Dagur - 09.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 09.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- ió'gum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. XVII. ¦•-•-•-•- ár. 1 Akureyri 9. ágúst 1934. iKiiruiler. hiideiíburg. Opinberar siolnanir, bankar o. s. Irv. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —3 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 10—12. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%-—8, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá a/10—*./., 1—3 frá */.—Yio a^a virka daga. Allir bankar loka kl. 1 á laugardag. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla >Eimskips« kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla »Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Fyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Fyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 3—4. Viðtalstími lækria. Steingr. Matthíasson, héraðslæknir, kl. 1—2 alla virka daga í Brekkugötu 11. Á sunnudögum heima kl. 1—2. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Arni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, lV2-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga, kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. lofti K. E. A. Nýja-BÍÓ föstudagskvöld kl. ö. Jarðarför Hindenburgs forseta fór fram sl. þriðjudag. Var stutt sorgarathöfn haldin á búgarði hans Neudeck, og líkið síðan flutt á fallbyssuvagni til Tannenberg og jarðað þar. Mörg hundruð þúsund manns voru viðstaddir jarðarförina og stöðugur fólks- straumur er til grafar hans, en í kring um hana brenna blys í tvær vikur. Hér er ekki rúm til að geta æfiatriða hins látna yfirher- foringja og forseta,svo að nokkru nemi. Hann var af hermannaætt- • um, og gerði líka hermennsku að æfistarfi sínu. Nítján ára gamall verður hann liðsforingi; er sæmd- ur járnkrossinum í prússnesk— franska stríðinu 1871. Þrítugur verður hann yfirforingi og með- limur í herstjórnarráðinu, óg fimmtugur er hann gerður að herforingja. Árið 1911 fær hann lausn frá embætti sakir elli, þá 64 ára gamall, en þremur árum seinna er hann kallaður til starfa aftur í byrjun heimsstyrjaldar- innar og gerður að yfirforingja miðríkjaherjanna á austurvíg- stöðvunum; vinnur stórsigra sína við Tannenberg og Masúrísku vötnin og verður á svipstundu frægur um allan heim. Árið 1916 er hann skrifaður yfirforingi allra miðríkjaherjanna og var það til styrjaldarloka, en eftir uppgjöf Þýzkalands og miðríkj- anna, er Ludendorff og Vilhjálm- ur keisari flýðu úr landi, sat Hin- denburg kyrr, og lagði nú á sjö- tugt risabak sitt þá erfiðustu byrði, sem herforingja getur í hlut fallið: að sameina hinn sigr- aða her og halda uppi kyrrð og reglu. Er enginn efi á því, að þá hefir Hindenburg unnið sína stærstu sigra og getið sér sina varanlegustu frægð. En þar með er ekki dagsverkinu lokið. Tæp- um sjö árum seinna, við fráfall Eberts forseta, kallar hin ráð- þrota þýzka þjóð Hindenburg til forsetatignar, sem þann manninn, er mests trausts naut. Og við valdatöku nazista stendur enn af honum svo míkill ljómi, að Hitler notar hann til að »punta« upp á stjórn sína, enda þótt hinn 84 ára gamli öldungur væri þá mjög farinn að fótum fram. Hindenburg var fyrst og fremst hermaður, og hafði þeirrar stétt- ar glæstustu kosti, og líka tak- markanir hennar. Keisarasinni (Imperialisti) var hann alltaf, og þegar hann tók við forsetatign, spurði hann fyrst um »leyfi« Vil- hjálms í Doorn. En undirhyggju- maður var hann aldrei; og aldrei bendlaður við neitt af þeim skelf- ingum eftirstríðsáranna, er yfir Þýzkaland hafa dunið. Eitt af stærstu, ensku blöðunum gefur honum þessi eftirmæli, sem ætla mættu gleggst merki um mann- gildi hans: »Á hinum erfiðu tím- um, sem gengið hafa yfir hina þýzku þjóð undanfarið, hefir fjöldi Þjóðverja og útlendra manna engu síður verið þakklátir fyrir það, að æðsti maður Þýzka- lands skyldi vera maður, sem Afgreiðslan W hjá JÖNI Þ. ÞOR. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við &ra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. 1 '.U Nýja-Bíó Föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 9. a æsKusxeioi. Pýsk talmynd í 9 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Herla Tliiele, Dorthea Wieck. Myndin gerist á þýzkum kvenna- skóla, þar sem leggja á síðustu hönd á uppeldi ungu stúlkunnar áður en hún leggur út í lifið. Myndin er stór-athyglisverð og ættu foreldrar og ungar stúlkur að sjá hana. Hún er tekin eftir mjög frægu leikriti eftir ChrÍSta Wínsloe, sem heitir »Gestern und Heute* og hefir hlotið mjög mikið lof í útlendum blöðum. Sunnudaginn kl. 5. Niðorsett verð. Alpýðusýning. iar- sakir staðfestu, heiðarleika og trúmennsku mátti treysta á hverju sem gekk. Hann virðist hafa verið eini maðurinn, sem pólitískar árásir, illvilji og hatur náðu ekki til. Jafnframt því sem hann var einn fyrirferðarmesti maður Þýzkalands meðan á ó- friðnum stóð, hefir hann síðan verið álitlegasti valdsmaður þess«. Er undraflugvél á ferðinni? Pimmtudaginn 2. ágúst s. 1., um kl. 4 síðd., sást til flugvélar frá bænum Meyjarhóli i Sval- barðsströnd. Bar hana pá fyrií ofan Krossanes, og flaug hún miðhlíðis, með jafnri en fremur hægri ferð, þráðbeina stefnu til suðausturs. Veðurfar var þannig: tJrkomulaust, norðan hægur stormur, og þokubelti um miðjar hlíðar. Sást flugvélin ýmist fyrir neðan þokubeltið eða í því, en það undarlegasta var, að ekkert heyrðist til hreyfilsins, allan þenna tíma, á meðan sást til flugunnar. Er flugvélin fór yfir Akureyrarbæ, bar hana frá Meyjarhóli, sem stendur all hátt frá sjó, skammt fyrir neðan hús- ið Fálkafell; en það mun miðja vegu milli Akureyrarkaupstaðar og Súlutinda; segja sjónarvottar, sem eru Tryggvi Kristjánsson, bóndinn á Meyjarhóli og dætur hans tvær, Laufeý og Friðrika, að sézt hafi til flugvélarinnar í nálega 5 mínútur, frá því hún var fyrir ofan Krossanes og þar til hún hvarf í þoku, yfir Mjaðmár- dal í Eyjafirði. Sá Laufey flug- vélina fyrst, og hafði ekki augu af henni, fyrr en hún hvarf, þar (Framh. á 4. síðu). Skip koma og~ fara vikuna 10.—17, ágúst. Alúðar þakkir vottum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við KOMA: 13. ísland frá Reykjavík. 15. andiát og jarðarför Guöbjaigar SíCÍRÍnil Sieinflfímsdóltur og heiðruðu minningu Súðin (í stað Esju) að austan. 17. hennar á ýmsan nátti Guð blessi ykkur ö\\t Goðafoss frá Rvík, hraðferð. fara: 40. Brúarfoss tii Rvíkur, hrað- Guðm. J. Seyðfjörð. Ingibjörg Halldórsdóttir. ferð. 15. isiand tii Rvíkur. 16. súðin Steingr. G. Guðmimdsson. Ingólfur Guðmutidsson. vestur um. —-------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.