Dagur - 01.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1934, Blaðsíða 2
62 DAGUR 22. tbl. Stefna íhaldsins í land- helgisgæzlunni. Forseti Fiskifélags Jslands kveður upp sinn dóm. Smábátaútvegurinn krefst þess að vel sé séð fyrir landhelgisgæzl- unni. Slælegt eftirlit og óhöndu- legt fyrirkomulag á því sviði get- ur riðið þeim atvinnuvegi alger- lega að fullu. Á meðan þessi gæzla var undir yfirumsjón Framsóknarmanna, var hún í bezta lagi, sem kunn- ugt er, eftir því sem ástæður lágu til. Það, sem á skorti, átti að bæta upp með fullkomnari löggjöf; í- haldsmenn stóðu fast á móti þeim umbótum, og þeim tókst að eyði- leggja framkvæmd þeirra. Sumir af foringjum fhalds- flokksins voru síóánægðir yfir því, hvað Framsóknarmenn tóku gæzlu landhelginnar og um leið vernd smábátaútvegsins föstum tökum. Sú óánægja var runnin undan rifjum stórútgerðarmanna, sem töldu sér stundarhag í því að landhelginnar væri slælega gætt. Síðastl. tvö ár hefir landhelgis- gæzlan verið undir umsjón íhalds- ins. Magnús Guðmundsson hefir verið talinn yfirmaður hennar. En það er öllum vitanlegt, að hann hefir í því efni ekki verið annað en verkfæri í höndum nokkurra stórútgerðarmanna. Á þeim tíma hefir stórum skipt um til hins lakara. Sárar kvartanir hafa hljómað í eyrum manna úr austri og vestri út af yfirgangi togaranna innan landhelgislínunnar og frámuna- legu skeytingarleysi um hag smá- útgerðarmanna. Þar hefir ekki gengið á öðru en yfirtroðslum og lögleysum. Nokkurra þessara sársaukakenndu kvartana hefir áður verið getið Eér í blaðinu. Þar við má enn bæta umsögn þess manns, sem á að vera öðrum fremur dómbær um þessa hluti, en það er forseti Fiskifélags Is- lands, Kristján Bergsson. Hann skrifar í nýlega útkominn »Ægi« grein um sjávarútveginn 1933 og segir meðal annars um landhelg- isgæzluna: »Hana önnuðust eins og undan- farin ár varðskipin «Ægir« og »Óðinn«, auk þess sem »Þór« hafði þessa gæzlu á hendi fyrir Suðurlandinu jafnframt björgun- ar- og eftirlitsferðum þar á ver- tíðinni. Annars er varla hægt að tala nema um eitt skip við gæzluna, því að þessi skip hafa sjaldan verið við hana samtímis; hafa þau að mestu skipzt um starfa þenna, og hefir þá hitt skipið leg- ið í Reykjavík, nema þegar svo hefir staðið á, að þau hafi verið við björgunarstörf, og er það þá einkum »Ægir«, sem við þau hef- ir fengizt. Talsvert hefir verið kvartað um yfirgang togara á ýmsum stöðum á landinu, einkum þó austanlands, enda er þessi gæzla okkur allsendis ónóg, þegar ekki er haldið úti nema öðru varðskip- inu, og það auk þess notað jöfn- um höndum í ýmiskonar ferðalög eða til björgunarstarfa, því að mjög hægt er fyrir veiðiskipin, sem nú hafa flest loftskeytatæki og standa jafnan í skeytasam- bandi hvert við annað, að fylgj- ast með hreyfingum og ferðalög- um eins skips, en mjög illt eða næstum ógerningur að fylgjast með því, þegar tvö eða fleiri eru öll samtímis«. Máli sínu lýkur K. B. með breyttu letri á þenna hátt: »Það væri nmðsynlegt að koma landhclgisgæzlunni í betra lag, en nú er á henni, og er ekki annað sjáanlegt, en að það væri auð- gert með þeim skipakosti, sem við höfum yfir að ráða, og því fé, sem árlega er til hennar varið . Dómur gagnkunnugs og hlut- lauss manns er þá þessi: Við höf- um skipakost, til þess að hafa landhelgisgæzluna í lagi, og nægi- legu fé er varið til hennar árlega, en þó er hún okkur »allsendis ó- nóg«. Hvað veldur? Hér getur ekki verið öði*u til að dreifa, en viljáleysi þeirra, er yfirráðin hafa. Stefna íhaldsins í landhelgismálunum er að stjórna þeim til hagsbóta fyrir eigendur einstakra stórútgerðarfélaga, sem þykir gott að maka krók sinn í skjóli »allsendis ónógrar« land- helgisgæzlu, en stefna íhaldsins «agr ekki sú, að hlynna að hag smá- útgerðarmanna eða sjómanna al- mennt. Fái íhaldið að ráða yfir þessum málum áfram, er atvinnu- vegur þessara manna í veði. Straumhvorf í Fyrir nokkru var þess getið í fréttapistlum hér í blaðinu, að svo liti út sem fylgi við Jón í Stóradal og Bændaflokkinn yrði mjög mikið í Austur-Húnaþingi. bæði úr íhalds- og Framsóknar- áttum. Eftir áreiðanlegri heimild má nú fullyrða, að í þessu efni hafi orðið mikil straumhvörf síð- ustu vikurnar, þannig að kjós- A-Húnaþingi. endafylgið falli í stríðum straum frá Jóni og Bændaflokknum, og mun þetta eiga jafnt við báða flokka, Framsóknarmenn og í- haldsmenn. Samkvæmt þessu er útlitið fyrir Jón í Stóradal og Bændaflokkinn óglæsilegt í Aust- ur-Húnaþingi eins og alstaðar annarstaðar. Það tilkynnist hér með, að ekkjan Sigurbjörg Hallgrímsdóttir andaðist þann 24. febrúar. Jarðarförin er ákveðin laugardaginn 3. marz, að Möðruvöllum í Hörgárdal. Húskveðja fer fram kl. 10,30 f. h., á heimili hinnar látnu, Hótel Gullfoss, Akureyri. Aðstandendurnir. Raddir frá bœndafundum. Fulltrúaráð Framsóknarfélags Suður-Þingeyinga hélt aðalfund sinn súnnudaginn 11. febr. s. 1. að Laugum í Reykjadal. Fulltrúar voru mættir úr flestum eða öllum hreppum sýslunnar, þar á meðal þingmaður kjördæmisins, Ingólf- ur Bjarnarson í Fjósatungu. Meðal annars var eftirfarandi ályktun samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: »Aðalfundur fulltrúaráðs Fram- sóknarfélags Suður-Þingeyjar- sýslu-kjördæmis lítur svo á, eftir þeim skýringum, sem fram hafa komið frá báðum hliðum, að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja alþingismönnunum Hannesi Jóns- syni og Jóni Jónssyni úr Fram- sóknarflokknum, enda hafi þeir áður gefið fullkomið tilefni til þess. Hinsvegar lýsir fundurinn vonbrigðum sínum út af frá- hvarfi Tryggva Þórhallssonar og megnri vanþóknun á ásökunum þeim, sem hann varpar á Fram- sóknarflokkinn í vikublaðinu »Framsókn« og mótmælir ein- dregið öllum íilraunum hins svo- kallaða »Bændaflokks«, er sýni- lega leiða eingöngu til þess að kljúfa stjórnmálasamtök bænda og veikja viðnámsþrótt þeirra gagnvart andstæðingunum. Fund- urinn skorar því fastlega á alla samherja, sem fyrr og síðar hafa skipað sér undir merki Fram- sóknarflokksins og samvinnufé- lagsskaparins í landinu, að láta ekki blekkjast af slíkum frávill- ingum, heldur þjappa sér sem Myndastyttu af Páli Briem, amt- manni, hefir Ríkarður Jónsson, lista- maður gert. Er það brjóstmynd mjög vel af hendi leyst. Minningarsjóður hins látna merkismanns stóð straum af kostnaðinum. Myndastyttuna á að setja niður hér á Akureyri, þar sem Páll Briem vann sitt þjóðnýta starf síðustu fastast saman um áhugamál sín fyrir næstu kosningar og treysta skipulag flokks síns á öllum svið- um«. Fulltrúaráð og félagsstjórn Framsóknarfélags Norður-Þing- eyjarsýslu hélt fund að Garði í Núpasveit 29. jan. s. 1. Eftirfar- andi tillögur voru samþykktar með samhljóða atkvæðum: 1. Fundur fulltrúaráðs og fé- I agsst j órnar Framsóknarf élags Norður-Þingeyjarsýslu, haldinn aö Garði í Núpasveit 29. jan. 1934, lýsir yfir því áliti sínu, að hann telur brottvikningu alþingismann- anna Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar úr Framsóknarflokkn- um í des. s. 1. hafa verið óum- flýjanlega vegna starfsemi flokks- ins í framtíðinni«. 2. »Fundurinn ákveður að halda fast við stefnu og starfsreglur þær, er samþykktar voru á síð- asta flokksþingi Framsóknar- manna og lýsir fullri andstöðu við hinn nýstofnaða Bændaflokk. í tilefni af því felur fundurinn deildarstjórum sínum að safna meðlimum í félagið. 3. »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir framkomu þingmanns- ins og viðhorfi til stefnumála Framsóknarflokksins og felst al- gerlega á þann samstarfsgrund- völl, sem ráðgerður var af Fram- sóknax*- og jafnaðarmönnum í sambandi við samkomulagstil- raunir um stjórnarmyndun á s. 1. Alþingk. ár æfi sinnar. Er myndastyttan talin verða hin mesta bæjarprýði og er því nauðsynlegt að velja henni heppilegan stað. Lystigarður bæjarins sýnist vera sjálfkjörinn staður fyrir hana, þvf þar mundu bæjarbúar og aðkomugestir njóta hennar bezt. BnmnHHmmmmB NÝKOMIÐ « I/ i jarn- 09 giMeii Krystal- og gler-vörur í þrem litum. Skálar, föt, allskonar diskar. Mjög hentugt til tækifærisgjafa. Kaupfélag Eyfirðinga. mmmmmmmmmm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.