Dagur - 07.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 07.06.1934, Blaðsíða 2
174 Ðssns 63. tbl. Gróandinn í þjóðiifinu i hœífu. Ef kaupmannaflokkurinn kemst í meiri hluta við kosningarnar, hvernig neytir hann þá valds síns gegn samvinnufélögunum ? Hvaða samtök eru það, sem hafa verið gróandinn í viðskifta- lífi og framleiðsluháttum lands- manna síðustu áratugina? Það eru verzlunarsamtök bænda, kaupfélögin. Hverjir hófu sjálfstæðisbar- áttu íslendinga í verzlunarefnum og hafa haldið þeirri baráttu á- fram til þessa dags? Það hafa bændur gert með kaupfélagsstarfsemi sinni. Hver hefir leyst menn undan niðurlægjandi * áþján kaupmanna- valdsins, sem áður drottnaði hér á landi? Það hafa kaupfélögin gert. Gróði kaupmanna hefir ætíð verið og er enn ósamrýmanlegur hagsmunum almennings. Hverj- um hefir tekizt að efla hag al- mennings með því að dreifa verzl- unararðinum út á meðal hans? Það hafa kaupfélögin gert. Hver hefir lagt stund á að inn- leiða þá venju, að flytja inn í landið góða og ósvikna vöru í stað lítt vandaðrar og oft stór- skemmdrar vöru áður, meðan kaupmenn voru einir um hituna í verzlunarefnum ? Það hafa kaupfélögin gert. Hvaða verzlanir selja erlenda vöru með sannvirði í stað ráns- verðs kaupmanna áður? Það gera kaupfélögin. Hver hefir unnið innlendri framleiðslu álit og traust á er- lendum og innlendum markaði, með vöruvöndun, svo að fram- leiðslan hefir stórhækkað í verði, í stað hirðuleysis um meðferð og álit og í sambandi við það hrak- legt verð á vörunni, meðan kaup- menn voru einráðir? Þetta hafa kaupfélögin unnið. Umbætur í verzlunarefnum og viðreisn þjóðarinnar í þeirri grein hafa bændur haft forgpngu um og komið í kring með mætti samtaka og samvinnu í gegn um kaupfélögin. Stórfé hafa kaupfélögin haldið kyrru í landinu með betra verð- lagi á erlendri vöru en ella. Stór- fé hafa kaupfélögin fært inn í landið með hækkuðu verði á inn- lendri framleiðsluvöru. Með sanni má því segja, að starfsemi kaupfélganna sé gró- andinn í þjóðlífinu. Enn bíða mörg verkefni óleyst, sem samvinnumenn einir munu hafa djörfung, skapfestu og fé- lagslegan þroska til að leysa. Þó mikið hafi áunnizt, er mikið ó- gert, einkum á framleiðslusvið- inu. En hverjir eru svo fúsir á að leggja allar umbætur kaupfélag- anna í rústir og girða fyrir fram- hald þeirra, ef þeir fá aðstöðu til? Ekki þarf langt að leita svars- ins. Það er vitanlega sjálfur kaupmannaflokkurinn, íhalds- flokkurinn, sem kennir sig við »sjálfstæði« nú um sinn. Mörg vitni má leiða fram þessu til sönnunar úr blöðum flokksins og ummæli foringja hans fyrr og síðar. Hér skal aðeins nefnt eitt dæmi. Jakob Möller vildi láta Reyk- víkinga slíta öllum viðskiftum við bændur, af því, að þeir væru á annari skoðun en hann og »sjálf- stæðið« í stjórnmálum. Svona blossaði hatrið upp í »sjálfstæðis- manninum« til samvinnubænd- anna. Þenna samvinnubændahatara hefir »sjálfstæðið« í tryggu sæti við kosningarnar í Reykjavík. Andinn í íhaldsblöðunum í garð samvinnumálanna og kaupfélag- anna segir allt af til sín, þó oft hafi veriö reynt að dylja hann, þegar dregið hefir að kosningum. Ef bændur og aðrir unnendur samvinnustefnunnar eru ekki vel á verði nú við kosningarnar, og íhaldsmenn ná meiri hluta, þá þarf ekki að orka tvímælis um það, hvernig þeir beita sér gegn kaupfélögunum. Löggjöfinni um- bylta þeir kaupfélögunum til skaða en kaupmönnunum til framdráttar. Síðan elta þeir fé- lögin með svo þungum skattaá- lögum, að þau fá ekki undir ris- ið. ~ Hver er svo auðtrúa að halda, aö kaupmannaliðið í íhaldsflokkn- um noti sér ekki aðstöðuna og heimti þetta? Verði íhaldsflokkurinn í meiri hluta eftir kosningarnar, fá sam- vinnufélögin ekki aðstoð löggjaf- arvaldsins til þess að hækka verð afurðanna með bættri skipulagn- ingu. Aftur á móti verða sam- vinnulögin úr gildi numin og samvinnufélögin lögð í einelti með skattaálögum og íhaldsdóm- um. — Myndi »Bændaflokkurinn« þingineirihluta með íhaldinu, verður alveg hið sama uppi á ten- ingnum. »Bændavinimir« geta ekki annað en samiðogverzlaðvið íhaldið, en sú verzlun fer ekki frarn með bændahag fyrir augum, heldur sitja eiginhagsmunir verzl- unarmannanna í fyrirrúmi. Eyfirðingar eiga völ á tveimur félagsmálaforingjum, sem eru í kjöri frá Framsóknarflokknum, þeim Einari Árnasyni og Bern- harð Stefánssyni, sem lengi hafa setið á þingi. Þeir eru bæði í fé- lags- og landsmálum nátengdir allri umbótabaráttu í sýslunni. 1 þeirra þingmennskutíð hafa orðið hinar mestu framfarir I hérað- inu: Byggðar stórbrýr, spennt vegakerfi um héi’aðið, sími lagð- ur um helztu byggðir, Kristnes- hæli reist, Gagnfræðaskólinn gerður að Menntaskóla, höfnin stórbætt á Siglufirði og þar reist hið mikla síldariðjuver. Þeir hafa báðir staðiö mjög að hinum innri framförum í héraðinu, sem orðið hafa í sambandi við hinn marg- háttaða vöxt Kaupfélags Eyfirð- inga. Er Einar, og hefir lengi verið formaður félagsins, en Bernharð einnig í stjórn þess. Eyfirðingar munu enn sem fyrr standa fast um þessa fulltrúa sína. Þeim dettur ekki í hug að fara að gerast sínir eigin böðlar með því að styðja frambjóðendur þess flokks, sem sýnt hefir á margan hátt samvinnustefnunni fullan fjandskap. Ekki munu ey- firzkir bændur heldur svo heillum horfnir að taka umboðssala Bændaflokksins og með öllu ó- reyndan málafærslumann fram yfir þsautreynda samvinnumála- frömuði, sem þeir eru báðir Ein- ar Árnason og Bernharð Stefáns- son. Eyfirzkum bændum dettur ekki í hug að setja gróandann í þjóðlífinu í neina hættu. Dauður landhelgissjóður. M. G. hefir gengið af honum dauðum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að meðal sjómanna ríkir hin megnasta óánægja út af land- helgisgæzlunni undir yfirstjórn Magnúsar Guðmundssonar. Þessi óánægja er ofur skiljanleg, þegar litið er til þess frámunalega sleif- arlags og afturfarar í þessu máli, síðan M. G. illu heilli fékk það í sínar hendur. M. G. tók við gæzl- unni í þyí ástandi, að þjóðin undi vel við hana, að undanteknum nokkrum veiðiþjófum. Hvað gerir svo Magn. Guðm.? Hann hefir að jaínaði eitt skip á verði af þrem, notar upplognar tyllisakir til þess að reka í lánd langduglegasta varðskipaforingjann, heldur fjór- um skipstjórum og mörgum öðr- um yfirmönnum varðskipanna á fullum launum, þó aðeins eitt þeirra sé á verði. Niðurstaðan af hinni hraklegu stjórn M. G. er orðin sú, að landið eyðir stór- kostlégu fé í gæzluna, en jafn- framt logar óánægja fiskimanna út af því, að innlendir og útlend- ir veiðiþjófar sópi fiskimiðin og leggi í rústir atvinnuveg fjölda fátækra manna og’ svifti þá lífs- afkomu þeirra. íhaldsblöðin hafa í tvö horn að líta í þessu vandræðamáli. Þau mega ekki styggja innlendu veiði- þjófana, sem eru einn hluti af »máttarstólpum« íhaldsflokksins, og þau telja það skyldu sína að verja öll stjórnarhneyksli Magn. Guðm. Þau þora ekki beinlínis að halda því fram, að landhelgis- gæzlan sé í góðu lagi undir stjórn M. G., en þau reyna að afsaka illa stjórn gæzlunnar með því, að Landhelgissjóður hafi verið tóm- ur, þegar M. G. tók við völdunum, at' því að Jónas Jónsson hafi ver- ið búinn að eyða honum öllum í »svall« og ráðleysu. Það sé því ó- mögulegt að halda varðskipunum út vegna peningaleysis. Hvað er nú hæft í þessu? M. G. og íhaldsblöðin segja, að Landhelgissjóður hafi verið 1 y2 milljón, er hann fór frá völdum 1927. Öllu þessu hafi J. J. eytt i tóma vitleysu. En íhaldsblöðin þegja yfir því, að fyrir sjóðinn var Ægir smíðaður 1929 og kost- aði um 920 þús. kr. Blöðin þegja yfir því, að Þór var keyptur og honum breytt 1930 og kostaði hvorttveggja 210 þús. kr. Blöðin þegja yfir því, að óðinn og Ægir voru endurbættir fyrir 100 þús. kr. Skipaaukningin var gerð eftir beinu fyrirlagi Alþingis. Land- helgissjóðurinn var þannig notað- ur eftir vilja þingsins til þess að koma upp flota þriggja velútbú- inna skipa til gæzlu og björgunar. Það er engu líkara en að íhalds- blöðin séu á leigu hjá veiðiþjóf- um, þegar þau halda því fram ó- beinlínis, að smíði varðskipa og umbætur á þeim sé sama og svalla með fé Landhelgissjóðs í vitleysu. Loks steinþegja íhaldsblöðin um það, að í árslok 1931‘voru í Land- helgissjóði um 300 þús. kr. Til reksturs skipanna lagðí iSkóbúðinl Wm W* er flutt í Hafnarstræti 93 (þar sem P. H,- Lárusson var áður). Höfum miklar birgðir af skófatnaði. Strigaskór karla og kvenna nýkomnir. ti m Kaupfélag Eyfirðinga. iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiia

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.