Dagur - 14.08.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 14.08.1934, Blaðsíða 2
250 DAGUR 91. tbl. föður síns, er hann varð 85 ára: »Björt og traust er minning merk, með ei flauzt þú hóglífs-straumnum, en vinna kaust þú kraftaverk kynnislaust og fjarri glaumnum. Græðir kaun á landi og lund, liggja í hraunin mörkuð sporin. Mörg var raun og mæðustund, mjög voru launin klippt og skorin«. í þessum línum er lýst afreks- verkum og æfikjörum margra ís- lenzkra bænda, sem hafa lagt undirstöðuna að þeim hraðfleygu framförum, er hér hafa orðið hin síðustu ár. Að endingu óska ég, að bæði »nökkvarnir« og »nýju skipin« fái góðan byr í kring um allt ís- land. Þau eiga það skilið. Eiríkur Sigurðsson. Kaili úr útvarpserindi i eftir Pál H. Jónsson. Það er til lítils sóma, en satt samt, að bezta safnið af kórlög- um fyrir ósamkynja raddir skuli hafa komið út fyrir einum mannsaldri eða meira. Á ég þar yið Jónasar Helgasonar heftin svokölluðu. Á sínum tíma var út- gáfa þessara hefta stórmerkileg. Lögin prýðilega valin, og þau verkuðu eins og gróðrarskúr á hina blundandi krafta þjóðarinn- ar. Enn má heyra gamla menn, sem. þá voru ungir, tala með hrifningu og takast alla á loft, er þeir minnast þess, er þeir fyrst voru að læra hin gullfallegu lög. En síðan hefir harla fátt verið um sönglagasöfn. Söngbók Templ- ara er að vísu enn víða til; í henni eru mörg lög úr hinum fyrri heftum og nokkur ný. Þá gaf Jón Laxdal út hefti, Sigfús Einarsson og einhverjir fleiri. Um allt þetta er mikið gott að segja. útgáfa þessa alls hefir gert þjóðinni meira og minna gotí, og hún stendur í þakkar- skuld við þá, sem að þessu hafa unnið. En sá einfaldi hlutur hef- ir gerzt, að þjóðin er orðin þreytt á aö syngja sömu lögin nú og fyrir 50 árum. Þess vegna er það, að söngkennari við sam- skóla, sem ætlar að æfa blandað- an kór, þarf að leita með logandi liósi í þessum söfnum til þess að finna lög, sem sú æska, er nú sækir skóla landsins vill syngja, minnsta kosti í þeim búningi sem þau eru. Og það að hún vill ekki syngja þau, er ekki af neinum fordómi. Ekki vegna þess að þau séu gömul, heldur aðeins að henni leiðast þau, hún er ekki hrifin af þeim- Að því getur hún ckki gert. Ef til vill get ég skýrt þetta nán- ar með dæmi frá minni eigin reynslu. Ég læt fólkið syngja al- kunn smá lög, t, d. Man ég græn- ar grundir og Hve sæl, ó, hve sæl. Bæði þessi lög eru gullfalleg. Þau eru bæði sæmilega raddsett með sterkum hljómum og falleg- um röddum, og raddirnar fylgj- ast allar að. Þessi lög leiddist fólkinu að syngja. Það er búið að heyra þau rauluð frá barnæsku, það ber ekki á móti því, að þau séu falleg, en það hefir ekki gam- an af að syngja þau. Það lærir þau af skyldurækni og hlýðni og það vandar sig að syngja, en yfir söngnum er þreyta en ekki á- nægja. Hann gengur illa. Svo fæ ég lag frá Björgvin tón- skáldi Guðmundssyni á Akureyri. Það er að vísu fallegt lag. Hvort það er fallegra en hin lögin, sem ég nefndi, læt ég ósagt, en það er allt öðruvísi. Allar raddirnar fylgjast varla nokkurntíma að, og stundum fylgir engin annari. Lagið er hið virkilega kórlag og leikið undir á hormóníum. Ég fjölrita allar raddirnar og hver nemandi fær blað, sem hann • syngur af. Nú byrjar nám, sem er þó fyrst og fremst starf. Allir vinna af óblandinni gleði og fyllsta áhuga. Þarna er viðfangs- efni, sem heimtar að allir leggi sig fram. Vegna þess að hver rödd fer sína eigin götu, reynir miklu meira á sjálfstæði hennar og persónuleika. Kórinn verður ekki vél, sem settur er á stað og stjórnað, án þess að persónuleiki einstaklinganna njóti sín nokkuð, heldur hópur starfandi pilta og stúlkna í náinni, skipulagsbund- inni samvinnu. Þarna kom lag í allt öðrum stíl en áður hefir tíðk- azt hér, lag sem fólkið hafði fyllstu ánægju og gleði af að syngja- Það kostaði vitanlega nokkra áreynslu að koma fólkinu til að trúa því, að það gæti sung- ið þetta. Yfirleitt er það venjan, að ef menn sjá lag, þar sem radd- irnar ganga á misvíxl, þá fyllast menn ótta og skelfingu og halda að það sé einhver ógnar galdur að syngja þetta. Þetta er mesti mis- skilningur. Hvort erfitt er eða létt að syngja lögin fer ekki að- allega eftir því,. hvort raddirnar fylgjast að eða ekki. Enda kom- ust nemendur mínir fljótt að raun um það. Ef að kórsöngur á hér nokkra framtíð í skólum og utan þeirra, verður hið allra bráðasta að ráða bót á þessari vöntun um, að ein- mitt sá stíll, sem var á lagi Björgvins Guðmundssonar, sem ég var að tala um áðan, hinn svo- kallaði pólífón eða kontrapunkt- ískur stíll, sem svo að segja öll æðri tónlist byggist á, á að verða sunginn í skólunum. Fyrst og fremst vegna þess að fólkið vill syngja hann, og svo vegna þess að hann opnar leið til að skilja æðri tónlist. Meðan þjóðin þekkir ekki og skilur ekki annan stíl í söng en þann, sem birtist í lög- um eins og Man ég grænar grund- ir, Norður við heimskaut og Hvað er svo glatt, þó allt séu þetta falleg lög, en hefir ekki hugmynd um fullkominn kórlagastíl með eða án undirleiks, er ekki við öðru að búast, en að hún skrúfi fyrir útvarpið, þegar listamenn hennar leika symfoniur Beetho- Beztu cigaretturnar í 20 st. pökkum, sem kosta kr. 1,10 eru Commander Westminster Virginia cigarettur Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu rikisins. Búnar til af Westminster Tobacco Coinpaity Liniited. London. vens. Æskan þarf ekki í héraðs- eða gagnfræðaskóla til þess að læra »Eldgamla ísafold og ó, fög- ur er vor fósturjörð. Hún hefir lært þau fyrir löngu, þá í barna- skólunum, ef ekki vill betur til. Og héraðs- og gagnfræðaskólar eiga ekki að endurtaka barnalær- dóminn, ef annars er nokkur kostur, heldur auka við hann- Sunnudaginn 12. ágúst and- aðist á heiisuhælinu í Kristnesi dóttir okkar, Anna Soffía Jóns- dóttir. Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 20. ágúst og hefst með húskveðju á heimilinu kl. 12 á hádegi. Jóhanna Asgrímsdóttir. Jón Einarsson. \ Menmngarsi Land og lýðwr. Drög til íslenzkra héraðslýsinga. Samið hefir Jóh Sigurðs- son, Yztafelli. Rvík 1933. Þetta er mikið rit og allvanda- samt, ef þess á að vera fullkom- lega gætt, að ekki slæðist óná- kvæmni eða missagnir inn í. Er vitanlega torvelt, að sigla, í því efni, fyrir öll sker, því að víða er farið yfir óruddan akur, og hvergi til tæmandi héraðslýsingar á landinu áður. Hygg ég þó að höf. hafi komizt furðulega vel frá þessu og megi bókin í öllum aðal- atriðum teljast sæmilega ábyggi- leg. Hefir hann að vísu stuðzt allmikið við Ferðabók Þorvalds Thoroddsens og að líkindum að nokkru við óprentaðar sóknalýs- ingar á Landsbókasafninu, en þess má þó glöggt sjá merki, að höfundurinn er sjálfur víðförull. um landið og skýrir víða frá sem sjónarvottur. Verða lýsingarnar fyrir það yfirleitt mjög skil- merkilegar og greinargóðar, rit- aðar á fallegu og lipru máli, og er ánægjulegt að fylgjast með höf. sveit úr sveit. Fylgir hann þeirri reglu, eftir að hafa gefið stutt yfirlit um landið í heild, að fara með byggðum hringinn í kring um landið og lýsa fyrst hverrisveitallnákvæmlega og gefa síðan stutt yfirlit yfir héruðin. Fæst fyrir þetta gleggri yfirsýn um staðhætti alla, sveitareinkenni og afstöður en títt er í íslands- lýsingum, og er rit þetta hand- hægt aðgöngu fyrir alla þá, sem kynnast vilja landi og þjóð. Er það tekið saman með líku sniði og ferðahandbækur tíðkast er- lendis og mætti koma að ágætu gagni fyrir ferðamenn, ef fylgt hefðu landabréf hverri byggðar- lagslýsingu. úr þessu mætti bæta í síðari útgáfum af bókinni, ef Fyrri hluti útsvara féll í gjalddaga 15. júlí s. 1. Verð ég að biðja þá, er engin skil hafa gert, að greiða nú hið allra fyrsta og eigi síðar en þann 25. þ. m. Ytri-Tjörnum 13. ágúst 1934. Kr. H. Benjamínsson. hún reynist vinsæl, sem full á- stæða er til að ætla, og væri þá ef til vill æskilegt, að sníða hana enn meir að því hlutverki, að vera ferðamönnum leiðarvísir um fagra og merka s'taði, jafnframt því, sem hún gæfi gagnfróðlegar upplýsingar um landið í heild. Slíka bók hefir oss alltaf vant- að og kemur Land og lýður Jóns í Yztafelli þar í góðar þarfir, þó að hún virðist ekki beinlínis vera samin með þetta fyrir augum. Þakkir á hann samt skyldar fyrir bókina og má það heita rösklega gert af íslenzkum bónda, að skrifa slíka bók í tómstundum sínum frá fjárhirðingu og öðrum margháttuðum heimilisstörfum. Bókin er fullar 300 bls. á stærð í stóru átta blaða broti, með ítar- legri nafnaskrá, uppdrætti af Reykjavík og fjölda ágætra ljós- mynda af fögrum stöðum um land allt. Benjamín Kristjánsson. Þann 11. þ. m. höfðu verið saltaðar á öllu landinu 126,346 tunnur síldar, þar af 93,739 tunnur á Siglufirði, 21,677 tunnur á Eyjafirði, 7,110 tunn- ur á Sauðárkrók og 3,820 tunnur á Ingólfsfirði. —^ ..........¦»*¦ ¦ Ritstjóri Ingimar Eydal. Prcntsmiðja Odds Björnssonti?,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.