Dagur - 09.08.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 09.08.1934, Blaðsíða 4
248 DAGUR 90. tbl. Um leið og eg geri vinum og vanda- mönnum mínum fjær og nær kunnugt, að konan mín ástkæra, Elín S. Sigfúsdóttir, sem dvalið hafði á Kristneshæli í rúmt ár, dó 26. júlí s.t. — vil eg nota tækifærið og þakka öllura, sem eitthvað Iögðu á sig til að gera henni lífið léttara, þennan tfma, er hún dvaldi þarna á Hætinu, eins og lækni, hjúkrunarkonum og öðru starf- andi fólki við Hælið, stofusystrum hennar og öðrum sjúklingum, sem dvöldu á hæl- inu með henni og glöddu hana og réttu henni hjálparhönd á ýmsan hátt. Og síð- ast, en ekki sízt, öllum þeiro, sem heim- sóttu hana þarna á hælið, og dreifðu á- hyggjum hennar og gerðu henni glaða stund með komu sinni. Öllu þessu góða fólki, þakka eg fyrir hennar og mína hönd, og óska að hamingjan gefi því góða líðan. IngóKur Eyjúlfsson, Skjaldþingsstöðum, Vopnafirði. Er undrarlugvél á ferðinni? (Framh. frá 1. síðu). sem fyrr greinir. Skýra sjónar- vottar þannig frá flugvélinni: »Við sáum ekki greinilega lit hennar, en okkur sýndist hún vera gráleit. Hún var fjarska löng og mjó, og jafnbreið frá hliðarstýri að vængjum, er sátu nær fremst á henni. Engir bátar eða hjól voru sýnileg, er flugvél- in gæti lent á«. Sjónarvottar töldu víst, að hér væri um einhverja skemmtiferða- flugvél að ræða, og að annarstað- ar frá mundi hafa sézt til ferða hennar, Átti það von á að heyra eitthvað af ferðum flugvélarinn- ar í útvarpinu það sama kvöld, því á Meyjarhóli eru móttöku- tæki. Þótti því undarlegt, að svo var eigi. Fór fólkið þá að grennsl- ast eftir því, hvort ekki hefði sézt til hennar frá Akureyri, en blað- inu er eigi kunnugt um, að svo hafi verið. Þess skal ennfremur getið til skýringar, að hér getur ekki verið um neina missýningu að ræða, því að á meðan Flug- félag íslands hafði flugvélar í förum á undanförnum árum, segja sjónarvottar, að aldrei hafi flugvél komið eða farið frá Ak- ureyri, svo að ekki hafi greinilega heyrzt og sézt til hennar. Allar framangreindar upplýs- ingar hefir blaðið fengið frá sjónarvottum. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 9. ágúst: Kl. 19.30 Dagskrá næstu viku. Kl. 20 Einsöngur Krist- ján Kristjánsson. Kl. 20.30 Erindi. Skúli Skúlason. Kl. 21.30 Grammó- fóntónleikar. Föstud. 10. ágúst: Kl. 20 Grammófón- tónleikar. Kl. 20.30 Björn Guðfinns- son. Upplestur. Kl. 21.30 Grammó- fóntónleikar. Norðurlandalög. í kvöld kl. 18.45 verður útvarpað frá Kalundborg útvarpsstöðinni, bylgju- lengd 1261, nokkrum skemmtiatrið- um, er íslendingar og Danir standa að. Skemmti- og íþróttaferð fór K. A. til Mývatnssveitar og Húsavíkur s. I. laugardagskvöld. Á sunnudaginn kl. 12 á hádegi keppti K. A. við U. M. F. Mývetninga á Grænavatni. Var þá gott veður en grasið rennblautt svo leikur- inn varð afar erfiður. Úrslit urðu þau, fið K. A, sigraði með 2:1. Þaðan var kr. 1,90 kg. gegn peningum. Nýlenduvörudeild. Niðursoðnir ávextir. Apricosur, Perur, Ferskjur. ódýrast í bænum. Nýlenduvörudeild. Bórvaselín. 25 aura dósin. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. \ á 30 aura kílóið, ágætt varpfóður. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. Tapast hefur frá Syðra-Qarðshorni í Svarfaðardal bleikur hestur með litla stjörnu í enni, markaður. Sá, sem yrði hestsins var, er vinsamlega beðinn að gera viðvart D a n í e 1 J ú 1- í u s s y n i Syðra-Garð8horni eða B i r n i J ú 1 í u s s y n i, K. E. A , Akureyri. Papen viðurkenndur. Austurríska stjórnin hefir nú loks viðurkennt von Papen sem þýzkan sendiherra í Vín. Hafa austurrísk blöð farið vinsamleg- um cröum um útnefningu hans, og telja að það muni styrkja vin- áttu millí ríkjanna. haldið til Húsavíkur, því þar var á- kveðið að keppa við »Völsunga« kl. 5. Var strax byrjað er K. A. kom til Húsavíkur. Leikurinn var fjörugur í byrjun, en dofnaði eftir því sem lengra leið. Úrslit urðu þau, að »Völsungar« unnu K. A. með 3 : 1. K. A. menn láta mjög vel yfir ferð- inni og róma mjög ágætar móttökur. Þess skal getið, að K. A. hafði aðeins 5 menn úr sínu úrvalsliði. Síldarafli var á öllu landinu 4. þ. m. sem hér segir: Söltuð síld 32132 tunnur. Matjessíld 21311 tunnur Kryddsíld 11838 tunnur. Sykursaltaðar 1433 tunnur. Sérverkaðar 2318 tunnur, eða alls 69,032 tunnur. í bræðslu voru nú komnir 370,998 hl., en í fyrra um sama leyti voru komnir 419,277 hl, ALPA LAVAL A. B. Sepsrator i Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hefir stutt að þvi sð gera sænskan iðnað heimsfrægan. í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vðnduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN. Reynsian, sem fengist hefir við að smiða meira en 4.000.000.Alfa Laval skilvindur, er notuð út f æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfriar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 litra á klukkustund _ 21 - 100 - - _ 22 - 150 — - -»- - 23 - 525 - - -» — Varist að kaupa lélegar skilvindur. — Biðjið um ALFA LAYAL Samband ísl. samvinnufélaga. Munntóbakið er frá Bredrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kaupmann yðar um B. B. munntóbak. Fæst allsstaðar. Krystals- vörur. Mikið úrval nýkomið. nnga. Járn- og Glervörudeild. Nýir avextir, Epli og appelsínur mjög góðir. Kanpfélan Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.