Dagur - 20.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 20.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- 1ögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- XVII . ár. I mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 20. marz 1934 Innlendar fréttir. Föstudaginn 9. þ. m. skipaði ráðuneytið menn þá, er eiga að taka sæti í gjaldeyrisnefndinni, samkvæmt hinum nýju bráða- birgðalögum um gjaldeyrisleyfi og innflutning. Nefndina skipa L. Kaaber bankastjóri, af hálfu Landsbank- ans, og er hann formaður nefnd- arinnar; Jón Baldvinsson, banka- stjóri af hálfu útvegsbankans, Björn Ólafsson, heildsali, Kjartan ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði og Hannes Jónsson, alþm. á Hvammstanga; allir skipaðir af ríkisstjórninni. Áttu fjórir hinir fyrstnefndu sæti í innflutnings- nefndinni, en Hannesi Jónssyni hefir verið bætt við. Það er vert að athuga, að með skipun þessarar nefndar er ger- samlega gengið framhjá sam- vinnufélögunum, er engan full- trúa eíga í nefndinni. Prófkosning i Skagafirdi hefir fram farið meðal Fram- sóknarflokksins. Voru kosnir þeir séra Sigfús Jónsson, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki og Stein- grímur Steinþórsson, skólastjóri á Hólum. Verða þeir þá sennilega í kjöri fyrir flokkinn á komandi sumri. Embœttismenn. Páll Kolka, læknir í Vestmanna- eyjum hefir fengið veitingu fyr- ir Blönduóslæknishéraði. — Jón Pálsson, dýralæknir, hefir verið skipaður dýralæknir í Sunnlend- ingafjórðungi. Þessir prestar hafa fengið lausn í náð og með eftirlaunum: séra Runólfur Magnús Jónsson, prestur að Stað í Aðalvík vestra; séra Árni Þórarinsson, prestur að Miklaholti og séra Pálmi Þór- oddsson, prestur að Hofsós. Flokksfundur Framsóknar- manna i Suður-Múlasýslu. (Frh.). Á fundi í Framsóknarfélagi Geithellnahrepps voru þessar á- lyktanir samþykktar með sam- hljóða atkvæðum allra fundar- manna: »Fundurinn lítur svo á, að brottvikning þeirra Jóns Jónsson- ar og Hannesar Jónssonar, úr Framsóknarflokknum, hafi verið óhjákvæmileg, og lýsir ánægju sinni yfir aðgerðum miðstjórnar- innar í því máli. Fundurinn lítur svo á, að stofn- un hins nýja Bændaflokks sé að- eins gerð til liðveizlu við andstæð- inga bænda við næstu kosningar, án þess hinsvegar að flokkurinn hafi nokkur þau áhugamál á stefnuskrá sinni, er Framsóknar- flokkurinn eigi berst fyrir, og væntir því fundurinn þess, að kjósendur kjördæmisins skipi sér fast saman til fylgis við Fram- sóknarflokkinn við næstu kosn- ingar. Jafnframt og fundurinn telur sanngjarnt, að einstaklingar inn- an hvers sveitafélags fái að sitja fyrir þeirri vegavinnu, sem unnin er innsveitis í hverjum hreppi, telur hann órýmilegt, að kaup þeirra sé lægra, en þeirra manna, sem til vegavinnu eru ráðnir úr verklýðsfélögum. Fundurinn telur bráðnauðsyn- legt að vinna fast að því, að sem bezt skipulag fáist á afurðasölu bænda innanlands, og lítur þann- ig á það mál, að einmitt með sam- vinnu við Alþýðuflokkinn megi ná sem beztum árangri í því með hagsmuni kaupenda og seljenda fyrir augum, — með breyttu og bættu sölufyrirkomulagi«. 1. »Fundur Framsóknarfélags í Norðfjarðarhreppi gerði svo- felldar ályktanir: »Fundurinn telur áð brottvikn- ing Jóns Jónssonar og Hannesar Jónssonar úr Framsóknarflokkn- um hafi veriö óhjákvæmileg, vegna framkomu þeirra á undan- förnum þingum og lýsir fullu trausti á miðstjórn flokksins fyr- ir röggsamlega meðferð á því máli«. 2. »Fundurinn lítur svo á, að tilraun Tryggva Þórhallssonar og félaga hans til myndunar nýs flokks stefni einvörðungu í þá átt að stuðla að því, að íhaldið nái hreinum meirihluta við næstu kosningar og skorar nú alvarlega á alla Framsóknarmenn að standa óskiftir saman við kosningarnar«. Flokksþing Framsóknar hófst á sunnudaginn í Reykjavík og voru þar á annað hundrað full- trúa og voru þó margir ókomnir héðan af Norðxirlandi. — Héðan af Akureyri fóru 5 með fulltrúa- umboð: Þorsteinn M. Jónsson, Ingimar Eydal, Vilhjálmur Þór, Árni Jóhannsson og Karl Ingj- aldsson. Úr Suður-Þingeyjarsýslu hafði »Dagur« spurnir af þessum fulltrúum: Sigurði Jónssyni, Arn- arvatni, Sigurði Bjarklind, kaup- félagsstjóra, Þórólfi Sigurðssyni, Baldursheimi, Birni Sigtryggs- syni, Brún, Jóni Sigurðssyni, Yztafelli. úr Norður-Þingeyjar- sýslu spurði Dagur þessa: Har- ald Ásmundsson og Björn Har- aldsson, feðga frá Austurgörðum, Kelduhverfi; Þorstein Þorsteins- son, Daðastöðum í Núpasveit; Helga Kristjánsson, Leirhöfn á Sléttu; "Baldur öxdal, Austara- Landi í Axarfirði. En hálfu fleiri munu hafa farið úr Þingeyjar- sýslunum báðum. Héðan úr Eyja- firði vissum vér um alþingis- mennina báða, Einar Árnason og Bernharð Stefánsson; ennfremur Jón Melstað og Jósef Thorlacius. Hljómleikar Gunnars Pálssonar í Nýja Bíó 13. og 15. marz. Ef Gunnar Pálsson væri venju- legur viðvaningssöngvari, mundi vera nægilegt að gefa honum hrós í hástigum nokkurra lýsingar- orða, og láta þar við sitja. En nú má það vera öllum ljóst, að hér er á ferðinni maður, sem var- ið hefir miklum tíma og orku í markvissa þjálfun raddar sinnar, og öðlast alveg sjaldgæfa tekniska kunnáttu, á okkar mælikvarða. Það sæmir þess vegna ekki annað, en að reyna að gera honum eins ítarleg skil í umsögn, og efni til standa. Gunnar Pálsson hefir mjög há- an, ljósan tenór. Legan er óþving- uð og náttúrleg, og tónhæfnin al- veg óbrigðul. Röddin er svo ein- ræmd (egal), að auðsætt er, að söngvarínn hefir lagt á það at- riði alveg sérstaka, ráðna áherzlu við námið, og er það að vísu mjög mikilsverður kostur, en getur þó, á hinn bóginn, valdið nokkrum takmörkunum, og kem eg að því seinna. Framkoman er góð, og söngafrekið mjög skilmerkilegt. En þó er kannske jafnvægi og þrek stærstu kostir hans. Enda 30. tbl. Nýja-Bíó i Þriðjudagskvöld kl. 9. " SíOasti Mohikaninn. HEFNDIN. — Siðari hluti. — Hljóra- og talmynd f 10 þáttum, HARRY CflREY og ROBERT BOSWORIH. Sagamore hefnir sín og yfirvinnur Magua. Þessi hluti er meira spennandi og fjölbreytt- ari að, efni. eru þeir tveir eiginleikar nauð- synlegastir allra fyrir söngvara á konsertpalli, — þessu langsamleg- ast torveldasta sviði innan allrar söng- og leiklistar. Því þar sem leikarar og óperusöngvarar geta stuðzt við óslitið bylgjufall frá- sagnarinnar, þá hefir konsert- söngvarinn ekkert í höndum ntsma sundurleit slitur, litlar smásögur, sem oftast hanga saman á blá- þræði einum. Og Guð hjálpi þeim söngvara, sem fer með slíkt hía- lín upp á konsertpall, án þreks og jafnvægis. Það er einmitt skortur á þessum tveim eiginleikum, sem er þess valdandi, að almenningur sækir konserta flestra söngvara okkar með sama hugarfari, og væri þeir að spila í happdrætti: Kannske trumbar allt saman, — en hugsast getur nú að honum takist upp! En þó þessir kostir séu til stað- ar, og raddbragð þar að auki, þá þarf þó fleira með, ef vel á að vera, til að blása lífi og lit í hin sundurlausu dragaslitur konsert- verkefnanna. Það þarf óendanlega hugkvæmni í notkun hinna smá- gervustu möskva ljóðs og lags, það þarf ákveðna »individuella« skaphöfn, það þarf háa, þroskaða músikmenningu, og það þarf loks heita og algerða innhyggð í verk- efnið. Nú munu menn segja, að ósanngjarnt sé að krefjast þessa alls af Gunnari, og má vera, að svo sé, en þó finnst mér, sem hver alvarleg konsertumgetning verði að styðjast við markmið, og við þessi markmið ein, sé hún ekki falsanir tómar. En séð frá þess- um' viðhorfum, finnst mér Gunn- ar aðaik'ga þetta á bresta: Hann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.