Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 26.07.1934, Blaðsíða 4
232 DAGUR 84. tbl, Þeir, sem óska að við seljum fyrir sig töðu • og úthey, ættu að gefa sig fram sem fyrst Kaupfélag Eyfirðinga. ALPA LAVAL A. B. Separator í Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hefir stutt að því að gera sænskan iðnað heimsfrægan. f meira en hálfa ðld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN. Reynslan, sem fengist hefir. við að smiða meira en 4.000.000 Alfa Laval skilvindur, er notuð út i æsar tii þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfriar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skiivindum á boðstólum: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 litra á klukkustund — 1 — - 21 - 100 - - 1 —1_ — 22 - 150 — - —- » — 1 — - 23 - 525 - - * Varist að kaupa lélegar skilvindur. — Biðjið um ALFA LAYAL. Samband ísl. samvinnufélaga. um. Fiskarnir festust í trjám og girðingum og héngu þar. Orsök þessa er talin sú, að hvirfilbylur hafi sogað fiskana upp úr vatni einu, sem er 9 km. frá bæ bónd- ans og loftstraumar síðan borið þá þessa leið. Svo það kemur fyr- ir, að »fiskarnir finnast á eik- inni«. Innl. fréttir. Flugmaðurinn John Grierson kom til Reykjavíkur á mánudag kl. 15,30 og hafði þá verið liðlega 8 klukkutíma frá Londonderry á írlandi. A leiðinni hafði hann fengið sæmilegt veður, en þoku og slæmt skyggni. í London- derry hafði hann 320 lítra af benzíni til ferðarinnar, og átti hann 80 lítia eftir er hann kom til Reykjavíkur. Héðan hyggst Grierson að fljúga til Grænlands áleiðis til Canada og síðan til New York. Mun hann ætla sér að fljúga sömu leið til baka. ------- ,N ; kiJ '* .L .M., Álafosshlaupið var þreytt s.l. sunnu- dag og varð fljótastur Bjarni Bjarnason úr íþróttafélagi Borgfirðinga. Rann hann vegalengdina, sem er um 17 km„ á 1 klst. og 58 mín. Pann 20. þ. m. lögðu tveir bif- reiðastjórar úr Reykjavík á stað í bif- reiðinni RE 130; höfðu þeir ásett sér að komast bílleiðis til Seyðisfjarðar. Fóru þeir sem bílleið liggur til Akur- eyrar, þaðan um Keiduhverfi og Möðrudal á Fjöllum, en vegleysur þaðan. Komu þeir til Seyðisfjarðar á miðvikudag kl. 10,30, og höfðu feng- ið ákjósanlegt veður, og bíllinn aldrei bilað. Nokkra aðstoð höfðu þeir orðið að fá hjá vegagerðarmönnum á Fjarð- arheiði, en annars framkvæmt ferðina á eigin ramleik. Fröken Jóhanna Jóhannsdótlir söng f Nýja Bíó sl. þriðjudagskvöld við á- gæta aðsókn og mikinn fögnuð áheyr- enda. Páll ísólfsson aðstoðaði. Kon- sertsins verður nánar getið síðar. Til skamms tíma starfaði aðeins önn- ur síldarbræðslustöðin á Siglufirði, sök- um lítillar síldveiði. En um síðustu helgi glæddist veiðin og er síldin eink- um í Pistilfirði og einnig í Eyjafjarð- arál. Á sama tíma var búið að taka á móti 20.000 málum í Krossanesi og bú- ið að salta 870 tunnur á síldarsöltun- arstöð Stefáns Jónassonar á Hjalteyri. Nýlega fannst 3ja ára drengur ör- endur í flæðarmálinu á Norðfirði. Hafði hann áverka á höfði og áleit læknir, að hann mundi hafa. runnið niður af stórum steini í flæðarmálinu og rotast. Dánardægm. Hinn 23. þ. m. andaðist að heimili sínu Ytra-Gili Guðný Krist- jánsdóttir, fyrrum húsfreyja í Möðru- felli, ekkja Páls sál. Hallgrímssonar, er þar bjó lengi. Hún var móðir Krist- jáns Pálssonar bónda á Ytra-Gili og þeirra systkina. Guðný sál. var hnigin að aldri, 82 ára gömul, hin merkasta kona. • Skem/mtiferðsakipið General von Steu~ hen er hér í dag'. Með skipinu er margra þjóða fólk. Ætlar margt af því austur að Goðafossi. »DAGUR« er bezta auglýsingablaðið. Fasisti rekinn. Úr í’asistaflokknum hefir einn af fulltrúum innanríkisráðuneyt- isins ítalska verið rekinn, en eigi er þess getið, hvað hann hafi unnið sér til saka. Hefir þetta vakiö mikla athygli, ekki síður utan en innan ítalíu. K. A. fer skemmtiferð til Mývatns og Húsavíkur og ætlar að keppa í knattspyrnu á háðum stöðum. Farið verður af stað á laugardaginn kl. 6 e. h. og kostar farið kr. 7.50. Þeir félag- ar sem ætla að taka þátt í förinni skrifi nöfn sín á lista, er liggur frammi í Bræðrabúðinni. NB. Vegna undirbúnings verða allir að ákveða sig fyrir föstudagskvöld. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 26. júlí. Kl. 20 útvarps- hljómsveitin. Kl. 20.30 Erindi. Séra Sig. Einarsson. Kl. 21.30 Grammó- fóntónleikar. Föstud. 27. júlí: Kl. 20 Grammófón- tónleikar. Kl. 20.30 Upplestur. Sig. Skúlason. Kl. 21.30 Grammófóntón- leikar. Afskorin blóm seld daglega. Garðyrkjuslöðin Flóra Brekkugðfn 7. Karlmanna- buxur röndóttar. Verð frá kr. 5.00. FlíeSllUXIir (Oxfordbuxur) gráar, nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. Þingmennirnlr norðan- og austan-lands eru sumir komnir heim og aðrir á leið heitn til sín frá fundahöldunum í Reykjavík. Einar á Eyrarlandi kom að sunnan í gær, en Bernharð Stefánsson dvelur enn í Reykjavík vegna holskurð- ar er gerður var á konu hans þar. Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri kom að sunnan í gær landleiðina. Hefir hann dvalið í Reykjavík allt að hálfum mánuði nú síðast. t fyrradag komu frá Rvík landleið- ina Héðinn Valdimarsson alþingismað- ur, Stefán Jóh. Stefánsson hæstaréttar- málaflutningsmaður og Gústav Jónas- son fulltrúi. , / Sigurður Kristinsson forstjóri Sís hefir ákveðið að stefna ritstjórum Morgunblaðsins fyrir illmæli um sig í blaðinu. Óskilahestur bleikrauður að lit, ó- markaður, óafrakaður, flatjárnaður er í Bauga- seli í Hörgárdal. Friðfinnur Sigtryggsson. Stulku vantar á fámennt heimili hér í bænum. Ritstj. vísar á. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.