Dagur - 15.02.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 15.02.1934, Blaðsíða 2
46 DAGUR 16. tbl. Á að láta íhaldið sigra? Nú ei’ vígöld og skálmöld, nú berast bræður á banaspjótum, nú er höggvið á bönd, sem áður tengdu hugi og hendur. Hvað veldur slíkri sundrung? Hvað veldur því, að íslenzkir bændur standa nú sundurlyndir og hver öðrum ósamþykkir, meir en nokkru sinni fyrr? Það sem þessu veldur, er það, að hinir pólitísku leiðtogar bænda hafa ekki borið gæfu.til þess, að vinna með bróðurhug og í ein- ingu, heldur hafa komið þar í ljós skapgerðarbrestir, sem rofið hafa allt samstarf. Þetta er nú viðhorfið á hinum pólitíska vígvelli. Þannig er þá málum komið, fyrir kosningarn- ar, á því herrans ári 1934. f raun og veru þýðir ekki um það að deila, hvar rætur þessa meins sé að finna, það er auka- atriði; hitt er aðalatriðið: að taka afleiðingum af því, sem orðið er, með þreki og manndómi, svo að sem minnst tjón verði að. En manni verður það nú samt, að líta til baka og reyna að vega og meta þær ástæður, sem urðu þess valdandi, að þessi sundrung varð til. Rætur þess má eflaust, að nokkru, rekja aftur í tímann, lengra en til síðasta þings, en ég ætla mér ekki að fara að gera neina tilraun til þess, heldur taka til athugunar þau atriði ein, sem síðast var deilt um, og sem að lokum rufu fylkinguna. Af skrifum Tryggva Þórhalls- sonar um þessi deiluefni kemur það berlega fram, að hann telur að meginhluti Framsóknarflokks- ins hafi ætlað að svíkja sína kjós- endur og hagsmuni bændastétt- arinnar, með því að gera samn- inga við sósíalista um stjórnar- myndun, samninga, sem hann tel- ur að hafi verið óhagstæðir bænd- um og þeim til tjóns. Þessi skoð- un hefir gripið um sig sumstaðar að sagt er. Það eru nokkrir bænd- ur — og þá helzt þeir, sem staðið hafa í hægri arm flokksins —■ sem nú skipa sér undir merki Tr. Þ. og hins nýstofnaða »Bænda- f!okks«. En því miður hafa þessir menn ekki komið auga á það, að þessar ástæður Tr. Þ. fyrir burt- för hans úr flokknum eru eklcert annað en blekking; að því er hægt að færa skýr rök. Það er i raun og veru ekki deilt um nein stefnumál, heldur var það brottrekstur þeirra Hannesar og Jóns, sem var snarpasta deilu- efnið, það var það, sem klauf flokkinn, en enginn skoðanamun- ur um stefnumál; skrif Tr. Þ. síð- an bera það fyllilega með sér, að svo er. Hann ritar t. d. grein í »Framsókn«, er hann nefnir: »Félagsskapur bænda«. f þeirri grein talar hann mikið um það, hvernig bændaflokkar í nágranna- löndunum starfi í samvinnu við sósíalista, til hagsbóta fyrir fram- gang áhugamála beggja flokka. En þegar slíka samvinnu á að hefja hér, rís hann þar öndverður og kallar það svik við bændastétt- ina og stefnumál Framsóknar- flokksins. Með þeim samningum var þó lagður grundvöllur undir fram- kvæmd þess máls, sem nú má segja að sé eitthvert helzta mál bændastéttarinnar: skipulagning afurðasölunnar. Kröfur sósíalista voru að mínum dómi mjög sann- gjarnar og vægar, þegar tillit er tekið til þess, hverju þeir ætluðu að fórna í staðinn. Tilgangur með skipulagning afurðasölunnar er fyrst og fremst sá, að bændur fái hærra verð fyrir sínar fram- leiðsluvörur, en sú verðhækkun hlýtur að einhverju leyti að lcoma fram á þann hátt, að neytendur verði að greiða hærra verð fyrir vöruna. Mér finst að sósíalistar hafi á þennan hátt sýnt fórnfýsi, og skilning á þörfum og sjálf- bjargarviðleitni bænda. í einni af greinum þeim, sem Tr. Þ. hefur ritað um þessi deilu- mál, talar hann mikið um það, hve mjög hann hafi lagt krafta sína fram til að stilla til friðar og halda flokknum saman. Ef að honum hefði nú tekizt það, þá gat hann það auðvitað ekki nema á tvennan hátt, annaðhvort með þvi að hafa þau áhrif á meiri hluta Framsóknarflokksins, að þeim Hannesi og Jóni yrði ekki vikið burtu, eða á þann hátt, að vinna þá Jón og Hannes til samstarfs við sósíalista um stjórrfarmynd- un. Hvora leiðina sem honum hefði tekizt að fara — aðeins ef samkomulag hefði náðst, þá hefði Tr. Þ. ekki vikið burt úr Fram- sóknarflokknum. Þá hefði Tr. Þ. ekki talað um það, að Framsókn- arflokkurinn væri ekki lengur bændaflokkur. Af þessu ætti hverjum manni að vera það Ijóst, að það er burt- rekstur þessara tveggja manna, sem varð endanleg orsök til þess, að Tr. Þ. gekk úr Framsóknar- flokknum. Hann gat ekki fallizt á að það væri réttmætt, og skap- gerð hans var þannig, að hann gat ekki þolað að beygja sig undir vilja meirihlutans, hann kaus heldur að víkja úr flokknum og hefja stríð við sína fyrri sam- herja — stríð, sem hlýtur að leiða til ógæfu fyrir þær hugsjónir og þann málstað, sem hann vill berj- ast fyrir. Eg ætla engan dóm á það að leggja hér, hvort réttmætt haf; verið að víkja þessum tveim mönnum úr flokknum. En eg vil spyrja þá menn, sem þeirrar skoðunar eru, að það hafi verið misráðið, hvort það sé réttmæt og fullgild ástæða, til þess að fara að yfirgefa Framsóknarflokkinn, þó að hann í einu tilfelli hafi að þeirra dómi gert það, sem hann hefði ekki átt að gera? Það eru nokkrir bændur, sem hafa í hyggju að fylgja hinum nýja, — svokallaða — Bænda- flokki, af því að þeir lifa í þeirri trú, að Tr. Þ. sé mótfallinn öllu saniítarfi við sósíalista. En stjórnmálastarfsemi hans á und- anförnum árum bendir ótvírætt í aðra átt, sömuleiðis ýmislegt af því, er hann hefur ritað, nú síðan leiðir hans skildu við hans gömlu samherja. Það er sorglegur sljóleiki hjá íslenzkum bændum, að sjá ekki nú þegar, hvernig spilin liggja á hendinni — sjá ekki í hvað mikla hættu þeir stéfna velferðarmálum sínum — og allrar þjóðarinnar, með því að ganga til kosningabar- áttu, enn meir sundurþykkir og ósammála, en þeir hafa verið nokkru sinni áður, meiri óvina- fagnað geta þeir ekki gert. Því það má telja alveg sjálf- sagðan hlut, að svo framarlega, að »Bændaflokkurinn« hafi nokk- urt verulegt fylgi —• og þó það væri ekki nema af mjög skornum skammti, — þá mun það hafa þau áhrif, að íhaldið sigrar í nokkrum kjördæmum landsins. íslenzkir bændur! Stöndum nú samaii um okkar flokk — Fram- sóknarflokkinn — eins vel og við höfum áður bezt gert. Gerum ekki þann óvinafagnað, að rjúfa nú fylkinguna og láta vega að okkur bæði að aftan og framan. Kjörorð okkar og heróp í kosn- ingastyrjöld þeirri, sem nú fer í hönd, á að vera þetta: Sigrum íhaldið! Til þess eigum við að leggja fram alla okkar krafta — og þar má enginn skerast úr leik. H. Fundurinn við 0lfusárbrú. Um síðustu mánaðamót boðuðu þingmenn Árnesinga, Jörundur Brynjólfsson og Eiríkur Einars- son leiðarþing við ölfusárbrú. Var fundurinn fjölmennur, um 150 manns. Sögðu þingmennirnir fyrst þingfréttir og bar ekki til tíðinda. Jón Jónsson í Stóradal kom á fundinn, að einhverju leyti á veg- um Eiríks Einarssonar, því mikill félagsskapur er milli þessara tveggja manna um að reyna að fella frambjóðendur Framsóknar- flokksins í héraðinu. Ungur bóndi úr Flóanum sneri sér að Jóni og bað hann að gera grein fyrir því, að hann eyðilagði stjórnarmynd- un Ásgeirs Ásgeirssonar og síðan Sigurðar Kristinssonar. Gætti Jón sín illa og sló fram fullyrðingum, sem hægt var strax að afsanna. Jón hélt því fram, að Framsóknarflokkurinn á þingi hefði aldrei sýnt Á. Á. traust. Jör- undur benti þá á, að allur þing- flokkurinn (að undanteknum þeim burtförnu) hefði skorað á Ásgeir að mynda stjórn til vinstri handar, en það hefði hann ekki getað, af því að Jón og Hannes neituðu stuðningi. Þegar Jón var kominn í sjálfheldu í þessu efni, þá kom hann með verkakaupið og sagði, að Framsóknannenn hefðu ætlað að innleiða Dagsbrúnar- taxta allstaðar á landinu. Þá sýndi Jörundur fram á, að hér var hver silkihúfan upp af annari á Jóni. í uppkastinu að samninga- gerð milli Framsóknar og Alþ.fl. um stjórnarmyndun og málefna- samband var gert ráð fyi’ir að semja um vegavinnukaupið með hliðsjón af viðurkenndum kaup- taxta í viðkomandi héraði. Nú er kaup í öllum kauptúnum og kaup- stöðum lægra en í Reykjavík, og hefði því Reykjavíkurtaxti hvergi gilt nema í nánd við höfuðstað- inn, og það hefir hann gert í mörg ár. Ennfremur sýndi Jör- undur fram á, að í hverjum kaup- stað og kauptúni væri viður- kenndur kauptaxti, sem atvinnu- rekendur, kaupmenn og útgerðar- menn hefðu samþykkt fyrir sitt leyti um vinnu á staðnum. fhalds- atvinnurekendur í kaupstöðum hefðu þannig lagt grundvöllinn að verkakaupinu. Eftir þessu ætlaði Jón í Stóra- dal bændum að berjast fyrir lægra kaupi í sveitum,. þar sem sveitamenn njóta aðallega vinn- unnar, heldur en kaupmenn hafa samið um að greiða fyrir þá vinnu, er þeir veita. En þar að auki var Framsóknarflokkurinn ekki búinn að lofa öðru en að semja með hliðsjón af þessum viðurkennda taxta í hverju hér- aði. Nú er f jöldi bænda og bænda- sona í vegavinnu og það ekki síð- ur í Árnessýslu en annarsstaðar. Var og skömmu áður, á almenn- um fundi við ölfusárbrú búið að mótmæla harðlega þeirri fram- k. e. a. Niðursoðnir «-Á V EXTIR^ — ágætis tegundir — nýkomnir. KJÖTBÚÐIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.