Dagur - 13.09.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 13.09.1934, Blaðsíða 3
105. tbl DAGUR 287 Oaldarflokkar og sterk lögregla. Þinimálafunili Tveir flokkar í landinu, íhalds- menn og kommúnistar, hafa gert mikinn úlfaþyt út af þeirri stjórnarráðstöfun, að fella niður varalögreglu íhaldsins í Keykja- vík. ihaldsmenn vilja hafa ótak- markaða lögreglu sér til verndar, af því að þeir eru hræddir við kommúnista, en kommúnistar eru hræddir við lögreglulið, og þó einkum fasta og vel skipulagða lögreglu. Þeir eru því óánægðir yfir því, að fasta lögreglan í kaupstöðunum skyldi ekki hafa verið lögð niður líka, ásamt vara- lögreglunni í Reykjavík. Þeir telja, að öll lögregla og löggæzla sé einungis sett til höfuðs sér og bendir það á, að undir niðri sé samvizka þeirra eitthvað óróleg og að þeir viti upp á sig skömm- ina. Eins og kunnugt er, er komm- únistum ekki eins mikið í nöp við nokkurn mann, og Jónas Jónsson. í honum sjá þeir sinn hættuleg- asta andstæðing'. Þeir líta svo á, að hann sé reiðubúinn til að styðja að sterkri lögreglu, til þess að halda þeim í skefjum. Þeir segjast hafa hans eigin orð fyrir þessu og vitna til ummæla hans um það, að svo geti farið, að rík- isvaldið verði að »grípa til sinna ráða«, til þess að kúga verka- menn, ef þeir verði ekki nægilega auðsveipir við auðvaldið, bæta kommúnistar við. Þessi magnaði ótti kommúnista við Jónas Jónsson í þessu sam- bandi byggist á ummælum hans f 34. tbl. Tímans þ. á., þar sem liann getur um niöurlagning varalögreglunnar fyrir tilstilli Hermanns Jónassonar, og lofar Jónas þessa röggsamlegu stjórn- arráðstöfun hans, en bætir síðan við: »Hitt er annað mál, að ef naz- istar, kommúnistar eða íhaldið efla óaldarflokka í landinu, þá verður ríkisvaldið að grípa til sinna ráða til að halda uppi lög- um og reglu». Eins og allir sjá, lítur J. J. sömu augum á þetta, eins og allir heilbrigðir ríkisborgarar, að það verði að vernda öryggi og frið almenningi til handa, ef einstak- ir óróaseggir efni til óaldar- flokka, er fari með yfirgangi og traðki á lögum og reglum. Þetta er auðvitað sjálfsagöur hlutur í augurn allra friðsamra og siðaðra manna. En kommúnistar virðast hafji aðra skoðun í þessu máli. Þeir vilja hafa þau sérréttindi, að mega efla óaldarflokka í landinu, þegar þeim sýnist, án þess að rík- isvaldiö skifti sér nokkuð af því! Þcir vilja hafa leyfi til þess að troða á lögum og settum reglum án afskifta annara. En væri þetta látið óátalið, myndu nazistar að sjálfsögðu heimta sama rétt sér til handa. Afleiðingin er alveg auðsæ. Landið logaði allt í einu ófriðarbáli, þar sem hnefaréttar- stefna óaldarflokka væði uppi. Slíkt ástand, skapað af óaldar- flokkum, verður ríkisvaldið að girða fyrir með nægilega sterkri og vel mannaðri lögreglu. Alit merkra manna um starfsemi samvinnufélaga. Á ársfundi sænska samvinnu- sambandsins flutti Per Albin Hanson, forsætisráðherra Svía og forvígismaður jafnaðarmanna í Svíþjóð ræðu, og sagði meðal annars: »Það er ástæðulaust áyþessum stað að fella nokkra dóma um samvinnuhreyfinguna. Hún stend- ur þegar á svo traustum grunni og hefir haft það ómetanlegt gagn, að hún þarfnast hvorki lofs né dóma. Það er aðeins tvennt, er ég sem fulltrúi ríkisstjórnar- innar vil minna á, sérstaklega það gagn, sem þjóðfélag hefir af því, að mikill hluti þegnanna eyk- ur sinn fjárhagslega styrkleika með samvinnufélagsskapnum. Einkum hlýtur það að hafa ómet- anlegt gagn á krepputímum, að stór hluti þjóðarinnar annast sjálfur um viðskipti sín á þann hátt að þurfa ekki að stritast undir torbærum skuldaböggum frá erfiðleikaárunum, þegar við- skipta- og atvinnulífið réttir við aftur. Þar sést styrkur, sem sænska þjóðfélagið hefir af sam- vinnufélagsskapnum og þess vegna er full ástæða til að óska, að hann megi verða miklu sterk- ari. Hin sænska samvinnuhreyf- ing byggir líka á lýðræði í verzl- unar- og atvinnumálum. Sú þró- un, sem nú á sér stað í heiminum, virðist á margan hátt stefna frá lýðræðinu. Ég trúi því, að það sé meira sjónhverfing en veruleiki. Raunverulega stefnir alltaf meira og meira í lýðræðisáttina, að lýð- ræði, sem ekki er bundið við póli- tískar og þingræðislegar endur- bætur, en tryggir einnig vald fólksins í verzlunar- og atvinnu- málum. Það er gott fyrir sænsku þjóðina að njóta þess undirbún- ings til eigin stjórnar, sem ligg- ur í því uppeldi, er samvinnan veitir. Samvinnufélögin starfa, eins og sést á skýrslum þeirra í ár, til að efla hagsæld sænsku þjóðarinnar. Ég er sannfærður um það, og ég er líka sannfærður um, að þetta starf verður þýðing- armeira með hverju ári, og sam- vinnuhreyfingin sem áhrifamikið Undirritaður heldur þingmálafundi á eftirtöldum stöðum: í þingh. Glæsibæjarhr. 16. sept. í Hrísey........18. sept. Á Litlaárskógssandi .17. — Á Dalvík...........19. — í Ólafsfirði 20. sept. Allir fundirnir hefjast kl. 8 síðdegis, nema í þinghúsi Glœsibæjarhrepps kl. 4. Pingmðnnutn sýslunnar, Bernhsrði Stelánssyni oe Einari árnasyni, er boðið á fundina. vald í þjóðfélaginu kemur til að hafa enn stærri hlutverk«. — Fjórtánda þing Alþjóðasam- bands samvinnumanna var sett í London 4. þ. m. Þá flutti Tanner, forseti sambandsins, ræðu um á- stand atvinnu- og viðskiptamála í heiminum og sagði meðal annars: »Þjóðirnar hafa nú flækzt inn í viðskiptastyrjöld, sem hefir valdið þeim eins miklu tjóni og styrjaldir, sem háðar eru með vopnum. Þessi viðskiptastyrjöld hefir eyðilagt öryggi verzlunar- innar og viðskiptalífsins eins og það var rekið á grundvelli ein- staklings- og samkeppnisverzlun- Garðar Þorsteinsson. arinnar. Þess vegna hefir verið nauðsynlegt að finna nýjar verzl- unarleiðir, og þar hefir sam- vinnufélagsskapurinn unnið mik- ilvægt starf. Þegar bornar eru saman við- skiptamálastefnur samvinnu- manna og einkaverzlunarmanna, má segja, að einkaverzlunin sé eins og gamaldags seglskip, sem verður að stöðva ferð sína, þeg- ar byrinn vantar, og láta farþeg- ana þola hungur og kulda. En samvinnustefnunni má aftur líkja við skip með nýtízkuvélum, sem skilar farþegunum hverjum fyrir sig heilu og höldnu í áfangastað«. Nýtt stórhneyksli Magnús Guðmundsson hefir greitt Margrétu Zoega 2000 krónur úr rikissjóði, þvert ofan i úrskurð Landsyfirréttarins og hœstaréttar Dana. í stjórnarplöggum Magnúsar Guðmundssonar hefir nýlega fyr- irfundizt eftirfarandi bréf, sem dómsmálaráðuneytið hefir verið látið rita frú Margrétu Zoega hér í bænum 1. marz síðastliðinn: »Hérmcð sendir ráðuneytið yð- ur ávísun fyrir kr. 2000.00, sem cndurgjald fyrir afsal á réttind- um til vinveitinga«. Þessar 2000.00 kr., sem um get- ur í bréfinu, hefir frú Margrét Zoéga fengið útborgaðar úr ríkis- sjóði sama dag. En hvaða »afsal á réttindum til vínveitinga« er það, sem hér er verið að borga fyrir? Til þess að komast að raun um það, þarf að fletta upp í dómum landsyfirréttarins X. bindi, bls. 20. Þar sést, að hinn 22. jan. 1917 hefir rétturinn kveðið upp dóm í málinu: »Margrét Zo'éga gegn ráðherra íslands fyrir hönd ríkissjóðs«. í forsendunum segir svo, að máli þessu hafi frú Margrét Zo- éga skotið til yfirdómsins með stefnu útgefinni 8. sept. f. á. (þ. e. 1916) og- krafizt þess, »að ráð- herra íslands yrði fyrir hönd landssjóðs dæmdur til að greiða henni 9000 kr. á ári frá 1. jan. 1915 að telja til dauðadags eða 100 þús. kr, í eitt skipti fyrir pll ásamt 5% ársvöxtum--------en til vara, að henni yrði tildæmd úr landssjóði slík upphæð árlega, frá og með árinu 1915 til dauðadags, scm 2 óvilhallir dómkvaddir menn meta, að tekjur hennar af vín- veitingum hafi numið að meðal- tali árin 1906—1911 ------«. Tilefni málshöfðunarinnar var það, að frú Margrét Zoéga hafði með lögum um aðflutningsbann á áfengi verið svift rétti þeim til 0 fOOOOOi' GÚMMÍHANZKAR GÚMMÍSVUNTUR - — HANDKLÆÐI frá - KVEN-PRJÓNABLÚSSUR frá kr, TELPUBUXUR--------- ALPAHÚFUR - - KARLM. SOKKAR------ KARLM.BINDI-------- KARLMiRYKFRAKKAR frá kr. 27.00 HVÍTT SLOPPAEFNI sérstak- lega gott á aðeins kr. 1.10 mtr. og m. m. fl. af ódýrum varningi. G/'öríð svo vel og litið á nýju vörurnar. AUi. 5°/o afsláttur oegn siaögreiðslu. Brauns Verzlun. PAU Signrgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.