Dagur - 20.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1934, Blaðsíða 2
84 DAGUR 30 tb!.. er mjög ópersónulegur söngvari. Honum verður ekki matur úr textum. Að vísu fer hann sæmi- lega lýtaiaust með þá, en þeir eru honum ekkert hjálparmeðal. Lit- brigða gætir mjög lítið. Tóninn skortir á í ferskju og sveigjankik (EJasticitet), og honum virðast vera reistar nokkuð raramar skorður, og gerir það hann ó- frjálsari og ófrjórri, og alla inn- hyggð erfíðari. Eg gæti hugsað mér, að þetta kæmi að nokkuð roiklu leyti a:f einbeittni þeirri" sem ég gat um hér að framan, að söngvarinn htfði lagt á Ega-lcet vitf tónmyndunina. Ef ganga skyldi út frá að hann hefði nú náð fullum þroska, og þetta væri hans fasta, endanlega form, mætti í fáum orðum skil- greina hann, sem söngmann, á þessa leið: Hann er raddmaður ágætur, á- byggilegur og skilmerkilegur til afreka, og ákjósanlegur tekniskur verkefnakynnari. Públíkum hans mætti ætíð vera öruggt um hann, og liði alltaf vel hjá honum. En hinn svala unaðshroll ofan eftir bakinu, þetta örugga aðalsmerki hinnar hæstu lífsnautnar, mundi það ekki þurfa að vænta sér frá honum. En nú er Gunnar ennþá ungur maður, fullur af áhuga og dugn- aði, svo ástæðulaust er annað en vænta sér af honum mikilla fram- fara og aukins þroska. Kona hans lék undir, sympate- tiskt og nærgætið, en fjarska voru »prentvillurnar« margar! Aðsókn var sæmileg, þó betri hefði mátt vera, og fólk mjog þaklátt. — Gunnar Pálsson er nú á förum héðan úr bænum. Hann hefir ver- ið einhver mesti máttarstólpi í sönglífi bæjarins undanfarin ár, og fjöldi söngfólks hér hefir not- ið kennslu hans, beint og óbeint. Eg veit eg tala fyrir munn allra músikvina bæjarins, þegar eg flyt honum alúðarþakkir fyrir mikið og ósérplægt starf, fyrir kenjalausa samvinnu og framúr- skarandi prúðmensku. Og eg veit, að þó Akureyringar harmi mjög burtför hans, þá munu þeir gleðj- ast, ef það mætti verða honum til frekari þroska og frama. Akureyri 16. marz 1934. Stefán Bjarman. Hið merka danska blað, »Poli- tiken», hermir eftir fregnritara sínum í Helsingfors, að prófes- sor Smirnoff, hinn frægi formað- ur læknavísindastofnunarinnar í Moskva, hafi ásamt aðstoðar- manni sínum, prófessor Cohn, gert stórvæga læknisfræðilega uppgötvun. — Smirnoff hefir ein- beint rannsóknum sínum að starfi mannshjartans og bent á, að það sé það líffærið, sem menn viti minnst um, svo mikilvægt sem það er. Hefir hann um langt skeið gert tilraunir á hundum og kött- um, og þær virzt leiða í ljós, að hjörtu, sem stanza við skyndilega vöðvalömun, hvort heldur sem er að kenna hræðslu, eða áhrifum rafmagnsstraums, megi aftur fá til eðlilegrar starfsemi. Fyrir nokkru fékk prófessor Smirnoff leyfi til þess að gera til- raunir sínar á mönnum. Fyrst reyndi hann við verkamann, er beðið hafði bana af rafmagns- straumi og tókst að lífga hann. En mánudaginn 26. febrúar leysti Smirnoff það afrek af hendi, sem telja má algjörlega einstætt í sögu læknisfræðinnar. Maður nokkur datt á stræti og stóð ekki upp aftur. Læknir var sóttur, 'og sannfærðist um, að maðurinn væri þegar dauður, og að banameinið væri vafalaust hjartalömun. Datt honum í hug að láta aka líkinu á tilraunastofu Smirnoffs. Var það þegar lagt á skurðar- borðið. Prófessorarnir Smirnoff og Cohn skáru nú til hjartans, og leiddu rafmagnsþræði að hjarta- vöðvunum, um leið og þeir spýttu örvunarmeðali, er Smir- noff hefir fundið, inn í seöar hins framliðna, en meðal þetta knýr hjartað til vélgengrar starfsemi, roeð aðstoð rafmagnsstraumsins. Eftir að prófessorarnir höfðu starfað um stundarfjórðung að líkinu, tók hjartað að slá. Þeir tóhu nú rafmagnsþræðina úr sam- bandi við hjartavöðvana, hjartað hélt áfram af eigin ramleik og hinn framliðni lauk upp augun- um. — Daginn eftir hermir fregnrit- arinn að hinum »upprisna« hafi liðið prýðilega og að enginn efi leiki á því, að hann verði útskrif- aður þegar skurðurinn sé gróinn. Smirnoff þykir þá með þessu hafa sannað álit sitt, að hjarta- lömún, er stafar af ytri vélgeng- um áhrifum, þurfi ekki endilega að leiða til bana, en hann leggur auðvitað áherzlu á það, að endur-' lífgun verði að fara fram þegar eftir andlátið, áður en líkaminn taki að stirðna og blóðið sé hlaupið frá hjartanu. Nú hefir Smirnoff fengið skip- un um að halda áfram tilraunum sínum í sambandi við rússnesk sjúkrahús. Hefir verið byggð fyr- ir hann tilraunastofa í sambandi við hjartveikrasjúkra hús á Krím. Tilraunirnar þar eiga aðallega að beinast að því að lækna skemmd eða sýkt hjörtu, á grundvelli upp- götvana Smirnoffs. Er það nokk- uð annað en það, sem hann hefir að þessu gert; þar hefir verið að ræða um hjörtu, sem heilbrigð hafa verið í sjálfu sér, þótt lam- azt hafi til dauða af utanaðkom- andi áhrifum. Með skipunum nú um helgina fóru héðan frú Sigurjóna Jakobsdóttir, með manni sínum Þorsteini M. Jónsssyni bóksala; frú Hlíðar, Stefán Árnason, kaupm., Erlingur Friðjónsson, öll til Reykjavíkur. Til Reykjavíkur og út- landa fór Vilhjálmur Þór, kaupfélags- sstjóri, m|S Goðftfossk 1^2^ K. E. A.sSgS^€ |eð síðustu skipsferðum fengum við mjög miklar birgðir af emailleruðum vörum svo sem: Poííum, skálum, fötum, diskum, könnum. kötlum o. //. Emailleraðar vörur fást hvergi betri né ódýrari. | Kaupfélag Eyfirðinga, ~ Járn- og Olervörudeild. ||f insiir Niðurl. Með hliðsjón af þessum atburð- um, þarf auðvitað engum að koma á óvart, þó að stigamennirnir haldi áfram hlutverki sínu og til- kynni, að þeir muni hafa fram- bjóðendur í kjördæmum landsins við næstu kosningar til Alþingis, er fram fara á komandi sumri. En hitt verður eflaust mörgum fyrir, að velta málefninu rækilega fyrir sér, og spyrja þvínæst, bæði sjálfa sig og aðra, nokkurra spurninga. Og strax við fljóta yf- irsýn verður ljóst hvert getur stefnt. Þegar atkvæði frá kjós- endum, sem áður hafa óklofið og að verðugu hyllt Framsóknar- flokkinn, skiftast á milli fram- bjóðenda hans og frambjóðenda stigamannaflokksins, sem flekað geta hina reikulli kjósendur, verð- ur gefin staðreynd, að frambjóð- endur íhaldsklíkunnar í landinu fá hæsta atkvæðatölu og vinna kjördæmin hvert af öðru. Og hvað er það þásemhinir póli- tísku siigamenn verða valdir að? Því er fljótsvarað. Þeir hjálpa í- haldinu til að ná á hægan hátt öllum æðstu völdum meðal þjóðai'- innar. Hjálpa íhaldinu, sem arð- rænt hefir þjóðina meira og minna og þar með skapað flokk ofbeldismanna. Hjálpa íhaldinu, sem enga skóla og enga sanna menningu vill hafa. Og hver er meiri stigamennska en það, að hjálpa þessu íhaldi til að fá að íalda áfram eyðileggingum sínum og æfa skrílvikur þess á milli? Hver er meiri stigamennska en það, að bægja öllum beztu mönn- um þjóðarinnar frá völdum? Eg spyr. Svari þeir, sem þykjast geta það. En þetta er nú það, sem stigamennirnir geta gert, og orð- ið með því beinlínis valdir að þjóðar-ógæfu. Þess vegna um fram allt, þið kjósendur: svarið stigamönnunum með fyrirlitningu og greiðið þeim ekki eitt einasta atkvæði við næstu alþingiskosn- ingar, Æska í íslenzkum sveitum! — Hverja vilt þú gera að æðstu varðmönnum þjóðarinnar, um næstu alþingiskosningar? Þá menn, sem drengilegast hafa bar- izt fyrir viðreisn sveitanna og mestu og beztu afrekað til þjóðar- heilla? Eða hyggst þú að stuðla til þess, ásamt stigamönnunum, að íhaldið nái yfirtökunum? Það, sem gert verður nú við alþingis- kosningarnar á komandi sumri, veldur straumhvörfum, meira en áður hefir þekkst, hvort sem það verður á verri eða betri veginn. Þetta er alvarlegt umhugsunar- efni. Æska sveitanna er liðsterk. Hvað vill hún? Hvort vill hún nú launa það, sem fyrir hana hef- ir verið gert, vel eða illa? Hefir hún þrek til að horfa í svika- skuggsjána og vit til að draga réttar ályktanir af því, sem þar ber fyrir augu? Skynja hið gín- andi hengiflug smánar, sem svik fimm-menninganna hefir leitt þjóðina fram á. Það er ekki ný bóla, að menn veljist til sundrungarstarfa. Og það eru alla jafna ómerkilegir snápar. En þegar mætir og mikil- hæfir menn gera sér leik að því, að svikja eigin lífsstefnur, svikja allt það bezta og göfugasta sem þeir hafa áður þekkt, þá fer að verða uggvænt um þjóðarmenn- ingu. Fyrir því verður það nú grátleg sjón, að sjá hin fimm, ó- þægu, rosknu börn, ganga jafn bíræfið og hiklaust til liðsemdar við hina holétnu blóðsugu-stétt, og raun er á orðin. Sigurður Kristinn Harpann. Gestir i bænum, er komu með síðustu skipum, eru m. a. og auk þeirra, er taldir hafa verið: Guðbrandur Isberg, sýslumaður Húnvetninga; frá Steinunn Jósefsdóttir frá Hnjúki í Vatnsdal og dóttir hennar, Guðrún; Höskuldur Baldvinsson, rafvirkjunarfræðingur, £ rafvirkjunarerindum til Ólafsfjarðar. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.