Dagur - 19.07.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 19.07.1934, Blaðsíða 4
224 DAGUR 81 tbl. Munið að búðum, er lokað . kl. 4 á laugardogum. Gjörið svo vel að biðja um í sunnudagsmatinn á föstudögum þá fáið þér það heimsent strax á laugardagsmorgun og losnið alveg við laugardagsösina. Pað sem síðar er pantað verður ekki sent heim fyr en kl. 4 á laugardaga. Kjötbúð KEA. sem allir vilja hafa eftir að hafa reynt hvað það er ágœtt, fœst nú i Kaupfélagi Eyfirðinga. — Matvörudeildin. — Odýrt matarkaup. Smiðaverkfæri. Frosið kjöt af fullorðnu fé, í heilum skrokkum. Saltkjöt af fullorðnu fé, í heilum tunnum. Selt næstu daga í Kjötbúðinni og beint frá frystihúsinu. Verðið afar lagt. Notl tækifærið. Kaupfélag Eyfirðinga. Bindindisþing Norðurlanda. Bindindismenn á Norðurlönd- um halda þing í Kaupmannahöfn í ágúst í sumar. Verða þar rædd- ar ýmsar hliðar áfengismálanna, og um væntanlega samvinnu milli þjóðanna viðvíkjandi lög- gjöf, áfengissmyglun o. fl. Bryn- leifur Tobiasson menntaskóla- kennari á Akureyri mætir á þing- inu fyrir hönd íslands, og hefir þar framsögu í tveimur málum. Er það sómi fyrir ísland að senda Brynleif Tobiasson sem fulltrúa á þing þetta, því til þess er hann vel fallinn, margra hluta vegna. Hann er kunnur fyrir langa og örugga baráttu gegn á- fenginu, og fáir munu vera hér á landi eins fróðir í bindindismál- um eins og hann. Hann fór utan með »Brúarfoss« síðast. Dánardxgur. Hinn 16. þ. m. andaðist að heimili sínu Kristnesi í Hrafnagils- hreppi Helgi Jónsson, 61 árs að aldri. Hann ól nær allan sinn aldur í Krist- nesi, kvæntist aldrei og var aldrei bú- andi, drengur góður, hæglátur og vand- aður í öllu dagfari. Húsfrú Matthildur Jóhannsdóttir, kona Sigurðar Jónssonar frá Teigi, andaðist í Reykjavík fyrir skömmu, eftir langvarandi sjúkleika. Lík hennar verður flutt hingað norður til greftr- unar. Skólasýningunni í Reykjavík lauk 8. þ. m. Hafði hún þá staðið í 16 daga. Munir og teikningar, sem á þá sýningu fóru, frá skólanum hér, verða afhent- ir í barnaskólanum í kvöld frá kl. 7—9. Sílda/rverksmiðju á Norðfirði hefir bæjarstjórnin þar látið reisa í vor í sambandi við fóðurmjölsverksmiðju, er var þar fyrir. Byggingu verksmiðjunn- ar er nú lokið, og kostaði hún 70—80 þús. kr. Verksmiðjan tekur strax til starfa. — Hún er talin stærsta verk- smiðja, sem er bæjareign hér á landi. Síldar- hanzkar allar stærðir fást í KauM EYÍiíðiiiga Járn- og glervörudeild. afarsterkir fást í Kaupfél. Eyfirðinga. Matvörudeild. Karlmanna-sumarskornir marg eftirspurðu eru komnir í Kaupfélag Eyfirðinga Skódeildin. Verkamanna- SKÓR mjög sterkir'. Gúmmiskór karla og barna. Xaupfélag Eyfirðinga. Skódeildin. Tíðin hefir verið mjög stirð undan- farið, og víða Norðanlands liggur taða fyrir skemmdum. Enginn þurrkdagur hefir nú komið í rúma viku. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömasonar. Mikið úrval af sögum, heflum, hömrum, naglbítum, hallamœlum og fl. nýkomið í KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Járn- og Glervörud, Tilkynningf um Júgursmyrsl. Vér biðjum sérhvern íslenzkan bónda, sem reka vill mjólkurbú sitt á nútíma grundvelli, að kynna sér eftirfarandi upplýsingar: JÚGURSMYRSL gera mjólkina tiltölulega gerilhreina, þvf að flestir gerlar komast í mjólkina af óhreinindum á júgrinu, þegar mjólkað er. JÚGUR- SMYRSLIN taka í sig öll slík gerlaflytjandi óhreinindi. JÚGURSMYRSL gera spenana mjúka, svo að óþarft er að mjólka með votum höndum, sem er óheilnæmt. JÚGURSMYRSL varna því, þá mjólkað er eftir nýja laginu, að spenarnir verði harðir eða springi. JUGURSMYRSL varna því, þá mjóikað er eftir gamla Iaginu, að spenarnir verði harðir eða springi. JÚGURSMYRSL græða júgur- og spenasæri á mjög stuttum tíma, vegna hinnar sérstöku samansetningar þeirra og græðandi efna og lina einnig sársauka hjá júgurveikum skepnum, þegar þær eru mjólkaðar. JÚGURSMYRSL eru mjög ódýr í daglegri notkun, því að þau verja júgur- sjúkdómum, sem hafa í för með sér minnkaða mjólkurframleiðslu og efnalegt tap. JÚGURSMYRSL eru gerð úr hinum hreinustu og beztu efnum og blönduð þeim Iyfjum, sem reynalan hefir synt að bezt eru. JÚGURSMYRSL halda sér jafnt sumar og vetur og eru því mjög þægileg og drjúg í notkuni JÚGURSMYRSL halda gæðum sínum takmarkalaust, mótsett við önnur lélegri smyrsl, tólg eða annan heimatilbúinn júguráburð, og verða því aldrei slæm eða þrá, sökum sinna sérkennilegu efna. JÚGURSMYRSL eru algerlega bragð- og litarlaus og hafa ekki í sér nein skaðleg Iitarefni. JÚGURSMYRSL hafa því ekki í sér nein efni, er skaðleg séu mjólkinni eða júgrinu. JÚGURSMYRSL eru fslensk framleiðsla. JÚGURSMYRSL eru framleidd af Efna06rðinni »SJÚFN«, Akureyri. — Biðjið kaupfélag yðar um »JÚGURSMYRSL«, eða pantið það beint frá Elna- gerðinni »SJÖFN«, Akureyri. — Dósin, (700 grömm) nægir með daglegri notkun fyrir 5 kýr í 2 mánuði. — Kostar If. 3.85. Fœst einnig hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.