Dagur


Dagur - 12.05.1934, Qupperneq 1

Dagur - 12.05.1934, Qupperneq 1
 DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII, ár. Akureyri 12. maí 1934. | 52. tbl. Dr. Nielsen og félagar hans heilir á húfi. — Ferðin gekk æskilega. — útvarpsfrétt á fimmtudags- kvöld kvað dr. Nielsen, Jóhannes Áskelsson og förunauta þeirra hafa komið heilu og höldnu heim að Kálfafelli kl. 4 á fimmtudags- morguninn, hressa og heila með öllu. Hafði útvarpið tal af Jó- hannesi Áskelssyni. Kvað hann þá hafa lagt frá Kálfafelli 24. apríl, eins og áður er sagt, 9 manns, með 6 hesta undir far- angri. Annars ber honum að öllu saman 'við Guðlaug ólafsson, unz þremenningarnir sneru aftur á jöklinum og þarf ekki að endur- taka það, sem hér hefir áður ver- ið frá sagt. Ferðin frá Pálsfjalli að gos- stöðvunum gekk slindrulaust og dvöldu þeir þar þangað til á föstudag 4. maí, við að' rannsaka gosstöðvarnar. Telur Jóhannes að rannsóknin hafi gengið mjög að óskum, en nánari fregnir af þeim bíða, unz þeir félagar koma til Reykjavíkur. Gosið var mjög í Kommúnistar iapa verk/allstilraun. Nokkrar róstm* urðu í gær- morgun við »Lagarfoss«, er flokkur kommúnista hér yildi banna afgreiðslu á honum, sam- kvæmt samþykktum Verklýðs- sambands Norðurlands, og töldu þeir Alþýðusambandið standa með sér að verkbanninu, sem á var lagt sökum kaupdeilu verk- lýðsfélaga við Húnaflóa og af- greiðslumanna skipanna. En á miðvikudaginn kom skeyti frá Alþýðusambandinu þess efnis að verkbannið væri því óviðkomandi. Kommúnistar hér vildu þó halda verkbanninu til streitu, og ætluðu um 30—40 þeirra að hindra upp- skipun. Fór lögreglustjóri því snemma í gærmorgun á vettvang með lögregluþjóna og aðstoðarlið, er boðað hafði verið daginn áður. — Urðu nú fyrst orðahnippingar en síðan stimpingar alllangar, en yfirleitt heldur meinlitlar. Ber mönnum mjög saman um það, að með stillingu hafi verið farið í rénun, er þeir félagar komu að því, en þó stóð enn reykjarmökk- ur mörg hundruð metra upp frá jöklinum. Á föstudaginn lögðu þeir af stað heimleiðis frá gosstöðvunum og. komu að tjaldstaðnum við Pálsfjall daginn eftir ‘að þre- menningarnir höfðu farið þaðan. Vistir höfðu þeir enn nógar, er þeir komu í tjaldið, og bættu þeir við sig því er hinir höfðu þangað flutt. Héldu þeir síðan áfram og mættu leitarmönnum á miðviku- daginn, þá er tveggja stunda ferð var eftir að jökulrönd. Kvað Jó- hannes líðan þeirra alla þá ágæta verið og reyndar í allri. ferðinni. Á Kálfafelli fengu þeir hinar beztu viðtökur og dvelja þar um stund, en eru að búa sig undir að ganga á Skeiðarárjökul. Eigi vissi Jóhannes gerla, hvenær þeir mundu koma aftur til Reykjavík- sakirnar af beggja hálfu að und- anteknum fáeinum kommúnistum, er létu allmikið í fyrstu, en sljákkaði fljótt í, er þeir fundu að við ofurefli var að etja. Tveir forsprakkar kommúnista, Jón Rafnsson og Jakob Árnason voru fahgelsaðir um stund, en látnir lausir, er þeir sýndu eigi mótþróa að játa á sig upphláupsforystuna. Tveir aðrir voru settir í járn, unz af þeim rann berserksgangurinn, og mun það nálega engum tog- um hafa skipt, enda fljótt sleppt aftur. • Þengill Þórðarson, banka- ritari, varð fyrir meiðslum á síðu, mun þafa verið sparkað í hann. Nokkrir voru klóraðir í framan, en aðrar skemmdir höfðu mestar orðið á fötum manna. Munu ein- hverjir kommúnistar eiga að svara til þeirra, eða þá Verklýðs- sambandið, í hvers umboði þeir hafa unnið. — Annars hermdi útvarpið í gær- kvöldi, að vinnudeilunni á Blöndu- ósi væri lokið. — »Dettifoss« var á Siglufirði í gær og beið af- greiðslu. Var sett á hann verk* bann þar eins og »Lagarfoss«, er þar fékkst eigi afgreiddur. — »Dettifoss« fór frá Siglufirði í nótt, óafgreiddur og bíður nú af- greiðslu hér. Björn Sigfússon frá Múla í S.- Þingeyjarsýslu, hefir lokið meist- araprófi í norrænum fræðum við Háskóla íslands, með ágætiseink- unn. Er hann fyrsti maður, er hlotið hefir ágætiseinkunn við meistarapróf við háskólann í Reykjavík. Einmenningssamkeppni um meistaratitil í fimleikum var ný- lega háð í Reykjavík. Keppendur voru aðeins fjórir, þrír frá giímufélaginu »Ármann«, en einn frá Knattspyrnufélagi Reykjavík- ur. Sigurvegari varð Sigurður Norðdahl frá »Ármann«,og hlýtur hann því nafnbótina fimleika- meistari íslands. Fiskafli r Vestmannaeyjum hef- ir nú á vertíðinni numið 44.000 skp., eða um 2000 skp. meira en í fyn-a um sama leyti. Aflahæstur hefir mótorbáturinn »Lagarfoss« orðið, form. Þorsteinn Gíslason. Hefir hann aflað 112,000 þorska. Síðastliðinn mánuð var verð á íslenzkum tóuskinnum 89.74 kr. á útlendum markaði. Er það miklu betra en undanfarið lengi, íbúar austurhluta YúgóJSlavíu eru nær viti sínu fjær af skelf- ingu við eiturflugnavarg er ásótt hefir þar stór svæði. Er fjöldi barna fárveikur af biti þessara flugna, en búpeningur hefir hrun- ið niður unnvörpum. Hefir stjórnin sent fjölda lækna og að- stoðarmenn þeirra á þessar ó- heimlegu stöðvar. i Nú hefir Göhring tilkynnt að mál verði hafið á hendur þeim Torgler og Thalmann, er sýknað- ir voru af bruna ríkisþinghússins í vetur. En nú er ákæruefnið landráð. Annars kveður Göhring Torgler vera búinn að afneita kommúnistum, en Thalmann ekki. (ÚF.). Frá Chicago er símað, að sam- fara hinum ógurlegu þurrkum, Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að móðir okkar Sigurbjörg Jónsdóttir, Laugalandi, Þelamörk, and- aðist að heimili sínu 10, þ. m, Jarðarförin er ákveðin að Möðru- völlum miðvikudaginn 23. maí, og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu kl. 11 f. h. Börnin. 4 Þökkum hjartanlega auðsýnda hjálp og hluttekningu við andlál og jarðar- för Brynju Guðlaugsdóttur. Aðstandendur. en eigi víst, hversu lengi helzt. í marzmánuði voru seld utan 107 tóuskinn en í apríl 78. Deild »Slysavarnafélags ís- lands«, er nýstofnuð í Hornafirði, með 28 meðlimum. f stjórn eru Eiríkur Helgason (prestur?), Jón ívarsson, kaupfélagsstjóri og Þór- hallur Daníelsson kaupmaður. úr »Eddu«, sem strandaði við Hornafjörð í vetur, hefir náðzt um 100 smálestir af kolum, með því að skera gat á skipshliðina með logsuðutækjum, inn í kola- klefana. (ÚF.). sem allan gróður er að drepa í mið-vesturríkjunum, hafi nú und- anfarið geysað moldstormar -svo ægilegir, að kvikfénaður nái víða ekki jörð, sem er alveg hulin þykku rokmoldarlagi, og hefir ■hann því fallið unnvörpum. Menn hafa jafnvel tekið út miklar þján-5 ingar í þessum stormum, þar eð moldin hefir fyllt vit þeirra, sér- staklega nasir, munn og augu, svo að illþolandi hefir verið. Söngfélagið s>Geysir« söng í Nýja- Bíó á fimmtudaginn var fyrir troð- fujlu húsi og við ágætar viðtökur. Eins og getið hafði verið um hér í blaðinu voru flest lögin gamlir kunningjar, sem fyrir meðferð flokksins hafa læst sig inn í hug og hjarta almennings. — Annars mun nánar verða getið um samsönginn og söng félagsins undan- farið í næstu blöðum. ur. Innlendar fréttir. v 4 * Erlendar fréttir. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.