Dagur - 31.05.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 31.05.1934, Blaðsíða 3
60. tbl. DAGUR 167 Framboðsfundir í Eyjafjarðarsýslu verða haldnir sem hér segir: í þinghúsi Hrafnagilshrepps fimmtudaginn 7. júní - —»— Olæsibæjarhrepps föstudaginn 8. — Á Dalvík.............laugardaginn 9. — í Hrísey.............sunnudaginn 10. — í Ólafsfirði.........mánudaginn 11. — Á Siglufirði.........þriðjudaginn 12. — Fundirnir hefjast á hádegi, nema á Siglufirði kl. 8 e. m. Bernharð Stefánsson. Einar G. /ónasson. Einar Árnason. Garðar Þorsteinsson. Pétur E. Stefánsson. tialldór Friðjónsson. Stefán Stefánsson. Barði Guðmundsson. (Niðuvlag). Ef verkalýðurinn þykist ekki bera úr býtum það, sem hann tel- ur sig eiga skilið, þegar hann vinnur við eitthvert fyrirtæki, þá á hann að gera skynsamleg sam- tök um að ná fyrirtækinu í sínar hendur og reka það sjálfur, milli- liðalaust, svo hagnaðurinn, ef nokkur getur orðið af rekstri þess, lendi hjá verkalýðsfélögun- um sjálfum og hver einstaklingur þeirra geti svo fengið það sem honum ber. , Verkamenn þurfa líka að hugsa út í það, að ef þeir vinna alla æfi hjá öðrum og upp á ábyrgð þeirra en ekki sína, þá verða þeir hálf- gert að skynlausum skepnum, sem aldrei hugsa um annað en að hafa nóg í munn og maga, með sem allra minnstri fyrirhöfn og án þess að bera ábyrgð á öðru en því, að vinna tiltekinn tíma á dag, sem oft getur þó verið gert með hangandi hendi. Ekki er þetta þó fyrir það, að verkamannaflokkurinn vilji ekki alþjóðlegar framfarir, en hann hefir allt að þessu verið svo ó- heppinn, að geta ekki eígnast for- ingja, sem nógu vel hafi skilið, að samvinna byggð á lýðræðis- grundvelli, er eina Örugga hjálpin fyrir verkamenn og aðrar vinn- andi stéttir. Samvinnufélög og samhjálpar, sem sjá um, að sann- arlegt lýðræði nái til allra með- lima sinna, geta varðveitt vinn- andi stéttir og framleiðslu þeirra fyrir yfirgangi og ásælni hinna, sem ekkert vinna og ekkert fram- leiða, en eftir ýmsum krókaleið- um tína í sinn sjóð mikinn hluta af arði þeim, sem framleiðslan skapar, oftast þó án þess, að það komi þeim sjálfum eða öðrum að því gagni, sem þyrfti og ætti að vera. Þeir menn, sem stofnuðu Fram- sóknarflokkinn, sáu það og skildu að samvinna og samhjálp væri það eina, sem útrýmt gæti fátækt og eymd vinnandi stéttanna, og með þeim samtökum, ef þau væru nógu almenn og öflug, væri hægt ið í veg fyrir þetta hvorttveggja. Afleiðingarnar eru vonleysi bænda um bætta afkomu sína og öngþveiti, óreiða og stórdeilur í sambandi við kaupgjald í opin- berri vinnu. Þetta hvorttveggja er til niðurdreps fyrir atvinnulíf- ið í landinu og lokar fyrir bjarg- ráð og umbótaviðleitni hinna framsæknari manna. Þarna sést árangurinn af klofn- ingsiðju »bændavinanna«. Og eftir allt þetta hafa þeir brjóst til þess að ganga fram fyr- ir bændur og biðja þá að kjósa sig til Alþingis 24. júní. Eitt allsherjar hryggbrot eiga klofningsmenn skilið frá bænda hendi fyrir öll sín tilræði, veil- ræði og vélræði. Ekkert annað. að láta ofbeldi og yfirgang hinna iðjulausu snýkjudýra þjóðfélags- ins detta hljóðalaust úr sögunni, án þess að beita ofbeldi á nokkru sviði, bareflum eða verkföllum. Stefna Framsóknarflokksins er því sú og hefir ætíð verið sú, að vinna jafnt, aö vellíðan allra þegna þjóðfélagsins. Hann, vill, að allir séu jafnir fyrir lögunum, allir nái rétti sínum eins og lög standa til og að allir sæti ábyrgð gerða sinna, eins og lögin ákveða. Hann vill, að embættismönnum þjóðfélagsins líði vel, eins og öðrum, að þeir hafi sæmileg laun fyrir störf sín, ekki of lág og ekki óhæfilega há held- ur. Hann vill, að gjöld til þarfa ríkisins séu hlutiallslega jöfn á öilum gjaldendum, eftir getu þeirra og efnahag. Hann yill að allir þeir, sem falin eru trúnaðar- störf fyrir þjóðfélagið, leysi þau af hendi eins og vera ber, en ef misbrestur verði á því, þá séu þeir sömu leystir frá starfinu tafarlaust og það falið öðrum, sem betur má trúa fyrir því. Hann vill að stöðugt og kappsam- lega sé unnið að alhliða framför- um þjóðfélagsins, bæði andlegum og líkamlegum, en þó stillt í hóf eftir getu og þörfum. Hann er umbótaflokkur, stofnaður í því augnamiði að bæta úr öfgum og misbrestum hinna flokkanna tveggja, íhaldsmanna og jafnað- armanna, og reynir því að halda íhaldsflokknum í skefjum, Svo að hann skaði sem minnst að hægt er líðan og getu framleiöendanna., Jafnaðarmenn vill hann leiða af þeirra villubraut verkfalla og of- beldis, inn á braut samvinnu og samhjálpar. Þessa stefnu flokks- ins hljóta allir skynsamir og góð- ir menn að skilja og vilja styðja. Allt að þessu hefir mestur hluti bænda, sem eðlilegt er, verið í þessum flokki, því bændur hafa hvorki ástæðu né innræti til þess að fylgja hinum flokkunum. Bændur eru að eðlisfari engir öfgamenn og atvinna þeirra allt annars eðlis en hinna flokkanna, og þó stöku bændur hafi fylgt þeim, verður aldrei hægt að skoða þá öðruvísi en frávillinga frá sínu rétta eðli og þeirri ákvörðun, sem bændur hljóta að hafa í sínum verkahring, þótt þeir vinni og striti ekki síður en verkalýðurinn. Þá er að minnast lítilsháttar á aukaflokka þá,' sem myndazt hafa nú i seinni tíð. Bændaflokkurinn, nýstofnaði, er að mestu klofinn úr Framsóknar- flokknum, og vitanlega myndaður til þess eins að skaða hann, og þó hann nefni sig bændaflokk, þá er það auðvitað argasta rangnefni, fyrst og fremst fyrir það, að það voru ekki bændur, sem stofnuðu hann, og að hann var heldur ekki stofnaður til heilla þeim, heldur þvert á móti þeim til tjóns. Það er ekki til neins fyrir stofnend- urna að bera á móti þessu, því það var jafn augljóst og tveir og tveir eru fjórir, að það hlaut að verða bændum til tjóns að sundra þeim og hindra þannig, að þeir gætu samhuga og samhentir stutt sín nauðsynjamál. Stofnun þessa flokks er því bæði brosleg og grátleg. Brosleg á þann hátt, að það væri óviti næst að ætla sér að telja sæmilega skynsömum bændum trú um það, að þeim væri sundrung nauðsynleg, sínum málum til heilla. Að hinu leytinu er grátlegt til þess að hugsa að þeir, sem áður voru bændum og hamingju þjóðar sinnar til heilla og stuðnings, skuli nú, vera orðn- ir jafn háskalegir fyrir þetta hvorttveggja eins og krabbamein er fyrir líf og heilsu manna. En við þessum ósköpum er ekkert hægt að gera annað en það, að reyna af fremsta megni að koma í veg fyrir það, að þessi flokkur komi nokkrum þingmanni að, svo að meðlimir hans geti þegj- andi og hljóðalaust oltið út úr stjórnmálunum, og það er líka bezt fyrir þessa menn sjálfa. — Þetta þurfa' bændur landsins að skilja og muna við kosningarnar í sumar. Og um fram allt þurfa Strandasýslukjósendur að skilja þetta og muna, enda er vonandi að þeim megi treysta, því þeir hafa áður sýnt, að þeir eru mörg- um kjósendum þroskaðri um skilning á stjórnmálum, þótt erf- itt sé þar um samgöngur og þar þar af leiðandi um samstarf. Þeir eru líka svo heppnir, að þeim býðst nú einn af áliijegustu þing- mannaefnum þessa lands, en hinn fráfallni þingmaður þeirra er í raun og veru búinn að segja skilið við þá, þótt hann nú bjóði sig fram sem bændaflokksmaður. Strandamenn! Látið ekki ginnast af neinu táli, heldur sýnið það, við kosningarnar í sumar, að þið eigið það traust skilið, sem lands- menn yfirleitt bera til ykkar, um réttan skilning og öruggan stuðn- ing við hamingj u- og velferðar- mál þjóðarinnar. Um flokkana, sem enn er eftir að nefna, þarf ekki að eyða mörg- um oi’ðum. — Kommúnistaflokk- urinn er, eins og menn vita, — klofningur út úr Jafnaðarmanna- flokknum, og heimskar sig allra mest á því, að láta sér detta í hug, að bolshevisminn rússneski eigi svipað erindi. til okkar fs- lendinga, og hann átti til Rúss- anna um árið. En það er, eins og öllum ætti að vera ljóst, langt frá öllum sanni. Það er líka vonandb að þessi flokkur fái aldrei þann byr í seglin, sem hann nú virðist gera sér vonir um. Nazistaflokkurinn, sem til sjálfs- blekkingar — aðra getur hann ekki blekkt — nefnir sig þjóðern- issinna, vill vera ofbeldisflokkur, ef hann gæti. Hann vill reyna að leika þýzku ofbeldismennina, sem nú undanfarið hafa vaðið uppi með óstjórnlegum ofsa á móti þeim löndum sínum, sem ekki hafa viljað sömu stjórnmála- stefnu og þeir. óþarfi er að telja hér upp þau hryðjuverk, sem þessi flokkur hefir unnið á and- stæðingum sínum, því þau munu kunn öllum fslendingum, bæði frá blöðum og útvarpi. Vonandi er að þessi flokkur fái ekki að skaða okkar þjóð að öðru leyti en máske því, að styðja á einhvern hátt íhaldssjálfstæðið, og mætti þá segja að eplið félli ekki langt frá trénu. Góðir og þjóðhollir íslendingar! Gætið þess vel og vandlega við kosningarnar 24. júní næstkom- andi að verja og varðveita far- sæld og hamingju ykkar þjóðfé- lags, fyrir hinum skaðlegu öflum, sem ógna þeim nú, og það gerið þið bezt með því að sameina krafta ykkar á móti flokkum þeim, sem ógnirnar stafa frá, og það er, eins og ykkur ætti og þyrfti að vera Ijóst, fyrst og fremst íhaldsflokkurinn, og svo að einhverju leyti hinir þrír klofningsflokkarnir, sem íhaldiö hlýtur að hafa stuðning af, þó ó- beinlínis sé. Á annan í hvítasunnu 1934. Guðlcmgur í Fremstafelli. Frá Amtsbókasafninu: Þeir, sem hafa bækur að láni'úr Amtsbókasafninu, eru beðnir að skila þeim sem allra fyrst. Safnið er opið frá kl. 4—7 daglega, á öðrum tímum dagsins má skila bókun- um í íbúðinni niðri í bókasafnshúsinu. — Áríðandi að allir skili, áður en safn- inu verður lokað. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 31. maí: Kl. 19.20 Dagskrá 'næstu viku. Kl. 20 Stjórnmálaum- ræður. Föstud. 1. júní: Kl. 19.25 Islenzk lög. Kl. 20.30 Jón Norland: Frá Noregi, Kl. 21 Grammófóntónleikar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.