Dagur - 24.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 24. febrúar 1934. 20. tbl. Erlendar fréttir. Bretland. Hungurgöngur. Enn hefir komið fram í brezka þinginu fyrirspurn frá íhalds- þingmanni til innanríkisráðherr- ans, þess efnis hvað gera mætti til þess að koma í veg fyrir hung- urgöngur atvinnuleysingja. Svar- aði ráðherrann því enn sem fyrr, að þær væri ómögulegt að hindra, samkvæmt lögum, meðan þær færu friðsamlega fram. * * * Brezka stjórnin brýtur nú sem ákafast heilann um það hvernig auka megi mjólkurneyzlu í land- inu, bændum til styrktar. Vilja bændur, að stjórnin ábyrgist þeim lágmarksverð fyrir mjólk- ina. * * * Brezki fjármálaráðherrann hef- ir borið fram frumvarp í þinginu um að veita »Cunard-White Star« skipafélaginu 9y2 milljón sterl.pd. til þess að félagið geti lokið við smíði hins risavaxna skips, er »Cunard« varð að hætta við sök- um kreppunnar. * * * Elgar látinn. Útvarpsfrétt frá London til- kynnir í gær, að látizt hafi brezka tónskáldið Edward Elgar, 77 ára að aldri. Elgar var eitt af þekktustu tónskáldum sinna sam- tíðarmanna. Morðin i Frakklandi. Á fimmtudagskvöldið hermdi útvarpsfrétt, að myrtur hefði ver- ið í París rannsóknardómari skip- aður í Stavisky-málið. Sama dag, á miðvikudaginn, var og myrtur á Suður-Frakklandi sá maður, er fyrstur hafði Ijóstað upp fjár- svikunum. Telur Parísarblað eitt sennilegast, að þeir, sem viðriðn- ir eru Stavisky-hneykslið, muni hafa myndað með sér leynifélag, líkt og »Mafíuna« (»Svörtu hönd- ina«) illræmdu, er lék lausum hala áratugum saman á Suður- ítalíu, til þess að koma í veg fyr- ir það, að uppvíst verði um helztu forkólfa fjársvikanna, sem enn er eigi fullvíst um, og standi þetta félag að morðunum. Telur blaðið vafasamt, að stjórnin muni þora að halda áfram rannsókn- inni. Austurríki. Útvarpsfrétt hermir á fimmtu- daginn, að stjórnarliðar í Wien hafi fundið geysimiklar vopna- birgðir, er þeir telja að jafnað- armenn muni hafa að sér viðað. Hafi þar á meðal verið um 450.000? sprengjur. Annars halda áfram ofsóknirn- ar gegn jafnaðarmönnum. Geng- ur Dollfuss kappsamlega að því að bánna þeim allan félagsskap. Hefir hann uppleyst knattspyrnu- og söngfélög þeirra, hvað þá önn- ur, í Wien og alls leyst þar upp 82 jafnaðarmannafélög. Aðrar fréttir herma, að franska stjórn- in hafi nýlega hótað Dollfuss ó- vægri meðferð í fjármálum, hætti hann ekki þegar ofsóknum gegn jafnaðarmönnum. En Austurrík- ismenn eru mjög háðir Frökkum fjárhagslega. » * * Upp hefir komizt stórkostlegt smyglunarhneyksli 'milli Austur- ríkismanna og Ungverja. Er sagt, að við það séu riðnir merkir borgarar beggja landa. Hefir ver- ið smyglað 2500 járnbrautar- vagnhlössum af hveiti yfir landa- mærin (sennilega til Austurríkis) og hefir tollsjóður þar verið svik- inn um 61/2 milljón austurrískra króna. Dimitroff — Göhring. Berlínar útvarpið hermir á þriðjudaginn, að Göhring hafi svarað kröfu Sovjetstjórnarinnar um að láta Dimitroff lausan, að til þess sjái hann enga ástæðu, sem stendur. Ef til vill hafi hann ekki átt þátt í ríkisþinghúss- brunanum, en öll framkoma hans á Þýzkalandi verði að teljastland- ráðastarfsemi og sé hann því að sinrii bezt kominn í fangelsinu. Annars ami þar ekkert að hon- um, hann sé við góða heilsu, (þvert ofan í það sem blöð komm- únista segja) og sé vel farið með hann. * * * Svo mjög hefir Hitlerstjórnin þrengt að kosti þýzkra blaða, sem eigi hafa verið nógu »rétt- trúuð«, að árið sem leið hafa 600 blöð í Þýzkalandi orðið að hætta að koma út, að því er þýzka stór- blaðið »Frankfurter Zeitung hermir. útvarpsfrétt frá Leipzig herm- ir að í Leipzig hafi 5 kommúnist- um verið stefnt fyrir landráð og dæmdir í 1—2Y2 árs fangelsi. Einn hinna dæmdu var þingmað- ur. Danmörk. Stauning, forsætisráðherra Dana, hefir skipað 5 manna sér- fræðinganefnd til þess að athuga fjárhagsástand bænda í Dan- mörku og gera tillögur um hvern- ig heppilegast muni verða ráðið fram úr vandræðum þeirra. # ♦ ♦ Kamban hylltur i dönskum blöðum. Frá Danmörku er útvarpað, að frumsýning leikritsins »Skálholt«, eftir Guðmund Kamban, hafi fram farið á Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn á föstu- daginn var. Svend Borberg, leik- dómari helzta bókmenntablaðs Dana »Politiken«, og einn helzti leikdómari þeirra, kveður leiksýn- inguna hafa tekizt stórvel og á- nægjulega, enda hafi hún hrifið áhorfendur til enda, þótt leikrit- ið sé óvenju langt. Jóhannes Poul- sen lék Brynjólf biskup, frú Else Skouboe Ragnheiði og frú Jonna Stórflóð i Hvitá. Útvarpið skýrir frá því í gær- kvöldi, að geysiflóð hafi hlaupið í Hvítá (í Borgarfirði?). Hafi á- in tekið nokkurn hluta brúarinn- ar. — Brúin er 50 metra löng og óskaddað aðalhafið sjálft, munu skemmdirnar hafa orðið til end- anna. 1 marz 1930 kom agaflóð í Hvítá og skemmdist þá brúin. Var hún þá hækkuð til endanna, svo að öruggt skyldi vera að eigi flæddi yfir. Nú fór þó svo, að vatnið var 1 meter á dýpt á brú- argólfinu, enda er talið að áin hafi gengið 2 metrum hærra nú en í flóðinu 1930. Lárus Jóhannesson, 'hrm.flm., var dæmdur í 200 kr. sekt fyrir portvínskassann, er getið var um í »Degi«. Var hann dæmdur sam- kvæmt 1. gr. einkasölul. og 2. gr. laga um sölu og veitingu Spánar- vína. Þess var getið í dómnum, að því aðeins væri sektin svo lág, Neiendam frú Helgu í Bræðra- tungu. Kveður Borberg henni ef til vill aldrei áður hafa tekizt jafn vel, en hún er ein af elztu og mest metnu leikkonum við konunglega leikhúsið. Á eftir var Kamban kallaður fram hvað eft- ir annað, og klappað hið mesta lof í lófa. * * * útvarpsfregnir frá Kalundborg herma að ofsaveður með regni, hagli og eldingum hafi enn á ný gengið yfir Danmörgu, aðfara- nótt þriðjudagsins. Skipum hafði hlekkzt á í Sundunum, kviknað í húsum og víða tjón orðið. Annars segja fréttir frá Dan- mörku, að fárviðrið sem geysaði föstudaginn 9. þ. m., og getið var um í »Degi«, sé eitt hið mesta, er menn muni eftir. Á Sjálandi er talið að um 1000 beyki- og greni- tré hafi rifnað upp með rótum í skógunum. í Horsens á Jótlandi og þar í grennd er talið að tjónið muni nema um milljón króna. Á skóggræðslusvæðunum á Jótlands- heiðum er talið, að stormurinn hafi rifið upp tré og brotið, svo að svari til þriggja ára skógar- höggs. Símar og raftaugar slitn- uðu víða um landið og olli þetta víða eldsvoðum. Víða gekk sjór á land til skemmda. Framh. á 2. síðu. að fullvíst þætti, að eigi hefði vínið verið fengið í því skyni, að veita það eða selja með ábata. —- f sambandi við þessa frétt vill »Dagur« leiðrétta það, er sagt var í fyrra blaði, að tollþjónn hefði fundið kassann í »GulI- fossi«. Sá misskilningur stafaði af truflun í útvarpstæki, er gerði fregnina mjög óglögga. Kassinn mun hafa verið á farmskrá skips- ins. En að því er heyrðist bezt var sagt í útvarpið, að hann hefði verið »skráður þar sem önnur vara« og var það skilið svo, að eigi hefði rétt verið skýrt frá innihaldi kassans. — Svo er að sjá á Reykjavíkur- blöðum, að eigi hafi Gísli Sigur- björnsson hlotið nefbrot né meiðsli, er liðsmenn hans og aðr- ir »nazistar« skiptust á pústrum fyrir nokkrum dögum. Hafði séð aðeins á einum manni lítilfjör- lega, en eigi var það Gísli. Innlendar fréttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.