Dagur - 19.07.1934, Blaðsíða 3
81. tbf.
DAGUR
223
Danskur vísindaleiðanyur til Grænlands.
Samtal við dr. phil. Lauge Koch
og dr. Gunnar Seidenfaden, for-
stjóra fararinnar.
Síöastliðið föstudagskvöld kom
hingað Grænlandsfarið »Gustav
Holm« á leið til Scorebyssund á
Grænlandi, til jarðfræðirann-
sókna. Með skipinu var hinn
frægi, danski Grænlandsfræðing-
ur dr. phil Lauge Koch, og margt
annara vísindamanna. Hér stanz-
aði skipið þar til um hádegi á
sunnudag, tók vistir og kol, 5 ís-
lenzka hesta og einn íslending,
Steingrím Iiansson frá Hóli. Hélt
skipið síðan beint til Scorebys-
sund.
Vér náðum tali af dr. Lauge
Koch, en hann vísaði til dr. Gunn-
ar Seidenfaden, sem hins eigin-
lega fararstjóra.
»Leiðangurinn er kostaður af
ríkisfé«, segir doktor Seidenfa-
den, grannur, ljóshærður maður,
og svo unglegur, að maður skyldi
ætla að hann vart væri sloppinn
af skólabekknum, enda þótt
seinna í samtalinu upplýstist, að
þetta er þriðja ferð hans til
Grænlands. »Hinn eiginlegi til-
gangur fararinnar er að sækja
flokk vísindamanna, er dvalið
hefir í Grænlandi síðastliðin þrjú
ár. Var sá leiðangur kostaður af
Carlsbergsjóðnum. En um leið
ætlum við að nota tækifærið, og
reka jarðfræðiathuganir í nánd
við Scorebyssund, en þar hefir
víða orðið vart við miklar og
merkilegar dýra- og fiskaleifar í
jarðlögum, sem ekki hafa verið
rannsakaðar enn til neinna hlíta.
Ætlum við okkur að sprengja
sem heillegastar og stærstar flís-
ar úr slíkum jarðlögum og færa
til skips og taka með til »byggða«
í haust til frekari rannsókna.
Verður það sennilegast ærið verk
og erfitt en við höfum líka margt
manna og' úrvalslið«.
»Hversu margir taka þátt í
ferðinni?« spyrjum vér.
»Við erum 43 alls«, segir dr.
Seidenfaden, »og það má svo
segja, að írærri hver einasti
þeirra sé vísindamaður, . annað-
hvort að kunnáttu eða verk-
reynslu. Á meðal okkar eru 10
Svíar, 1 Þjóðverji, 1 Finni og 4
Svisslendingar; tveir Svissanna
byggð við klæðaverksmiðjuna, og
eiga báðar verksmið j urnar að
nota sömu ullarþvottarvélar, eins
og áður er sagt. Einnig verður
útbúið nýtt húsnæði til sútunar.
Sís byrjaði starfrækslu reyk-
húss í Reykjavík árið 1932. Gekk
starfsemin það vel, að það bætti
við sig húsnæði að miklum mun
1933 og gat þó með naumindum
fullnægt eftirspurninni.
Tvö frystihús, annað í Reykja-
vík og hitt í Vestmannaeyjum,
keypti Sís á árinu.
Rúmsins vegna verður hér að
láta staðar numið með frásagnir
úr skýrslu framkvæmdastjóra út-
flutningsdeildar Sís.
eru jarðfræðingar en hmir tveir
frægir klettagarpar. Iíyggjum við
gott til hjálpar þeirra og afreka«.
»Hafið þið ekkert skroppið inn
í landið, síðan þér komuð til Ak-
ureyrar?« spyrjum vér.
»Nei, til þess hefir ekki verið
neinn tími, og svo hefir veðrið
ekki verið til útsýnis. — Það er
annars skrítið«, bætir dr. Seiden-
faden við, brosandi, »piltar mín-
ir segja mér, að hér sé æfinléga
þoka þegar þeir séu á ferðinni,
en setíð sé sagt, að glaða sólskin
hafi verið daginn áður«.
Vér þökkum dr. Seidenfaden
fyrir upplýsingarnar og óskum
honum góðrar ferðar og heillrar
heimkomu. —
— út við borðstokkinn stendur
ungur, ljóshærður risi, og horfir
löngunaraugum á eftir tveim
ungum stúlkum, sem ganga kank-
vísar upp bryggjuna.
»Burtförin er dálítið alvarlegri
fyrir mig, en flesta hina«, segir
hann, »ég og þrír aðrir félagar
mínir höfum ráðið okkur í tvö
ár, sem löggæzlumenn, til Græn-
lands. Annars er ég grasafræð-
ingur og ætla að nota frístundir
mínar þar til gróöurrannsókna. í
lcvöld ætla ég í síðasta sinn á
Bíó....«.
Uppi á bryggjunni mætum vér
tveim útiteknum, renglulegum
mönnum, með hryggpoka um öxl.
Vér ávörpum þá á dönsku.
»Ensku, þýzku, frönsku, ítölsku«,
svara þeir. Þetta voru þá sviss-
nesku klettagarparnir, — menn-
irnir frá hótelþjóðinni með sex
tungumálin. Þeir sögðust hafa
skroppið hérna upp í Súlurnar, að
leita að klettum, — en enga fund-
ið! Má það víst kallast einstæð
lífsreynsla á íslandi! —
Píöf. Dr. 0. Uái
Með því að lesendur »Dags«
hafa nýlega heyrt lítilsháttar um
þennan mikla skörung hinnar
norsku kirkju, þykir hlýða að
gefa hér dálitla skýringu, svo
menn fái einnig hér nokkurnveg-
inn sanna mynd af þessum ágæt-
ismanni.
Hallesby er viðurkenndur einn
hinna allra fremstu guðfræðinga
á Norðurlöndum. Frægur rithöf-
undur og ræðuskörungur er hann
einnig, bæði austan hafs og vest-
an.
Hann er fæddur 5. ágúst 1879.
Er hann af góðum ættum og þótti
sjálfur afbragð að gáfum þegar
á unga aldri. Var hann settur til
mennta og lauk embættisprófi í
guðfræði árið 1903.
Á þeim tíma sat »líberala« guð-
fræðin (ennþá ranglega nefnd
»nýja guðfræðin«) í hásæti við
háskólann í Oslo. Voru margir
stúdentanna, þar á meðal Halles-
by sjálfur, þessari stefnu mjög
fyfgjandi. Var hann meðal áköf-
ustu talsmanna stefnunnar og tal-
inn hættulegur trúuöum stúdent-
um, sem höfðu minni þroska og
rökfimi en hann.
En skömmu eftir embættispróf-
iö snerist hann til lifandi trúar
á Guð sinn og Frelsara. Hann
varð að nýjum manni og sá að
»orð kros. ins er kraftur Guðs til
hjálpræðis hverjum þeim, sem
trúir«.
4 næstu árin ferðaðist hann svo
um Noreg og gat sér mikla fi’ægð
sem prédikari. Því næst varð
hann doktor og sama ár prófessor
við Safnaðarháskólann í Osló.
Þess skal getið, að það voru
aðrir menn en Hallesby, sem voru
í broddi fylkingar þegar kennar-
ar og örfáir af stúdentunum yf-
irgáfu háskólann og stofnuðu
Safnaðarháskólann, til þess aö
geta veitt hinni norsku kirkju
presta, sem trúðu því fagnaða ■
erindi, sem þeir áttu að flytja.
Þar voru menn eins og t. d. S.
Odland brautryöjendur. En Od-
land er frægasti og bezti biblíu-
skýi’andi sem nú er uppi á Norð-
urlöndum.
líallesby hefir síðan 1909 verið
kennari í trúfræði og siðfræði við
Safnaðarháskólann. Aðrir kenn-
arar þar eru nú dr. theol. A. Trö-
vig, dr. theol. 0. Moe og dosent
A.Seierstad ásamt séra Smemo.
Framkvæmdastjóri er séra G.
Kvarstein. Til að byrja með var
skólinn aðeins »deild« í ofurlitlu
herbergi. Nú heldur hann til í
stórhýsi einu veglegu. Fyrst voru
stúdentar 6—8 að tölu, nú um
300, eða um þriðjungi meira en
við guðfræðideild háskólans.
Samt er Safnaðarháskólinn að-
eins 26 ára og eingöngu kostaður
af samskotafé sem norska kirkj-
en gefur. ^
Við sem þekkjum próf. Halles-
by, bæði af ræðum hans og hinu
mikla starfi, sem hann hefir af
hendi leyst, skiljum að hann á
eins miklum vinsældum að fagna
og raun er á. En hann á líka
marga andstæðinga og mikið er
um hann deilt.
BækUr hans, um 40 að tölu,
hafa náð mikilli útbreiðslu á
Norðurlöndum og víðai’. Ein
þeirra er t. d. þýdd á kínversku.
Trúfræði hans er viðurkennd, ég
þekki hana af eigin reynslu. ósk
Hallesby í formála bókarinnar
hefir rætzt; bókin er »ekki að-
eins um trú, heldur einnig til trú-
ar«.
Áuk þessa mikla starfs, sem
þegar er getið, hefir Hallesby
verið kennari við Biblíuskólann i
Oslo og formaður heimatrúboðs-
ins norska. Þúsundum manna hef-
ir hann orðið til blessunar.
Ritstjóri einn frægur í Oslo
ritar um Hallesby á 50 ára af-
mæli hans: »Af Guðs náð er Hall-
esby foringinn meðal vor. Hann
er 'prédikurinn, rithöfundurinn,
sálmorgarinn af Guðs náð, sem
fékk að leiða marga frá myrkritil
ljóss. Hann er kennarinn og vís-
indamaðwrim, sem útskýrir hina
dýpstu leyndardóma með einföld-
um, skýrum og skarplegum orð-
um, svo að almenningur skilur
hann og stúdendarnir dást að
/umum. Hann er bardagamaður
norsku kirkjunnanr, sem talar
með dirfsku og skarpleika svo að
til hans heyrist frá hinu minnsta
hreysi til konungshallarinnar, frá
hinum einfaldasta lærisveini til
hins lærðasta prófessors. Allir
verða þeir að hlusta á hann, fást
við hann, taka afstöðu gagnvart
honum.----------- Af Guðs náð er
hann orðinn þessi foringi meðal
vor sem þúsundir og aftur þús-
undir elska og fylgja, en margir
óttast jafn mikið og hata«. (Ár-
bók Kr. B. F. 1932, bls. 46).
Sjálfur hefi ég komið á hið
yndislega heimili próf. Hallesbys.
Var það mér mikil gleði og var
mér fagnað eins og vlni.
Allir sem vilja kynnast Halles-
by nánar, geta lesið bók hans
»Trúrækni og kristindómur«,
þýdd á íslenzkif af cand. theol. V.
Skagfjörð og gefin út af Kristi-
legu Bókmenntafélagi í Reykja-
vík (adr.: P. O. Box 12, Rvík).
Ágrip af æfisögu hans er í Ár-
bók félagsins 1932. — Þetta geta
menn allt séð með eigin augum
og dæmt réttlátan dóm. Ég ráð-
legg mönnum að kynna sér Hal-
lesby; hann á eflaust erindi til
margra hugsandi landa vorra.
P. t. Akureyri í júlí 1934.
Jóhann Hannesson,
stúdent.
Eins og áður hefir verið getið
um hér í blaðinu kom einn bekk-
ur Austurbæjarskólans í Reykja-
vík hingað til Akureyrar í síðast-
liðinni viku, með kennara sínum,
Aðalsteini Eiríkssyni og konu
hans. Fóru þau alla leið austur í
Mývatnssveit, og svo aftur heim-
leiðis.
Aðalsteinn Eiríksson flytur úr
Reykjavík í haust og er þessi
ferð því einskonar kveðja frá
honum til barnanna. Undanfarin
ár hefir A. E. hugsað og ritað
talsvert um, hvernig haga mætti
heimavistarskólum í sveitum á
Islandi. Nú hefir nýr heimavist-
arskóli verið reistur á Reykja-
nesi við ísafjarðardjúp af tveim-
ur hreppum. Hafa því íbúarnir
þar lagt að A. E. að taka að sér
forstöðu þess skóla. A. E. hefir
orðið við þessari ósk og flytur
því úr Reykjavík í sumar.
Við Reykjanesskólann er heit
sundlaug og eru þar sund- og í-
þróttanámsskeið á hverju sumri.
Eru því staðhættir þar að ýmsu
leyti góðir fyrir starfrækslu
heimavistarskóla. Margir sem
þekkja eitthvað A. E. vænta mik-
ils af þessum skóla. Að minnsta
kosti er búist við, að hann verði
í fremstu röð heimavistaskóla hér
á landi, og þar muni skapast
reynsla fyrir ýmsu, sem fastir
skólar í sveitum geti hagað sér
að einhverju leyti eftir í framtíð^
inni.