Dagur - 24.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 24.04.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. "Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVII i ár. J Akureyri 24. apríl 1934. I 44. tbl. Innlendar fréttir. Landsbanka- hneykslið. Sakamálshöfðun. Dómsmálaráðherra hefir 17. þ. m. fyrirskipað sakamálshöfðun í hinu margumrædda Mjólkurfé- lags-Landsbankamáli. Sakamálið er höfðað gegn Eyjólfi Jóhanns- syni, framkvæmdarstjóra Mjólk- urfélags Reykjavíkur, Guðmundi Guðmundssyni, aðalgjaldkera Landsbankans og aðstoðargjald- kerunum Steingrími Björnssyni og Sigurði Sigurðssyni. Málshöfð- unin er fyrirskipuð samkvæmt 13. kap. (um afbrot í embættis- færslu) og 26. kap. (um svik) hinna almennu hegningarlaga. Um seðlahvarfið hefir ekkert orðið uppvíst. En aftur á móti hitt, að síðan 1931 hefir Mjólkur- ^élagið öðruhvoru gefið út ávís- anir á enga innstæðu. Lágu svo á- vísanir þessar óinnleystar hjá gjaldkerum bankans, oft langa tíma — jafnvel nær hálfu ári. og voru endurnýjaðar hvað ofan í annað. 1. október í vetur nam upphæð þessara ávísana 64.500 kr., en voru þó komnar niður í 12.000 kr. 31. desember og hafa síðan verið innleystar. Þá hafa þeir Guðm. Guðmunds- son og Steingr. Björnsson fengið 'pjyísanir að láni hjá Mjólkurfé- laginu, til þess að taka út á þær peninga úr sjóði hjá sér sjálfum. Var sú peningataka dulin með því að láta ávísanirnar liggja í sjóðn- um. Guðmundur fékk t. d. snemma á ári 1932 5000 kr. á- vísun, er hann lét liggja í sjóði njá sér. Var hún endurnýjuð nokkrum sinnum; stundum inn- leyst og loks færð Guðmundi til skd„r hjá Mjólkurfél. í haust. Steingrimur fékk einnig ávísun 1932 að upphæð 1800 kr. Var hún einnig endurnýjuð oftar en einu sinni; síðan hækkuð upp í 2500 kr. og á endanum innleyst af Mjólkurfélaginu í haust. — Þá hefir og aðalgjaldkeri fengið á- vísanir að láni hjá öðrum mönn- um til þess að láta liggja í sjóði, en þær voru allar greiddar, er hann skilaði af sér. — Það virðist þá liggja í augum uppi, að hér hafi »gjöf séð til gjalda«. Forstjóri Mjólkurfélags- ins hefir með ávísunum á enga innstæðu náð í veltufé hjá gjald- kerum bankanna, tryggingarlaust, heimildarlaust og vaxtalaust, gjaldkerarnir geymt þær tímun- um saman í sjóði og lofað Mjólk- urfélaginu að endurnýja þær, til þess að hylma yfir greiðsludrátt- inn. Aftur á móti hafa þeir feng- ið ávísanir að láni hjá Mjólkur- félaginu til þess að dylja þurrð í sjóði hjá sér. Þegar upp komst fyrst um einn þátt þessa vefs, fyrrihluta vetrar, skýrðu gjaldkerarnir bankastjórn skakkt frá, kváðu slíkt aldrei hafa komið fyrir áður, og hefði í það sinn aðeins stafað af van- gá. Eins og getið var um í síðasta blaði, kom formaður Framsókn- arflokksins, Jónas Jónsson, alþm. meö »Goðafossi«, hingað til Ak- ureyrar á föstudagskvöld. Hafði hann stutta viðdvöl hér, en hélt á sunnudaginn austur yfir Vaðla- heiði bílleiðis. Samferða honum varð Þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi, er einnig kom að sunnan með »Goðafossi«. — Jón- as Jónsson mun dvelja eystra framundir mánaðamót, og halda þar framboðsfundi með kjósend- um, en eins og menn vita, var al- menn ósk þeirra, að hann yrði nú í framboði, er Ingólfur í Fjósatungu óskaði að hætta þing- störfum. Bæjarfréttir. Kvenfélagið »Framtíðin« hefir þrjú kvóld undanfarið haldið skemmtun í Samkomuhúsinu. Rennur allur ágóðinn til hins fyrirhugaða gamalmennahælis. — Til skemmtunar var »menuet«, danz- aður af frú Guðrúnu Ólafsson og frú Maríu Ragnars, en frú Lena Otter- stedt við hljóðfærið. Ungfrú Helga Jónsdóttir söng nokkra einsöngva og síðast léku margar félagskonur gam- anleikinn »Prá Kaupmannahöfn til Ár- ósa«. Á laugardag og sunnudag skemmtu í stað ungfrú Helgu Jónsdótt- ur Páll Bergsson frá Hrísey, er las »Marjas« eftir E. H. Kvaran, og Sig- urjón Sæmundsson, er söng fjóra ein- sbngva. Allt tókst þetta mjög ánægju- lega, enda var aðsókn nvjög góö. «?¦ Af Ávísanamálíð. Magnús Guðmundsson fyrir- skipar sakamdlsrannsókn. Frá máli þessu hefir áður ver- ið skýrt hér i blaðinu og hvernig íhaldsblöðin reyndu að þagga þann ósóma niður. Þeim tókst það þó ekki og mun það fyrst og fremst að þakka Nýja Dagblað- inu, sem stöðugt flutti fregnir af því, er upplýstist í sambandi við sviknu ávísanirnar, en reyndar kölluðu íhaldsblöðin allar slíkar upplýsingar pólitíska ofsókn gegn forstjóra Mjólkurfélags Reykja- víkur og gjaldkerum Landsbank- ans; einkum var það þó blað banka-eftirlitsmannsins, Vísir, sem lengst gekk í skömmunum út af því að verið væri að tala um sviknu ávísanirnar. Eftir 12 daga umhugsunar- frest sá dómsmálaráðherrann, Magnús Guðmundsson, sér ekki annað fært en fyrirskipa saka- málsrannsókn, eins og frétt ann- arstaðar hér í blaðinu skýrir frá. Hræðslan við það að ganga til kosninga með mál þetta ókarað, mun hafa rekið Magn. Guðm. til þess að fyrirskipa sakamálsrann- sókn gegn þessum mönnum. Hinn Nýja-Bíó Priðjudagskvöld kl. 9. Bros gegoun tar Alpýðusýning NiOursett verð. £ - Sýnd í síðasta sinn. - Miðvikudagskv. kL 9. Ný mynd. langi umhugsunartími bendir til þess, að sterk hafi tilhneigingin verið í þá átt að breiða yfir hneykslið, en óttinn við þungan á- fellisdóm almennings þó að lok- um orðið þeirri tilhneigingu yfir- sterkari. Afstaða íhaldsblaðanna í mál- inu hefir ótvírætt sannað það, að forráðamenn íhaldsflokksins ósk- uðu ekki eftir að því væri gaum- ur gefinn, en að þeir vildu þvert á móti láta þegja það í hel. En M. G. þorði ekki að eiga undir því. Þess vegna verða nú íhalds- blöðin að bíta í súrt epli. þeim, er léku, má sérstaklega nefna frúrnar Guðrúnu Ólafsson, Sigurjónu Jakobsdóttur og Maríu Ragnars. — Á laugardaginn buðu félagskonur 70—80 gamalmennum á skemmtunina. Á sunnudaginn var endað með danzleik. fslemka vikan stendur nú yfir, og gefur út blað daglega; gengst fyrir iðn- og viðskiptafræðsluerindum. Gluggasýningar eru eðlilega æði tak- markaðar, þar sem eigi má sýna annað til verðlaunasamkeppni en íslenzka framleiðslu. En sérstaklega smekkleg- ar sýningar getur að líta í gluggum K. E. A. á framleiðslu þess margvíslegri og skófatnaði J. S. Kvaran. Skátar héldu hátíðlegan sumardaginn fyrsta með hádegisguðsþjónustu á torg- inu, með aðstoð Lúðrasveitarinnar. Kl. 4 var skemmtisamkoma í Samkomuhús- inu. Flutti Jóhannes Sigurðsson erindi, Sigfús Halldórs frá Höfnum las nokk- ur kvæði úr nýútkominni kvæðabók Jó- hanns Frímanns, Jón Norðfjörð las gamansögu, »Ylfingar« dönzuðu Indí- ánadanz og síðast var skrautsýning. Skemmtu menn sér hið bezta. Um kvöldið var danzleikur í Samkomuhús- inu, t eyrar var sagt upp á laugardaginn. — Skólastjóri flutti allýtarlegt er- indi um nauðsyn skólans í sam- bandi við alþýðufræðsluna og um nánustu framtíð hans. Taldi sér- staklega nauðsynlegt að vinda bráðan bug að framhaldsbekk eða þriðja bekk, og að byggt yrði yf- ir skólann, og þétta því fremur, sem Akureyri væri að dragast aftur úr miklu minni bæjarfélög- um, t. d. fsafirði og Siglufirði. Fimmtán nemendur gengu und- ir fullnaðarpróf. Fara nöfn þeirra og aðaleinkunn hér á eftir: 1. Aðalsteinn Helgason 7.87 2. Anna Axelsdóttir 5.42 3. Arndís Bjarnadóttir 5.55 4. Ásgeir Gunnarsson 7.54 5. Friðjón Karlsson 5.05 6. Gróa Kristjánsdóttir 7.86 7. Guðrún Jónsdóttir 7.06 8. Gústaf Júlíusson 7.09 9. Hreiðar Stefánsson 6.44 10. Jónas Stefánsson 6.10 11. Júlíus Jóhannesson 5.03 12. María Pétursdóttir 7.09 :i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.