Dagur - 12.06.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 12.06.1934, Blaðsíða 2
180 DAGnR I 65. tbl. „Heilagt mál." Opið bréf til Knúís Arngrímssonar fyrrverandi prests á Húsavík. — Engan þarf aö un(Jra það og sízt þig sjálfan, þó þér sé meiri gaumur gefinn nú, eftir að þú hefir hafið »prédikun« fyrir »Heimdellinga« og aðra íhalds- menn* og eftir að ræður þínar hafa birzt á fremstu síðum í kosningamálgagni íhaldsins »,Stefni«, heldur en á meðan þú varst prestur norður í Þingeyjar- sýslu. Og þegar svo er komið, að fagnaðarboðskapur þinn er orð- inn boðskapur heils stjórnmála- flokks, verður til þess ætlazt, að þú viljir ræða hann nokkuð. Þú prédikar um lífsskoðanir og stjórnmál og guðspjall þitt eru þær spurningar, sem þú kveður að liggi til grundvallar að lífs- skoðun manna. »Lífsskoðun eins manns er það, hvernig hann svar- ar þessum spurningum: Hvað er ég? — Til hvers er ég? — Hvað er mér fyrii* beztu? — Hvaða takmark hefir líf mitt? — Hvern- ig er lífi mínu bezt varið? o. s. frv.« Lífsskoðun manna skipar þeim svo í stjórnmálaflokka að þínum dómi. Segir þú, að það sé »al- kunnugt, að einn af stjórnmála- flokkunum með þessari þjóð játar það hispurslaust, að hann byggir stefnu sína á ákveðnu lífsskoð- a'nakerfi, sem hann þar af leið- andi breiðir út og innrætir mönn- um jafnhliða stjórnmálaskoðun- unum«. Þetta »lífsskoðanakerfi« kveður þú að sé Marxisminn, og »grundvöllurinn undir þeim kenningum er efnishyggja«. Síðan skilgreinir þú stjórnmála- flokkana: »Við Sjálfstæðismenn þykjumst oft verða þess varir, að í raun og veru eigist hér aðeins tveir flokkar við í þessu landi, við annars vegar, en hinir svonefndu »rauðu« flokkar hinsvegar, þ. e. kommúnistar, sósíaldemókratar (sem ranglega hafa nefnt sig »jafnaðarmenn«) og svo Fram- sóknai'flokkurinn, sem vitanlega hefir engri eðlisbreytingu tekið, þótt sumt af honum kalli sig nú »Bændaflokk«. % Efnishyggjan ræður lífsskoðun þessara flokka að þínum dómi, og hún »telur manninn vera ekkert aniiað en efnisfyrirbrigði á jörð- inni. Mannssálin eigi enga sér- staka tilveru óháða líkamanum. Með líkamsdauðanum sé hún búin að vera« o. s. frv. Síðan gerir þú grein fyrir því, hversvegna þú ert íhaldsmaður og hinir aðrir flokksbræður þínir. »Ég get þannig fyrir mitt leyti gert grein fyrir því, hversvegna ég er Sjálfstæðismaður og játað það hreinskilnislega að það eru lífsskoðanir mínar, sem ráða því. **= íhaldsmenn nefni ég þá menn, sem nú kalla sig sjálfstæðismenn, og flokk þeirra nefni ég íhaldsflokk, Og ég get þá einnig játað það, að það er einkum trú mín á »eilíft gildi einstalclingsins sem ræður því«. Það í »prédikun« þinni í Stefni, sem að kommúnistum og sósíalist- um veit, læt ég ekki til mín taka, en það sem snýr að Framsóknar- flokknum, vil ég gjarna ræða við þig lítið eitt. Ef að það eru lífsskoðanir, serú ráða því, að nú um 15 ára skeið hafa átzt hér við Framsóknar- flokkur og íhaldsflokkur með ýmsum nöfnum, hefir það líka sýnt sig í verkum þeirra. Og ef lífsskoðanir mannanna í flokkun- um hafa farið eftir svörunum við spurningunum, sem áður eru nefndar, þá skulum við athuga, hvernig flokkarnir sem slíkir hafa svarað þessum spurningum. Ég efast ekki um, að þú hafir lagt hinar mikilsverðu spurningar fyr- ir íhaldsflokkinn, áður en þú komst að þeirri niðurstöðu, að lífsskoðanir þínar féllu saman við lífsskoðanir hans. Og hafir þú leitað svaranna samvizkusamlega og af trúmennsku, hafa þau hlot- iö að vera eitthvað á þessa leið: Hvað ert þú? hefir þú spurt. Ég er embættismennirnir í Reykjavík og kaupstöðum og kauptúnum landsins, fáeinir sveitaprestar og læknar, stórút- gerðarmenn, kaupmenn, braskar- ar og; fjárglæframenn, verzlunar- þjónar og ýmsir aðrir, sem beint og óbeint eru Tjárhagslega háðir þeim, sem að framan getur. Þar að auki nokkrir, sem alls ekki hafa spurt sjálfa sig hinna mik- ilsverðu spurninga og minnsta kosti ekki getað svarað þeim, og fylgja flokknum í blindni. Af þessum mönnum samanstendur 1- haldsflokkurinn og hefir gert. Það hefir þú hlotið að sjá. Til hvers ert þú? hefir þú spurt. Ég er til að vernda hagsmuni áð- urnefndra manna gegn hagsmun- um þjóðarheildarinnar, fyrst og fremst gegn hinum vinnandi stéttum. Það svar hefir þú fengiö. Hvað er þér fyrir beztu? hefir þú spurt. Mér er fyrir beztu að hafa um- ráð yfir veltufé bankanna, til þess að geta ráðstafað því til handa mínum flokksmönnum, gefið eftir þeim, sem ekki hafa kunnað með fé að fara, og varnað því að veltufé rynni í fyrirtæki hinna vinnandi stétta. Þetta hefi ég gert. Árangurinn hefir orðið 30 milljónir, sem þjóðin verður að borga fyrir Proppé, Gísla John- sen, Stefán Th. o. s. frv. Mér er áríðandi að ráða yfir dómsmálunum, til þess að geta séð um að lögin nái ekki jafnt til allra. Það hefir tekizt. Árangur- inn er afturköllun íslandsbanka- málsins og máls fyrrv. borgar- stjóra í Reykjavík, og mínir menn hafa verið óvenju heppnir i vaxtatökumálinu og Behrensmál- inu. Mér er áríðandi að ráða yfir varðskipunum, svo landhelgin sé ekki varin. Það hefi ég gert. Mér er áríðandi að ráða yfir fræðslumálum, til þess að sjá um að til séu skólar, sem veiti börn- um minna flokksmanna rétt til embætta, en ekki skólar, sem veiti alþýðunni almenna fræðslu. Gegn öllum slíkum skólum hefi ég bar- izt. Mér er áríðandi að berjast gegm öllum samtökum verkamanna og bænda, og þó sérstaklega kaupfé- lögunum, því að þau skaða hags- muni kaupmanna minna. Það hefi ég gert. Mér er áríöandi að kaup verkamanna þeirra, sem vinna við fyrirtæki minna flokksmanna, sé sem lægst, svo gróði eigendanna sé sem mestur. Þannig hefi ég reynt að hafa það. Mér er áríðandi að ráða yfir fjármálum ríkissjóðs, til þess að geta séð um að fé hans renni ekki í umbætur fyrir verkamenn og bændur, en sé varið til dýrtíðar- uppbóta og annars slíks fyrir em- bættismannastéttina. Það hefi ég gert. Ég hefi barizt gegn verka- mannabústöðunum og Byggingar- og landnámssjóði og viðhaldið 16000 kr. launum handa Jakob Möller fyrir ekki neitt. Mér er áríðandi að ráða yfir skatta- og tollamálum, svo ríkis- teknanna sé aflað sem mest með tollum á nauðsynjar, en ekki með beinum sköttum. Það hefi ég gert. Ég hefi barizt gegn lögum um há- tekjuskatt og skattaukafrumvarpi Ásg. Ásg. í fyrra. Mér er yfirleitt allt það fyrir bcztu, sem skaðar vinnandi stétt- irnar mest, verkamenn og bænd- ur. Það svar myndir þú hafa fengið. Iivaða takmark hefir líf þitt? hefir þú spurt. Takmark mitt er það sama og allra eyðslustéttaflokka, að afmá álirif vinnandi stéttanna á lög- gjafarmál þjóðarinnar og lcoma ú einræði. Ég hefi gert smávegis ofbeldistilraunir í skrílvikunni frægu 1931, og svo hefi ég barizt fyrir ríkislögreglufrumvarpi J. Magnússonar og nú stofnað vara- lögreglu. Það svar hefir þú feng- ið, og það er það eina svar, sem þú kannast við og meira að segja gerir að aðalatriðum í þínum fagnaðarboðskap, og skal nánar að því vikið síðar. Hvernig er lífi þínu bezt varið? hefir þú spurt. Svarið við þeirri spurningu liggur í öllum hinum svörunum. Lífi mínu er bezt varið á þann hátt að halda áfram á þeim vegi, sem ég þegar er búinn að varða og sem ég hefi gengið. Það svar myndir þú hafa fengið. öll þessi svör hefðir þú hlotið að heyra, ef þú hefðir viljað hlusta og sjá í verkum flokksins. Og svo dirfist þú að halda því fram, að það sé trúin á »eilíft gildi einstaklingsins«, sem valdi því, að þú ert íhaldsmaður! Lát- um það þó vera, að svo sé. En það getur þá heldur ekki verið, að þú trúir á »eilíft gildi ein- staklingsins, nema aðeins hjá í- haldsmönnum. Hvernig dirfist þú að koma fram fyrir alþjóð með þá skoðun? Yfirleitt, hvaðan hef- ir þú vald til þess að dæma um það, hverjir trúi ekki á eilíft gildi einstaklingsins óg fullyrða að það sé mikið meira en helmingur þjóðarinnarl Hvar hefir þú fengið þau svör við hinum mikilvægu spurningum þínum, sem gefi þér vald til að segja, að Framsóknarmenn trúi ekki á annað líf? Það vita allir, að þú hefir ekki hugmynd um, hvort þeir gera það. Og það hefir verið álit allra heiðarlegra manna, að það kæmi hvorki þér, Heimdellingum, né öðrum íhalds- mönnum við, hvort þeir gera það. Það hefir líka verið litið svo á, að það kæmi heldur ekki öðrum við, en þér sjálfum, hvort þú trú- ir á annað líf. Það er að vísu sönnun þess, að ekki hefir það veriö fyrir slíkt trúleysi, sem þú hættir að vera prestur á Húsavík, en stjórnmálalega þýðingu hefir það ekki. En hafir þú spurt Framsóknar- flokkinn hinna sömu spurninga og íhaldsflokkinn, áður en þú vistaðir þig fyrir sáluhirðir hans, þá hefir þú áreiðanlega fengið svör, sem hverjum manni eru auðfundin, sem vill sjá og heyra. .Hvað er Framsóknarflokkur- inn? hefir þú spurt. Hann er samtök bænda, allmargra verka- manna, sjómann^ og kennara, w pWÍSSSSMHSSÍSSSfffHB :Skóbúðini er flutt í Hafnarstræti 93 (þar sem P. Hí Lárusson var áður). Höfam miklar birgðir af skófatnaði. Strigaskór karla og kvenna nýkomnir. Kaupfélag Eyftrðinga. SS ÍiMMIiiilMiiilMMIIia

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.