Dagur - 28.07.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 28.07.1934, Blaðsíða 1
D A G LTR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVIL ár ár. X Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞOB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 28. júlí 1934. 85. tbl. Byltingatilraunirnar í Aust- urríki brotnar á bak aftur. Dolfuss kanslari myrtur aff uppreistar- mönnum, „en sfförnarstefna hans lifir enn," segir kennslumalaráðherra, er fer með bráðabirgðastjórn. Hiller oeitar að eiga nokkra sil á óeiÉni. Greinilegri fréttir hafa nú borizt af uppreistartilrauninni í Aust- urríki, og er aðalefni þeirra á þessa leið: Uppreistin er talin að hafa byrjað á því, að fámennur flokk- ur nazista hafi tekið á vald sitt útvarpsstöðina í bænum Biesen- berg, og þröngvað þulnum til þess að útvarpa, að austurríska stjórninværi búin að segja af sér, en að austurríski sendiherrann í Rómaborg mundi til bráðabirgða taka að sér stjórn ríkisins. Lík- legast þykir að þetta hafi átt að vera allsherjar merki til upp- reistarmanna víðsvegar um Aust- urríki, en þó virðist það ekki hafa komið að tilætluðum notum, því óeirðir voru ekki hafnar nema á tiltölulega fáum stöðum. Um sama leyti ruddist 150 manna Nazistasveit inn í ráðherrahöllina í Vínarborg og náði henni í einni svipan' á sitt vald, þar sem allir voru óvíðbúnir og ekkert svigrúm til að veita viðnám. Undir samn- ingayfirskyni tókst uppreistar- mönnum að lokka Dolfuss út með sér, en er út kom var hann sam- stundis skotinn niður. Fey, fyrr- verandi varakanslari var sjónar- vottur að morðinu á Dolfuss,. og fékk því til leiðar komið, að sent var eftir presti, en til hans náðist ekki nógu fljótt, svo Dolfuss dð óþjónustaður. Tilfæra menn sem siðustu orð hans, að hann hafi beðið að gæta konu sinnar og bama, og vernda ríkið fyrir blóðsúthellingum syo sem frekast væri unnt. Fey, fyrrverandi vara- kanslari, og aðrir ráðherrar er í hóllinni voru er uppreistarmenn tóku hana, voru handteknir, og haldið sem gislum, en sá hluti stjórnarinnar, er utan hallarinn- ar var, kölluðu þegar út stjórn- arherinn, en gáfu uppreistar- mönnum 15 mínútna umhugsun- arfrest áður en á höllina yrði ráðizt, en þeir virtu það að vett- ugi, og hótuðu að drepa ráðherra þá, er þeir höfðu á valdi sínu, ef árás yrði gerð. Þessar hótanir voru þó að engu hafðar, og stjórnarherinn tók þegar höllina af uppreistarmönnum. Var þar með lokið uppreistartilraun Naz- ista í Vínarborg, og hefir síðan allt verið kyrrt þar í borginni. Hefir kennslumálaráðherrann far- ið með stjórnarvöldin til bráða- birgða, og meðal annars látið út- varpa dauða Dolfuss kanslara, og sagt, að þó að hann væri horfinn, þá lifði stjórnmálastefna hans eftir sem áður. Hervörður er hafður við allar opinberar bygg- ingar, og póstmenn og ýmsir aðr- ir opinb. starfsmenn eru vopnaðir. Þýzka stjórnin neitar harðlega að hafa átt nokkurn þátt í bylting- artilrauninni. Hefir hún þegar kallað heim sendiherra sinn í Vín, vegna gruns, er á hann hefir fall- ið um að hafa aðstoðað uppreist- armenn til að komast á flótta yf- ir landamæri Þýzkalands. Von Neurath, Hindenburg, Mussolini, Sir John Simon og Stanley Bald- win hafa allir sent samúðarskeyti út af fráfalli Dolfuss kanslara. Austurríski sendiherrann í Róm hefir verið tekinn fastur vegna útvarpsfregna þeirra um valda- töku hans, sem áður getur. Reyndi hann að fremja sjálfs- morð en misheppnaðist. Samt mótmælir hann allri þátttöku í uppreistinni, og kveður fyrirhug- aða valdatöku sína á engum rök- um reista. Stahremberg fursti, varakanslari, og frú Dolfuss voru bæði stödd í ítalíu er óeirðirnar brutust út, en eru nú komin heim og hefir Stahremberg þegar kall- að saman Heimwehr liðið. Sér- stakur herréttur hefir verið sett- ur, með fullu valdi til dóma og aftöku. Einu landshlutarnir, sem óeirða verður nokkuð vart enn- þá, eru Steuermark ' og Tyrol, en stjórnarhersveitirnar hafa þar þó allstaðar yfirhönd. * * * Hitler og von Papen lýsa, í op- inberu bréfi til austurrísku bráðabirgðastjórnarinnar, samúð sinni yfir dauða Dolfuss. Þeir taka ennfremur fram í bréfinu að sá orðrómur, er bæði verði vart innan Austurríkis og í ver- aldarblöðunum, um að þýzka stjórnin hafi verið undirróðurs- menn að byltingartilrauninni, sé algerlega tilhæfulaus, og fara þeir fram á, að til að afsanna sem bezt grunsemdir þessar, að von Papen komi í opinbera heim- sókn til Vínarborgar. Austur- ríska stjórnin hefir látið útvarpa bréfi þeirra Hitlers og von Pa- pens, en ekki svarað því enn, og ekkert gefið upp um hvort tekið verði heimsóknartilboði von Pa- pens. í frásögnum sínum um aust- urrísku , uppreistartilraunina liggja erlendu stórblöðunum held- ur kuldaleg orð til Þýzkalands, en kveða þó ekki upp úr um bein af- skipti þýzku stjórnarinnar af byltingartilrauninni, að undan- teknum frönskum blöðum, er skrifa mjög f jandsamlega um þýzku stjórnina, og telja hana eiga alla ábyrgð á austurrísku ó- eirðunum. Ganga þau jafnvel svo langt að amerískum blöðum blöskrar, og kveða framferði þeirra, með tilliti til friðarins í Evrópu, einna líkast því að mað- 'ur.er ætli að verja hús sitt bruna, strái eldsglóðum út um allt gólfið. Síðustu fregnir í gærkveldi skýra frá því, að von Papen, varakanslari Þýzkalands hafi lát- ið af embætti sínu, og verið skip- aður sendiherra Þýzkalands í Vín. Skrifaði Hitler Jionum bréf með útnefningunni, þar sem hann, með mörgum fögrum orð- um, lýsir þeirri þakklætisskuld, er þýzka þjóðin standi í við hann, fyrir trúlega og vel unnið starf í sambandi við býltingartilraunina. Lýsir hann síðan hversu mikil- vægt starf hann feli honum, þar sem sé sendiherrastarfið í Vín; að . hann beri til hans fyllsta traust, og hafi hann engum reikningsskap að gjalda nema sér sjálfum (Hitler). Sama fregn hermir, að austurríski sendiherr- ann í Róm, er reyndi að fyrir- fara sér, hafi nú látizt af sárum. Nátturuógnir í Póllandi. Ofsaveður með þrumum og eld- ingum gerði í Póllandi í vikunni. Tveir menn biðu bana og kvikn- aði í mörgum húsum. Uppskera hefir stór eyðilagzt. — Af flóð- unum miklu segja síðustu fréttir að þau séu heldur í rénun. Varsjá er talin úr mestu hættunni, þar sem vatnsborðið hefir lækkað um helming, þó enn sé það 4—5 metrum hærra en venjulega, en engin hætta er talin að flóðgarð- ar þar springi úr þessu; aftur á móti sprungu flóðgarðar við Krakau, og reið 15 metra há vatnsbylgja yfir borgina. Talið er að um 200 þús. manns sé húsnæð- islaust, og að taka muni að minnsta kosti 2—3 ár að endur- bæta skemmdir þær, er flóðin hafa valdið. Stjörnarskiptin fara væntanlega fram í dag. Verka- skifting í hinu nýja ráðuneyti verður á þessa leið: Hermann Jónasson verður forsætis- ráðherra og fer með landbúnaðarmál, vegamál, dómsmál og kirkjumál. Eysteinn Jónsson verður fjármálaráðh. Haraldur Guðmundsson fer með sjávarútvegsmál, samgöngumál (að undanteknum vegamálum) og kennslu- mál. Utanríkismálum mun verða skipt milli Hermanns Jónassonar og Har- aldar Quðmundssonar. Þegar að því kom að velja menn í stjórnina, sneri miðstjórn og þing- flokkur Framsóknarmanna sér að for- manni flokksins, Jónasi Jdnssyni, og óskaði eftir að hann myndaði ráðu- neytið, en hann baðst undan því starfi og óskaði eftir að flokkurinn veldi annan. Fól þá flokkurinn Hermanni Jónassyni að mynda ráðuneytið. Mótorbáturinn Óli Björnsson frá Hrísey, sem Slysavarnarfélag íslands hafði verið að auglýsa eftir undanfarna tvo daga, kom fram heilu og höldnu kl. 21.30 í gærkveldi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.