrar opinberar stofn- anir, að lokað yrði eftir hádegi þennan dag, og bar það svo góð- an árangur, að öllum verzlunum, skólum, bönkum og flestum skrif- stofum var lokað eftir 12, og fán- ar dregnir við hún um allan bæ- inn. Erindi voru flutt í mennta- skólanum, gagnfræðaskólanum og barnaskólanum fyrir hádegi, um Regluna og bindindismálið, en í iðnskólanum kvöldið áður. Kl. 1 byrjuðu svo hátíðahöldin með skrúðgöngu templara frá templ- arahúsinu Skjaldborg og inn að kirkju. Fyrir skrúðgöngunni var borinn fáni Reglunnar og tóku 5 stúkur þátt í henni, 3 undir- stúkur og 2 barnastúkur, og auk þess vínbindindisfélag Mennta- skólans, sem tók þátt í hátíða- höldunum. í kirkjunni prédikaði Jóhannes Sigurðsson leikprédik- ari, en séra Friðrik Rafnar þjón- aði fyrir altari og söng litaniu. Á eftir guðsþjónustu var geng- ið upp í kirkjugarð, og sveigar lagðir á leiði Friðbjarnar Steins- sonar og Jóns Stefánssonar og flutti Brynleifur Tobiasson ör- stuttar ræður um leið og hann lagði sveigana á leiðin. Kl. 4.30 var svo opinber samkoma í Nýja- Bíó, þar sem allir voru velkomnir. Þar fluttu ræður Brynleifur To- biasson og Hannes J. Magnússon, en Lúðrasveitin Hekla lék nokkur lög. Kl. 6 var stórstúkufundur í Skjaldborg og var þar veitt stór- stúkustig þremur templurum. Kl. 8 hófst svo samsæti í Samkomu- húsi bæjarins. Samsætið hófst með borðhaldi, þar sem 265 manns sátu undir borðum. Bryn- leifur Tobiasson bauð i byrjun samsætisins félaga og gesti vel- komna; síðan voru fluttar þessar ræður: Snorri Sigfússon talaði fyrir minni fslands, Brynleifur Tobiasson fyrir minni Reglunnav, Sveinn Bjarman fyrir mimii Storstúkunnar og Halldór Frið- jónsson minntist Akureyrar. 1 sambandi við ræðurnar söng söngflokkur templara undir stjórn Sigurgeirs Jónssonar. Með- al annars var sungið kvæði, sem Stefán Ág. Kristjánsson hafði orkt í tilefni dagsins. Auk áður- nefndra ræðuhalda voru fluttar margar aðrar ræður, bæði af templurum og gestum og stjórn- aði Brynleifur Tobiasson samsæt- inu. Las hann upp fjöldamörg heillaskeyti, sem stúkunni Isa- fold höfðu borizt víðsvegar að, bæði héðan af landi og frá öðrum löndum. Kl. 12 voru borð öll upp- tekin, og dans stiginn til kl. 4 um nóttina. Samsætið fór prýðilega fram, og allir virtust geta skemmt sér, þótt áfengi væri hvergi nálægt, og svona má segja um öll hátíðahöldin, og má þakka það mikið þeirri velvild og greið- vikni, sem templarar mættu í hví- vetna hjá bæjarbúum þenna dag. H. Landsprófiðj. I. vor. Eins og kunnugt er, sendi fræðslumálastjórnin út prófvérkefni handa bðrnum s. I. vor. Verkefnin voru hin sðmu um land allt, og áttu að sýna leikni 8-14 ára barna í lestri (öljóðlestri Og raddlestri) og reikningi, og auk þess fengu fulln- aðarprófsbörn um land allt spurn- ingar úr sögu, náttúrufræði og landafræði, 40 úr hverri námsgrein, er þau áttu að svara. Ætlunin með landsprófinu var að kanna ástandið eins og það er i raun og veru, f I. RADDLESTUR: einstökum héruðum og landinu öllu, og er þá vitanlega eina ráðið, að öll börn, hvar sem er, fái s ð m u verkefni til úrlausnar, og ættu niðurstððutðlur af slíkum prófum að vera þær ábyggilegustu, sem unt er að fá f þessum efnum. Nú hefir verið unnið úr lestrar- og reikningsprófinu og eru niður- stöðuiölur þessar. (í raddlestri merkja tö!urnar rétt atkvæði lesin á mínútu ; f hljóð- lestri: hve mðrgum spurningum réttum svarað, af 30, úr ákveðnum leskafla; í reikningi: hve mðrg dæmi rétt reiknuð af 67 dæmutn): Akur- eyri. Kaupstaða- Fastir skó’ar Far- Heima- skólan utan kaupst. skólar. skólar. 10—14 ára börn : 198.5 atkv. 188.5 atkv. lQOatkv. 183atkv. 214.5 atkv. II. HLJÓÐLESTUR: 10—14 ára börn : 15.5 spurn. 13.5 spurn. 14.5 spurn. 11.5 sp. 17 spurn. III. REIKNINOUR: 10—14 ára börn: 35.5 dæmi 34.5 dæmi 33.5 dæmi 29.5dæmi41 dæmi, Eins og sjá má af þessum töl- um, er Akureyri alllangt ofan við þessar meðaltölur og mun vera hæst bæjarskólanna. — En ástand- ið f landinu er sfður en svo glæsi- legt hvað þetta snertir, og f um- burðarbréfi, er fræðslumálartjórnin befir sent skólanefndum landsins, út af þessum tölum, segir svo, roeðal annars; »Eftir öllum prófunum að dæma, er ástæða til þess að brýna fyrir hlutaðeigendum, að leggja enn meiri áherzlu á kennslu f móður- máli og reikningi, énda eru þær námsgreinar undirstöðuatriði alls frekara náms, hvort sem barn sfð- armeir hneigist að bóklegu eða verklegu starfi. Af lesprófum 10 ára barna má sjá, að allmikið mun i iiii»■1111111 ii— iiiiiiiiiiiiiIiiim—. Það tilkynnist hér með ættingjum og vinum, að Kristjana Árnadóttir, Brak- anda í Möðruvallaklausturssókn, andaðist að heimili sínu aðfaranótt 12. jan. s.l. Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 27. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimilinu kl. 11 f. h. Kvenfélagið „ Framtíðin “ Framhald af 1 siðu. menzar Jónssonar, þáverandi bæjarfógeta. Frú Sigurjóna Jak- obsdóttir mælti fyrir minni karl- manna. Þá vildu þeir ekki láta sitt eftir liggja og töluðu Balduin Ryel, Einar Methúsalemsson, er þakkaði fyrir gesti, Steingrímur Jónsson, bæjarfógeti, sr. Friðrik Rafnar og Steingrímur læknir Matthíasson. Á eftir hverri ræðu var sungið, og léku undir Karl Runólfsson og Gunnar Sigur- geirsson, og einnig þess á milli. Síðan var dansað og fór allt fé- laginu fram til sæmdar. Mæltu það margir gesta, að eigi myndi karlmönnum háfa farið myndar- legar úr hendi forstaða eða ræðu- höld en konum þeim, er þarna komu fram fyrir hönd félagsins. Rétt í lok samkomunnar urðu gleðispjöll svipleg og sorgleg. Fékk Einar Methúsalemsson að- svif og héldu menn fyrst að yfir- lið væri. Voru læknar farnir heim, þeir er á samkomunni höfðu verið, en að vörmu spori náðist í Pétur lækni Jónsson. Kom það þó fyrir ekki, gat hann aðeins staðfest að Einar hefði látizt af stundu. Banameinið var hjartabilun. Mun hann hafa kennt meinsins um nokkurt skeið og var þó maður á bezta aldri. — Einar heitinn var af Bustarfells- ætt, glaður maður og háttprúður, enda af öllum vel látinn, er þekktu hann. Kvenfélagið »Framtíðin« var stofnað í líknarskyni. Síðustu ár- in hefir aðalstarf þess verið fjár- söfnun, til þess að koma á fót gamalmennahæli hér á Akureyri. Á félagið nú í þeim sjóði um 25.000 krónur. Lengst af hafa fé- lagskonur verið aðeins um 30, en munu nú vera um 40. Stiórnina skipa frú Soffia Ásgeirsson, for- seti, frú Lovísa Jónsdóttir, rit- ari og frú Sigurjóna Jakobsdóttir gjaldkeri. Giiðsþjðnustur ( Grundarþingapreslakalli. Möíruvellir, sunnud. 21. jan. kl. 12 hád, Hólar, sunnudaginn 28. jan. kl. 12 hád. Saurbae, sunnudaginn 4. febr. kl. 12, Grund kl. 3 sama dag. Kaupangi, sunnudaginn u. febr. kl. I2. Munkaþverá kl. 3 sama dag. skorta vfða á það, að hlýtt hafi verið fyrirmælum 1. gr. fræðslulag- anna ura heimafræðslu barna til 10 ára aldurs. Að vísu mun heimilis- ástæðum vera um að kennaallvíða, en ekki tjáir að láta börnin gjalda þess. Verða skólanefndir að taka til sinna ráða til umbóta á þessu sviði, þar sem þess er þðrf, ann- aðhvort með nfðurfærslu skóla- skyldu, lengdum kennslutfma fyrir hvert skólaskylt barn, eða bættu eftirliti með heimafræðslunnU, | Einar Metlsaleinsson I verzlunarstjóri varð bráðkvaddur árla á sunnudagsmorguninn í Samkomuhúsinu Skjaldborg, þar sem hann var gestur á 40 ára minningarhátíð kvenfélagsins »Framtíðin«. — Hann var kvænt- ur Guðnýju Jónasdóttur frá Kjarna, og lifir hún mann sinn ásamt þremur börnum þeirra. Hann var tæplega hálf sextugur. Jörð os aðrar stjörnur. (Framh.). Tímaritið þýzVa fjallar um ýms dulræn fyrirbrigði og er þar ætfð leitazt við að skýra þau svo langt sem komizt verður. Ritsíjóri þess er læknir f Berlfn, Dr. Siiuner, en sér til aðstoðar hefir hann átján nafn- kennda visindamenn og háskóla- kennara víðsvegar f Evrópu. Dr. Helgi er hér f góðum félagsskap —• og ritstjórinn fer um hann nokkrum lóflegum ummælum, sem vfsindamann, og segist vilja leitast við að ú'breiða kenningar hans um framtiðarsamband vort við aðra hnetti. Sjálfur vill hann þó ekki taka ábyrgð á kenningunum. Dr. Helgi byrjar á þvf að minn- ast nokkurra forngrískra spekinga, sem hafið hafi máls á svipuðum kenningum og hann. Það eru þeir Pythagoras, Plato og PiOtinu3. Baeði Pythagoras og Píato héldu þvf fram, að menn mundu lifa á- fram á öðrum hnöttum eftir Iff sitt hér og bæði Piato og Piotinus ttúðu þvf, að sálir manna færu tif stjarnanna — og það einmitt tif þeirra stjarna, sem væru samræmar hverri sál (eða samhljóma, eins og Piotinus orðaði það). Ennhemur kenndi Plotinus, að lífið væri h I e ð s I a — og verður sú hleðsla fyrir oss nútímamönn- um, sem þekkjum rafmagn og seg- ulmagn, allmiklu skiljanlegri en fornmönnum, sem hvorugt þekktu. En Pythagoras gaf þá skýringu, að þessi hleðsla stafaði frá verum á öðrum hnöttum. Frá þeim streymdi Iffsorkan út f geiminn og kveikti líf hér á jðrðu og víðar, þar sem skilyrði væru fyrir hendi. Pessar kenningar hyggur Helgi vera réttar og sannar, enda fari þær algjðrlega heim við hans eig- in skoðanir, sem hann hefur myndað sér gegnum þrjátfu ára fhuganir og rannsóknir. Við eigin athuganir hefir hann sannfærzt um, að svefninn sé stöðugt endurtekin Iffbleðsla. Hann hefur með æfingu komizt uppá að finna greinilega hvernig lífsorkan streymir um lfk- amann og hvernig draummyndir berast á þessum eða með þessurn straumi inn i meðvitundina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.