Dagur - 12.06.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 12.06.1934, Blaðsíða 3
65. tbl. DAGUR 181 nokkurra embættismanna og ann- ara, sem viljað hafa vinna með hag alþjóðar fyrir augum, gegn varnarsamtökum eyðslustéttar- inliar. v Það svar hefir þú fengið. Til hvers er hann? hefir þú spurt. Hann er til að vernda. hags- muni þjóðarheildarinnar og þá fyrst ojf fremst hinna vinnandi stétta gegn hagsmunum eyðslu- stéttarinnar. Hvað er honum fyrir beztu? hefir þú spurt. Honum er fyrir beztu að menntun og þroski alþýðunnar sé sem fullkomnust. Þessvegna hefir hann barizt fyrir héraðsskólum og gagnfi’æðaskólum í kaupstöð- um gegn íhaldinu. Honum er fyr- ir beztu, að börn einnar stéttar hafi ekki ein aðgang aö embætt- um landsins, heldur geti fátækt sveitafólk haft aðgang að þeim líka, ef það hefir verðleika til. — Þessvegna beitti hann sér fyrir stofnun Menntaskóla á Akureyri, gegn vilja ihaldsins. Honum er fyrir beztu, að lögin nái jafnt til allra einstaklinga þjóðfélagsins. Þessvegna hefir hann beitt sér fyrir endurbótum á réttarfarinu, með fimmtardómsfrumvarpinu og fi. gegn vilja íhaldsins. Honum er áríðandi, að verzlun- arsamtök bænda — kaupfélögin — séu ekki varnarlaus gagnvart ágangi eyðslustéttarinnar. Þess vegna hefir hann beitt sér fyrir samvinnulögunum, gegn vilja í- haldsins. Honum er áríðandi, að jafnvægi haldist milli höfuðat- vinnuvega þjóðarinnar. Þess vegna hefir hann beitt sér fyrir því, að veltufé bankanna renni ekki síður til landbúnaðarins en sjávarútvegsins og stofnað bún- aðarbanka gegn vilja íhaldsins. Honum er áríðandi að hinar dreifðu byggðir landsins fái síma, vegi og brýr, þessvegna veitti hann tekjum ríkissjóðs í góðær- unum í sveitirnar og gerði meira á 3 árum en Jón Þorláksson ætl- aði að gera á 14. Honum er yfirleitt allt það fyr- ir beztu, sem bætir mest hag þjóð- arheildarinnar, en rýrir hag eyðslustéttarinnar fram yfir það, sem er réttmætt og eðlilegt frjáls- bornum mönnum i siöuðu þjóðfé- lagi. Hvaða takmark hefir hann? hefir þú spurt. Takmark hans er að jafna kjör allra þegna þjóðfélagsins. Koma á réttlæti í löggjöf og löggæzlu, í skiftingu arðsins af atvinnufyr- irtækjunum, í verzlun og viðskift- um út á við og inn á við, yfirleitt í sambúð borgaranna hvers við annan. Hvernig er lífi hans bezt varið ? hefir þú spurt. Því er bezt varið með því að vinna að hinu setta marki á grundvelli frelsis og lýðræðis eins og flokkurinn hefir gert. Því er bezt varió með því að vinna að yfirfærslu réttlætishugsjónar samvinnumanna d allar greinar þjóðfélagsins. Öll þessi svör hefir þú hlotið að fá, hafir þú spurt og leitað svar- anna af trúmennsku og vilja til að vita það rétta. Og samt leyfir þú þér að halda því fram, að sú lífsskoðun, sem skipi mönnum í Framsóknar- flokkinn, sé efnishyggja, sem »tel- ur manninn vera ekkert annað en efnisfyrirbrigði á jörðunni«. — »Manns-sálin eigi enga sérstaka tilveru óháða líkamanum«. Eg hefi álitið, að hvað sem allri landsmálapólitík líður, þá mættu menn vera í friði með skoðanir sínar á öðru lífi. Og ef það væru einhverjir til, sem halda »að líf sitt og annara væri á enda með líkamsdauðanum«, þá væri það engan veginn víst, að þú, eða aðr- ir, sem trúa hinu gagnstæða, ættu meiri rétt á sér, þess vegna. Það má vel vera, að einhverjir komm- únistar séu svo miklir »efnis- hyggjumenn«, að þeir trúi ekki á annað líf; þeir um það, en verk Framsóknarmanna og Framsókn- arflokksins sanna það ekki, að þeir séu þeirrar trúar, og þeir eiga fulla heimting á að vera í friði með sínar trúarskoðanir fyr- ir öllum íhaldspi’édikurum og öðr- um. Dylgjur þínar og fullyrðing- ar um trúarskoðanir meira en helmings þjóðarinnar eru hvorki þér né öðrum sæmandi. Hvað nálgast það fremur að vaða inn í helgidóm annara »á óhreinum skóm og ata allt auri«, heldur en slíkar fullyrðingar og dylgjur? »Ég skil ekki í því, að þeir menn, er við höfum horft á mis- nota völd og fé, hefðu gert það, ef þeir hefðu horfzt í alvöru í augu við þá staðreynd, að þeir bera á- byrgð á gerðum sínum gagnvart tilverunni allri — um eilífð«, seg- ir þú. Má vel vera. Ef til vill gæt- ir þú gefið skýringu á ýmsu því, sem geröist í stjórnartíð þinna flokksmanna um meðferð á fé bankanna. En allir munu eiga rétt þess að vera í friði með sín- ar trúarskoðanir, bankastjórar fs- landsbanka líka. Og eitt enn. Er nokkuð sem nær því stendur að vera alveg í anda þeirrar miðaldakenningar kirkjunnar, sem hótaði mönnum eilífri útskúfun, ef þeir ekki af- neituðu sannfæringu sinni og skoðunum, heldur en »heimatrú- boðskenning« þín meðal Heim- dellinga, og sem nú er send sem fagnaðarboðskapur íhaldsflokks- ins til kjósenda, sú, að íhalds- menn einir trúi á annað líf?! Þessi trúarjátning þín er þó enganveginn það sem mestu máli skiptir í »prédikun« þinni. Það er einungis furðuleg ófyrirleitni af ungum og greindum manni, sem hlýtur að vekja verðskuldaða and- úð annara. Það, sem er aðalatrið- ið í kenningum þínum, það, sem þyngst ábyrgð fylgir bæði fyrir þig og íhaldsflokkinn, og það, sem þjóðina alla varðar mestu, er yfirlýsing þín um einræðisstefnu þá, sem flokkur þinn verði að hafa, eigi hann að geta haldið þeim völdum, sem hann kynni að ná við kosningar, »stundinni lengur«, Það hafa allir að vísu vitað, að undir niðri hefir íhaldið ætlað sér að fara að dæmi ítalíu og Þýzkalands. Það hefir sýnt það i verkum sínum. En aldrei fyrr hefir flokkurinn gengið til kosn- inga með þá ákveðnu yíirlýsingu, að »nái flokkur okkar völdum eft- ir næstu kosningar, þá þarf hann ekki að hugsa sér að halda þeim stundinni lengur, ef hann lætur það með öllu afskiptalaust, hvaða lífsskoðanir eru boðaðar þjóðinni. Hann verður að taka sér til fyrir- myndar þær þjóðir, sem rekið hafa rauðu hættuna af höndum sér«. Svo mörg eru þau orð. Ög þú, sem fyrir fáum árum varst fátæk- ur sveitapiltur, hefir orðið til þess að orða þetta fyrir flokk eyðslustéttarinnar í Reykjavik og setja nafn þitt undir. Það má heita grátleg glettni forlaganna. Og þó fhaldsflokkurinn hafi gert þessi orð að sínum orðum með því að birta »prédikun« þína á fremstu' síðum kosningamálgagns síns, þá verður þú að svara til saka þeirra vegna. Þjóðin á rétt þess, að þú gerir fulla grein þeirra raka, sem að því hníga að gera hér þá nasizta-byltingu, sem þú hefir í huga. Hvað er hin »rauða hætta?« Að þínum dómi eru þaö ekki einung- is kommúnistar. »Við Sjálfstæðis- menn þykjumst oft verða þess varir, að í raun og veru eigist hér aðeins tveir flokkar við j þessu landi, við annarsvegar, en hinir svonefndu »rauðu« flokkar hins- vegar, þ. e. kommúnistar, sósíal- demókratar (sem ranglega hafa nefnt sig »jafnaðarmenn«) og svo Framsóknarflokkurinn, sem vit- anlega hefir engri eðlisbreytingu tekið, þó sumt af honum nefnl sig nú Bændaflokk«. (Því nefnir þú ekki þjóðernissinna?). Þarna er að finna fulla skil- greining þess, hvað sé »hin rauða« hætta«, sem þú ræðir um. Og það vita allir, að. það eru ekki nema tveir þessir flokkar, sem þið f- haldsmenn óttist og hafið ástæðu til að óttast, það eru Framsóknar- flokkurinn og sósíalistar. Það eru fyrst og fremst áhrif þessara flokka, sem þið ætlið að afmá. Það er þeirra lífsskoöun,’sem ekki má flytja þjóðinni í »skáldsögum, ljóðum, tímaritum og blöðum, út- varpi, kvikmyndum, leikhúsi«. »Stundinni lengur« á ekki að láta það ^>afskiptalaust« að menn af þessum flokkum (og svo vitanlega hinir fáu kommúnistar) hafi mál- frelsi, ritfrelsi, trúfrelsi, skoðana- frelsi, atkvæðisrétt eða annað, sem tilheyrir í lýðfrjálsu landi. Sú lífsskoðun, sem birtzt hefir í starfsemi kaupfélaganna og verkamannafélaganna, í barátt- unni fyrir bættu réttarfari, í Bygggingar- og landnámssjóði, f verkamannabústöðunum, í togara- vökulögunum, héraðsskólunum, gagnfræðaskólunum, vegunum, símunum, brúnum, strandferða- skipunum, ræktuninni og fjölgun heimila, sú lífsskoðun, sem ein- kennt hefir mesta framfaratíma- bil hinnar islenzku þjóðar, á að hverfa. Og í staðinn á að koma lífsskoðun eyðslustéttarinnar ' í Reykjavík, sem birzt hefir í mið- aldaréttarfari og löggæzlu, í svindli og braski 'með fé bank- anna. Sú lífsskoðun, sem heimilar fjárdrátt frá ekkjum og munað- ai-leysingjum, og hlífir höfuð- paurum eyðslustéttarinnar við réttlátum dómum. Það er sú lífs- skoðun, sem á að flytja í útvarpi, bókum og blöðum. Og hvernig á að framkvæma þetta? -»Hann vcrður að taka sér til fyrirmynd- ar þær þjóðir, sem rekið hafa »rauðu hættuna af höndum sér«, ítalíu og Þýzkaland. Enginn er svo fáfróður, að hann viti ekki hvað gerzt hefir í þessum lönd- um. Allir vita, að það, sem þú og flokkur þinn ætla að gera, er að koma í framkvæmd hótunum »hreyfingarinnar« í Reykjavík í fyrra. Mennirnir með »hreinu hugsanirnar« eiga í skjóli íhalds- flokksins að »ryðja úr vegi« um- bótamönnum þjóðarinnar. Mikil eru þau verk, sem á að vinna. Stór eru þau áform, sem tekin h'afa verið. Þú átt þakkir skilið fyrir það að hafa orðið til þess, að þjóðin veit nú með vissu, hvers hún má vænta, fái flokkur þinn meirihluta við næstu kosn- ingar. En þú ert ekki búinn að leika hlutverk þitt til enda. Áður en íhaldsflokkur þinn vinnur hinar fyrirhuguðu kosn- ingar á hugsjón þinni, þeirri, að útrýma umbótaflokkum landsins, verður þú að sýna með rökum, að verzlunarsamtök vinnandi stétt- anna og annara umbótamanna —■ kaupfélögin — hafi unnið þjóð- inni ógagn. Að þau hafi reynzt óhæfara fyrirkomulag, heldur en verzlun selstöðukaupmannanna fyrrum. Þú verður að sanna, að verzlunarfyrirtæki eins og Höepf- ner hafi unnið meira gagn í Eyja- fjarðarsýslu heldur en Kaupfélag Eyfirðinga. Þú verður að sanna, að héraðsskólamir hafi orðið þjóðinni til tjóns. Þú verður að sanna, að veðdeild Landsbankans, gengishækkun Jóns Þorlákssonar, ókjaralán Magnúsar Guðmunds- sonar með veðsetning tolltekn- anna, hafi orðið hinum vinnandi stéttum til meiri farsældar held- ur en Byggingar- og landnáms- sjóður, Búnaðarbankinn og verkamannabústaðirnir. Þú verð- ur að sanna, að íhaldsmenn í Reykjavík séu verðari þess að búa í 150 þús. kr. íbúðum heldur en fátækir verkamenn og bændur í 5—10 þús. kr. íbúðum. Þú verður yfirleitt að sanna það, að þeir, sem nú skipa íhalds- flokkinn og börn þeirra, séu meiri, betri, vitrari og þroskaðri en allir aðrir. Þú verður meira að segja að sanna, að þeir einir, sem eru íhaldsmenn, hafi ódmiðlega sál, en aðrir ekki. Það er hvorki rneira né minna. »Ég vil játa, að ég vil vernda einstaklingsfrelsið, af því það er mér heilagt mál«, segir þú. Og ennfremur: Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefir valið sér það háleita hlutverk að vernda einstaklings- frelsið með þessari þjóð, má því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.