Dagur - 19.06.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 19.06.1934, Blaðsíða 3
69. tbl. DAGUR 101 Kosningaleiðbeiningar. Þar sem nokkrar breytingar eru orðnar á kosningaathöfninni frá því sem áður var, er nauðsynlegt að kjós- endur kynni sér rækilega hvernig þeirri athöfn er háttað, svo að atkvæði þeirra verði ekki ónýt vegna mistaka. Þess vegna skulu hér gefnar nokkrar leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna á kjördegi. Kjósendur geta valið á milli þess að kjósa frambjóðendur þess flokks, er þeir tilheyra, eða landslista flokksins. Við kosningarnar 24. júní verða í kjöri 5 landslistar eins og hér segir: A. Listi Alþýðuflokksins. B. Listi Bændaflokksins. C. Listi Framsóknarflokksins, D. Listi Kommúnistaflokksins. E. Listi Sjálfstæðisflokksins. Á listum þessum eru í kjöri allir frambjóðendur flokkanna, nema ein- hverjir þeirra hafi afsalað sér rétti til sæta á listunum. Kosningaathöfnin fer þannig fram: Þegar kjósandi kemur inn í kjör- fundarstofuna, afhendir kjörstjórn hon- um kjörseðil, eftir að hún hefir gengið úr skugga um, að kjósandi sé á kjör- skrá. Þegar kjósandi hefir tekið við kjör- seðlinum, fer hann með seðiiinn inn í kjörklefa og setur með ritblýi, er þar á að liggja frammi, kross á kjörseðil- inn framan við nafn þess frambjóð- anda, eða nöfn þeirra frambjóðenda, ef tvo á að velja, er hann vill kjósa. Að því búnu brýtur hann kjörseðilinn í sama brot, er hann var í, þegar hann tók við honum, svo að letrið snúi inn, gengur út úr kjörklefanum og að kjörborðinu, stingur sjálfur seðlinum í atkvæðakassann gegnum rifuna á lokinu og gætir þess, að enginn sjái, hvað á seðlinum er. Ef kjósandi vill gefa landslista at- kvæði, en ekki frambjóðanda í kjör- dæmi, setur hann kross framan við bókstaf þess landslista, er hann vill kjósa. Ekki má kjósandi gera hvorttveggja, að kjósa frambjóðanda og iandslista, heldur annaðhvort frambjóðanda eða landslista. Til skýringar skal hér sýnt, hvernig kjörseðill í Eyjafjarðarsýslu lítur út, eftir að frambjóðendur Framsóknar- flokksins hafa verið kosnir: Barði Quðmundsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Halldór Friðjónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Pétur Eggerz Stefánsson frambjóðandi Bændaflokksins Stefán Stefánsson frambjóðandi Bændaflokksins X Bernharð Stefánsson frambjóðandi Framsóknarflokksins X Einar Árnason frambjóðandi Framsóknarflokksins Gunnar Jóhannsson frambjóðan^i Kommúnistaflokksins Póroddur Guðmundsson frambjóðandi Kommúnistaflokksins Einar G. Jónasson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins Garðar Porsteinsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins A Landslisti Alþýðuflokksins B Landslisti Bændaflokksins — € Landslisti Framsóknarflokksins ___________O Landslisti Kommúnistaflokksins E Landslisti Sjálfstæðisflokksins Þannig íítur kjörseðiii í Eyjafjarðarsýsiu út, efiir að írambjóðendur Framsóknar flokksins hafa verið kosnir. Framboðsfuailuf á Akureyri. Frambjóðendur á Akureyri héldu fund í Samkomuhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Hófst hann kl. rúm- lega 8 og stóð yfir fullar 4 stundir. Allir frambjóðendurnir voru mættir og töluðu í þeirri röð, er upphafs- stafir flokkanna sögðu til. Fyrstur tal- aði því frambjóðandi Alþýðuflokksins, Erlingur Friðjónsson, og ræddi aðal- lega um 4 ára áætlun flokksins. —- Pví næst tók til máls frambjóðandi Framsóknarflokksins, Árni Jóhannsson. Ræddi hann einkum um fjármálin, kvað hann skuldir alls út á við vera taldar fullar 80 miljónir, af því væri um helmingurinn ríkisskuldir, en hinn helmingurinn skuldir einstaklinga og væru þær öllu ískyggilegri en ríkis- skuldirnar. Ræðumaður lagði áherzlu á hagstæðan greiðslujöfnuð, en hann næðist bezt með takmörkun innflutn- ings og réttri, gætilegri meðferð gjald- eyrisins. Sjálfstæðisflokkurinn þættist vilja lækka ríkisskuldirnar með sparn- aði, en sá sparnaður ætti að koma niður á verklegum framkvæmdum og almennum umbótum. Framsóknarflokk- urinn vildi aftur á móti ekki spara á þenna hátt, heldur með því að lækka hinn beina kostnað við ríkisreksturinn, með því að færa ríkisbúskapinn í ó- dýrara horf og afla ríkissjóði meiri tekna með sköttum af háum tekjum og miklum eignum. Móti þessu berð- ust sjálfstæðismenn. Pá sýndi ræðu- maður fram á, hvílíkt óráð það væri að leggja niður nokkur ríkisfyrirtæki, sem gæfu ríkissjóði miklar tekjur. En þetta væri það, sem sjálfstæðismenn þættust hafa fundið upp til bjargráða. Enn lagði ræðumaður sterka áherzlu á eflingu og öryggi landbúnaðarins. Sumum kynni þó ef til vill að þykja það óviðeigandi að minnst væri á þenna atvinnuveg á framboðsfundi i kaupstað, en þetta væri hinn mesti misskilningur, því bætt afkoma í sveit- um héldi fólkinu þar kyrru, ella þyrpt- ist það í kaupstaðina, þar sem vinnu- markaður væri þegar yfirfylltur og at vinnuleysi ríkjandi. Að lokum sýndi ræðumaður fram á" nauðsyn þess, að ríkið styddi iðnaðarframkvæmdir eftir megni til lækningar atvinnuleysismein- inu. Framboðsræða Árna Jóhannssonar var rökföst og skýr og hin prúðmann- legasta á alian hátt. Næstur tók til máls frambjóðandi Kommúnistaflokksins, Einar Olgeirsson. Ræða hans flaut honum af vörum eins og árstraumur eftir venju. En að- alefni ræðunnar hafa Akureyringar heyrt oft og mörgum sinnum áður; snerist hún að miklu leyti um »loforð og svik kratabroddanna«. Ekki kvað ræðumaður sér að skapi að hugsað væri um það að standa í skilum með vexti og afborganir af erlendum skuld- um. Ekki gat hann um, að þetta kynni að hafa einhver óþægiieg eftir- köst fyrir íslendinga, og mun hann ekki hafa hugsað þessa hugsun til enda. Loks flutti frambjöðandi Sjálfstæðis- flokksins, Guðbrandur ísberg sýslu- maður, framboðsræðu sfna. Meðal annars kvaðst hann ieggja mikla á- herzlu á það, að skipaútgerð ríkisins yrði lögð niður, en stjórn skipanna lögð í hendur Eimskipafélagi íslands. Strandferðaskipin nefndi hann »mann- drápsbolla*, en hvort breyting yrði á þessu, ef Eimskipafélagið tæki við stjórn þeirra, er meira en óvist. Var nú lokið fyrstu umferð ræðu- manna og stóð hver ræða hálfa klst. Hófst nú önnur umferð og var þá ræðutími hvers aðeins 15 mínútur. Að því loknu var kjósendum gefið færi á að bera fram fyrirspurnir; að- eins ein fyrirspurn kom fram frá Bryn- leifi Tobiassyni um afstöðu frambjóð- endanna til áfengismálsins, og eftir að þeir höfðu svarað, talaði hver fram- bjóðandi enn í 10 mínúlur. Að þeim ræðum loknum var fundinum slitið. Allmikill hvessingur varð á milli frambjóðendanna Einars og Erlings, en þó verður ekki annað sagt, en að fundurinn færi vel fram. Hrni eða ’lsberg. Fyrrverandi þingmaður Akur- eyrar, Guðbr. ísberg, er þekktur fyrir fylgi sitt við brennivínsfrv. á Alþingi. Hann virðist hafa þá skoðun, að rétt sé að opná landið fyrir meira og sterkara áfengis- flóði, og hafa útsöluna sem frjáls- asta. Með þessu segist hann, og aðrir skoðanabræður hans, vera að styðja bindindisstarfsemina í landinu!! En öll reynsla sýnir það gagnstæða. Því meiri takmarkan- ir, sem eru á innflutningi og sölu áfengis, því minna er drukkið. En- því auðveldara sem er að ná í áfengið, því meira er drukkið. Þetta er stí?iðreynd, sem stangast við skoðanir ísbergs. Hér á Akureyri voru 620 kjós- endur með banninu fyrsta vetrar- dag s. 1. en 564 á móti. Engir af þessum 620 kjósendum munu styðja ísberg við þessa alþingis- kosningu. Því verði hann endur- kosinn verður skoðun hansáþessu stórmáli í ósamræmi við meiri hluta bæjarbúa, og við það er ekki unandi. Árni Jóhannsson er aftur á móti þekktur fyrir baráttu sína móti áfenginu. Hann veit það vel hvað »drykkjufrelsi« andbann- inga getur orðið þjóðinni hættu- legt. Að öflugasta ráðið við á- fengisbölinu er ekki að flytja inn meira vín, heldur hitt, að hætta alveg að flytja inn vín. Það er oft erfitt að taka mennina frá áfeng- inu, en það á að taka áfengið frá mönnunum. Þetta virðast vera mjög auðskilin sannindi. Árna Jóhannssyni treysta allir hindindis- og bannmenn fullkom- lega í þessu máli. Sennilega munu því margir, sem áður hafa kosið ísberg, kjósa Árna í þetta skipti, með tilliti til þess, að á næsta þingi verður væntanlega samin ný áfengislöggjöf. Enginn bindindis- maður má fela andstæðingi sínum urnboð til þess starfs. Kjósandi. íhaldsmen'H smey'kir. Þegav Hermann Jónasson skoraði & Magnús Guðmundsson að mæta sér á fundum í Skagafirði, urðu pólitískir vandamenn hans hræddir. Ól.Thors var látinn skrifa um það í Mbl,. að ekki kæmi til mála, aó M.G. anzaði áskorun- inni, og Vísir sagði, að sjálfsagt væri fyrir M. G. að sitja kyrran og fara hvergi. En frá íhaldsmönnum i Skaga- firði komu þau skilaboð, að M.G. myndi tapa fylgi, ef hann þyrði ekki að koma. Nauðugur varð hann þvi að fara til fundar við H. J. Vinningurinn af för hans er þó talinn meira en vafasamur, Svo aum var_ vörn hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.