Dagur - 22.03.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 22.03.1934, Blaðsíða 3
31. tbl. DAGUR 87 eftir af árinu, og hafa sjómenn- irnir þann tíma enga eða lélega atvinnu. Að vísu hafa nokkrir leitað at- vinnu í öðrum landshlutum á vetrarvertíð, við og við, en hefir reynzt misjafnlega. Ef einhver spyrði hversvegna Dalvíkingar ekki hafa svo stóra báta, að þeir geti gengið á vetrai’- vertíð, svo sjómennirnir þurfi ekki að vera atvinnulausir heima hálft árið, þá er því til að svara, að við núverandi skilyrði er engin leið til að hafa þar stærri báta en nú eru, fyrst þegar hafnarbæt- ur vorða gerðar, verður það kleift. Ég játa að ötulum sjómönnum, sem vaka nætur og daga á ýmsum tímum sumarsins, er hvíldar þörf að lokinni vertíð, það munu þeir eldri og þreyttari þekkja. Hiti veit ég og jafnvel, að mörgum mum þörf að fá vim.u einhvern hiuta vetrarins, ekki sízt ef veitíð bregzt að meira rða minna leyti. Og þó nú hafi verið kí’eppa, eru hendurnar sem unnið geta, fleiri en nokkru sinni áður. Þeir sem ekki hafa vinnu, eru ó- magar á sveit sinni, og þjóð, að nokkru. Til eru nógu margir menn, og til eru möguleikar, ef margar hendur eru samtaka. Eng- um dettur í hug að byggja höfn í Dalvík á einu ári. Nei, það verk á að standa í mörg ár, það á að veita atvinnu í mörg ár, og það á að hefjast hið allra fyrsta. Róm var ekki byggð á einum degi. Það verður hafnargarður í Dalvík heldur ekki. Hinsvegar verður það mann- virki að gefa verkefni í mörg ár þannig, að unnið verði að því mest á þeim tímum, sem fram- ^eiðslustörfin ekki kalla. Dalvík- ing-ar eru flestir atorku- og dugn- aðarrm°'nn ti!l átaka> Þó Þar kunni líka sem’ annarstaðar að finnast kommúnist.,8kir kúalubbar, sem finnst frami sinn mestur 5 Því’ að slíta buxnav ’ösum. Svarfdælir hafa með frjáls'um samtökum lagt akveg, sem þeir aldrei munu eftir sjá að hafa unniJ' endui- gjaldslaust. Svarfdælsií un8’" mennafélög hafa borið up'pí lagsleg málefni og menning.arat- riði um langt skeið, og ekki aiís fyrir löngu með styrk frá ríkis- sjóði, og góðum mönnum, reist sundskála, er lengí mun standa sem minnisvarði samtaka og fé- lagslyndis. Hér er verkefni — nýtt og stórt. Það verður að hefja með samhug allra. Menn mega ekki bíða eftir því, að ríkissjóður hampi peningapoka sem styrk- veitingu til hafnarbóta í Dalvík. Menn mega heldur ekki bíða eftir því, að stórviðri og brim beri fleiri báta en orðið er upp í fjöruna, mylji þá þar til eldsneyt- ís og grafi vélarnar i sandinn. Það er einstaklingstap og þjóðar- •tap. Það er líka þjóðartap, þegar verkfúsar hendur vilja af alhug starfa að framtíðarverkefnum, en finna engin. En hér getur enginn einn neinu (Niöurlag). Frá alda öðli hafa menn trúað á anda, engla og hálfguði og guði. Þessa trú á furðuverur, marg- falt fullkomnari mönnunum sjálf- um, heldur dr. Helgi eiga upptök sín frá andlegu sambandi, sem stöðugt hafi verið og enn sé, milli jarðarbúa og fullkomnari íbúa annara stjarna. »Með vaxandi skilningi«, segir Helgi, »hvarf margs konar hjátrú og á enn eft- ir að hverfa«. »Nú vitum við«, segir hann ennfremur, »að enginn Zeus býr á Olympusfjalli og eng- inn óðinn og Þór í Ásgarði«. — Hann hyggur, að með vísindanna hjálp takizt að finna guðina á öðrum hnöttum. Mennirnir geta orðið og eru sumir þegar orðnir guðir, og í þá átt á mannkynið að stefna, að allir menn og kormr verði seinast guðir. En til að flýta þeirri fyllingu þróunarinnar verður að komast betur og betur í samband við verur annara hnatta. Til þess þarf miklar og margar tilraunir — og þarf til þess mikið fé. Voldugar bygging- ar þarf að reisa á tilvöldum stöð- um, líkt og menn nú reisa stjörnuturna á háum fjöllum, þar sem er heiðskýrt lopt og önnur skilyrði eru bezt. Og dr. Helgi treystir því, að ekki líði á löngu áður slíkar risahallir verði reist- ar víðsvegar í löndum, og verði þær byggingar hinar voldugustu og veglegustu á jörðu hér. Með þessari framtíðarspá endar Helgi ritgjörð sína í þýzka tíma- ritinu. — Það væri nú vissulega æskilegt, að honum yrði að þeirri trú sinni, að sambandið gæti komizt á, og það svo myndarlega, að daglega mætti útvarpa til allra kirkna um víða jörð öllum helztu framlífsfréttunum og hinum nýrri guðspjöllum. Það var hér á árunum, þegar andatrúin stóð með blóma, að margir hugsuðu sér nýja tíma í vændum fyrir guðs kristni í land- inu. Menn hugðu, að þá og þegar mundu prestarnir, með hjálp valdra miðla, geta farið að punta upp á guðsþjónustuna með ýms- um dularfullum fyrirbrigðum og orkað. Hér þurfa samtök — öfl- ugan félagsanda heima í héraði. Eólksfjöldi Dalvíkur fer ört vaxandi. Krafan um hafnarbætur hlýtur að fara síhækkandi. Vél- bátaútvegurinn vex, og á víkinni liggja vaxandi verðmæti, sem tryggja þarf fyrir ágangi Ægis- dætra. Svarfdælir! Finnst ykkur ekki kominn tími til að fylkjast um merki það, sem fyrst verður að hún dregið þegar hafnargarðs- byggingunni er lokið ? Finnst ykkur ekki tími til að byrja nú á því verki, sem tekur 5 eða 10 ár, — ef til vill lengri tíma — að fullgera? Kaupmannahöfn í febr. 1934. Gisli B. Kristjánsson. fréttum handan að, með þrumu- gangi, englasöng og eldglæring- um. Með slíkri nýung þótti vakn- ing vís meðal safnaðanna, svo að kirkjurnar troðfylltust. Þetta rættist ekki í það sinn, en margs má vænta, skulum við vona, þegar sambandið næst við aðra hnetti. Dr. Helgi hefur opt í ritum sínum áminnt lesendurna um, að afaráríðandi sé, að menn vilji samstillast sér í þessum skoðun- um sínum. Hann hefur jafnvel tekið svo djúpt árinni, að segja: »trúið á mig«! Og hann hefur einnig gefið okkur Islendingum það fyrirheit, að fyrir slíkt fylgi og samstillingu mundi veðrátta og ársæld öll fara stórum að batna. Hvað samstillingunni líður, mun Helga enn þá finnast fátt um, en um hitt munu margir sam- mála, að veðráttan sé nú á bata- vegi og vonandi að allir samstill- ist í þeirri ósk, að svo megi hald- ast og að fólkið megi batna að sama skapi. Lengi framan af var dr. Helgi andvígur andatrúarmönnum og vantrúaður á þeirra boðskap all- ann. Á seinni árum er hann hins vegar farinn að gefa mikinn gaum að tilraunum þeirra og virðist nú orðinn þess vísari, að einmitt með hjálp góðra miðla sé fengin vísindaleg(!) aðferð til að ná sambandi við framliðna á öðr- um hnöttum og þær æðri verur, sem þar búi. í ofangreindri ritgjörð telur hann það sannaö, að tekist hafi að ná sambandi viö menn, sem staddir séu í fjarlægum löndum eða öðrum heimsálfum. Og með þessari vissu fenginni, finnst hon- um auðstigið næsta skrefið, þ. e. að samskonar sambandi verði náð við íbúa á öðrum hnöttum. Eins og mörgum mun kunnugt, hafa bæði andatrúarmenn og guð- spekingar um langt skeið fullyrt, að fjarskynjun, eins og hér ræðir um, milli manna, þó langt búi hvor frá öðrum, sé opt vottfest og sönnuð. Þetta er hinsvegar vé- fengt af öllum þorra vísinda- manna, og það einmitt af þeim, sem margar ítarlegar og ná- kvæmar tilraunir hafa gert, til að reyna að sannfærast um hvort þetta afarmerka fyrirbrigði eigi sér stað. Spyrji maður sálfræð- ingana, eðlisfræðingana, geð- veikra- og taugalæknana og aðra nafnkunna vísindamenn í trúnað- arstöðum við helztu háskóla menningarlandanna, þá leiða þeir annaðhvort hjá sér að svara spurningunni eða gerneyta því að fjarskyújun sé vísindaleg stað- reynd. Meðan málið er ekki lengra á veg komið erum við, sem ekki leggjum sérlega stund á framlífs- fræði — vanti’úaðir (ekki á fram- líf eða annað líf — því trúlegast er að lífið sé ódrepandi og ófor- gengilegt — heldur á framlífsins fyrirkomulag eða hátterni). Lík- lega engu síður en þeir, sem trú- aðir kallast, æskjum .við eftir framlífi góðu og batnandi og við vorkennum þeim sem vonlausir eru um slíkt (ætli þeir séu annars Kærar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Jóns Jónssonar frá Klúkum. Aðstandendurnir. margir?); og við höfum hreina andstyggð á þeim, sem dirfast að tala líkt og Kobbi á Hamri (sem Bj. Thorarensen kvað um »Aldrei rísa upp andaðir — innti Kobbi á Hamri, með glamrk o. s. frv.). En við viljum hinsvegar ekkert traust byggja á neinni trú sem sprottið hefir í skjóli vanþekking- ar eða af misskilningi eða óná- kvæmri athugun eða af því einu — »að mæla börn sem vilja«. Við skulurn þrá með eftirvæntingu þá tíma er við sjáum þau tákn og stórmerki, sem sanni okkur sam- bandið við æðri verur svo að við þurfum ekki að byggja okkar framlífsvonir á neinum gömlum þjóðsögum eða hjátrú (sem köll- uð er trú). En ef við nú ekki upp- lifum svo merkileg tíðindi í lífinu hérna megin, þá bíðum við bara ofboð rólega þangað til við vökn- um — ef við á annað borð höf- um nokkurntíma sofnað. En sé um svefn að ræða, þá líður tím- inn fljótt og vel, þó langur sé. »Skyldi þeim engum bregða í brá, blessuðum nær þeir deyja?« orti Sig. Breiðfjörð um prestana. Og framliðni munkurinn, sem vitraðist hinum munkinum, vini sínum, hann sagði: »Totaliter ali- ter!« Þ. e. »Það er allt, allt öðru- vísi!« (en þeir höfðu hugsað sér). Hvað um það; einhvemtíma hitta menn þær réttu hugmyndir um hlutina. Og nú er spennandi að vita hvort dr. Helgi hefir rétt fyrir sér um vistina á stjörnun- um. Þeim sem verulega unna jarð- lífsins gæðum mega þykja það góðar fréttir, að eiga þar von á öllu svipuðu og þó betra en hér, Minnir sú kenning enn á skoðun síra Sig. á Presthólum í sálmin- um, sem áður var minnzt á. Þar lofar hann mönnum miklum veizlufagnaði í himnaríki. »Klára vín, feiti og mergur með« — er þar á borðum, eða eins og Hall- dór Kiljan hefir ritskýrt versið, gestirnir fái ekki einasta feiti (sem þá þótti einn dýrmætasti rétturinn), heldur fá þeir merg með feitinni! Frá alda öðli hafa lærðir menn kítt og jafnvel hnakkrifist út af biblíunni og skoðunum kirkju- feðranna. Líkt og t. d. hér á ár- unum þegar þýzkir guðfræðingar deildu hvasst út af gagnrýni Göschels á kenningar Lúthers um klofningu sálarinnar við dauðann o. s. frv. Um það kvað Páll ólafs- son, skáld: Göschel segir, sálir manna klofni, og svo muni’ annar klofningurinn deyja; en Lúther þykir líkast til þær sofni. Þeir ljúga báðir — held ég megi segja,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.