Dagur - 18.01.1934, Blaðsíða 2
14
DAGUR
4. tbl.
Dagur hefir nú lokið sínu 16.
aldursári. Við fæðingu sína var
hann aðeins lítið hálfsmánaðar-
blað, en færðist áður langt um
leið nokkuð í aukana, þar til hann
hafði náð venjulegri stærð viku-
blaða, eins og hún hefir tíðkast
hér á Akureyri. Við það hefir
svo setið um mörg ár.
Á síðari árum hefir hraði lífs-
ins aukizt að miklum mun og það
orðið margbreyttara en áður var.
Við það hafa kröfurnar til blað-
anna aukizt. Fyrr á tímum sættu
menn sig vel við vikublöð, nú síð-
ur. Þess vegna færast blöðin
meira og meira í það hoi’f að
koma út daglega eða nálgast það
takmark að verða að dagblöðum.
Litlar líkur eru fyrir því, að
dagblað geti þrifizt hér á Akur-
eyri, til þess er bærinn enn of
lítill. En hitt er það, að blöðin
þurfa að koma oftar út en einu
sinni í viku.
Dagur hefir alltof lítið getað
sinnt útlendum og innlendum
fréttum að undanförnu, og hann
hefir sama og ekkert getað snú-
izt að bæjarmálum vegna rúm-
leysis, er þó á þessu hvorutveggja
hin brýnasta þörf, ef fullnægja
skal réttmætum kröfum lesend-
anna. Nú hefir verið afráðið að
bæta úr þessu hvorutveggja.
Hvernig ber að
skilja það?
Eftir að þeim Jóni í Stóradal
og Hannesi á Hvammstanga var
vikið úr Framsóknarflokknum,
skildist Tryggvi Þórhallsson við
sína fyrri samherja og sagði sig
úr þeim flokki, er hann hafði
unnið fyrir vel og lengi sem
blaðamaður, þingmaður og ráð-
herra.
Ástæðuna fyrir þessu brott-
blaupi sínu úr Framsóknarflokkn-
um telur Tr. Þ. þá, að flokkurinn
hafi svikið þá stefnu sína að
vinna fyrir bændur og sé því ekki
lengur bændaflokkur, en í flokki,
sem ekki er bændaflokkur, geti
hann alls ekki verið. Því hafi
hann tekið það ráð að yfirgefa
sinn gamla flokk og mynda stofn
að nýjum »bændaflokki« með
þeim Jóni í Stóradal, Hannesi
Jónssyni, Halldóri Stefánssyni og
Þorsteini Briem, sem allir eru á
landssjóðslaunum.
Það kemur nú fyrst mjög und-
arlega fyrir, ef Framsóknarflokk-
urinn er horfinn frá því að bera
sérstaka umhyggju fyrir hags-
munamálum og velferð bænda-
stéttarinnar, þegar þess er gætt,
að flestir þeir, sem þingflokkinn
mynda, eru einmitt bændur. Þeir
ættu þá að hafa svikið sjálfa sig.
Hvað segja t. d. eyfirzkir bænd-
ur um þá fullyrðingu Tryggva
Útgáfustjórn blaðsins hefir
tekið þá ákvörðun, að blaðið skuli
framvegis koma út þrisvar í viku
hverri, þannig að heilt blað kem-
ur út á hverjum fimmtudegi eins
og áður, og auk þess tvö blöð
hálf, annað á þriðjudögum, hitt
á laugardögum; kemur blaðið
þannig út annanhvern vii'kan dag
hverrar viku og tvöfaldast því að
stærð frá því, sem áður hefir ver-
ið.
Þrátt fyrir þessa miklu vaxtar-
aukningu blaðsins, hækkar verð
þess aðeins um 3 kr., árgangur-
inn, úr 6 kr. í 9 kr. Kaupendur
blaðsins eru beðnir að athuga
það, að á þenna hátt fá þeir í
raun og veru vikublað á stærð við
Dag fyrir einar þrjár krónur. Þá
eru kaupendur blaðsins eigi síður
beðnir að hafa það hugfast, að
umrædd breyting á því hefir mik-
inn aukinn kostnað í för með sér,
og er þess því fastlega vænzt, að
þeir greiði blaðið skilvíslega.
Undir því er það að miklu leyti
komið hvort breytingin getur orð-
ið varanleg.
Vegna aukins starfs, sem stækk-
un blaðsins hefir í för með sér,
hefir Sigfús Halldórs frá Höfn-
um verið ráðinn starfsmaður við
blaðið. Er starf hans fyrst og
fremst í því innifalið að sjá um
Þórhallssonar, að þeir Einar
Árnason og Bernharð Stefánsson
hafi svikið málstað þeirra? Hvað
segja Þingeyingar um slíka ásök-
un á Ingólf í Fjósatungu o. s. frv.
Þó er eitt atriðið í fullyrðingu
Tr. Þ. allra óskiljanlegast. Hann
segir, að nokkrum dögum áður
cn þeir Jón Jónsson og Hannes
Jónsson voru reknir úr Fram-
sóknarflokknum, hafi hann barizt
fyrir því, að allur flokkurinn
héldi saman, og hefir honum því
þá dagana og allt þangað til Jón
og Hannes voru reknir, ekki kom-
ið til hugar að hlaupast á brott
úr flokknum. Þá hefir flokkurinn
að hans skoðun hlotið að vera
bændaflokkur, því í öðrum flokki
getur Tr. Þ. ekki verið. En um
leið og þeir Jón og Hannes fara
úr flokknum, eða er vísað úr hon-
um, þá lítur Tr. Þ. svo á, að
Framsóknarflokkurinn geti ekki
lengur talizt bændaflokkur, af
því að hann hafi brugðizt mál-
stað bænda.
Hvemig ber nú að skilja allt
þetta? Það verður ekki skilið
nemaá einn veg. Ástæðan til þess,
að Framsóknarflokkurinn hefir
svikið málstað bænda og er ekki
lengur bændaflokkur, hlýtur sam-
kvæmt rökleiðslu T. Þ. og í hans
augum að liggja í því, að þeir Jón
í Stóradal og Hannes á Hvamms-
tanga eru ekki lengur í Fram-
sóknarflokknum. Það er þá eftir
þessu orðið einkaskilyrði fyrir
#-#-#-##•
allt það, er að fréttum lýtur.
Verður lögð áherzla á að skýra
frá viðburðum, útlendum og inn-
lendum, jafnóðum og þeir gerast.
Á þenna hátt hyggst Dagur geta
orðið bezta fréttablaðið á Akui’-
eyri.
Þá er eins og áður er sagt ætl-
un blaðsins að ræða mál bæjai’-
ins miklu meira og rækilegar en
áður hefir verið gert. Vegna
smæðar blaðsins hafa þau mjög
orðið útundan, þó illt sé, og ann-
að orðið að sitja í fyrirrúmi. Hef-
ir meðal annars komið fram óá-
nægja í kosningaskrifum nú og í
umræðum manna á milli yfir því,
hvað blöðin hafa litla rækt lagt
við bæjarmálin og talið, að þau
hafi brugðizt skyldum sínum í
þessu efni. Hefir þessi óánægja
og umkvartanir við mikil rök að
styðjast.
Niðurröðun efnis verður nokk-
uð á annan hátt og í fastara
formi en áður.
Hinn nýi starfsmaður við
blaðið, Sigfús Halldórs skólastjóri
frá Höfnum, er eins og kunnugt
er víðförull og fjðlmenntaður
maður og kunnur blaðamennsku
úti um heim, hefir hann og verið
ritstjóri í Canada um alllangt
skeið. Mun blaðinu því mikill
fengur í að njóta starfskrafta
hans.
Dagur treystir því, að kaup-
endur hans og vinir víðsvegar
kunni að meta að verðleikum
þessa djarflegu ákvörðun út-
gáfustjórnarinnar um stækkun
blaðsins og aukið hlutverk þess,
og að þeir styðji það á allan hátt
til þrifa og aukinna áhrifa.
því, að landsmálaflokkur geti ver-
ið bændaflokkur og svíki ekki
málefni bænda, að Jón i Stóradal
og Hannes á Hvammstanga séu
í honum.
Aðra ályktun en þessa er ekki
hægt að draga út úr orðum og
framferði Tryggva Þórhallsonar,
þegar þess er gætt, að frá því
að Tr. Þ. barðist fyrir því að
halda flokknum saman sem
bændaflokki og þar til hann sagði
sig úr honum, af því hann væri
ekki lengur bændaflokkur að hans
dómi, hafði engin breyting orðið
á flokknum önnur en sú, að þeir
Jón og Hannes voru farnir.
Þó að þeir Jón og Hannes
AÐALFUNDUR
UngmennaféDgs Akureyrar verður
haldinn f Skjaldborg, mánudaginn
29. þ. m., kl. 8V2 e. h. Dagskrá
samkvæmt félagsiögum.
Stjórnin.
Umrœður
um bæjarmá! Reykjavíkur hafa
fram farið undanfarin 3 kvöld, og
hefir þeim verið útvarpað til fróð-
leiks fyrir lýðinn. Bæjarstjórnar-
kosningar fara fram f Reykjavík á
laugardaginn, og hafa 5 flokkar
Iista í kjöri: Sjálfstæöið, Framsókn,
Alþýðuflokkurinn, Kommúnistar og
Pjóðernissinnar (nazistar).
„Eins og skotin œðarkollau.
í bæjarmálaumræðum Rvíkur ósk-
aði Gísli Bjarnason lögfræðingur
og nsz sti þess, að Hermann Jón-
asson, sem er efstur á lista Fram-
sóknar, lægi »eins og skotin æðar-
kol a« við bæjarstjórnarkosningarn-
ar þar. Hermann leggur mikia á-
herzlu á aukning fískiskipaflotans f
Rv. og eflingu útgerðarinnar, og
G. B. hvað þetta einmitt vera eitt
sitt mesta áhugamál. Mikið er sam-
ræmið í huga nazista!
Gagnrýning á svivirðingum.
í sömu umræðum minntist Stef-
án Jóhann á gagnrýningu Verklýðs-
biaðs kommúrista á stefnu og að-
förum Emars Olgeirssonar. E. O.
svaraði því á þá leið, að gagnrýn-
ing á svfvirðingum væri ætíð n«uð-
synlegl
„Við krefjustum
Efsta manni á lista »þjóðérnis-
sinna* í Reykjavfk fórust 12 sinn-
um svo otð á einni mínútu. »Við
krefjustum*. Þjóðernissinnar ættu
að byrja á þvf að læra móðurmál sitt.
kunni að vera mikilhæfir menn
og miklir bændavinir, þá verður
samt ekki varizt þeirri hugsun,
að Tryggvi Þórhallsson sé hald-
inn af oftrú á þessa tvo menn.
Góður bændaflokkur, eins og
Framsóknarflokkurinn er, þó
ekki sé hann einhliða stéttar-
flokkur, getur ái’eiðanlega stað-
izt án Jóns í Stóradal og Hann-
esar Jónssonar. Enda væri mál-
efnum bænda þá hraklega komið,
ef þeir ættu alla velferð mála
sinna undir þá að sækja.
■immnBiinniiiiiw
K Timburfarmur 3
— sænskt timbur — kemur í næstu viku.
Danskt cement
kemur með sama skipi.
Þakjárn °g húsapappi
allskonar — kemur með Brúarfossi 23. jan.
Kaupfélag Eyfirðinga.