Dagur - 07.06.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 07.06.1934, Blaðsíða 4
176 DAGUR 63. tbl. Minningarhátíð Davíðs proí. 6uðmuÉ»r Merkispresturinn Davíð pró- fastur Guömundsson var fæddur að Vindhæli á Skagaströnd 15. júní 1834. Langan síðasta hluta æfi sinnar gegndi hann prests- og prófastsstörfum í Möðruvalla- prestakalli og sat þá fyrst á Reistará nokkur ár en síðan að Hofi. Er mirining hans ástfólgin sóknarmönnum, og hafa þeir nú ákveðið að minnast aldarafmælis hans með guðsþjónustu að Möðru- völlum, sunnudaginn 17. júní. Hefst guðsþjónustan kl. 12 á há- degi. ’Askorun. Almenningi er kunnugt um hina geigvænlegu jarðskjálfta á Dal- vík, í Svarfaðardal og í Hrísey. Sem betur fer hefir ekki orðið manntjón. Á Dalvík, sem er þorp með nálægt 500 íbúum, er svo að segja hvert einasta íbúðarhús skemmt, flest stórskemmd og all- mörg gjöreyðilögð. í Hrísey, en þar búa um 360 manns, eru talin skemmd 40—50 hús, sum stórskemmd. í Svarfaðardal, vestan ár, hafa einnig orðið stórmiklar skemmd- ir, bæði á híbýlum og útihúsum. Auk skemmda á húsum hafa orðið stórskemmdir á innan- stokksmunum og jafnvel matvæl- um. Eftir lauslega ágizkun er tal- ið, að tjónið nemi 3—400 þúsund krónum. Þar af mest á Dalvík. Meginið af þessu mikla eignatjóni fellur á fátæka og efnalitla menn, og atvinnutjón það, sem yfir vof- ir, er ekki hægt að reikna út. Á jarðskjálftasvæðinu hefst nú fjöldi fólks við í tjöldum og bráðabirgðaskýlum og er mjög erfitt með aðstöðu um matreiðslu og eldamennsku. Það er augljóst, að flestir þeirra, sem fyrir þessu eignatjóni hafa orðið, geta eigi borið það af eigin ramleik. Snúum vér oss því til almenn- ings um land allt, um að hefjast handa um fjársöfnun, til þess að draga úr því mikla böli, sem þess- ir miklu jarðskjálftar hafa vald- ið, og biðjum þá sérstaklega presta og blaðamenn, að veita samskotunum móttöku. Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðherra. Sigurður Kristinnsson, forstjóri. Vilhjábrmr Þár, f ramkvæmdastj óri. Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður. Steinn Steinsen, bæjarstjóri. Steingrímur Jónsson, sýslumaður. Valtýr Stefánsson, ritstjóri. Jón Baldvinsson, bankastjóri. (Framh. af 1. síðu). Stefánsson frá Hánefsstöðum og Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri. Tfónið í Svarfaðardal einum líklega nœr hálfri miljón. Nefndin hefir að vísu eigi kom- izt yfir skemmdamat, svo öruggt sé, enn sem komið er. En telja má víst, að tjónið fari langt fram úr fyrstu lauslegum áætlunum, svo að á Dalvík og í Svarfaðardal ein- um sé að ræða um 3—500.000 kr. tjón, og þó að öllum líkindum miklu nær síðari upphæðinni. Tjón á innanstokksmunum verð- ur síðast metið. En eins og áður er sagt, er ekki til óbrotið leirílát í þorpinu og á mörgum bæjum, að kalla má og járnpottar víða brotnir. Eru ekki lítil óþægindi aö þessu við matseld og eru með- al annars þess vegna skjót sam- skot nauðsynleg. Vill »Dagur« því enn taka undir með samskota- nefndinni, áð menn bregðist fljótt og vel við áskorun hennar. skera burtu öll óhreinindi, sem við fiskinn loða, blóð úr hnakka- sári og ef langt roð lafir við hnakkakúluna, skal skera það af, síðan þvo með bursta bæði fisk og roð þannig, að ekki verði eftir slor undir ujggum, eða í brotum. Hæfur handa Eyfirðingum. Dómi í ofsóknarmáli Magnúsar Guðmundssonar gegn Einari M. Einarssyni skipherra á Ægi, sem Garðar Þorsteinsson var látinn dæma í, hefir hæstiréttur vísaö frá fyrir allskonar vitleysur. íhaldinu þykir þessi lögfræð- ingur hæfilegt þingmannsefni handa Eyfirðingum. En hvað finnst þeim sjálfum? Sorglegt slys vildi til frammi í firði á sunnudaginn var. Bóndinn á Björk í Sölvadal, Kári Guðmundsson, var á leið frá heimili sínu út til næsta bæjar, á- samt syni sínum 4 ára gömlum, er hann reiddi fyrir framan sig. Á þessari leið er árspræna lítil, er nefnist Hlífá. f 'þetta skifti var þó vöxtur í ánni, en þó vel fær. Þegar hesturinn var að fara upp úr ánni, steyptist hann aft- ur á bak ofan í ána, og urðu þeir feðg- ar undir honum og urðu viðskila hvor \ið annan. Þegar Kári kom upp úr ánni, sá hann drenginn hvergi, en hafði sjálfur hlotið áverka allmikinn á höfuð. Komst hann til næsta bæjar og gat sagt tíðindin. Lík barnsins fannst dag- inn eftir neðarlega í Núpá, sem Hlífá rennur í Kári hefir verið undir lækn- ishendi, vegna meiðslanna á hofðinu. Styrlcur til námsskeiðsins á Laugum í fyrra var í næst-síðasta blaði talinn 150 kr., en átti' að vera 750 kr. Bezt er að draga burstann með Cösturi, löngum strokum. (Frh.) komnir afiur. Kosla kr. 12.00. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. starfar næsta vetur frá fyrsta vetrardegi til sumars. Auk bók- legra fræða verður kennt Ieikfimi, sund, söngur og handavinna. Smíðar verða og kenndar sem sérnám. Skólahúsin eru raflýst. í fjærveru minni í sumar tekur Konráð Erlendsson kennari, Laugum, um Einarsstaði, við umsóknum og veitir upplýsingar um skólann. Leifur Ásgeirsson. ALFA LAVAL A. B. Separalor í Stokkhólroi er eitt af þeim fyrirtækjum Svía, er mest og best hefir stutt að því sð gera sænskan iðnað heirasfrægan. f meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan h!otið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN Reynslan, sem fengist hefir við að sroíða meira en 4.000.000 ,Alfa Laval skilvindur, er notuð út f æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta i þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstóluro: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 lítra i klukkustund — > — — 21 - 100 - - —» — - 22 - 150 — - — » — — > — - 23 - 525 - - } Varist að kaupa lélegar skilvindur. — Biðjið um ALFA LAVAL. Samband ísl. samvinnufélaga. Tapast hefir, frá Grímsstöðum á Fjölium, grár hestur, dökkur á tagl og fax, skaflajárnaður og styggur í haga, sá sem kynni að verða var við hest þennan er vinsamlega beð- inn að gjöra aðvart um það til Grfmsstaða. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 7. júní: Kl. 19.25 Dagskrá næstu viku. Kl. 20.30 Helgi Tómas- son læknir: Þunglyndi. Erindi. Kl. 21 Útvarpstónleikar. Jussy Björling syngur. Síðan danslög. Föstud. 8. júní: Kl. 20.30 Pétur Magn- ússon cand. theol: Erindi. Kl. 21 grammófónleikar. Geysir heldur samsöng í kvöld kl. 9 í Nýja-Bíó. Flokkurinn hefir æft af kappi undanfarið, undir suðurför sína í þessum mánuði á söngmót Sambands íslenzkra karlakóra í Reykjavík, og er því að vænta, að flokkurinn syngi nú betur en nokkru sinni fyrr þau úrvals- lög, sem á söngskránni eru í kvöld. vantar að Laxamýri. Upp- lýsingar hjá Stefáni Árnasyni, Kaffibrennslu Akureyrar. TAKIÐ EFTIR! Undirritaður kaupir fallega tófu- hvolpa háu verði. Ingimar Jónsson, Gránufélagsgötu 22 Akureyri. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.