Dagur - 16.08.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 16.08.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og Iaugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júií. XVII. ár •I Afgreiðslan •r hjá JÖNI Þ. ÞOB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við krar mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 16. ágúst 1934. ?-•-•-#-•-#-#-# • # # • • # #,# # t-w- l 93. tbl. Frá Austurríki. Níu menn úr öryggisvarðsveit- mni í Austurríki hafa nú verið dæmdir af herréttinum fyrir þátttöku í uppreistartilrauninni og morði Dolfuss kanslara. Voru fjórir dæmdir til dauða, tveir til æfilangs fangelsis, og þrír til skemmri hegningar. Hafa dauða- dómar hinna fjögra manna vakið mikinn óhug í Austurríki, sér- staklega vegna þess, að dómnum var fullnægt með hengingu, svo að segja samstundis, en menn bjuggust almennt við náðun. f- trekaðar fyrirspurnir komu fram í réttarhöldunum, um það, hvers- vegna hið vopnaða varnarlið ráð- herrahallarinnar, — en það voru um 80 manns — hafi ekkert við- nám veitt, og ekki einusinni hleypt einu einasta skoti úr byssu er höllin var tekin. Mikil andúð er í Júgo-Slavíu til ítalíu útaf afskiptum Mussolinis af Austurríkismálunum. Kveður blaðið Politicia í Belgrad að ólík- legt sé að Schuschnigg, hinn nýi kanslari Austurríkis, verði lang- ær í kanslarasæti, því Stahrem- berg forseta og Mussolini þyki hann allt of gætinn og varfærinn. Mikið er um það talað í frönsk- um og belgiskum blöðum, að Þjóðverjar hafi átt sökina í upp- reistinni í Austurríki, og hafi haft fulla vitneskju um hana fyr- irfram. Færa þau það máli sínu til stuðnings, að fréttastofan Deu- tsche Nachrichten Bureau hafi flutt fyrstu fréttirnar af upp- reistinni tveim dögum áður en hún virkilega hófst. En frétta- stofan segir, að hér sé aðeins um ranga dagsetningu að ræða, sem stafi af prentvillu, og sé það líka auðsætt af myndum þeim, er fylgja þessum fréttum. Samningar milli ríkisstjórnarinnar og Al- þýðusambandsins um kaup í opin- berri vinnu hafa verið gerðir. Lágmark dagkaups er ákveðið 90 aurar á kl.st., jafnt yfir allt land. Dagkaup fyrir bíla er 4 kr. á tímann. Sé unnið í ákvæðis- vinnu, greiðist fyrir hana hlut- fallslega hærra en áður, miðað við hækkun dagkaupsins. Unnið er 10 st. á dag með þessu kaupi, en af þeim tíma fá verkamenn y% kl.st. til kaffidrykkju án kaup- frádráttar. Kauphækkun þessi gekk í gildi í síðustu viku. »Bændavinirnir« héldu því fram í vetur, að samningarnir ákvæðu kaup í opinberri vinnu eins og kauptaxtinn væri í Reykjavík. Nú fá menn að þreifa á sannind- um þeirrár staðhæfingar. í lok aíðustu viku höfðu verið verk- aðar, á öllu landinu} 134,563 tunnur síldar alls, en um sama leyti í fyrra 174.639 tunnur. Saltaðar hafa verið 52.158 tunnur, en í fyrra 55,719 tunuur; matjessíld 45,654 tunnur, í fyrra 90.901 tunnur; kryddsíld 23.128 tunnur, í fyrra 15,074 tunnur; sykursaltaðar 4782 tunnur, en i fyrra 2656 tunnur, og sérverkaðar 8841, en í fyrra 10.289 tunnur. 1 bræðslu eru nú komnir 522.996 hl. en Nýft heim§me( ¦ 3000 metra hlaupi. Daninn Henry Nielsen, hefir nýlega sett heimsmet í 3000 m. hlaupi á alþjoða íþróttamóti í Stokkhólmi. Rann hann skeiðið á 8 mín. 18.3 sek. Næstur var Pól- verjinn Kusocinski, sem áður átti heimsmetið (8 mín. 8 sek.) á 8 mín. 28.4 sek. í ÚTVARPSFRBTT fyrir skömmu var gerður saman- burður á þingkostnaði hinna ýmsu ríkja á Norðurlöndum. Var hann s. i. ár sem hér segir: f Danmörku 57 aurar á nef hvert, Noregi 62 aurar, Svíþjóð 69 aur- ar og á íslandi — kr. 2.24! TTTVARPIÐ. Fimmtudaginn 16. ágúst: Kl. 19.20 Dagskrá næstu viku. Kl. 20 Tónleik- ar: Útvarpshljómsveitin. Kl. 20.30 Erindi um síldveiði og síldarsölu: Jón Bergsveinsson. Kl. 21.30 Gramm- ofóntónleikar. Föstudaginn 17. ágúst: Kl. 20.00 Grammofóntónléikar. Kl. 20.30 Upp- lestur: Sigurður Skúlason. Kl. 21.30 Grammofóntónleikar. um sama leyti í fyrra voru komnir 618,808 hl. Fréttir. Nýja-Bíó Dánardægur. Nýlega andaðist hér í bænum Ásgrímur Guðmundsson, fyrr- um skipstjóri, áttræður að aldri. Hann bjó lengi á Þóroddstöðum í Ólafsfirði og var á þeim árum bæði hreppsnefnd- aroddviti og sýslunefndarmaður. Á sunnudaginn var andaðist á Krist- neshæli Anna Jónsdóttir rakara Ein- arssonar, kornung, efnileg stúlka og einkabarn foreldra sinna. Síðastliðna þriðjudagsnótt andaðist í Hrísey Snæbjörn Norðfjörð verzlunar- maður, rúmlega hálfsextugur að aldri. Varð snöggt um hann. Hinn 7. þ. m. andaðist hér á sjúkra- húsinu Ásta Antonsdóttir, nær 83 ára að aldri. Sundkennska fellur niður í sund- laug bæjarins frá 18. til 25. þ. m. að báðum dögum meðtöldum, vegna brott- veru sundkennarans, Ólafs Magnússon- ar. Eigi að síður verður sundlaugin opin til afnota fyrir almenning þenna tíma, og verður Magnús Ólafsson sundlaugarvörður. Messað á sunnudaginn í Lögmanns- hlíð kl. 12 á hádegi. Á Akureyri kl. 5 eftir hádegi. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- prestakalli: Hólum, sunnudaginn 2. sept. kl. 12 á hádegi; Saurbæ kl. 3 e. h. sama dag. Allir þeir, sem hafa í hyggju að kaupa síldarmjöl hjá síldarverksmiðj- um ríkisins, eru beðnir að gera pant- anir sínar hið allra fyrsta, og eigi síð- ar en 1. septemher. Fertugsafmæli á hinn vinsæli leikari, Ágúst Kvaran, í dag. Allir þeir, er leiklist unna, munu á þessum tímamótum í æfi hans minnast starfs hans á því sviði með virðingu og þakklæti og óska þess, að hans megi sem lengst njóta sem leiðamdi krafts á leiksviðinu. Söngfélagið »Geysir« fór til Siglu- fjarðar um síðustu helgi, og söng þar tvisvar við sæmilega aðsókn. Varðskip- ið »Þór« flutti kórinn báðar leiðir, á- samt fjölda annara farþega. Skip koma og fara vikuna 18.—24. á- gúst. Koma: 17. Goðafoss frá Rvík, hraðferð. 22. Gullfoss frá Rvík, hraðferð. Fara: 19. Goðafoss til Reykjavíkur, hraðferð. 24. Gullfoss til Reykjavík- ur, hraðferð. Smáiarðskjálftakippvr fundust enn í Hrísey síðastb'ðna sunnudagsnótt. Fðstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 9, Stórfengleg tal- og hljómmynd í 10 þáttumí Aðalleikendur eru: re John ] Ethel Lionel ] og Diana Wynyard Rasputin-sagan er orðin svo kunn öllum heitni að þessi mynd, svo frábærlega leikin sem hún er, hef- ir verið sótt meira en flestar aðr- ar. í myndinni leika frægustu leikarar Bandaríkjanna, »konung- lega fjölskyldant BaifyniOOre og hin fagra Diana Wynyard, sem flest- ir muna eftir úr myndinni nCa- Valcade«> Hún leikur stærsta kvenhlutverkið, Matjönshju prins- essu. — Myndin er stórfenglég og spennandi. ÍBÚÐ vantar mig frá 1. okt. n. k. Gunnar Pálsson, Kea. Kú vantar mig, sem á að bera fyrir eða um naestu mánaðamót. Akureyri, 16. ágúst 1934. fakob Karlsson. h ¦! . \:^Ámámi i. ¦ Bezta húsaklæðning er ameríkansk- ar 25% koparblandaðar slálplötur. Ódýrari en bárujárn. — Gunnar Guðlaugsson. Sími 257, Gestir í bænum. Allmargir Reykvlk- ingar hafa verið á ferð hér síðustu daga, þar á meðal: Brynjólfur Stefáns- son, forstjóri Sjóvátryggingafélags Is- lands með frú, Theodór Jakobsson, skipamiðlari, Guðmundur ölafsson, hœstaréttarlögmaður, o. fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.