Dagur - 13.09.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudö'gum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 arg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XV II, ár. 1 Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖB. Norðurgötu3. Talslmi 111. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. du. Akureyri 13. september 1934. ?¦-< í 105. tbl. Hvenær OPÍQ er. Ný varðstofa og fangelsi. Nýja-Bíó Opinberar stolnanir, bankar o. s. frv. Pósthúsið virka daga kl. 10—G, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. . Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —3 alla virka daga, nema laugar- daga kl. 10—12. Skrifstofa héraðslæknis Brekkugötu 11, kl. 1—2 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og W2—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—8, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá y —*/ , 1—3 frá }/.—1/-l0 alla virka daga. Allir bankar loka kl. 1 á laugardag. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla »Eimskips« kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla 2>Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kí. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Hjálp Rauða Krossins, Brekkugötu 11. Ókeypis. Fyrir mæður og börn: alla þriðjudaga kl. 2—3. Fyrir berkla- veika: alla föstudaga kl. 3—4. Viðtalstlmi lækna. Steingr. Matthíasson, héraðslæknir, kl. 1—2 alla virka daga í Brekkugötu 11. A sunnudögum heima kí. 1—2. Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Árni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga, kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. loftí K. E. A. Nýja-Bíó föstudagskvöld kl. 9. Hið gamla, svokallaða »ráðhús« og fangelsi Akureyrarbæjar hefir lengi ver- ið í því ástandi, að hið mesta neyðar- úrræði hefir verið að þurfa að geyma fanga þar þótt eigi væri nema nætur- sakir, sökum illrar vistarveru og háska- lega kaldrar, ef illt var veður, enda hitunartæki hússins svo af sér gengin, að vaka varð yfir föngunum, þótt ekki væri fyrir annað en eldshættu, ef leggja þurfti í ofna. Nú hefir bæjarfógetinn, Sigurður Eggerz, tekið frumkvæði að sem bráð- ustum bótum að þessu. Hefir fréttaritstjóri Dags fu lvissað sig um að bæjarfógetinn hefir gert þá tillögu til bæjarstjórnar að reist verði nýtt lögregluvarðhús með hæfilegum fangaklefum, og þá í sambandi við það, að fjölgað verði lögregluliði bæjarins, svo að hér verði 7 Iögregluþjónar. — Verður þá loks mögulegt að ná til Iögregluvarðar á nótt sem degi, á vís- um stað, ef á þarf að halda. Hefir bæjarfógeti, í bréfi til bæjar- stjórnar Akureyrar, boðizt til að hlutast til um, að fá kostnaðaráætlun gerða sem fyrst um byggingu hússins, svo að mögulegt yrði að hraða þessu nauð- synjamáli sem mest Pá hefir og bæjarfógeti átt tal um þetta við forsætis- og dómsmálaráðherra" Hermann Jónasson og má óhætt full- yrða að hin nýja stjórn muni vera málinu hlynnt að sínu leyti. Hroðalegt slys. Nýlega fórst við Ameríkustrend- ur, í rúmsjó þó, farþegaskipið »Morrow Castle«. Kom upp í því eldur, á dularfullan hátt að mörg- um þykir, og varð skipið svo fljótt alelda, að eigi vannst tími til þess að gera mörgum farþeg- um aðvart. Rigning og rok var og haugasjór, er eldsins varð vart' og varð björgun því mjög erfið fyrir skip, er kom til, og bættl hitinn frá eldinum vitanlega ekki til um björgunarstarfið. Alls varð bjargað 425 mönnum, en að þessu hafa 116 lík fundizt og eru þó eftir 16, af þeim sem um borð voru, er menn vita eigi um. Meðal þeirra, er fundizt hafa, er lík skipstjórans. Á nú að i'ann- ¦ saka það vandlega, og þar með hvort allt hafi verið með felldu um dauða hans, hvort hann í raun og veru muni hafa dáið af hjartaslagi, en svo var sagt í fyrstu fréttum að dauða hans hefði borið að höndum, nokkrum minútwn áður en eldsins varð vart. — Fleira þykir grunsam- legt, t. d. að í einum bátnum, Skip koma og fara vikuna 13.—20. september: KOMA: 13. Nova frá Reykjavík. 14. Súðin að austan. Goðafoss frá Rvík, hraðferð.' 16. Drangey frá Grímsey. 19. Gullfoss frá Reykjavík, hraðferð. FARA: 13. Nova austur um til Noregs. 15. Súðin vestur um. Drangey til Hríseyjar og Grímseyjar. 16. Goða- foss til Reykjavíkur, hraðferð. 18. Drangey til Sauðárkróks. sem bjargaðist voru aðeins tveir eða þrír farþegar, en 32 skips- menn. Hafa skipsmenn þessir borið, að þeir hafi eigi getað náð til farþega til að koma þeim í bátinn, en farþegar fullyrða að þeir hafi enga tilraun til þess gert. — Grunar marga að íkveikj- an hafi verið af mannavöldum. ÚTVARPIÐ. Fimmtud. 13. sept. kl. 19.25 Dagskrá næstu viku. Kl. 21 Erindi. Jóns Leifs. Föstud. 14. sept. kl. 20 Hljómleikar. Kl. 21 Erindi. Guðm. Einarssön. Jóhanna Jótiannsdií»ttir heldur söngskemmtun á sunnudaginn kemur í Samkomuhúsi bæjarins kl. 9. Til aðstoðar söngkonunni verða nokkr- ir nemendur hennar. Síldveiðin. Að því er útvarpið hermdi á þriðjudagskvöldið var verkuð síld í lok síðustu viku samtals 206.692 tunnur. j fyrra á sama tíma nam hún 219,046 tunnum. Bræðslusíld var í lok síðustu viku 686,726 hektólítrar. Um sama leyti í fyrra 751,222 hektó- lítrar. Föstudags- og laugardagskvöld kl. 9. flsiiii yfirvinnur aiil. Tal- og hljúmmynd I 9 iiátíum. Aðalhlutverkin leika: Clark Gable og Jean Harlow. Hrífandi fögur ástarsaga, listavel leikin CLARK GABLE leikur hér á móti hinni fögru JEAN HARLOW er samleik þeirra við- brugðið, ekki sízt í enda mynd- arinnar. - CLARK GABLE er f fremstu röð amerískra leikara og leikur hann ekki nema í úrvalsmyndum. Eldsvoði á Siglufirði. útvarpsfregn hermir að á að- faranótt þriðjudags hafi eldur komið upp í tveimur húsum á Siglufirði, húsi Guðjóns Thorar- ensen og gistihúsinu »Brúarfoss«. Á báðum stöðum mun hafa tekizt að slökkva eldinn fljótlega. — Kviknað mun hafa frá rafmagni. Verkfallið mikla. Síðustu fréttir frá verkfallinu mikla í Ameríku herma að verk- fallsmenn muni ganga að því að leggja deilumálin í gerðardóm, verði þeim ábyrgzt að verksmiðj- um öllum verði lokað á meðan. Óeirðir allmiklar er sagt að hafi átt sér stað, en ekki hefir verið nánar frá þeim skýrt. (Eftir ÚF.). útvarpsfregn á þriðjudags- kvöldið hermir að í Arnarfirði hafi ofsaveður gengið yfir og hafi hey fokið. Blómadagar Hjálpræðishersins eru 14. og 15. þ. m. j I tf ff'Wi lilwHi Jarðarför mannsins míns, Jóns sál. Jóhannessonar frá Munka- þverá, sem andaðist í Reykjavík 2. þ. m., er ákveðin mánudag- inn 17. sept. og hefst kl. 1 e. h. á heimili okkar. Margrét Júliusdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.